Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.03.1961, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 11.03.1961, Blaðsíða 1
11. marz 1961 Laugardagur 10. tölublað 10. órgangur Án þjóöaratkvæðís mun íslenzka þjóðin aldrei viður- kenna afsal landsréttinda Aufijljóst er nú orðið, að ríkisstjórnin ætlar að gera 'ið brezka ofbeidið, hefur hespa af afgreiSslu svikasamningsins í landhelgismál- hi" v'fr,,'kkf‘ fk‘ * \ \ i •, * i • í vv j linm ad halda. Samkvæmt hon- mu meo aóstoo handjarnaos þmgmannalios og hundsa kröfuna um þjóðaratkvæði. Það er ekki ný bóla. að ís- ræmdi Gamli sáttmáli hafði þau lenzkir ráðamenn þori ekki að ákvæði, að íslendingar væru bera svik sín undir þjóðarat- , lausir ailra mála ef erlendir að- Þessi mynd er ó sýningu Litla Ijósmyndaklúbbsins í bogasal Þjóðminjasafnsins. Hún er ein af mörgum sérkennilegum og skemmtilegum myndum þeirra félaga og er tekin af Rafni Hafnfjörð. Myndin heitir kúluvarparinn, en er þannig til kom- in að Rafn tók mynd af loftbólum í is og með allskyns göldrum er svo þessi mynd orðin til. Misræmi í tollun Undanfarið hefur verið til sölu í verzlunum hér alimikið af erlendu sælgæti. Sælgæti þetta mun aðallega hafa verið fiutt inn frá ísrael. Verðið á þessu sælgæti mun hafa verið vel samkeppnisfært við verð á íslenzku sælgæti. Á því er heldur engin furða, því á meðan framleiðslutollar á innlendu sælgæti hafa hækk- að um 250%, hafa aðflutnings tollar á erlendu sælgæti ekk- ert hækkað Iðnrekendur munu hafa brugðið skjótt við, er þeim bár- ust fréttir um þennan innflutn- ing. Leituðu þeir til viðkomandi ráðuneytis og færðu fram sín- rök um hversu óréttlátt sé að tolla innlenda framleiðslu, en sleppa erlendum vörum við tolla. Slíkt hlýtur að veikja mjög samkeppnisaðstöðu okkar unga iðnaðar og furðulegt að slíku skuli ekki fyrir löngu hafa verið kippt í lag. Ráðuneytið lofaði iðnrekend- um bót og betrun, og mun þess- um innflutningi nú vera hætt í bili. Væntanlega verður sú viðreisnarbót þó ekki á þann veg, að framleiðslutollunum verði létt af iðnaðinum, heldur verða aðflutningstollar vafa- laust hækkaðir. Af hverju? — Jú sko, ann- ars myndi assgotans varan lækka í verði og það væri ekki í samræmi við viðreisnina! kvæði. Þjóðvarnarflokkur Is- lands hefur margoft krafizt þess, bæði fyrr og síðar, að ís- lenzka þjóðin yrði lótin skera úr um það hvort hún vildi hafa er- lendan her í landi sínu. Sú krafa hefur ávallt verið hundsuð, m. a. af forráðamönnum Fram- sdknarflokksins, sem nú krefst, og með réttu, þjóðaratkvæðis um þetta mál. Lítið fór einnig fyrir kröfum Alþýðubandalags- ins um þjóðaratkvæði um her- námsmálin, meðan ráðherrar þess sátu í ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn þykist því standa báðum fótum í jötu, þegar hún hundsar kröfuna um þjóðaratkvæði nú og er það ekki nema í samræmi við aðrar gerð- ir hennar, að henni þykir ein syndin afsaka aðra. Afsal Iandsréttinda. Samningar þeir ,sem gerðir voru um inngöngu Islands í At- Iantshafsbandalagið off einnig samningar þeir er gerðir hafa verið um dvöl hins erlenda hers hafa báðir það ákvæði inni að halda, að þeim má segja upp með tiltölulega stuttum fyrir- vara. Meira að segja hinn ill- i : ilar gengju á þeirra rétt „að beztu manna yfirsýn“. um afsala íslendingar sér UM ALDUR OG ÆVI þeim rétti, sem bæði þeir og aðrar þjóð- ir hafa tekið sér þegar land- helgi hefur verið færð út, að gera það með einhliða aðgerð- um. Því liefur aldrei verið brýnni Samningur sá, sem stjórn og ástæða en einmitt nú, að við- þing ísiendinga ætlar nú að j Framh. á bls. 6. Samtök hernámsandstæðinga halda fund í Austurbæjarbíói Á morgun, sunnudag, boða samtök hernámsand- stæðinga til almenns fundar í Austurbæjarbíói. Mun á þeim fundi verða skýrt frá nýjum aðgerðum sam- takanna. Fundurinn hefst kl. 14 á sunnudag. Fundarstjóri verður Jónas Árnason. Prófessor Guðni Jónsson mun flytja ávarp, en ræður flytja Kristján Thor-| iateius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Sverrir Kristjánsson, Kjartan Ólafsson og Jón Helgason. J Einnig verður upplestur. Halldór Kiljan Laxness les úr eigin verkum og Kristbjörg Kjeld lcikkona les upp kvæði. Samtök hernámsandstæðinga munu nú hyggja á nýjar aðgerð- ir í sókn sinni gegn hinní er- lendu. hersetu. Eins og kunnngí er befur lítið boríð á samtökun- um hér í Reykjavík að undan- förnu, enda mun tíminn hafa verið notaður til þess að und- irbúa aðgerðir þær, sem kunn- gerðar verða á þessum fundi. Síðustu atburðir í sjálfstæð- ismáium þjóðarinnar sýna glögglega að aldrei hefur ver- ið meiri þörf en nú, að vera |vel á verði gagnvart erlendum áhrifum. Er því full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að jfjölmenna á þennan fund og . taka þátt í þeirri sókn samtak- 'anna, sem nú er að hefjast. Yfirlýsing miöstjórnar Þjóðvarnarflokksins Með tilliti til sanmings þess, sem ríkisstjórn Is- lands hyggst gera við ríkisstjórn Breta um fisk- veiðilögsögu Islands og lagður hefur verið fjrrir Al- þingi til samþykktar, telur miðstjórn Þjóðvarnar- flokks íslands nauðsynlegt að lýsa yfir eftirfarandi: Allar aðgerðir Islendinga varðandi friðun fiski- miðanna hafa til þessa verið einhliða. Hefur verið algjör þjóðareining um að svo skyldi vera, svo og það, að íslendingar einir geti hagnýtt allt landgrunnið með einhliða aðgerðum. Þetta staðfesta landgrunnslögin frá 1948, reglu- gerðir um útfærslu fiskveiðilandhelginnar fiá 1952 og 1958, samþykkt alþingis 5. maí 1959, og f jölmargar samþykktir almennings fyrr og síðar. Allir þeir þingmenn, sem nú sitja á Alþingi, hafa og lýst yfir fullum trúnaði við þessa ófrjávíkjanlegu megin- regiu. Miðstjórn Þjóðvarnarflokks Islands lítur því svo á, að ríkisstjórn og Alþingi skorti umboð til að víkja frá þessari meginreglu, hvað þá til að afsala þjóð- inni um aldur og ævi með samningi við aðra þjóð, rétti, sem hún á eða kynni að eignast. Miðstjórnin samþykkir þess vegna að lýsa yfir því, að verði téður samningur gerður milli ríkis- stjórna Islands og Bretlands, geta þau ákvæði hans, sem skerða rétt íslands til einhliða útfærslu fiskveiði lögsögunnar ekki verið bindandi fyrir þjóðina, ef synjað er þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn, né virt af þeim ríkisstjórnum, er í framtíðinni í’jalla um málið. Auk þess lýsir miðstjórnin yfir því, að samning, sem gerður er við þá einu þjóð, sem beitt hefur vopna- valdi vegna andstöðu við útfærslu fiskveióilögsög- unnar, beri að meta sem nauðungarsamning, enda hefur ríkisstjómin réttlætt hann með bví, að með honum væri komið í veg fyrir hugsanlegt manntjón, sem hljótast kynni af hernaðarofbeldi Breta innan íslenzkrar lögsögu. Þjóðvarnarflokkurinn mun bví beita séi fyrir því, að létt verði af þjóðinni við fyrsta tækifæri því oki, sem í samningnum felst, og þjóðinni aflað á ný þess fyllsta réttar, sem frjálsar þjóðir hafa til á- kvörðunar fiskveiðilögsögu sínnar.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.