Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.08.1968, Side 3

Frjáls þjóð - 01.08.1968, Side 3
Ritstjórnargrein UMRÆÐUR UM VINSTRI HREYFINGU í síðustu tölublöðum Frjálsrar þjóðar liafa vei’ið nokkrar umræður um mál- efni Alþýðubandalagins. Rit nefnd blaðsins telur það mjög æskilegt, að slíkuin umræðum vcrði haldið á- fram. Ekki telur hún þó heilladrýgst eins og á stendur að setja fram á- kveðna „línu“ um lausn einstakra vandamála og hamra síðan á henni, held- ur væri æskilegast að fá fram sem fjölbreyttastar hugmyndir og skoðanir. Við bjóðum til frjálsra um- ræðna, en þeir sem kunna að senda greinar, eru beðn ir að hafa í huga live rúm er takmarkað í blaðinu. Ekki ætti að þurfa að hafa mörg orð um það hvernig ástandið er í mál- efnum Alþýðubandalagsins. Þar ríkir vægast sagt óvissa um framtíðina. Málin liljóta þó að skýrast í haust, og því er mikilvægt að tíminn þangað til verði notaður til hreinskilinna skoðana- skipta. En það er ekki að- eins í röðum Alþýðubanda- lagsmanna sem nokkur ó- vissa er ríkjandi. í öllum flokkum virðast kynslóða- skil vera mjög að skerpast: meginhluti ungra Alþýðu- flokksmanna er miklurn mun vinstri sinnaðri en for ingjar flokksins, og þeir eru mjög óánægðir með stjórn arsamstarfið og áhrif þess á flokkinn. Framsóknar- menn finna glöggt að flokk- ur þeirra þarfnast endur- nýjunar; hann er staðnaður orðinn og ófrjór. Foringja- skiptin í vetur sýna ó- ánægju þeirra, en ráða þó enga bót á henni. í Sjálf- stæðisflokknum er ríkjandi ringulreið og ótti eftir for- setakosningarnar. Ungum mctorðagjörnum mönnum hefur að undanförnu blöskr að gamalmennavel.dið í flokknum og þrengslin í metorðastiganum þegar of- ar dregur. Þeir munu nú reyna að nota úrslit forseta kosninganna sér til fram- dráttar, en liætt er við að þeim þyki áfram þröngt fyr ir dyrum. Á sama tíma og svona er ástatt í stjórnmálaflokkun- um, versnar ástandið í efna- hagsmálum sífellt: kreppa sýnist vera framundan í flestum atvinnugreinum, og er raunar þegar hafin í sum um. Þegar slíkt ástand steðjar að, er sérstaklega brýn þörf fyrir ábyrg og vel starfhæf stjórnmálasamtök í landinu sem fær séu um að móta stjórnmálastefnu og framfylgja henni. Nú- verandi ríkisstjórn hefur reynzt ófær um þetta. Stefna hennar hefur verið stefnuleysi, og hún hefur hrakizt á flótta undan hverju vandamáli. Nú stend ur hún uppi ráðalaus. Þetta ástand ætti svo sannarlega að vera vinstri mönnum hvöt til að slá striki yfir sundrung um smærri atriði, en sameinast um aðalatriði. Sjálfsagt er að liafa opin augu fyrir svo víðtæku samstarfi vinstri afla sem frekast er hægt að koma á, en nærtækast í bili og raunhæfast virðist vera að einbeita sér að end- urnýjun innan ramma Al- þýðubandalagsins. Á þeim vettvangi á að vera hægt að móta stjórnmálaflokk sem ævri fær um að afla sér þess trausts og móta þá stefnu sem leitt gæti þjóð- ina í gegnum erfiðleikana og inn á nýtt framfaraskeið. En hér þarf meira til en orðin tóm. Ef Alþýðubandalagið á að verða fært um að taka við því hlutverki í íslenzk- um stjórnmálum, sem nú virðist standa því opið, þarf það að dómi Frjálsrar þjóð- ar að fullnægja þessum skil yrðum: I slíkum flokki verður að ríkja víðtækt og raunveru- legt skoðanafrelsi. Minni- hluti eða minnihlutahópar verða ævinlega að njóta réttar til að halda opinskátt fram skoðunum sínum og gagnrýna stcfnu flokksins. Tryggja vcrður sem full- komnast lýðræði við töku ákvarðana og stefnumótun. Raunin má ekki verða sú að fámennir hópar taki meiri háttar ákvarðanir, heLdur verður að virkja sem allra flesta í stjórnmálastarfi og stefnumótun. Þetta er vit- anlega í nánu samhengi við kröfu um aukið lýðræði á FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HF. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils GuSmundsson, Gúöjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðgeirsson Vésteinn Ólason, Þórir Daníelsson. Askriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð 1 lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði Því bcr að aðhyllast sósí- alisma og samvinnustefnu. Með sósíalisma er þá ekki átt við fastmótaðar kenn- ingar um einstök atriði í þjóðfélagsþróuninni, fyrir- fram ákveðin svör við öll- um spurningum, lieldur hin siðferðisLegu grundvallar- sjónarmið og liugsjónir sós íalismans, sem setja mann- gildi og raunverulegt frelsi í öndvegi. Árangursríkastur og sannastur er sá sósíal- ismi sem mótast í starfi. öllum sviðum þjóðlífsins, lýðræði á vinnustöðum, í menntastofnunum o. s. frv. Hver einstaklingur verður sjálfur að taka virkan þátt í að móta örlög sín, þá fyrst er liægt að tala um lýðræði. Afstaðan til þessara grund- vallaratriða verður að vera algild. Það má með engu móti vera hægt að eigna hinum nýja flokki nokkra samstöðu með einræðissjón armiðum skrifstofuvaldsins í Austur-Evrópuríkjum sem nú berst af hörku gegn þró un í lýðræðisátt. Takist að uppfylla þessi skilyrði og fá menn til að vinna af heilindum að þess um markmiðum, er vafa- lítið að Alþýðubjindalagið á þess kost að auka fylgi sitt mjög mikið og taka for- ystu í sköpun nýs þjóðlífs. Ef vel á að fara þurfa menn að koma með opnum huga til landsfundar Al- þýðubandalagsins í haust og ræða þar mál.efnin af fullri lireinskilni og for- dómaleysi. Þar má hvorugt gerast, að fundurinn verði látinn snúast upp í ófrjótt karp um liðna atburði, sekt einstaklinga eða sakleysi, né hitt að barið verði í brcstina cins og á síðasta landsfundi, fáeinir forystu menn komist að einhverj- um hrossakaupum fyrir fundinn, búi sér til kvóta um það hvernig þcir skipti trúnaðarstörfum milli fylg- ismanna sinna og leyfi eng- um ágreiningi að koma fram. Sérhver tilraun til að viðhalda margföldu vaJda kerfi innan flokksins er banatilræði við hann. Þetta gerir áreiðanlega fjöldi Al- þýðubandalagsmanna sér ljóst, ekki sízt þeir sem eiga heima utan Rcykjavík- ursvæðisins. Róttækum vinstri mönn- um þykir e. t. v. ekki sér- stök ástæða til bjartsýni nú. En okkur sýnist þó cin leið opin til að hafa heilladrjúg áhrif á íslenzkt þjóðfélag. Það er okkur sjálfum að kcnna ef við vel.jum hana ekki. Ritnefnd. KAL OG BÓKANIR Þegar þetta er ritað, er júlímánuður meira en hálfn aður. Ljóst er, að eftir langan og harðan vetur, kemur stutt grasleysissumar, og fóðurskortur blasir við í heilum byggðarlögum og landshlutum. Um þessar staðreyndir þarf ekki að fjölyrða, þær hafa blasað við vikum sam- an og verið ræddar manna á meðal og opinberlega að undanförnu. En hér nægja ekki orðin ein, heldur hvað gert er, og því miður hefur ekkert verið gert ennþá. Sá mögu leiki að bjarga í stórum stíl með einærri ræktun á kalsvæðunum hefur verið alltof lítið notaður. I þessu máli hefur verið fylgt þeirri stjórnlist, sem svo á- berandi hefur verið að und- anförnu, að láta hlutina dankast og sjá, hvort ekki rætist úr, án þess nokkuð sé að gert. Ætla hefði mátt, að við værum eitthvað íarnir að læra af reynslunni á fjórða ári meiri háttar kal- skemmda og grasleysis, og gerðum ráðstafanir til úr- bóta í tíma, en því er ekki að heilsa. Skortur hefur verið á út sæði til einærrar ræktunar í allt vor, enda raunveruleg þörf margföld á við það, sem verið hefur, og verzlun arfélög bænda ekki svo fjár sterk um þesar mundir, að þau hafi fjármagn til að geta tekið áhættuna af þeim birgðum útsæðis, sem fyrir hendi þurfa að vera á vordögum á hverri höfn frá Reykjavík til Hornafjarðar. Nú, á miðju sumri, eru bændur enn að reyna að afla sér útsæðis, — nærri hálfum öðrum mánuði of seint. Til einærrar ræktunar þarf fleira en útsæðið eitt, fyrir hendi þarf að vera vélakostur til að geta unn- ið lauslega hundruð, þús- undir eða jafnvel tugþús- undir hektara lands á skömmum tíma, og vélakost ur til að geta sáð og borið á þetta land snemma vors, þannig að okkar stutta sum ar nýtist til fulls. I báðum þessum megin- þáttum björgunarstarfsins hefði ríkisvaldið þurft að hafa forystu og tryggja nauðsynlegar birgðir og vélakost, til að afla fóðurs- ins heima í héruðunum, en ráðuneyti landbúnaðarmála hefur líklega ekki þótt taka Framh. á bls. 7. Bréf til blaðsins Frjáls þjóð — Fimmtudagur 1. ágúst 1968

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.