Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.03.1961, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 11.03.1961, Blaðsíða 4
ÍT frjáls þjóð i i tJtgefandi: Þióóvarnarflokkur Islands. Ritstjóri: Magnús Bjarnfreösson, óbm. Framkvæmdastjóri: Kristmann EiÖsson. Afgreiðsla: Laugavegi 31. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Árg. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Þjóðin mun slíta helsið Þegar pistill þessi er skrifaður standa enn yfir umræð- ur á alþingi um iandhelgissamninginn við Breta. Má telja nokkurn veginn fullvíst, að ríkisstjórninni takist að þrýsta fylgismönnum sínum á þingi til fylgis við samning- inn, og öðlist á þann hátt fulltingi meiri hluta alþingis til að bjóða togarastóðinu brezka inn í íslenzka fiskveiðiland- helgi. Litlar sögur fara af því, hversu ljúft stjórnarliðum ollum hefur verið að ganga undir þetta jarðarmen. Það kann þó að vera nokkur vísbending í þessu efni, að við allar hinar löngu og hörðu umræður um málið hefur enginn Óbreyttur stjórnarþingmaður opnað sinn munn Lil að verja gerðir ríkisstjórnarinnar. Þar hafa ráðherrarnir, að við- bættum framsögumanni meirihlutans, orðið að standa einir í forsvari gegn hvössum ádeilum stjórnarandstöðunn- @r. Hafa ráðherrarnir farið þar hinar mestu hrakfarir, svo sem málefni stóðu til, og finna nú gusta um sig andúð sí- vaxandi fjölda kjósenda. . T?n ríkisstjórnin er staðráðin i því að knýja fram upp- ■*-J' gjafarsamningana við Breta. Hún ætlar sér ekki að breyta einum stafkrók í samkomulagsuppkastinu — hefur vafalaust bundið hendur sínar þar um gagnvart Bretum og má sig hvergi hræra. Að því er varðar andstöðuna hér heima íyrir, sem farið hefur dagvaxandi og nær nú langt inn í raðir stjórnarflokkanna, huggar stjórnin sig vafalaust við eitt: íslenzkir kjósendur eru undarlega fljótir að gleyma. Þeir hafa oft áður sýnt, stjórnmálaforingjum slíkt umburð- arlyndi og fyrirgefið þeim þvílíkar mótgerðir, að annað eins langlundargeð þekkist naumast annai's staðar á byggðu bóli. En að því er tekur til þessa samnings, blygðunarlausra svika við stefnu íslendinga fyrr og siðar í einhverju stærsta lífshagsmuna- og réttlætismáli þeirra, kann að fara nokk- uð á annn veg. Slíkur samningur gleymist ekki. Hann minnir á sig dag hvern sem erlenda togarastóðið sópar ís- lenzk fiskimið. Hann stendur þjóðinni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum þegar að þvi kemur að hún telur sig neydda til að sækja á um rétt sinn til aukinna yfirráða og hagnýt- ingar veiðisvæða innan endimarka landgrunnsins. JI ''vö eru þau atriði þessa samnings, sem öðrum fremur gera hann óhafandi. Annað er smánarlegt, hitt háska- legt. Smánarlegt er það og ósamboðið frjálsri þjóð, að gera sérstakt samkomulag um fríðindi til handa því eina ríki, sem beitt hefur hana ofbeidi og kostað kapps um að láta hnefaréttinn ráða úrslitum í deilumáli. Það eru jafnframt herfileg 'svik við málstað ailra þeirra þfóða, sem ásamt ís- lendingum hafa barizt fyrir því að mega hagnýta sér fiski- miðin úti fyrir ströndum sínum. Með því að ganga til samninga við eina ríkið, sem beitt hefur vopnavaldi til að halda við gömlu ranglæti í landhelgisdeiiu, er verið á 'skammarlegan hátt.að refsa þeim, sem komið hafa fram af heiðarleika og réttsýni, en verðlauna hnefaréttinn og grímu- laust ofbeldið. f TTitt atriðið, algert og endaniegt afsal íslendinga á ein- hliða rétti tii útfærslu fiskveiðiiandhelgi allt að endi- mörkum landgrunnsins, er háskalegasta ákvæði samnings- ins. Gegnir vissulega furðu, að til skuli vera íslendingar, sem ljá máls á slíku réttindaafsali. En þar sem þetta er stað- reynd, og ljóst orðið, að stjórnin ætlar einnig að knýja þetta fram, hafa allir andstöðuflokkar núverandi ríkisstjörnar birt yfirlýsingar, efnislega samhljóða, þar sem það er skýrt tekið fram, að þeir líti á umræddan sanming við Breta sem nauðungarsamning, og muni þeir nota fyrsta tækifæri, sem kann að gefast, til að leysa íslenzku þjóðina undan oki hans. Samþykkt miðstjórnar Þjóðvarnarflokks íslands um þetta efni, birtist á forsíðu FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR í dag'. ■jyieð yfirlýsingu þessari hafa þrír flokkar, sem við síð- ■L"-i- ustu alþingiskosningar höfðu að baki sér 45% greiddra atkvæða, stigið nauðsynlegt skref til undirbúnings þess að íslendingar geti svo fljótt sem verða má varpað af sér þvi helsi, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er staðráðip í að smeygja á þjóðina. 4 A ð þessu sinni birtist hér viðtal við ungan mann, Steinþór Jóhannsson. Hann er uppalinn i Ytfi-Dalbæ í Landbroti, fyrsta bænum, er blasir við í þeirri sveit, þeg- ar komið er austur úr Skaft- áreldahrauni, eða Eldhraun- inu, eins og það er kallað austur þar. Ævi hans framan af var ákaflega lík því, sem gerist um íslenzka sveita- drengi fyrr og síðar. Fram- an af sagði ég, — þó er hann ekki ennþá nema 28 ára gamall. En frá unglings- árum hefur Steinþór stund- að mjög margvísleg störf og hefur gert víðreist, bæði inn- an lands og utan. Hann hef- ur um nokkurra ára skeið verið refaskytta sveitar sinn- ar, og þar með komizt í kynni við töfra óbyggðanna á annan hátt en flestir aðr- ir. Hann hefur starfað í mörgum sýslum, en sem sonur vélaaldarinnar hefur hann ekki verið í vinnu- mennsku, heldur unnið með jarðýtum víðsvegar um iandið. Hann hefur komið á flestar, ef ekki allar hafn- ir íslands, sem háseti á Litla- fellinu, og hann hefur heim- sótt Sikiley, Rússíá og Vene- súela á Hamrafellinu. Ég hitti þennan bernsku- vin minn á götu hér í Rvík um daginn og datt í hug að spjaila við hann um hans fjölbreyttu ævi, og ekki sízt um ævi grenjaskyttunnar á vélaöld. Hann heimsótti mig svo og við tókum tal saman yfir kaffibollanum. Hvernig stóð á því að þú gerðist refaskytta? — Það var nú eiginlega til- viljun, sem réð því. Ég fór einu sinni snemma á sumri að leita að rollu, sem ekki hafði komið í smalamennsk- um um vorið og ætlaði að marka undir henni. Ég fann hana við hraunkambinn og hún stökk út í hraunið, og ég á eftir. Hundurinn minn hljóp á undan mér. Hann stökk allt í einu til hliðar, og ég heyrði á geltinu, að hann hafði séð eitthvað annað en ltindur. Þarna var þá greni, greninu í 5 sólarhringa og unnum hvolpana, en dýrin s.luppu, enda auðyelt fyrir þau að leynast í hrauninu. Þarna skaut ég tvo hvolpa, það voru þeir fyrstu, sem ég skaut, en meðan við lágum þarna lét ég í Ijós áhuga á því við Eirík að leggja þetta fyrir mig, og hann tók mig á orðinu. Ég var svo með honum, á meðan hans naut við, en hann er fluttur burtu fyrir nokkru. Hann kenndi mér mikið til veiða, en ann- ars er þetta starf, sem ekki er hægt að kenna til hlítar, maður verður að læra það af eigic mistökum. Er þetta starf ekki ýmist leiðinlegt eða skemmtilegt, eftir því hvernig viðrar? ITað er ákaflega misjafn- lega skemmtilegt, en aldrei leiðinlegt. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmti- legra en.að liggja á .greni uppi á "f jöllum á björtum vornóttum, sé veðrið gott. Þá opnast manni heimur, sem maður kynnist ekki með öðru móti. En gamanið getur líka kárnað, þegar maður verður að liggja áveðurs í slagveð- urs rigningu blautur og Enginn veit sína ævina rétt við fjárgötuna, og heil- mikið af beinarusli í kring. Þarna hafði féð runnið yfir í smalamennskum um vorið, en tófan aldrei látið á sér bæra. Og einhvern veginn höfðu smalamenn aldrei komið auga á beinin. Nú, — það varð ekki meira úr f jár- leitinni, því ég fór heim og samband var haft við grenja- skyttuna, sem var þá Eiríkur Skúlason á Kirkjubæjar- klaustri. Við lágum svo á skjálfandi og má ekki hreyfa sig í marga klukkutíma. En þessu fylgir aíltaf spenna og eftirvænting. Er það ekki ákaflega mis- jafnt hversu lengi þið þurfið að liggja á grenjunum? — Jú, svo sannarlega. Ég man eftir einu skipti, þegar þetta gekk mjög fljótt fyrir sig. Við vorum að koma inn- an úr Laka og ætluðum að keyra suður á Kaldbak, til þess að leita þar að grenjum. Keyra? — Já. Leitarðu að grenjum á bíl? — Ekki beinlínis það, en við höfum notað bíi í ferða- lög okkar upp á síðkastið, og síðasta sumarið, sem ég var í þessu ferðuðumst við ein- göngu á bíl. Jæja, en áfram með sög- una! — Vertu þá ekki að grípa frammí. Nei, nei, ég skal þegja. Jæja, þegar við vorum á leiðinni fram talaði ég við Vaidimar á Klaustri . . . Fyrirgefðu, að ég skuli vera til, en hvað sagðirðu, talaðirðu við hann? Er kannski búið að leggja síma inn á öræfi til afnota fyr- ir grenjaskyttur? — Nei, ekki er það nú, en ég var með talstöð í b:ln- um, það er mikið öryggi í því, ef t. d. eitthvað bilar hjá manni, eða bíllinn fest- ist þá er hægt að láta vita af því, í staðinn fyrir að ganga til bæja. Já, ég þóttist nú reyndar vita það, en mér finnst róm- antíkin bara, vera farin að setja ofan. En haltu áfram, nú skal ég steinþegja. -— Stattu þá við það. Já, — sko, hann var með skila- boð utan úr Álftaveri, um að þar væri fundið greni og við vorum beðnir um að fara þangað. Við gerðum það og fórum fyrst til Jóns í Norð- urhjáleigu og töluðum við hann, en hann sér um þessi mál. Hann sagði okkur að það væri kominn heill mannsöfnuður kring_ um grenið, og sagði okkur að senda alla aðra heim, ef við vildum. Þegar við komum að greninu voru þrír bílar rétt hjá því og margir menn allt í kring. Þeir voru búnir að vinna hvolpana, en dýrin voru eftir. Þeir fóru svo áleiðis héfm, og sumir ætl- uðu að koma við hjá Jóni og segjá honum hvernig gengið hefði. Við bjuggum okkur undir að liggja þarna, þótt veður færi versnandi og út- lit fyrir landsynnings slag- viðri. Við bundum hvolp skammt frá greninu og Arnar Sig- urðsson, sem hefur verið með mér undanfarin ár, bsið skammt frá honum, á meöan ég fór með bílinn í burtu. Þegar ég kom aftur hafði fjölgað, því tófan lá stmn- dauð við hlið Arnars. -Hún. hafði komið strax þegar hún sá mig fara burt. Þegar við vorum svo að byrja að bera saman ráð okk- ar kom rebbi skokkandi og hann hlaut sömu örlög. Við urðum himinlifandi og fór* Frjáls þjóð — Laugardaemn 11. marz l%l

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.