Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.04.1965, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 08.04.1965, Blaðsíða 5
hafa lyft þyngri tökum. En maður getur ekki annað en furðað sig á því, að amríkan- arnir eru ekki með í mynd- inni, þegar að úrbótum kem- ur. í þakklætisskyni fyrir her- stöðvar og góðvilja og í með- vitund um sína miklu ábyrgð á hvemig komið er, ber þeim skylda til að bjóða hinum fá- tæku gistivinum sínum að reisa þetta sjónvarp. Fyrir þá er um vasapeninga að ræða. Fyrir ísland er þetta erfitt. djöfulsins. Sá hét Epikú^os. Hver var hans sök? Epikúros kenndi, að heim- urinn væri samsettur úr at- ómum eða frumeindum — og er þannig ásamt f)TÍrrennara sínum Demokrítos upphafs maður að atómkenningu nú- tímans. Við öðlumst þekk- ingu á þessum heimi með til- styrk skynfæranna. En skynj- unin forðar okkur ekki frá blekkingum og villu. Það ger- ir skynsemin. Hún dæmir um þau verðmæti, sem skynfær- in afla okkur. Og til þess hún geti dæmt rétt verðum við að haga lífi okkar í samræmi við lögmál náttúrunnar. Við verðum að slökkva hungur og þorsta, búa við hita til að geta lifað. Ef við brjótum gegn náttúrulögmálunum, leiðir af því þjáningu. Við skulum því lifa eðlilegu lífi og beita skynseminni til að yfirvinna þjáninguna og öðl- ast rósemi hugans. Ekki til að útiloka eðlilegar þarfir — heldur til að gera þær fáar og sannar. Sjálfur lifði Epikúr os mest á brauði og vatni. Hann skrifaði eitt sinn vini sínum og bað hann að senda sér ostbita, svo að hann gæti haldið hátíð. En var þetta öll sök Epi- kúrosar? Nei. Hann trúði ekki á sköpun heimsins né á ódauð- leika sálarinnar. í hans aug- um var maðurinn sjálfur — mannlífið, hið góða mannlíf, — hin æðstu verðmæti, — mannlíf, sem lifað er með skynsemi og ró, án ótta. Þessvegna hafa kirkjan og aðrir, sem trúað hafa á ein- hverja algera hugmynd meir en á mennina. keppst hver um annan þveran að biðja Epikúrosi bölbæna Og nú bætist hinn guðsinnblásni kyntæknifræðingur í hópinn. Hann mætti gjarna halda átta erindi í viðbót um efnið: „Hvemig kyntæknifræðin fer að því að afbaka og snúa út úr grískri (sem og allri ann- arri) heimspeki”, — ef hinn samanrympaði sixpensari (eða sexpensari) sem Hannes Jónsson hefur notað til þess að bera með sólskin í bæinn, er þá ekki uppurinn til agna. Davíð Hvemig er andlegt ástand okkar íslendinga í dag? O, takk fyrir, — rétt bæri- legt. Við höfum Passíusálm- ana blessaða í útvarpinu, eitt stykki per dag, þjóðinni til andlegrar uppbyggingar. Og við heyrum fremsta guðfræð ing þjóðarinnar og samvizku lýðveldisins tala í viku hverri um guð og þýzkaranií Lúter, — og er það vissulega þrí- eining af betri endanum. Þeg- ar þeim kínalífselixír sleppir höfum við indælar sunnu- dagsmessur — minnst eitt stykki per viku, — þótt þar séu nú reyndar mest um hönd hafðir heimastrokkaðir guðir. Hinn drottinlegi Matthías Jóhannessen gengur fram í nafni orðsins og stýrir mál- gagni þjóðarsálarinnar eftir vegum guðs. Andlegheitin skortir okkur ekki, og er þó fátt eitt talið. Nýlega heyrðum við fremsta landsins út- lista fræðigrein sína fyrir þjóðinni sjö sunnudaga í röð, — en fræði þessi eru fólgin í því — eins og hlustendur hafa tekið eftir — að smíða nokkra frasa um líkamlegt samlíf kynjanna og raða þeim svo upp á ýmsa vegu. Sjöunda og síðasta erindið var glæsileg kóróna á allt verkið — það var mikið loka- boms, —- og hvar endaði það? Hvar annarsstaðar en í guði! Kyntæknifræðin er þannig ein grein guðfræði. Munur- inn er aðeins sá, að innihald hennar er hvorki sótt til norska heimatrúboðsins, né til Marteins sáluga Lúters, né heldur til Hong Kong, — heldur í hin messuvínsfreyð-. andi smárit Félagsmálastofn- unarinnar, sem — ef marka má samþykkt síðasta kirkju- þings — er guði einkar þókn- nnleg stofnun. Kyntæknifræðingurinn sannaði það og eftirminnilega í lokaprédikun sinni að hann var óvinur óvina guðs: í meir en 20 aldir hafa ó- vandaðir menn, en einkum þó kirkjunnar þjónar. níðst á Grikkja nokkrum, sem dó við harmkvæli árið 270 fyrir Krist. Þeir hafa útmálað hann sem ímynd hins illa, hinn svarta satan og útsendara Hollenzka ríkisstjórnin féll nýlega vegna deilna um, hvort leyfa skyldi auglýsing- ar í sjónvarpinu. Á íslandi hafa öldurnar — sjónvarps- öldumar — risið álíka hátt, enda þótt þær ógni ekki ríkis- stjórninni. Vandamálið þar er samt sem áður óendanlega mikið mikilvægara en nokkr- ar auglýsingaútsendingar. Það getur þýtt líf eða dauða fyrir íslenzkt mál og menn- ingu. Amerískt sjónvarp frá herstöðinni í Keflavík getur nú náð til allrar Reykjavíkur, þ. e. a. meirihluti íslenzku þjóðarinnar getur séð þessar útsendingar, sem sendar em út meiripart dags, og gerir það. Skógur sjónvarpsloftnet- anna á þökum Reykjavíkur er ekki gisinn. Reykvíkingar hafa það þannig núna, eins og við komum til með að hafa það þegar sjónvarps- gervihnettir fara að hnita yfir höfðum okkar, með þeim mis mun þó að íslendingar geta bara séð amerískt sjónvarp. Þeir hafa nefnilega ekki sjón- varp sjálfir.' En er þetta þá nokkuð hættulegt og kemui okkur þetta nokkuð við? Víst kemur okkur þetta við. Bíði íslenzkt mál og menning varanlegt tjón, er það ekki bara innan- ríkismál íslendinga. Það er mál sem varðar allt menning- arsinnað fólk í heiminum. Danskur fólksþingsmaður lét nýlega til sín heyra og kvað upp úr með það. að ís- lenzku handritin ættu að vera áfram í Danmörku. í sárabæt ur gætu Danmörk og hin Norðurlöndin skotið saman í sjónvarp handa íslendingum. Þessi tillaga og sá góðvilji, sem hún ber vott um er hríf- andi — og álíka heimskuleg. íslendingar selja ekki lifandi minjar fortíðar sinnar fyrir sjónvarp. Þetta er — eða ætti vera — amerískt vandamál fyrst og fremst. Sjónvarps- kreppan á íslandi vekur upp og leggur aukinn áherzlu- þunga á þá spurningu. hvað ameríkanar vilji meðal þjóðar eins og íslendinga, annað en að standa um þá vörð. Sjá þeir það, sem sitt æðsta tak- mark, að leggja sinn skerf af mörkum til að leggja sérþjóð- lega menningu í rúst? Finna Þessi bragginn hýsir sjónvarpsstöðina á Keflavíkurflug- velli, sem norska blaðiÖ Aftenposten kallar „umdeildustu sjónvarpsstöS á vesturhveli jarÖar“. Þetta er TV-Nordsee holl- enzka „sjóræningja“s(ónvarps stöðin, sem byggð vai 5 mlur undan strönd Hollands til að komast fram hjá stjómar- banni gegn sjónvarpsauglýsí ingum. En stjórnin íét lóka stöðinni með valdi, klofnaði síðan um málið og varð að biðjast lausnar. Við búum líka við „sjóræningjastöð“ bandarska flotans. F.n hvorki það né annað mun valda stjórnarkreppu hjá okkur. þeir ekki til neinnar ábyrgð- ar, eða hefur þeim vfirleitt ekki komið í hug, að af þeim stafi nokkur hætta? Enginn öfundar amríkana af sjónvarpinu þeirra Frem- ur þvert á móti. Enginn getur skorið úr um það, hvort ís- lendingar eigi að eiga kost á því að sjá amrískt sjónvarp eða ekki. Það er þeiri a einka- mál. En ef af því stafar menn ingarleg hætta, þá er það ekki lengur einkamál. Þá varðar það allan heirninn. Enginn þarf að efast um að íslendingum takist að koma upp eigin sjónvarpi, enda þótt það sé Grettistak fyrir svo fámenna þjóð. Þeir Kyntæknifræðingurinn og Epikúros Frjáls JijóS —- fimmtudagmn 8. apríl 1965. 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.