Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.10.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 17.10.1968, Blaðsíða 3
NÝ skipting heimsins Enginn pólitískur verkn- aSur þessa árs mun hafa vakið slíka ancliíð — von brigði, reiði og hreinan við bjóð — sem liernám Tékkó- slóvakíu í suinar. Talsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa reynt að nota þennan atburð til að lialda við sann færingu fólks um nauðsyn bandalagsins. Það er arg- asta mistúlkun. Hernámið hefur framar öllu öðru minnt á, að andstæðurnar innan liins tæknimenntaða hluta heimsins eru ekki lengur milli austur- og vesturblokkar. Bandaríkja- stjórn var eina ríkisstjórn heimsins, sem fékk íilkynn ingu um innrásina fyrir- fram, og var þannig fengin óbein viðurkenning henn- ar á rétti Sovétríkjanna til að ráðast á bandalagsríki sitt. Þeir sem sendu skrið- drekana inn í TékkósJóvak- íu eru í rauninni vopna- bræður þeirra, sem skipa fyx-ir urn sprengjuárásir í Víetnam. Rithöfundar og menntamenn, sem nii þola dóm austur í Sovétríkjum fyiir að mótmæla óhæfu- verkinu, eiga sér enga nán ari bandamenn en það sak lausa fólk, sem barið var með kylfurn og blindað með táragasi vestur í Chica go, er flokksþing Dcmó- krata stóð þar í sumar. Járn tjaldið skilur ckki tvo sti’íð andi andstæðinga, heldur tvennar vígstöðvar í einni baráttu. ÓJAFN LEIKUR I þessari baráttu eigast ólíkir við. Annarsvegar standa ráðandi öfl hinna vbldugu, tækniþjóðfélaga, þeir sem ráða stórum stjóm málaflokkum, auðmagni, lögregJ.u og her. Með þeim er enginn ágreiningur um skiptingu heimsins í áhrifa svæði, og er þó auðvitað aldrei tryggt, að þeir eigi ekki eftir að verða saupsátt ir yfir bráðinni og berast á banaspjót, öllum heimi til ólýsanlegrar þjáningar. Hins vegar eru lítt eða ekki skipulagðir hópar fólks, er kref jast mannréttinda, frið- ar, lýðræðis. Þetta fólk sigrar aldrei í baráttu, þar sem vopnin eru auðmagn og her. Þótt sums staðar hafi bryddað á hugmyndum um, að það ætti samleið með upprennandi heimsveldi austur í Asíu, er það ekki annað en táldraumur, sem hlýtur að bregðast ekki síð- ur en draumurinn um Sovét í’íkin fyrrum. ÍSLENZKIR FULLTRÚAR Við ísJ.endingar lifum í friðsömu þjóðfélagi, og hér liefur ekki borið mikið á átökiun af þessu tagi. Ekki fer þó hjá því, að sú tví- skipting, sem annars stað- ar hefur getið af sér blóð- ug átök, liún á sér stað hér. Innrásin í Tékkóslóvakíu færði okkur upp í hendurn ar tilvalið dæmi. Meðan skrifstofa Frjálsrar þjóðar var lögð undir smíði mót- mælaspjalda til að bera við sendiráð Sovétríkjanna dag inn sem innrásin varð kunn var einhver ritstjóri Morg unblaðsins að skrifa leið- ara í aukablað, sem kom út síðdegis. Honum var ekki efst í huga að fordæma inn rásina og lýsa yfir samúð með þeim, sem fyrir henni urðu. Leiðarinn fjaJJaði um það, að atburðurinn sýndi hið rétta eðli kommúnism- ans, og leyndi sér ekki ánægja höfundar yfir þessu nýja vopni í íslenzkri flokka baráttu. Morgunblaðshöllin er ekki lík Kreml, en aug- ljós er skyldleikinn með þeim hugsunum, sem þar fæðast. Kremlarmenn senda her inn í nágranna- ríki til að tryggja völd sín. Mbl.-menn grípa fregnina fagnandi til að tryggja eig- in völd hér heima. VETTVANGUR HINS AÐILANS Þannig er ekki vandi að finna fulltrúa heimsvalda- aðilans hér á landi. Á sama liátt bryddir hér á andstæð tngum þeirra. Eram að þessu hafa þeir hvergi átt sér verulega aðstöðu i stjórnmálakerfinu fremur en yfirleitt í öðrum lönd- um. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa oftast stutt ríkjandi valda- hópa innanlands og gengið crinda Bandaríkjamanna í flestu, sem máli skiptir. AI. þýðubandalaginu hefur aldi’ei tekizt að losa sig við óeðlilega mikið tillit til hinna svonefndu kommún- istaríkja, sem fylgdi Sósíal- istaflokknum inn í samstarf ið í bandalaginu. Aðalstuðn ingsblað þess, Þjóðviljfnn, getur heJ.dur ekki talizt sér staklega gagnrýnið á nú- FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HTJGINNj HF. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Framkvsemdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðgeirsson, Þórir Danielsson, Svavar Sigmundsson. Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. Verð í lausasölu kr. 10,00. Ritstjórnargrein verandi valdakerfi, enda rekinn á styi’k ríkisvalds- ins. Hann ber talsverð merki þess að vera vinur Morgunblaðsins, handan við járntjald. Vera kann þó, að Alþýðu bandalagið geti enn orðið baráttuvettvangur þeirra, sem bei’jast vilja fyrir raun verulegu lýðræði, mannrétt indum og félagslegu rétt- læti. Ályktun sú, sem fram kvæmdastjórn bandalagsins samþykkti í tilefni af her- námi TékkósJóvakíu fyrir skemmstu veitir nokkrar vonir um, að svo geti orð- ið. Sérstaklega er vert að vekja athygli á niðurlags- orðum hennar: „FramkVæmdastjórnin tel ur einnig sjálfsagt, að í stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins sem flokks séu tek- in af öll tvímæli um að það sem flokkur fordæmir eins flokks kerfi, og ali'æð- isstjórnir fámennra hópa eða jafnvel eins manns í skjóli þess, sem stjórnar- form á leið tiJ. sósíalisma.“ Alvai’lega hugsandi um- bótamefjn bíða þess með ó- þreyju, að í ljós komi, hvort þeir eiga sér baráttuvett- vang í Alþýðubandalaginu. Reynist ekki svo, eiga þeir væntanlega eftir að hasla sér völl utan flokkakerfis- ins og beita áhrifum sínum þaðan. — gk. —O— B L A Ð S J Á VINSTRi FLOKKURINN VerkamaSurinn á Akur- eyri hefur acS undanförnu oft rætt um naucSsyn nýs flokks vinstri manna og lannþega og fjallar önnur forystugrein blaSsins föstu- daginn 1 1. nóvember sl. um það efni og leyfir Frjáls þjóð sér ac$ birta hana hér með. „Fyrir ekki löngu síðan var fullyrt hér í blaðinu, aS ekki myndi líða langt þang acS til nýr stjórnmálaflokk- ur yrcSi stofnaður í landinu. SíSan hafa margir spurt: Hvers konar gaspur er þetta? Hver eða hverjir ætla að hafa forgöngu um stofnun þessa nýja flokks og hverskonar flokkur á þetta acS verða? Ætlar Björn Jónsson að stofna nýjan flokk? Ætlar Hannibal Valdimarsson a'S slofna nýj an flokk? HvaS hefur Verkamaðurinn fyrir sér í því, að nýr flokkur verði stofnaður? Ekki er acS svo komnu hægt acS gefa fullnægjandi svör við öllum þessum spurningum. Verkamaður- inn getur ekkert um það full yrt, hver eða hverjir muni hafa forgöngu um stofnun hins nýja flokks. Hvorki Bjrön Jónsson né Hannibal Valdimarsson hafa lýst því yfir, eða látið á sér skilja, að þeir ætli að stofna nýjan flokk. En hvorugur þeirra hefur heldur neitað því, að þeir kunni að vercSa með í þeim nýja flokki. En þess vegna þorir VerkamacSurinn að fullyrða, að nýr flokkur verði stofn- aður, að mikill fjöldi fólks í gömlu flokkunum krefst þess að nýr flokkur verði til, þar sem þacS geti sameinazt um áhugamál sín og losnað jafnframt við viðjar sinna gömlu flokka, sem eru staðn aðir orðnir í elli sinni. Fólkið, sem heimtar nýj- an flokk, kemur frá öllum gömlu flokkunum, en kann- ske þó í nokkuð mismun- andi hlutföllum. Gera má ráð fyrir, að fæst komi frá Sjálfstæðisflokknum, enda hefur það fólk, sem íhalds- samt er í skoðunum, helzt skipað sér þar í fylkingu, og það situr fastast í gömlu fari. En hvers vegna vill þetta fólk ekki vera þar sem það er: I Alþýðubandalaginu (eða Sósíalistaflokknum), Alþýðuflokknum, Fram- sóknarflokknum? Jú, skýr- ingin á því er éinföld. Flokkarnir eni of fastmót- aðir og steinrunnir í göml- um formum og kennisetn- ingum til að fylgjast með örum breytingum og nýjum þjóðfélagsháttum. Líklegt er, að ekki sé heppilegt, að stjórnmálaflokkar verði mjög gamlir, æskilegra að gamlir flokkar hverfi og nýir rísi. Vinstri flokkurinn, sem stofnaður verður á næstunni getur ekki og má ekki verða afsprengi né beinn arftaki neins þeirra flokka, sem starfað hafa í landinu. Hann verður að byggjast upp frá rótum, en efniviðinn fær hann frá gömlu flokkunum, og það verður kjarni þeirra flokka, einkum ungt og frjálslynt fólk, sem þar tek- ur höndum samatj. Ekki skal hér um það spáð hve margir mánuðir líða, þar ti) Vinstri flokkurinn verður formlega stofnaður, en æskilegt er, að það verði í vetur, og nauðsyn, að það verði áður en næst fara fram kosningar til Alþingis. Þ.“ Frjáls þjóð — Firainludagur 17. október 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.