Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.03.1961, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 11.03.1961, Blaðsíða 5
um rakleitt til Jóns. í>eir, sem fóru frá greninu, og ætl- uðu að færa honum fréttirn- ar, höfðu komið við á öðr- um bæ og drukkið þar kaffi, og urðu á eftir okkur! Við sögðum Jóni að veðrið væri orðið svo vont, að við nennt- um ekki að liggja á greninu lengur. Honum fannst það nú ekki rétt karlmannlegt, en fór samt út til að gá vel til veðurs. En þá sá hann hvað við höfðum meðferðis, og þá léttist brúnin á karli. að er mikið talað um vit t'efsins og slægð. Hvað segirðu um það? — Ég held að það sé líkt um þá og mennina. Þeir eru ákaflega misvitrir. Annars dettur mér eitt í hugv sem ég hef heyrt mikið talað um. Mér var sagt einu sinni, að refir ættu það til að nota umbúðir, svona rétt eins og við, þegar við förum í búðir. Mér var sagt, að þeir ættu það til að hirða vambir og bera í þeim egg heim að gi'eninu, til þess að komast með meira í einu. Ég lagði nú engan trúnað á þetta og hélt að þetta væri bara ein af mörgum þjóðsögum um refinn. En svo var það einu sinni að ég skaut ref, sem var að koma heim til grenis síns með lamb í kjaftinum, eða ég hélt a. m. k. að það væri lamb. Þegar ég kom að honum sá ég að þetta var alls ekki lamb, heldur lambsbjór, sem annað hvort fugfar eða refir höfðu étið innan úr.'Og innan í h;órnum var ýmis- legt hnossgæti, aðallega hlutar af smáfuglum, sem skol!i hafði veitt, og ætlaði að færa afkvæmunum. Það var sem sagt ekki nóg með það, að hann notaði þannig „umbúðir“, heldur hafði hann aðeins hirt það bezta af fuglunum til þess að „geymslurýmið" hagnýttist sem bezt. ■ Hefurðu reynt áð leika á refina með eftirhermum? — Ekki á fullorðnu dýr- in. Við höfum hins vegar venjulega með okkur hvolpa, sem við bindum rétt við grenin, þar sem við höfum sæmilegt útsýni yfir ná- grennið. Dýrin koma oft að, þegar þau heyra í hvolpun- um, enda er leikurinn til þess gerður. Hins vegar hef ég stundum reynt að líkja eftir fullorðnu dýrunum til þess að gabba hvolp, og það hefur oft tekizt. Það er verst að eiga við þau dýr, sem hafa sloppið • áður, þau gæta sín ákaflega vel, En jafnvel þau gera oft . eina skýssu. Tryggðin veldur því, að þau halda sig í ná- munda við grenið, töluvert löngu eftir að það hefur ver- ið unnið, og það verður oft þeirra bani. Eru refir ekki góðir héim- ilisfeður? — Jú, þeir hugsa ákaflega vel um fjölskylduna. Það er líka algengt, að sömu dýr „búi“ saman ár eftir ár. En refir geta verið breyskir, rétt eins og mennirnir, og mér hefur verið sagt frá refum, sem áttu tvær fjölskyldur og sáu fyrir þeim báðum, enda höfðu læðurnar lagt nærri hvor annarrn 1'æja, — svo við snúum okkur nú að gjörólíku efni, þú hefur líka stundað sjóinn. — Já. 1956 fór ég til út- landa í fyrsta sinn á ævinni. Þá flaug ég til Svíþjóðar á- samt fleirum til þess að ssekja Hárrirafellið. Mér var nú um og ó, því að ég var al- gjör landkrabbi, hafði aldrei á sjó komið. En ég var svo heppinn að verða mjög lítið sjóveikur. Ég var þarna fyrst sem viðvaningur, en seinna sem háseti. Á sumrum tók ég mér svo frí og skaut refi. Hefurðu ekki farið víða? — Dálítið. Við fórum fyrst til Venezuela, til þess að sækja olíu fyrir Svíana, og síðan fór skipið í slipp í Pal- ermo á Sikiley. Var ekki líf í tuskunum þar? — Júú, Palermo er ágætis borg, ég held að ég rati þar betur en í Rvík. Við höf- um nú komið þangað ofíar en í þetta eina skipti. Borgin skemmdist mikið í stríðinu og ennþá eru þar miklar rúst- ir. Þarna eru stórglæsileg auðmannahverfi, ákafiega falleg, en svo eru þarna líka hverfi, þar sem fátæktin er slík, að henni er ekki hægt að lýsa með orðum. Fólkið býr í alls. konar hreysum, jafnvel kössum, og hefur hvorki í sig né á. Það er skemmtilegt að koma þarna fyrir útlendinga, fjörugt skemmtanalíf og fall- egt kvenfólk, en þarna er ógurleg'ur ruslaralýður, og eins gott að gefa ekki færi á sér. Hvert hafið þið siglt á 1 Rússland? — Til Batum. Hún er and- stæða Palermo. Þar er lítið um að vera og ég var hætt- ur að nenna í land, nema ég ætti eitthvert erindi. Annars er ákaflega fallegt í sveitun- um þarna fyrir utan, við keyrðum einu sinni nokkrir þar um. Hvernig er efnahagur fólks þar.? — Ekki svo mjög slæmur, held ég. Það er að vísu eng- inn lúxuslýður þar en ég held að enginn líði þar neinn skort. Það er allt miklu jafn- ara þar. Og þær rússnesku —? — Ég hef ekkert kynnzt þéim. Þær eru a. m. k. ekki eins mikið úti á lífinu og kynsystur þeirra í Palermo.. í Batum vinna þær ýmiss konar „karlmannsstörf", þær . stjórna t. d. stórum krön- um við höfnina. Ætlarðu að liggja á grenj- ■ um í sumar? Framh. á 6. síðu. Brú í óbyggðinni, brúarsmiður: Móðir náttúra. Bréf frá borginni við sundið. Kaupmannahöfn hefur löngum verið vafin í dýrð- arljóma í meðvitund íslenzku þjóðai'innar. Þangað sóttu margir beztu synir hennar menntun sína, og hún hefur aldrei verið af lakari endan- um, því að Kaupmannahöfn hefur löngum verið meðal fremstu menningarborga Norðurálfunnar, en margur landinn hefur átt erfitt með að standast freistingar hinn- ar tálfögru borgar við Eyr- arsund. „Á engum stað hafa fleiri íslendingar farið í hundana en í Kaupmanna- höfn. Allan þann 'tíma, sem íslendingar stunduðu þar há- skólanám, hefur borgin breitt létlúðugan faðminn við hverri nýrri kynslóð bók- lærðra íslenzkra sveita- manna, sumir komu síðan aldrei fram, aðrir rúnir öll- um dyggðum heimahag- anna.“ Þannig kemst einn garnall Hafnarstúdent að oi'ði, og fullmargir hafa orð- ið fyrir þeirri reynslu að hljóta þar sitt endadægur. Fyrir þá, sem nú-lifa, er erf- itt að gera sér í hugarlund þau viðbrigði, sem -voru því samfara að koma í fyrsta sinni til stórborgar úr fá- sinninu á íslandi, enda jafna þeir, sem það reyndu, því ekki við annað en að koma í nýja veröld. Sumarið 1828 kom til Kaupmannahafnar ungur stúdent utan af íslandi, að nafni Högni Einarsson. Högni var frá Eystri-Skóg- um undir Eyjafjöllum, fædd- ur 1805, en hafði lokið stúd- entsprófi tvítugur að aldri hjá séra Árna Helgasyni pró- fasti í Görðum. Hann var frændí Steingríms Jónssonar biskups og var skrifari hjá honum eftir stúdentspi'óf, þangað til hann sigldi. Einn af beztu vinum hans frá skólaárunum var Páll Páls- son stúdent (Skrifarinn á Stapa) og honum skrifaði hann bréf það, sem hér fer á eftir. Af Högna er það að segja, að hann þótti efnis- piltur að upplagi, en hneigð- ist nokkuð til drykkjuskapar og lauk ævi sinni með sorg- legum atvikum. 24. nóv. 1832 var hann staddur á veitinga- húsi í Boldhusgade, ásamt löndum sínum tveimur, og, hafa allir verið ölvaðir. Lentu þeir í þrætu nokkurri, og vissu menn það síðast til Högna, en nokkrum vikum síðar fannst lík hans í Holm- ens Kanal. Kaupmannahcln, 26ta september 1828. Mundir þú trúa því, að þú ert hinn fyrsti, sem. ey af minum Correspondentere byrja að skrifa héðan, þó meir ve<gna þess, að eg vil sýnd þér, aö eg ekki síður man til þín hérna, og tiT okkar vin$kapar heivia. Það erog ekkert náttúrlcyra en þú gangir á undan öðrum frá minni hálfu, þegar hið síð- asta bréf eg féklc, var frá þér; Eg fékk það segi eg) rétt í því 'eg var aó ganga á skipsfjöl frá einhvörri huldri hönd, og f.ékk eg ei tóm til að lesa það fyrri en út á rúmsjó. En þá las ég það ogsvo tvisvar eins o g vant er. — Hafðu því hérmeð fyrir það ástarþökk mína, það gladdi mig þann t.ima, sem eg brúkaði til þess yfirvegun- ar. — Ferðin gekk sv'ona seigt og fast þó stórslysalaust, en nóg var eg samt búinn að fá af sjónum, þótt eg aldrei fyndi til sjósóttar því hart- nær 5 vikur og þar til hlá- legur útbúnaður á skipinu (t. d. fúlt vatn og lítill og slœm- ur forði m. fl.) gátu gert mér lífið nógu leiðinlegt. Hingað kom eg lOda þessa mánaðar, og var þá sem eg kœmi í ein- hverja aðra verölci, þó ei Paradís, því þar veit eg ei er svo gróf skítalylct, eins og mér fannst hér fyrst. Eg sá hvorki sól né himin, en komst naumast áfram fyrir fólki, og vögnum, sem œtluðu hreint að œra miq í eyrun- um og þar til voru éinhvörj- ar GAMLAR KONVR, sem hrópuðu ámáttlega ,,Perer“, ,,Æbler“, „Plommef' etc. — kort: eg vissi ekki nj mér, hvar eða hvört ea vór kom- inn. — E.q sá fólk mcr-pt v'eð byssur á rauðum kjólum, og hugsaði strax, að þcír mundu cetla að skjóta mig og enn þá þori eg ekki að koma ná- lœgt þeim. — Kvenfólkið er hér rétt fallegt, þvi varla gengur maður hjá þeim (á vissum strcetum) að þœr hrópi ekki ofurbíiðlega: „O! gör mig dog den Fornöjelse at trine nœrmere! lille, söde Ven!, en svo heyrist mér þcer breyta í sér rómnum. þegar einhvör er svoddan rusti að þiggja éi tilboðið. — Ekki þykir mér hér fallegt, nema út á vollunum, eg hefi að söiinu ekki gjört viðreist enn þá — þó rata eg upp á Reg- entsið frá mér. —- Fá.tt er í fréttum. Sumarið segja þeir hafi verið slœmt, einkum miklar rigningar. Chirufgus Bergslien var nýsálaöur, þeg- ar eg kom, úr brjóstveiki, og Jakob Thorarensen er að dragast upp oasvo vr henni. Líka er nú nýdáinn kaup- maður Petrœus, og eg trúi hans bú sé fallit. Nóg er hér komið af íslenzkum og vcéni- ást þó fleiri. Fyrir uian mig og . Jóh.ann Árnason eru komnir lektorssynir Ásmund- ur og Markús, stúdent Pétur Pétursson frá Viðivöllufh i Ska.gafirði og Skúli Thorar- ensen samt Geir Bachmánn. Allir þessir eru nú deposituri (eða svo sem þeir hér heita Framh. á 3. síðu. Fvjáls þjóð a- Láugardaginn 11. ’márz 1961 I

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.