Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 5
* Að heimsókn lokinni Nú er nýafstaðin heimsókn tékkneska handknattleiks- liðsins Gottwaldov, er hingað kom á vegum knattspyrnu- félagsins Víkings. Heimsókn- ir erlendra handknattleiks- flokka hafa jafnan þótt mik- ill viðburður meðal þeirra sem handknattleiksiþróttinni unna, enda hafa þær stund- um valdið algjörum straum- hvörfum 1 iðkun handknatt- ieiksins hérlendis. Má í þessu sambandi minna á fyrstu tvær heimsóknir erlendra liða, heimsókn sænska liðs- ins Kristianstad I.F. 1947, en af þeim lærðu íslenzkir handknattleiksmenn þá varnaraðferð, sem enn tíðk- ast að mestu óbreytt og svo heimsókn Dana 1948; það voru ieikmenn úr þekktum liðum þar í landi, Ajax og H. G. Þessir dönsku leik- menn sýndu þeim íslenzku hvernig leika skyldi til mið- herja inn við marklínuna (linuspil), en því miður hef- ur sú leikaðferð ekki náð þeim þroska hér, sem vænta mátti og veldur þar ein- hverju þröngur og litill leik- vangur. Heimsókn Tékkanna nú mun áreiðanlega verða talinn merkisatburður er tím- ar iíða og er það raunar þeg-! ar, þó að allir geri sér það ekki ljóst. Þessi heimsókn markar tímamót að því leyti, að í fyrsta sinn hérlendis var háð handknattleikskeppni innanhúss við eðlilegar að- stæður þ. e. á nægilega stór- um og breiðum leikvangi. Leikurinn á Keflavíkur- flugvelli sýndi, að sú tegund; handknattleiks, sem leikinn er við þröng og erfið skil- yrði að Hálogalandi í Reykja- vík, er ekki nema afskræmd mynd af því, sem vel leikinn handknattleikur getur verið. Hinir tékknesku gestir sýndu, að þeir kunna vel til verka. Sóknarleikur þeirra er mjög léttur og leikandi, knötturinn er „látinn ganga“ viðstöðulítið mann frá manni. Þeim veitist þetta létt vegna þess að grip þeirra er öruggt og öll knattmeð- ferð fyrirhafnarlítil. Þá er skipulag sóknarleiks þeirra gott, kom þetta greinilega í ljós á stóra leikvanginum i íþróttahúsi Keflavíkurflug- valiar. Þar dreifðu þeir sér á alla breidd vallarins og það, ásamt léttu og hröðu samspili riðlaði vörn and- stæðinganna. Það er og ein- kennandi fyrir leik þeirra fyrir framan vörn andstæð- inga, að þeir hlaupa tiltölu- lega lítið með knöttinn, heldur „afgreiða" þeir hann svo til strax til samherja og láta því knöttinn „vinna^ eins og það er kallað. í einu er þó tékkneska liðinu 'áfátt. Það hefur ekki á að skipa þeim stórskyttum, sem bú- ast mátti við, þar sem hér var um meistaralið að ræða. Vörn Tékkanna var sterk, þeir léku nær eingöngu svo- nefnt 4—2 kerfi og tókst það yfirleitt vel. Þeir voru harðir í horn að taka, en fóru þó oftast gætilega að öllu. Vafalítið mun heimsókn Tékkanna hafa talsverð á- hrif á þróun handknattleiks- íþróttarinnar og þá vonandi í þá átt sem æskilegust er, þ. e. að gera leikinn léttari og meira leikandi. Þó hamla þær aðstæður, sem þessari í- þrótt eru búnar, því, að þessi áhrif verði sem skyldi. Von- andi opnar þessi heimsókn, og þá sérstaklega leikurinn suðurfrá, augu forystumanna íþróttahreyfingarinnar og þá ekki síður framámanna í stjórn Reykjavíkurbæjar, fyrir því, að það má ekki dragast lengur að koma upp viðuhandi keppnishúsi hér í höfuðstaðnum. Það getur ekki talizt heppilegt til lengd- ar, að stefna fjölda manns til íþróttahátíðar suður á Kefla- víkurflúgyöll. í síðasta blaði var viðtal við unga hárgreiðsludömu, sem hafði sýnt þann dugnað að sjá fyrir manni sínum fjárliagslega í mörg ár, en hann stundar nám, hafði tek- izt að fá sér flest heimilis- tæki og átti jafnvel bíl. Þar við bættist, að hún var í landsliði handboltakvenna og gegndi öðrum aukastörfum. Nokkrir lesendur hafa liringt til blaðsins og látið í Ijós á- nokkrum árum stofnaði hann byggingarfélag 48 manna, sem ákváðu að reisa stór sambýlishús og vinna sjálf- ir við það í frítímum. Þetta voru flest iðnaðarmenn úr ýmsum sérgreinum, svo og verkamenn, og var nær eng- in vinna keypt. í fyrrasum- ar var dregið um seinustu íbúðirnar og átti ég eina þeirra, sem var 100 m-, 4 herbergi og eldhús. Tvítugur eignaðist hann íbúð af eiginn rammleik Rætt við ungan Reykvíking Samtök hernáms- andstæðinga Sími 23647 nægju með, að vakin væri athygli á dugnaði ungs fólks. Segja þeir, að nú sé nóg komið af beim gamalkunna söng um spillingu og leti æskunnar. Ungt fólk komist yfirleitt ekki í blöð, nema það hafi unnið afrek í íþrótt- um, framið ódæðisverk í öl- æði, ekið á 150 kílómetra hraða upp Laugaveginn eða dansað sig tryllt á rokkdans- leik. Þeir vilja að snúið sé við blaðinu og þess minnzt, að margir kornungir fslend- ingar hafa unnið ágæt afrek við lieilbrigð störf. Og hér kernui’ annað við- talið — að þessu sinni við ungan mann, sem heitir Hrafn Jóhannsson og er tutt- ugu og tveggja ára gamall iðnskólanemi. — Mér er sagt, að þú eigir stóreign, segir spyrillinn við Hrafn, þegar þeir hittast. Hvernig stendur á því? — Ja, það er nú eiginlega allt saman einum manni að þakka, Árna Guðmundssyni, múrarameistara. Ég er nem- andi hjá honum og fyrir Hrafn Jóhannsson. — Var þetta ekki erfitt fjárhagslega? — Jú, þó nokkuð. Annars munar geysimiklu að þurfa ekki að kaupa neina vinnu. Húsnæðismálastjórn lánar 70 000 kr. og auk þess skulda ég mikið fyrir innréttingar. — Ertu kvæntur? — Nei, ekki einu sinni trú- lofaður. Það fór allur tíminn í þetta. En ég leigi foreldrum mínum íbúðina. — Þú hefur auðvitað orð- ið að spara mikið, var það ekki? Reykir auðvitað hvorki né drekkur. — Ég reyki nú lítið en smakka stundum áfengi — svona í hófi. Meðan húsið var í smíðum var auðvitað lítill tími til að skemmta sér en nú er þetta breytt. Ég fór í þriggja vikna ferðalag til út- landa í fyrrasumar. Það var dýrt, en ég sé ekki eftir því — það var geysigaman. Svo hef ég stundað laxveiðar við og við, fór t. d. í sumar í nokkra daga upp í Norðurá í Borgarfirði. — Hefurðu gaman af list- um og bókmenntum? — Ég er styrktarmeðlim- ur Karlakórsins, en sjálfur get ég ekkert sungið frekar en aðrir hrafnar. Pabbi á mjög stórt bókasafn, svo að ég hef nú haft úr nógu að velja, sérstaklega ljóðabók- um, og svo fer ég oft í leik- hús. — En myndlist? — Ég er í Handíða- og myndlistarskólanum tvö kvöld^ viku. — Gaman að pólitík? — Ekki minnsta áhuga. Ég hlusta aldrei á útvarps- umræður, enda held ég að þeir viti varla sjálfir, hvað þeir eru að segja, þessir fugl- ar. — Voru fleiri á svipuðurh aldri og þú, sem byggðu sér íbúð? — Já, einn jafnaldri minh var með í þessu líka og eign- aðist íbúð. Hann býr þar sjálfur með systkinum sín- um. Við kveðjum Hrafn og lát- um lesandanum eftir að svara ‘þessari spurningu: Skyldi það vera algengt í öðrum löndum, að ungir menn um tvítugt komi sér upp fyrstar flokks húsnæði óstuddir og af eigin rammleik? RA Víxlar með afföllum Frh. af viötali viö Margeir Magnússon af 12. síöu Framh. af 12. síðu. ar uppbætur, en úr þvi að þær| fást ekki, verða þeir að grípa til þessa ráðs. Að minnsta kosti þeir menn, sem hugsa eitthvað. — Hefurðu verið lengi við þetta? — Síðan 1950, en alveg stöð- ugt frá 1954. Ég vann með þessu fyrst. — Er mikið að gera? — Já, ég er bara einn hérna. Ég hef viðtalstíma á morgnana og kvöldin, en þar á milli eru auðvitað endalausar ferðir í banka. — Og á gjaldþrotauppboð? | — Fólk heldur að þetta. sé ólögleg starfsemi. Það er alger misskikiingur og stafar líklega af því, að enn eimir eftir af því, þegar vixlarar gengu svo hart að mönnum. — Eruð þið mildari nú? — Það hefur aldrei reynt verulega á innheimtuna. Menn geta selt eignirnar sínar, enda eru þetta yfirleitt mjög vel stæðir menn. — Eru ekki sumir komnir í gjaldþrot? — Það reynir ekki á það, þótt þeir selji mér eitthvað. Þeir verða að fá tryggingu annars staðar, og' það kemur mér ekki við. Ég vil aðeins hafa það 100% tryggt. — En er þetta ekki ólöglegt, spyr blaðamaðurinn. Eru ekki lögboðnir hámarksvextir? — Ef maður lánar út, vex;ður maður að hlíta lögboðnum vöxtum. En þetta er ekki lán. — Hvað þá? — Að kaupa víxla? Það er verzlun. Hrein kaup, lausakaup! | — en nú auglýsirðu lán. og mennirnir koma hingað í þeirri ti'ú, að þeir séu að fá lán. — Ja, þeim býðst bara að gera kaup. Það er aðalmisskiln- ingurinn, að menn líta á þetta sem lán. I — Kannastu við fyrirtækið iTalentan, kristilegt fjárailaí.é- lag? I — Nei. i — Hvei's konar menn eru það aðallega, sem ávaxta fé sitt hjá þér? i — Þeir sem ætla að .v.erða rík- ir. Eða réttara sagt: þeir sem [vilja standa betur að vigi. Sá sem á 300 þús. krónur í lausa- fé, hann er. eiginlega tviefldui'. í lífsbai'áttuni. | — Hefur lögreglan nokkuð skipt sér af þér? — Nei, ekkert sem heitið get- ur. Þegar þingnefndin ír$ega hvatti menn til þess að kæra víxlara, var einn sem kEei'ði mig. Hann tók það aftur. til baka. Seinna fékk ég aðra kæi'u. Það var lögfi'æðingur, sem hvatti manninn til þess. Hann vildi víst ná í viðskiptin sjálf- ur. En auðvitað höfðu þeir eskkl ert upp úr því nema kostnaðinn og fyrirhöfnina. — Haiðnaði ekki samkeppn- in, þegar bankavextirnir voru hækkaðir upp í 12% og innláns- vextir samsvarandi? — Bankinn hefur ekki meira úr að spila en áður, síður en svo. Vei'ðbólguskessan er aútaf að vaxa, og hækkaðir vextir hafa ekkei't að segja. Lánveitiiigar eru sama og styrkir. — Hefurðu misst nokkra sparifjái'eigendur i bankann eftir vaxtahækkunina? — Það er mjög lítið. — Heldurðu. að þetta viðtaT verði ekki góð auglýsing fyrir Þig? | —Jú, áreiðanlega. Viðskiptin tóku mikinn' fjörkipp, eftir a(5 viðtalið í útvarpinu kom. fi RA. Fijáls þjóð - Laugardaginn 19.nóvember 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.