Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 31.03.1962, Page 3

Frjáls þjóð - 31.03.1962, Page 3
FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi: Þjóðvarrtarflokkur íslands. Ritstjóri: Magnús Bjamfreðsson, ábm. Framkvæmdastjóri: Jafet Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Bryndís Sigurjónsdóttir. Áskr.gj. kr. 14.00 á mán. Kr. 84.00 1/, ár, í lausas. kr. 4.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Prentsmiðjan Edda h.f. Pólitískt siðleysi Hann var skemmtilegur leiðarinn í Alþýðublaðinu á miðvikudaginn í síðustu viku. Fyrirsögnin var: Goðafoss. . . ogfleiri. Fjall- aði leiðarinn öðrum þræði um hina raunalegu tilraun skipverjanna á Goðafossi, til þess að smygla milljóna- verðmæti inn í Bandaríki N.-Ameríku. Síðan rekur leiðarahöfundur nokkuð spillingu þá, sem þrifizt hefur hérlendis undanfarin ár, svo langt er jafnvel gengið, að ráðizt er að Bingó-spilamennsku! Síðan segir: „Við þetta allt bætist slappleiki í dómsmálastjórn íslendinga, sem verið hefur meiri eða minni í áratugi. Alþýða manna trúir því ekki, að hinir „stóru“ þurfi mikið aðóttast eða sitji nokkru sinni af sér, þótt þeir verði dæmdir. Það hefur ekki verið hugsað um að byggja fangageymslur, nema fyrir drykkjumenn, svo að dæmdir menn komast oft ekki að. Eitt og eitt félag, eins og Olíufélagið hafa verið grandskoðuð, en hve mörg önnur fyrirtæki mundu þola slíka rann- sókn? Hve mörg fyrirtæki hafa tvenns konar bókhald og hvers vegna? Það heyr- ist stundum talað um fjár- drátt einstaklinga í starfi, en oftast er hilmað yfir slíkt til að forðast, að dóm- stólar komist í bókhald viðkomandi aðila. Enda þótt glæpamenn aki ekki um göturnar með vélbyssur og grófasta spill- ing, sem þekkist erlendis, virðist ekki tíðkast hér, er íslenzkt þjóðfélag rotið af fjárhagslegri spillingu, sem fram kemur í öllu, sem að ofan var nefnt. Þegar ungir menn, sem hafa alizt upp við hugsunarhátt þessa á- stands, ætla að reyna ís- lenzka „sjálfshjargarviðr leitni“ í öðrum löndum, eru þeir skjmdilega orðnir sakamenn. Lækningin verður að byrja heima hjá okkur sjálfum.“ BRAVÓM Bragð er að, þá barnið finnur! En, — eigum við ekki að athuga orð leiðarahöfundar dá- lítið betur, með hliðsjón af gerðum hans eigin flokks. „Alþýða manna trúir því ekki, að hinir „stóru“ þurfi mikið að óttast, eða sitji nokkru sinni af sér. . . .“ Nei, „alþýða manna“ er fyrir löngu hætt að trúa því, einkum ef „hinir stóru“ eru „stórir“ í Al- þýðuflokknum. Fyrir nokkru var einn „topp- krati“ dæmdur í fangelsi, fyrir að hafa stolið gífur- legum upphæðum af al- mannafé, sem skólastjóri við einn stærsta skóla borg- arinnar. A sama tíma og þjófnaðurinn fór fram var hann formaður fjármála- stjórnar Alþýðublaðsins, og það hefur ekki verið hrakið, svo ekki sé meira sagt, að það blað hafi notið nokkurs góðs af sjóðum skólabarna. En hann hefur ekki enn verið settur inn, og ráðherra Alþýðuflokks- ins, Gylfi að nafni, hefur ekki ennþá krafizt endur- greiðslu hins stolna fjár, hvað þá meira!! Skyldu fleiri fyrirtæki en Olíufélagið þola rannsókn? Skyldi fyrirtæki toppkrat- ans Axels Kristjánssonar þola það, að allt það, sem komið hefur fram við rann- sókn, yrði dregið fram í dagsljósið? Hvers vegna neitar fjármálaráðherrann þingkjörinni nefnd um að- gang að þeim skjölum, sem fyrir liggja? Og var hann nokkuð bendlaður við fjár- málastjórn Alþýðublaðsins, á meðan óreiðan og sukkið blómstraði í „útgerðar- fyrirtækjum“ hans? Og hver veitti þessum manni ríkisábyrgðir fram yfir heimildir alþingis? Hver nema Guðmundur í. nú- verandi formaður blað- stjórnar Alþýðublaðsins Og það er ábyggilegt, að ef hann ætlaði að reyna „íslenzka sjálfsbjargarvið- leitni“ ráðherra í öðrum löndum, yrði hún fljótlega afþökkuð þar, ef til vill yrði hann „skjmdilega orð- inn sakamaður“. Já, :— Iækningin þarf að byrja hér heima, — og það sem fyrst! LEIFAR FRÁ LIÐNUM ÚLDUM Grein þessi er bygg'S á grein, sem birtist í marz-hefti hins vinsæla þýzka tímarits, Scala, og er nánast allmikiíS stytt þýSing. Myndimar birtust einnig þar. Eftir um þaS bil klukku- stundar akstur frá Beirút í Líbanon er komið þar, sem heitir Dar-el-Baider-Pass. og þar liggur vegurinn í 1450 metra hæð yfir sjávarmál. Síðan lækkar nokkuð aftur, og vegurinn liggur í sneiðing- um niður í Beka’a,sem er frjó- samur fjalladalur, er eitt sinn var mikið kornforðabúr Róm- verja hinna fornu. Beggja vegna hans gnæfa nakin fjöll sögu á þessum stað allt aftur til'ársins 2000 fyrir Krist. Því miður virðast engar menjar lengur vera að finna frá dög- um Föníkíumanna í Baalbek, en þó þykir fullvíst, að Föní- kíumenn hafi reist sólguði sínum, Baal, þarna musteri. Að loknu veldi Föníkiumanna er allt á huldu um sögu stað- arins um margar aldir. Baal- bek er ekki getið fyrr en á hellenska tímabilinu og ber eðstrúarmenn og gerðu hið mikla hof að kastala Síðan komu Krossferðafriddarar, Mongólar og Tyrkir; það, sem þeim tókst ekki að eyðileggja, sáu veðrun og jarðskjálftar um. Það, sem Vesturlandabú- ar sáu um miðja sextándu öld. var aðeins rústir hinna miklu mannvirkja. Um haustið 1898 voru þýzku keisarahjónin á ferðalagi til Palestínu. Er þau voru á leið frá Damaskus, þann 11. nóv- ember, komu þau um kvöldið til Baalbek ásamt fylgdarliði Tjaldbúðum var slegið í rúst- um hofsins. Klukkan 8 næsta morgun var haldið af stað. En þessi stutta dvöl nægði Vil- hjálmi öðrum til þess að á- kveða að beita sér fyrir upp- greftri þarna, og hann tók strax til óspilltra málanna við að afla þeirri hugmynd fylgis, þegar hann kom til Berlínar. Uppgröfturinn hófst þegar árið 1900 og 1904 var upp greftrinum langt komið. Eftir að margar smálestir af sandi og grjóti höfðu verið fluttar í burtu, var það komið fram í dagsljósið, að hinn þekkti brezki heimspekingur Julian Huxley kallaði síðar „vott valds, mikilleika og Jjómandi tignar.“ Hér gnœfa hinar risastóru súlur; þöguft minnismerki um mikilfengleik byggingarlistar löngu liðinna tima. við bláan himin. Fjö’lin eru ákaflega tilbreytingarlaus. næstum allsstaðar sami eyði- legi brúni liturinn. Allt í einu blasa við augum sex risastórar súlur. VTð erum komin til Baalbek, sem er tal- in forvitnilegastur allra for- vitnilegra staða í Líbanon. Það kann að virðast ótrú legt í dag, að svo virðist, að Baalbek hafi verið rneð öllu ókunn á Vesturlöndum fram til miðrar sextándu aldar. Samt hafa þar margar borgir verið byggðar, hver a annarr- ar rústum. og fornleifafræð- ingar hafa rakið byggingar þá hið hellenska natn Helio pólis. En það var fyrst með veldi Rómverja, sem nýr upp gangstími hófst fynr Baal- bek. Viö austurtakmörk ríkis síns, í nýlendunni Colonia Iulia, Augusta Felix Heliopo- litana, byggðu þeir r,of, sem þeir helguðu Júpíter Þetta risastóra hof átti einnig að þjóna ákveðnum póiitískum tilgangi: það átti að sýna mátt og veldi hins mikla Rómarríkis. En allt er í heiminum hverf- ult. Árið 634 komu ivtúhamm- Og hvernig er svo, eða rétt- ara sagt var svo, þessu mikla hofi háttað? Allar hofbygg- ingarnar voru reistar á 275 metra löngum upphækkuðum grunni, til þess að mikilleikur hofsins nyti sín ennbá betur. Er komið var í gegnum inn- ganginn, sem Caracalla keis ari hefur sennilega látið gera úr tólf súlum í kórinþskum stíl, er komið inn í sexhliða for-hof, sem er 60 metrar i þvermál. Þaðan var svo geng- ið inn í altarishofið, sem var 117 metrar á lengd og 112 metrar á breidd. Úr innri enda hans er svo 6.30 metra hár tröppugangur inn í sjálft JúpLtershofið, sem verið hef- ur 87,5 metrar á lengd og 47,5 metrar á breidd. Af 54 súlum. sem þar hafa verið, eru nú að- eins sex uppistgndandi hæstu súlur, sem fyrirfinnast í heiminum. Þær eru 20 metrar á hæð og 2.25 metrar í þver- mál og ofan á þeim er svo fimm metra hár, fagurlega skreyttur þverbiti. Hvernig þessar súlur voru búnar til og reistar, er mönn- um i dag hulin ráðgáta. Eins er nútímamönnum óskiljan legt, hvernig hinar risastóru steinblakkir, sem notaðar voru í sjálfa hofsbygginguna. hafa verið meðhöndlaðar. Eln þeirra, sem af einhverjum á- stæðum var aldrei notuð, hef- ur verið mældríhún er 18 metrar á lengd, náiægt 400 rúmmetrar af grjóti og vegur því um 1500 smálestir. Framh. á 8 síðu Frjáls laugardaginn 31. marz 1962

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.