Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 9

Frjáls þjóð - 19.11.1960, Blaðsíða 9
Gils Karl Evang: Frh. af 8. siAu reynist. Einhver helzti á- hugamaður um stofnun fé- lagsins og formaður þess frá upphafi er landlæknir þeirra Færeyinga, Hans Debes Jo- ensen dr. med. Félagið gef- ur út ársrit, er nefnist Fróð- skaparrit, og eru komnir út 8 árgangar. Er þetta merkis- rit, sem íslenzkir fræðimenn i ýmsum greinum ættu að gefa fullan gaum. Það ei skrifað . á færeysku, en hverri grein fylgir efnisút- dráttur á ensku. Þar skrifar Chr. Matras ritgerðir um , færeyskt mál, Sverri Dahl um fornminjar, Jóannes Ras- mussen um jarðfræði, Leif Dahl um dýrafræði, R. Ras- mussen um plöntufræði, H. Debes Johensen og R. K. Ras- mussen um heilbrigðismál, J óhannes av Skarði um menningarsögu, Karsten Hoydal um fiskirannsóknir o. s. frv. Þá gefur félagið einnig út Annales Societatis Scientia- rum Færoensis, og eru í þeim flokki komin út a. m. k. fjögur rit, sum mjög stór. Fylgir þeim útdráttur á dönsku og ensku. — Eitt þessara rita heitir „Gomul föroysk heimaráð“ (þ. e. hús- ráð við ýmsum sjúkdómum), sem R. K. Rasmussen hefur safnað og gefið út. Er það býsna skemmtileg bók. Skal hér að lokum tekinn úr bók þessari ismákafli, þar sem greinir frá einni af mörgum lækningaaðferðum við gigt- arskollanum: „Var giktin í beinunum, bundu tey sær hosur og sokk- ar úr svartari hundaull og gingu í. Stórir svartir loð- hundar vóru ikki sjáldan róptir gikthundar. Ein kona bant fyri 75—80 árum síðan undirbrökur á mann sín. Hann hevði gikt í öðrum lær- inum. Ovari partur av aðrari brókinni var bundin úr svart- ari hundaull, sum maðurin sjálvur átti. Hundurin var kliptur sum seyður, og ull- in karðað og spunnin sum annars vant. „Fyri lendapínu og gikt í beinunum havi eg einaferð eitt heilt summar gingið við hundaull í flonels- bindi uppi á lendunum,“ segði ein maður í 1938. Eitt konufólk, borin í heim í 1883, gekk 20 ára gomul við sokki úr svartari hundaull uppi á öðrum beini tí hún hevði ringa pínu í tí.“ Treystu ekki já-mönnuiuim! Grein Or norska blaðinu Orientering New York — Framh. af 1. síðu. uppi lögum og reglu í land- inu, getur hún fundið Iykil- inn að Ieyndardómi ósómans. Með því. að fyrirskipa rann- sókn á innstæðum fslendinga erlendis er unnt að komast að því, hverjir hafa komizt yfir gjaldeyri á ólöglégan hátt. Vera má, að þá sé margur háttsettur maðurinn í fiskeinokunarhringum eða öðrum stórfyrirtækjum kom- inn í gapastokkinn. En ríkis- stjórn íslands á ekki nema um tvær leiðir að velja: að gerast samábyrg eða hreinsa út óloftið. Fálkinn tekur upp nýjan bíining VIKUBLAÐIÐ FÁLKINN,' sem er elzta vikublað sinnar tegundar hér á landi, hefur haf-| ið göngu sína á ný eftir nokk- urt hlé. Nýr ritstjóri hefur ver-' ið ráðinn og mikil breyting orð- ið á blaðinu, bæði hvað efni og útlit vabðar. Hefur Gylfi Gröndal tekið við ritstjóminni en hann var áður ritstjóri Sunnudagsblaðs Al- þýðublaðsins. Við framkvæmda stjórn hefur tekið Jón A. Guð- mundsson. I Meðal efnis hins fyrsta blaðs Fálkans í nýja búningnum er viðtal við Höskuld Eyjólfsson frá Hofsstöðum, einn kunnasta hestamann landsins, ný íslenzk frásögn eftir Jón Helgason um eitt frægasta sakamál 18. ald-. ar, rætt við tvær ungar Reykja- víkurstúlkur á leið til Parísar, smásögur, framhaldssögur, verðlaunagetraun og ótal margt fleira. Stjómmálanámskeið hefst á vegum þjóðvarnarfélaganna þriðjudaginn 29. nóv. kl. 20.30 að Laugavegi 31, III-hæð. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Frjálsrar þjóðar, sími 19985. Námskeiðið verður auglýst nánar í næsta blaði. Qagnrýni á flokkaskipulagið á mikinn rétt á sér. Þróun og framfarir eiga sér þvi aðeins stað, að gamlar og nýjar hugmyndir rekist á. Einhver verður að færa nýjar hugsanir í dagsljósið og það er oftast nær Iilutverk stjórn- arandstöðunnar. Það sem háir flokkalýðræðinu einna mest nú á tímum er skilningsleysið á nauðsyn stjórnarandstöðu . og virðingarleysið fyrir slikri and- stöðu. Þegar valdir eru fulltrúar á mikilvægar ráðstcfnur eins og landsfundi eða önnur ráðgefandi þing, þá virðist flokksvaldið telja það brýnasta verkefni sitt að útiloka alla fulltrúa, sem hafa aðrar skoðanir á málum en talið er æskilegt, og þar sem slikt fólk er auðvitað oftast i minnihluta, er mjög auðvelt að misnotk lýð- ræðið á þennan hátt. Aðal áhuga- mál stjórnmálaflokkanna er kannski fyrst og fremst að auka atkvæðatölu sína við næstu kosn- ingar. Flokkarnir hafa því allan hugann við að leyna innri klofn- ingi scm ekki verður kippt í lag, eða að reyna að komast hjá að afgreiða inál, sem kynnu að styggja cinstaka kjósendur, en' hugsa minna um að gera póli-J tíska stefnu sína ljósa, svo að hún sé öllum skiljanleg og veitij ákveðna úrlausn á helztu. vanda málum. Það er mjög erfitt fyrir ungt fólk, sem nálgast stjórnmála-j flokkana án þess að vera liáð nokkruin þeirra, að sjá i kosn-j ingastefnuskrám flokka.nna nókkrá visbendingu ' úhi það, hvern skuli kjósa. Stefnuyfirlýs-j ingarnar eru smám saman farnarj að líkjast svo hver annarri, að, þeir- y-ngri og óreyndari, sem kunna ekki að lesa milli linanna,! ciga mjög erfitt nieð að sjá mis- muninn. IWargt má vissulega gagnrýna í stjórnarfarskerfi okkar; fjár- lægðin á milli skrifborðsins og bins iðandi lífs, seinagangur við ákvarðanir, tilgerðarlegt og oft óskiljanlegt málfar, óþolinmæðij og . sjálfbyrgingsháttur, lieiguls- háttur og óráðvendni. í samfélagi okkar eru til ýmis öl'l, sem vitandi vits nota sér- ó■'nægiuna og þá árekstra, sem alltaf hljóla að verða milli þeirra sem skipa fyrir og þeirra sem eiga að hlýða, öfl sem réýna við livert tækifæri að vekja grun- seindir og tortryggni á því sem kallast „yfirvöldin* . Jafnvel orð- ið yfirvald fer að fá keim af ókvæðisorði, eins og það var, þegar við voruin hernumdir af Þjóðycrjum og þýzk yfirvöld réðu ríkjum. Nái þetta of langt er hætta a ferðum í lýðræðisþjóðfélagi. Sjálfsagt er að gagnrýna yfir- vöklin og halda þeim við cfnið, en aldrei má þó gleymast, að yf- irvöldin eru við sjálf, þau eru hluti af lýðræðisþjóðfélaginu, sem við lifum í. Þess vegna er hclzta verkefnið að brúa bilið milli yfirvaldanna og fólksins sjálfs, báðir aðiljar eiga að lita á bá sem gegna embættisstörfum sem fulltrúa fólksins; menn í þjónustu þess fyrirkomulags, sem við sjálf höfum byggt upp. i A ður fyrr tóku aðeins lögfræð- ingar þátt í að stjórna ríkinu. Enj smám saman þegar vísindum og tækni fór fram varð mikil þörf á fólki með aðra menntun, verk- fræðingum, kennurum, læknum, efnafræðingum o. s. frv. En hvar átti að koma þessum mönnum fyrir í stjórnarkerfinu? Áttu þeir eingöngu að gefa lögfræðingun- um góð ráð eða var þeim ætlað að bera ábyrgð á framkvæmdum? Þessari spurningu cr cnn ósvar- að. Stöðugt fleiri stjórnarfarsleg- ar ákyarðanir krefjast sérmennt- unar. Ef verkfræðingar, læknar, kennarar og aðrir menntamenn starfa án ábyrgðar, freistast þeir til að gera einliverja óraunhæfa óskadraums- eða fyrirmyndartil- lögu, svo að þeir geti þvegið hendur sinar, en valdhafinn, sem enga sérmenntun héfur, verður að skera niður áætlunina. í þessu efni kemur flokkakerfi og lýð- ræðisfyrirkomulag að engu gagni. Það er ekki unnt að ákveða með atkyæðagreiðslu í Stórþinginu, live mikið steypujárn eigi að fara i ákveðna brú, svo að liún beri umferðina, né lieldur segja tiÞ um, hversu margir sýklar megi' vera í drykkjarvatni að skað- lausu. Flestar slikar ákvarðanirj ver.ðum við að láta sérinenntuðu fólki eftir, en þá verður líka að finna eðlilegan og fullnægjandi stað fyrir þetta fqlk í stjórnar- farskerfi livers lýðræðisþjóðfé- lags, og láta það svo starfa með fullri ábyrgð, svo að í ljós komi, hvort það er vandanum vaxið enda sé það látið víkja fyrir öðr- um hæfari, ef svo er ekki. fjáu 40 ár, sem ég lief haft tæki- færi til að taka þátt i umræð- um um ýmis vandamál í Noregi, man ég ekki eftir öðru tiniabili þegar menn liafa verið jafn hræddir að láta skoðun sína i ljós og einmitt nú eftir lieims- styrjöldina síðari. Eýðræðið er i mikilli liættu, þegar svo er komið sem nú, að, tími já-mannanna er upprunn-j inn, þeirra sem alltaf eru þægi- legir, handgengir og reiðubúnir| áð semja sig að háttum þeirra sem með völdin fara heima eða erlendis. Þessir menn geta verið góðir og vinnusamir, en þegar vanda ber að höndum er aldrei unnt að treysta slikum já-mönn- um, þeir laga sig alltaf eftir að- stæðum og lialla sér að valdhöf- unum hverju- sinni. Við rekumst alltof oft á þá fullyrðingu, að venjulegur mað- ur sé ckki l'ær um að mynda sér noklcra rökstudda skoðun á utan- ríkismálum og lierfræðúm. En við ættum að fallast á það í citt skipti fyrir öll, að leynilegar stjórnarathafnir og njósnastarf- scmi getur aldrei samrýmzt lýð- ræði. Þegar mikilvægum liern- aðarmálum er lialdið leyndum, er verið að svipta fólkið og lýð-J ræðisstofnanir þess tækifærinu til að hafa álirif á gang mála. Það kemur lýðræðinu að litlu lialdi, þótt rcvnt sé að réttlæta leynd- I ina með þvi að ákveðnir fjand- menn séu miklu verri en við sjálf, lýðræðið eykst ekki við það. Mú á tímum eru til jafn mörg form fyrir lýðræði og lýðræð- islöndin eru mörg. í svokölluð- um einrœðislöndum má sjá frelsi og lífslöngun manna brjótast út á þann hátt sem aðeins verður nefmlur lýðræðislegur. Við kom- um gersamlega í veg fyrir, að við getum skilið veröldina eins og hún er í dag, ef við byrgjum okk- ur með þeirri trú, að eingöngu hinn norski máti eða vestræni máti lýðræðisins sé liinn eini og rétti. Hvergi er takmarkinu náð, alls staðar koma veikleikarnir i ljós, og á einum mannsaldri liefur lýðræðið beðið fleiri og stærri ósigra einmitt i þessum lýðræðis- hluta lieimsins en við kærum okkur um að muna eftir. Hver sá sem lítur álvöruaugum á sjálfan sig og lætur í ljós skoð- anir sínar, þó að hann viti að sjónarmið hans hefur enga mögu- leika á að sigra sem Stendur, styrkir lýðræðið. Hver sá sem innan stjórnmálaflokks verklýðs- félags eða annarrar félagsheild- ar hjálpar til að auka áhuga ein- staklingánna, þátttöku þeirra og áhrif í starfi félagsins, sáir með þvi fræi í akur lýðræðisins- Hver sá sem sýnir virðingu fyrir til- finningum og skoðunum annarra, enda þótt þær komi frá fólki af annarri kynslóð eða öðru kyni, mun uppskera tifalt erfiði sitt. Hver sá sem mótmælir i orði eða verki, að annað fólk éða hópar af fólki séu beittir kúgun og of- beldi og reynir að verja rétt þessa fólks og virðingu, vinnur með þvi í þágu lifandi lýðræðis. Hver sá sem flytur meðborgurum sínum sannleika, fullkominn og ómeng- aðan sannleika — hvort sem liann cr fagur eða viðbjóðslegur, vinsæll eða liataður, og með- höndlar sannleikann þannig, að fólk geti myndað sér rökstudda skoðun, starfar í anda lýðræðis. Lýðræði cr ckki samsafn af reglum, sem ákveðnar eru i eitt skipti fyrir öll, það er lifsform seni stöðugt tekur breytingum og verður áð samhæfast þróun niannanna sjálfra, tækni þeirra . og þjóðfélagi. í liverju landi verður að berjast daglega fyrir ! lýðræði, líka i svokölluðum lýð- ý ræðislöndum á sama liátt og við berjumst fyrir friði. Atvinnuleysi — Framh. af 1. síðu. og óðaverðbólgu að stöðva - framkvæmdir og valda miklu atvinnuleysi. Almenningur í landinu er ; þrautpíndur fjárhagslega eft- . ir aðgerðir ríkisstjórnarinn-. ar, en atvinnuleysi væri þó versta áfallið ofan á allt ann- að. Það er skilyrðislaus krafa, að ríkisstjómin geri tafarlaust þær ráðstafanir,- sem dugi til að koma í veg fyrir alvarlega kreppu í at- vinnuliíinu. t *Jí- Frjáls þjóð-Laugardaginn 19.nóvember 1960 9

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.