Frjáls þjóð - 08.04.1965, Blaðsíða 4
- Á DÚFINNI —
Stóratburður vorsins
Launauppgjöriö -
Málin, sem nú em mest
rædd manna í milli, eru tví-
mælalaust þessi: Kiaramála-
uppgjörið með vorinu og Stór
iðjumálin. Þá eru skattamál-
in enn einu sinni að komast
á dagskrá.
Að þessu sinni látum við
stóriðjumálin og skattamálin
bíða en víkjum heidur að
launa- og kjaramálunum.
Fyrsti undirbúningur Al-
þýðusambandsins að átökun-
um í vor hófst með því, áð
í febrúar s.l. var öllum sam-
bandsfélögum sent bréf, og
þau hvött til að segja upp
samningum við atvinnurek-
endur. Þetta hafa flest
stærstu félögin þegar gert,
og önnur hafa samningsupp-
sögn í undirbúningi. Um
mánaðamótin maí og júní
verður því um almennt kaup
gjaldsuppgjör að ræða.
Enn víðtækara verður
þetta uppgjör, þegar það er
haft í huga, að launamál
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja eru öll í endurskoð-
un á sama tíma. Og í þriðja
stað er svo afurðaverð bænd
anna nátengt launamálunum,
og nánara samstarf milli
Stéttarsambands bænda og
launþegasamtakanna að skap
ast, eins og sjálfsagt er.
Þarf ekki glöggskvggnan
mann til að sjá, að með ná-
inni samstöðu eru Alþýðu-
samband íslands, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja og
Stéttarsamband bænda svo
voldugt afl og mikils ráðandi
í efnahagsmálum lands og
þjóðar, að þau geta hvenær
sem er orðið þar slíkt forustu
afl, að ekki sé vit 1 öðin en
að byggja aðra þætti ís-
lenzkra efnahagsmála á þeim
grundvelli, er þau móta sam-
eiginlega.
Það er að segja, begar og
ef þau bera gæfu til þess að
móta slíka sameiginlega
stefnu.
KJARAMÁLARÁÐ
STEFNA A.S.Í.
Annað skref Alþýðusam-
bandsins til undirbúnings
kaupgjaldsátökunum í vor,
var kjararáðstefna sú. sem
haldin var í Reykjavík dag-
ana 26. og 27. marz síðast-
liðinn. Þar voru auk miðstjórn
armanna A.S.Í. mættir for-
ustumenn fjórðungssamband-
anna, allra sérsambanda inn-
an Alþýðusambandsins, svo
og forustumenn nálega allra
þeirra stéttarfélaga, sem ekki
eru í neinu framangreindra
sambanda.
Ráðstefnan var því skýr
þverskurðarmynd af skoðun-
um þeirra 34000 manna og
kvenna, sem í Alþýðusam-
bandinu eru.
Og hvað kom þama í ljós?
Var ekki hver höndin upp á
móti annarri? Nei, þvert á
móti. Fyrir ráðstefnunni lágu
merkar hagfræðilegar upplýs
ingar um þróun launamála og
efnahagsmála. Málin voru
rædd opinskátt og frjálsmann
lega. Og mesta gleðiefnið var
það, að þarna örlaði ekki á
pólitískum ágreiningi. Ráð-
stefnan var algerlega einhuga
bæði um sjálfa kröfugerðina
og um hitt, hvernig skvldi að
samningunum staðið
Höfuðkröfurnar. sem ráð-
stefnan sameinaðist um voru
aðeins tvær:
1. Almenn kauphækkun og
samræming kauptaxta.
2. Stvtting vinnuvikunnar í
f4 klukkustundir.
Þá voru menn einnig sam-
mála um, að taka upp viðræð
ur við ríkisstjórnina nm:
1. Lækkun skatta af lág-
tekjum og miðlungstekjum.
2. Um aðgerðir í húsnæðis
málum.
3. Um tafarlausar aðgerðir
vegna atvinnuleysis, sem ríkt
tiefur á nokkrum stöðum.
4. Um fjögurra vikna orlof.
5. Hverjar þær aðgerðir
aðrar, sem þjóna mættu þeim
tilgangi að sporna við verð-
bólguþróun og tryggja betur
gildi þeirra kjarasamninga,
sem gerðir verða við atvinnu
rekendur.
Þannig er sá málefnalegi
grundvöllur, sem sameinuð
verkalýðshreyfing hefur lagt
að kaupgjaldsuppgjöri vorsins
1965. Höfuðtakmarkið er að
tryggja verulega aukningu
rauntekna á tímaeiningu frá
því, sem verið hefur samfara
samræmingu og stvttingu
vinnudags.
AUKNAR ÞJÓÐARTEKJUR
RÝRNANDILAUN
En nú vakna að sjálfsögðu
ýmsar spurningar, svo sem
þessar: Þolir þióðarbúið
hækkað kaup? Hafa þjóðar-
tekjur aukizt hin síðari ár?
Er meira til skiptanna á ein-
stakling nú, en t. d. fyrir 5
árum? Hefur kaupmáttur
samningsbundins tímakaups
ekki haldið sínu raungildi?
Hvað ætti kaupið nú að vera,
ef hóflegur kaupmáttur hefði
t. d. aukizt um 3% á ári, síð-
an 1959?
Þannig er auðvitað hægt að
spyrja í það óendanlega. Ög
reynum þá að finna skynsam
leg svör við einhverjum þess
ara spurninga. Verður þá
helzta úrræðið að leita til hag
skýrslna, hvort sem þær
kunna nú að segja allan sann-
leika í þessum efnum, eða
ekki.
Um það verður ekki deilt,
að síðan í janúar 1960 til 1.
marz 1965, hefur vísitala vöru
og þjónustu hækkað um 91%,
en á sama tíma hefur tíma-
kaup karla aðeins hækkað
um 68%. Þarna hefur hlut-
fall tímakaupsins gagnvart
verðlaginu versnað um 23%.
Það skal að vísu játað, að
kvennakaup hefur á þessu
tímabili hækkað nokkru meir
en kaup karla.
Lítum þá á vöxt þjóðar-
teknanna: Efnahagsstofnun-
in segir okkur, að þær hafi
að meðaltali aukizt um 5,6%
á ári frá 1959—1963.
í milljónum talið er sagt,
að þjóðartekjurnar hafi verið
7963 milljónir árið 1959, 8089
milljónir árið 1960 — 8503
milljónir árið 1961 — 9221
milljón árið 1962 og 9920
milljónir árið 1963. — Enn
eru tölur ekki komnar fyrir
árið 1964, en væntanlega hef
ur aukningin ekki orðið minni
það ár.
Það skal fram tekið. að all-
ar þessar tölur eru reiknaðar
á föstu verði, þ. e. verðlagi
ársins 1960, en ekki 1 síminnk
andi krónum.
Tölurnar sína því. að þjóð-
artekjurnar hafa aukizt jafnt
og þétt, eða um 24,5% á
þessu 5 ára tímabili
En nú hefur þjóðinni fjölg-
að um 1,9% að meðaltali á
ári, þessi 5 ár. Réttara þvkir
að finna, hver sé aukning
þjóðarteknanna á mann. þeg-
ar leitað er raka fyrír hækk-
uðu kaupi.
Við þá athugun kemur í
Ijós. að á 5 ára tímabilinu
1959—1963 er auknins þjóð-
arteknanna á mann 15.4%.
Þessu næst skulum við líta
á þróun útflutningsverðmæt-
anna á árunum 1959—1964.
Miðað er við fast verð öll ár-
in, og er verðeiningin dollar.
Árið 1959 var verðmæti út-
flutningsins 65,2 milljónir
dollara, árið 1960 66,9 millj-
ónir dollara — árið 1961 71,6
milljónir dollara — árið 1962
84,3 milljónir dollara — árið
1963 94,2 milljónir dollara og
1964 111,1 milljón dollara.
Hér er um að ræða 70%
aukningu á 6 árum.
Sé tekið tillit til fólksfjölg
unar á þessu 6 ára tímabili,
verður aukningin 55% á
mann.
Framleiðsluverðmæti bú-
vöru hefur einnig aukizt á
árunum 1959—63. Þar eru
tölumar þessar í milljónum
króna:
Árið 1959 825. — Árið
1960 847. — Árið 1961 913.
— Árið 1962 939 — og árið
1963 961 milljón.
Aukning búvöruframleiðslu
er því 3,8% að meðaltali á
ári, og þó meiri á mann, þar
eð framleiðendum búvöm
hefur fækkað á þessum ámm
og einnig þeim, sem að fram
Ieiðslunni unnu.
ÞRÓUN KAUPGJALDS-
MÁLA
Verður þá þessu næst vikið
að þróun kaupgjaldsmálanna.
Lítum til að byrja með á
I. g IV. taxta Dagsbrúnar, og
í þriðja lagi á kaup hafnar-
verkamanna í Reykjavík, sem
hefur hækkað nokkuð meira.
Meðalárskaupið skv. I.
taxta árið 1959 var kr. 22,20.
Meðalárskaupið skv. TV. taxta
árið 1959 var kr. 23 70.
Hækkun samningsbundins
tímakaups á þessu tímabili
skv. I. taxta er 58%. og skv.
IV. taxta 57% Kaup hafnar-
verkamanna hefur á sama
tíma hækkað úr kr 22,20 í
kr. 37,28, eða um 68%.
Nú ber þess vel að gæta,
að hér er vöxtur hins samn-
ingsbundna tímakaups til-
greindur í fjölgandi og
Framh. á bls. 3.
Hannibal Valdimarsson ávarpar kjararáðstefnu A.S.Í.
4
Frjáls bjóð — fimmtudaginn 8. apríl 1965.
t