Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 31.03.1962, Side 10

Frjáls þjóð - 31.03.1962, Side 10
— Archie, sagði Wolfe, þegar ég- nálgaðist. Ég veit náttúr- lega vel, að þér eruð ekki vaknaðir ennþá, en það er dá- lítið, sem þér þurfið að gera strax fyrir mig. Náið í þau öll, — líka Buhl lækni. Sjáið svo um, að þau komi hingað klukk an ellefu og ef þau geta það ekki, þá klukkan tólf. Segið þeim, að ég hafi tekið ákvörð- un, og vilji segja þeim hana, Ef Buhl læknir vill ekki koma, verðið þér að segja honum, að niðurstaða mín — og orsakir hennar — hljóti að vekja áhuga hans sem læknis, og að ég leggi mikla áherzlu á, að hann komi. Éf þér hringið í hann strax, náið þér ef til vill í hann, áður en hann fer í sj úkravit j anirnar. — Nokkuð fleira? — Nei, ekki strax. Nú þraf ég að tala við Saul. SJÖUNDI KAPLI Klukkuna vantaði tuttugu mínútur í tólf, þegar Wolfe gekk inn í skrifstofu sína, fór að skrifborðinu, bauð gesti sína velkomna með því að kinka kolli, og settist niður. Ég hafði komizt að samkomulagi um það við Buhl lækni, eftir að hafa rifizt heilmikið við hann í símanum, að hann kæmi klukkan 11,30, en hann kom tíu mínútum of seint. Davíð Fyfe hafði fengið.sér sæti í rauða hægindastólnum. Buhl læknir, Páll og Tuttle- hjónin sátu fyrir framan skrif borð Wolfes. Ég hafði séð svo um, að Páll sæti við hlið mér, ef svo færi, að Johnny Arrow fyndi upp á því, að ráðast enn einu sinni á hann. Arrow og Anna sátu saman, að baki Buhls læknis. Og loks var þar Saul Panzer, sem hafði sezt niður hjá stóra líkaninu. Wolfe hóf máls og sneri sér að Davíð: — Ég var ráðinn til þess að rannsaka kringum- stæðurnar við lát bróður yðar og skera úr um, hvort ástæða væri til að biðja lögregluna um að blanda sér í málið. Ég hef komizt að þeirri niður- stöðu, a*ð svo sé. Þetta er svo sannarlega lögreglumál. Það heyrðist muldur og menn litu hverjir á aðra. Páll leit við og hvessti augun á Johnny Arrow . Ljvísa Tuttle stakk hendinni undir arm manns síns. Buhl læknir sagði með þykkju í röddinni: — Ég efast mjög um réttmæti þess- arar niðurstöðu. Þar sem ég var læknir hins látna, langar mig til þess að heyra ástæður yðar. Wolfe kinkaði kolli. — Vissu lega, Buhl læknir. Þér hafið fyllsta rétt til að fara fram á það. Lögreglan mun líka óska eftir að fá að vita, hvers vegna ég hef tekið þessa ákvörðun, því verður bezt, að ég láti skrifa niður skýrslu mína til Cramers lögregluforingja, að ykkur viðstöddum. Það mundi ganga bezt, ef enginn grípur fram í, hélt hann áfram og leit yfir hópinn. Ef enhver vill bera fram spurningu á eftir, skal ég gjarna svara henni. Archie, takið blokkina yðar. Fyrst bréf til herra Cramers. Ég tók fram hraðritunar- blokk og blýant og settist nið- ur með blokkina á hnjánum og sneri mér að gestunum. — Ég er reiðubúinn, sagði ég. „Kæri herra Cramer. Aðfaranótt síðastl. sunnu- dags lézt maður að nafni Ber- tram Fyfe í íbúð sinni í Chur- chill Towers. Ég þykist viss um, að þér ættuð að rannsaka þetta mannslát. Til þess að rökstyðja þessa niöurstöðu mína legg ég með þessu bréfi skýrsu um samtöl mín við sjö. persónur, ásamt skýrslu um þá rannsókn, sem ég hef látið fara fram.“ Wolfe hallaði sér aftuf í stólnum og hélt áfram með vísifingur á lofti: — Þá kom- um við að skýrslunni. Þar eð þrír þeirra, sem málinu koma við, þar á meðal hinn látni, heita Fyfe, ætla ég til glöggv- unar að nota fornöfn. Að því er mér virðist, getum við strax strikað yfir grun Páls um mor fínið. Ekkert bendir til þess, að neinn þeirra er við málið eru riðnir hefðu getað haft í fórum sínum banvænar töflur svo líkar morfíntöflum, að hægt hefði verið að skipta á þeim , án þess að vekja grun- semdir hjúkrunarkonunnar. 10 Aðeins eitt ykkar, lyfsalinn Tuttle, hefði getað haft slík- ar töflur undir höndum, eða framleitt þær, en jafnvel þótt svo sé, hefur ekkert komið fram, sem bendir til, að hanh hefði getað skipt á þeim. — Þetta er hlægilegt, sagði Buhl læknir. Hefði sjúklihgn- um verið byrlað eitur, myndi ég strax hafa séð það. — Það efast ég um, læknir, sagði Wolfe. Þetta er að minnsta kosti dálítið, sem ég myndi ráða yður frá að end- urtaka i vitnastúkunni. Ég hef beðiö ykkur um að grípa ekki fram í fyrir mér, Archie? Hann var að biðja um kenniorðið, og ég flýtti mér að segja: skipti. — Já. Eftir venjulega rann- sókn, sem herra Goodwin framkvæmdi, hafnaði ég þess- um möguleika, sem hreinni ímyndun Páls. Og í raun og veru myndi ég á grundvelli hennar hafa vísað öllu mál- inu frá mér, ef ekki hefði ver- ið eitt óútskýranlegt atriði; Hitapokarnir. Ég hlaut að gera ráð fyrir, að Páll hefði fundið hitapok- ana tóma í rúmjnu. Það gat ég alls ekki. skilið. Eftir að hjúkrunarkonan var farin, ætti einhver að hafa tekið þá úr rúminu einhverntíman um nóttina, tæmt þá og látið þá á sinn stað aftur. Hvers vegna í ósköpunum hafði það verið gert, Það var atriöi, sem ekki var hægt að ganga fram hjá. Ég hugsaði og hugsaði. Ég sendi herra Goodwin til Mo- unt Kisco til þess að yfir- heyra viðvíkjandi morfíninu, en það var bara fyrir siöa sak ir. Það varð að útskýra, hvernig stóð á hinum tómu hitapokum. Á það atriði máls- ins leit ég frá öllum hliðum, með tilliti til alls, sem ég vissi um þá, sem í málið voru flæktir. Og skyndilega lukust augu mín upp, vegna tveggja gjörólíkra staðreynda. Hin fyrri var fullnægjandi svar við því, hvernig meira gagn gat orðið að hitapokunum tómum í, rúminu, en fullum. Hin staðreyndin var, að faðir Bertrams hafði einnig dáið úr lungnabólgu, að einhver hafði þá opnað gluggana, svo að vetrarkuldinn streymdi inn til hans. Þetta allt leiddi mig inn á nýja braut. Ég hringdi þrisvar, — nei, fjórum sinnum. Ég hringdi til eiganda Schramms verzlunar- innar á Madison Avenue og spurði hann, hvernig hann byggi um hálft pund af de- sert-ís á heitum 'sumardegi, fyrir viðskiptavin, sem ætlaði að keyra langt með hann í bílnum sínum. Hann sagði mér, að desert-ísinn væri sett- ur í kassa, og sá kassi væri settur í annan stærri kassa. Á botn hans væri áður látið lag af þui’rís og meöfram hliðum minni kassans og ofan á hann væri einnig látinn þurrís. Hann sagði, að þannig væri alltaf um búið. Því næst hringdi ég til dr. Vollmer, sem býr hér við götuna, og sam- kvæmt ráðleggingy hans hringdi ég í fyrirtæki, sem framleiðir þurrís. Þar var mér sagt, að a) að væru nokkur pund af þurrís sett undir sængina á brjóst lungna- bólgusjúklings, myndi það lækka líkamshita hans mikið, — ef til vill lífshættulega mikið; b) að aðeins læknis- rannsókn gæti leitt í Ijós, hversu lífshættulegt þaö væri, en það gæti örugglega haft banvænar afleiðingar; c) að þurrísinn myndi valda alvar- legum brunasárum á húðinni, þótt náttfötin skildu á milli; og d) að gúmmípoki myndi vera mjög vel til þess fallinn að hindra brunann. Fjórða upphringing mín....... — Þetta er furðulegt, hróp- aði Buhl læknir. Alveg furðu- legt! — Ég er yður alveg sam- mála, sagði Wolfe. Það var sannarlega furðuleg uppgötv- un. Fj órða upphringing mín var til Davíðs Fyfe, sem ég bað um að koma og hitta mig. Næst var að komast að því, hvað hefði orðið af desert- ísnum. Sú skoðun, sem ég hafði myndað mér, gat nefni- lega ekki staðizt, ef það kæmi í Ijós, að pakkinn hefði verið ósnertur á sunnudeginum. Þegar herra Goodwin hringdi í mig frá Mount Kisco bað ég hann því að rannsaka þetta atriði. Hann talaði við Pál, við Tuttle-hjónin, við ungfrú Goren og við herra Arrow Ekkert þeirra kannaðist við pakkann. Og hann ......... Hin hvella rödd Lovísu gall skyndilega við. — Það stendur eóói heima. Ég sagði honum, að ég hefði séð hann í ís- skápnum á sunnudaginn! Wolfe hvessti á hana aug- un. — Nei, þér sögðuð honum, að þér hefðuð séð stóra pappaöskju, og þér hélduð að það væri desert-ísinn. En þér opnuðuð ekki pakkann og gáðuð að því. Þér sáuð engan þurrís. Eða gerðuð þér það? — Svaraðu þessu ekki, greip Tuttle lyfsali fram í. — Jæja þá, sagði Wolfe og lyfti brúnum. Þá erum við komin það á leið, að geta lagt fram spurnignu, sem ekki má svara. Sáuð þér innihald pakkans, frú Tuttle? — Nei! ') — Þá höldum við áfram. Archie? Ég lét hann fá kenniorðin: — ...... kannaðist neitt við pakkann. Og hann .... — Já. Þessu næst heimsótti hann íbúðina og leit inn í ís- skápinn, en þar var enginn desert-ís. í millitíðinni hafði ég spurt Davíð, en hann vissi ekki neitt um ísinn. Nú leit svo út, að skoðun mín væri ekki fjarri lagi. Einhver haföi gert eitthvað við þennan ís, og neitaði að segja um það sannleikann. Ef þurrísinn hefði verið notaður á þann hátt, sem ég gat mér til um, það er að segja til þess að drepa lungnabólgusjúkling, þá yrði aldrei hægt að sanna það, því þurrís gufar upp, án þess að skilja eftir sig neinar menjar, og grunur minn yrði aldrei annað en grunur. Þéss vegna va.?-ð ég að glíma öðru- 10 Frjáls þjóð — Iaugardaginn 31. marz 1962

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.