Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 18.07.1968, Blaðsíða 3
Rltstjómargrein t AÐ ERFA LANDIÐ : Á viðkvæmum augna- blikum og hátíðlegum stund um tala fyrirmenn gjarn- an mærðarþrungnir um æskuna sem á að erfa land- ið. Og því er yfirleitt sleg- ið föstu að hún eigi skelf- in gott að fá að erfa allt þetta land. Og hafi hún út á eitthvað að setja er við- kvæðið oftast: þetta unga fólk man ekki þá erfiðu tíma sem við gömlu menn- irnir munum og kann þess vegna ekki réttilega að meta öll þau gæði sem því nú eru boðin <sbr. t. d. Reykjavíkurbréf, Mbl. 14. júlí 1968). Þannig mæla öldungar, og vafalaust þykir þeim sem rök þeirra séu býsna haldgóð; að þeir hafi stuðl- að að svo miklum framför- um í þessu landi að þeim beri þökk og virðing og fylgisspekt æskunnar. En ungt fólk er sem betur fer flest ekki þannig gert að það sitji við og dásami þá hamingju að búa ekki í moldarkofa í fátæku sveita þjóðfélagi. í íslenzku nú- tímaþjóðfélagi heyrir það til sjálfsögðustu mannrétt- inda að búa við sómasamleg húsakynni og njóta einföld ustu félagslegrar þjónustu og menningarlífs. Ráða- menn geta ekki vænzt þess að losna við gagnrýni þótt miklar framfarir hafi orð- ið á síðustu árum. Ungt fólk sem lítur opn- um augum á það land sem það á að erfa, það þjóðfé- lag sem því er boðið upp á, hlýtur að gagnrýna margt. Það hyggur að þeim skil- yrðum sem hér finnast til menntunar. Það sér alltof víða ófullnægjandi aðbún- að, úreltar stofnanir, svik- in Loforð. Á forsíðu þessa blaðs mega menn sjá hvern ig ríkisstjórnin hefur svik- ið loforð sín í samhandi við byggingu menntaskólans í Hamrahlíð og þar með unn- ið þeirri stofnun mikið tjón. Kjörorð yfirvalda í húsnæðismálum skóla hef- ur ævinlega verið: of lítið, of seint. Nýjan mennta- skóla í Reykjavík var ekki byrjað að byggja fyrr en ó- hugsandi var að bæta við einum einasta nemanda í gamla skólann og hann löngu orðinn illa starfhæf- ur sakir þrengsla. Þegar loks er hafin bygging nýs skólahúss, sem reyndar bætir h'tið sem ekkert úr húsnæðismálum gamla skól ans, er byggipg hans tafin þannig að allar líkur eru til að sama öngþveitið myndisí þar. Þannig er bú- ið að því unga fólki sem þjóðfélagið er að ala upp til hinna ábyrgðarmestu og vandasömustu starfa á með- an ekki virðist skorta fé til að reisa glæstar peninga- hallir og ekkert lát er á byggingu lúxusíbúða. Og Hallgrímskirkja hækkar dag frá degi. Það er byggt af kappi yfir, guð og mamm- on mcðan þekkingin, okk- ar dýrmætasta eign, jafn- vel þótt reiknað sé í bein- hörðum peningum, er á hrakhólum. Það er greini- legt að eitthvað er bogið við það þjóðfélag sem legg- ur slíkt mat á hlutina. Og nú ganga hundruð unglinga um atvinnulausir. Það hefur hingað til verið afsökun fyrir skorti á fjár- hagsaðstoð við íslenzka námsmenn, að þeir geti unnið fyrir sér í löngum sumarleyfum. Meðan næga atvinnu var að fá var þessi viðbára alís ekki fáránleg. Nú þegar atvinnuleysi er orðið töluvert alvarlegt og ekki útlit fyrir að úr ræt- ist í bráð, verður þeim ákaf lega erfitt að stunda nám sitt. Gæti þá farið svo að hinir efnaminni yrðu að gefast upp við framhalds- nám og færi þá að sneið- ast um réttlætið í þessu þjóðfélagi. Og hér væri ekki úr vegi að minna ríkis stjórnina á það loforð sem hún gaf í samningum við verkalýðsfélögin'í marz, að hún skyldi sjá um að veita unglingum við nám næga sumarvinnu. Unglingar við nám sem nú ganga aðgerða- lausir um göturnar vildu sjáLfsagt gjarnan herma þetta loforð upp á ríkis- stjórnina. En hún er ekki til viðtals. vart þcssu stendur æsku- maðurinn og sér fá úrræði. Á hann að hefja sína gagn- rýni á síðum Morgunblaðs- ins og treysta á að Sjálf- stæðisflokkurinn hlýði á rödd æskunnar, eins og lof að er í Reykjavíkurbréfi því sem ég áður vitnaði til. Hætt er við að sú gagn- rýni yrði að vera af dálít- ið sérstöku tagi ef þau lof- orð ætti að efna. Hætt er við að þar yrði krafist þess sem Morgunblaðið kallar „jákvæða“ og „ábyrga“ gagnrýni, en það er sú gagn rýni kölluð sem ekki gríp- ur á neinum raunveruleg- um meinum, ekki vegur að neinum viðurkenndum máttarstólpum þjóðfélags- FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefjjndi HUGINN HF. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðgeirsson Vésteinn Ólason, Þórir Daníelsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð i lausasölu kr. 10.00 Frentsmiðjan Edda prentaði Þetta eru aðeins lítil dæmi um hvernig búið er að æsku þessa lands. Hún horfir á það þjóðfélag sem henni er ætlað að erfa og sér þjóðfélag sem er gcgn- sýrt af kapphlaupi auð- manna um skjótan gróða, þar sem verðbólga og geng isfellingar grafa undan efnahagsöryggi og gera svo til alla landsmenn að brösk urum, þar sem valdið hefur safnazt á hendur örfárra manna, brodda flokksvéla og hagsmunahópa. Gagn- ins, ekki hróflar við valda- kerfinu og gerir engar kröf- ur um cndurmat á viðteknu gildismati þjóðfélagsins. Víða um heim hefur ungt fólk hafið mikla og mjög róttæka gagnrýni á flcst nú- verandi þjóðfélagsform. Megininntak þeirrar gagn- rýni er siðferðileg, þ. e. a. s. ekki er fyrst og fremst krafizt meiri efnislegra gæða heldur er meginkraf- an um aukið réttlæti, auk- ið frelsi, aukið lýðræði. Þetta er barátta gegn flokkaveldi og skrifstofu- veldi. Bjarni Benediktsson talaði um þessar hreyfing- ar á þjóðhátíðardaginn. Þar máttu menn heyra hversu tilbúinn forsætisráðherrann var til að hlýða á rödd æsk unnar. í þeirri ræðu örl- aði hvergi fyrir votti af skiLningi á þeirri gagnrýni sem drepið er á hér að of- an. Allt slíkt heitir á máli forsætisráðherrans „upp- Iausn“ og „ofbeldi“. Og Morgunblaðið, þetta höfuð- málgagn lýðræðisins, kall- aði réttmælar kröfur stúd- enta í Frakklandi um aukið lýðræði „skrílslæti“ og „stjórnleysi“ og gladdist innilega þegar liálffasistinn de Gaulle vann kosninga- sigur sinn á dögunum. Hér á landi verða kröfur manna um aukna þátttöku almennings og minna flokksræði sífellt háværari. Jafnvel Vísir tekur undir þessar kröfur í ritstjórnar- grein s.l. mánudag. Og er erfitt að skilja þá grein öðruvísi en sem viðurkenn ingu á stjórnmálaþýðingu forsetakosninganna. En ungt fólk sem hefur áhuga á að gera einliverjar breyt- ingar á því landi sem því er ætlað að erfa á nokkuð erfitt uppdráttar, einmitt vegna flokksveldisins og hinna gömlu og íhaLdssömu stjórnmálamanna sem víð- ast hvar sitja í valdastöð- um, Hér þurfa að gerast miklar breytingar. Þær geta ekki orðið nema ungt fólk taki virkari þátt í stjórnmálum en það hefur gert. Og um slíkt verður tæpast að ræða nema stjórn málamennirnir komi að einhverju leyti til móts við það. — sh. ☆ 1 ÓSICUR KJÖTKATLAMANNA Það má eflaust segja, að það sé að bera í bakkafull- an lækinrl að bæta við um ræður um úrslit forsetakosn inganna, svo mikið og margt sem um þau hefur verið ritað og rætt í blöð- um landsins að undanförnu. Eg get þó ómögulega á mér setiS aS leggja nokkur orð í belg og benda á atriSb sem ég tel hafa ráðiS hér miklu um, en ekki komið nægilega skýrt fram. Þegar skoSaSur var og virtur sá hópur, sem mest hafði sig í frammi til stuSn- ings dr. Gunnari Thórodd- sen, kom í ljós, aS þar var um aS ræSa mikla fyrir- menn og oddvita í þjóSfé- laginu, bæði í pólitískum og ópólitískum samtökum, svo sem margsinnis hefur veriS bent á. Þetta átti augsýni- lega aS nota til aS fá fólk til fylgis við Gunnar. Og auðvitaS þurfti þetta ekki aS teljast neitt óeðlilegt þar sem Gunnar hefur lengi starfaS aS stjórnmálum og aflaS sér margra kunningja og vina þar í gegn. En í mín um augum var þaS strax á- berandi og sláandi, að þarna virtust saman komn- ir í eina fylkingu alls kyns braskarar, pólitískir og viS- skiptalegir, úr öllum stjórn- málaflokkum, ' menn 5cm Framh. á bls. 7. Bréf til blaðsins mmmmmmmmmm'mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Frjáls þjóð — Fimmtudagur 18. júlí 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.