Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.10.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 17.10.1968, Blaðsíða 8
IÐNAÐARIVBÁL: íslenzkur þang- og þaraiðnaður í f ramtíðinni ? Frá því var nýlega sagt í norskum blöSum, aS Protan ,dg Fagerton As. í Noregi væri nú heimsins stærsti útflytjandi ,,alginat‘‘-efna í mismunandi .formi sem flutt væru til 50— \ , 60 markaÖslanda og væri mark aðurinn alltaf aS stækka. Ut- flutningsaukning í ár miÖuð viÖ 1967 er talin muni nema í ísl. kr. 16 milljónum króna. Nú er veriÖ að stækka verk- smiðjuna svo hægt verði að auka framleiðsluna og útflutn inginn. ,,Alginat'‘-efnin eru notuð í 'Tnargs kohar efnaiðnað víða ' um lönd. Flráefnið er þang og \ þari sem safnað er saman víðs vegar frá norsku ströndinni og öft flutt um rnjög langan veg ‘ til verksmiðjanna. Komiðhefur verið upp móttökustöðvum í nánd við stálgeyma, en síðan flutt til verksmiðjanna. Fyrir nokkrum árum sá ég í auglýsingu frá Protan að þeir ynnu á milli 10 og 20 mismun- andi efni úr þaranum sem væru ómissandi í fjölda iðngreina. Við Islendingar eigum stór þarasvæði með úrvals þara til slíkrar framleiðslu eins og Pro- X tan og Fagerton As. hafa með höndum, en hér liggur þarinn ónotaður, nema þegar hann rekur á land í stórstreymum og er bá í litlum mæli notaður á sjávarjörðum sem fóður fyrir sauðfé og hesta. Það skal tek- ið fram, að ekki er hlaupið að því að koma slíkum þaraiðnaði á stofn, eins og þeim sem Pro- tan og Fagerton As. reka; því slíkur rekstur hefur frarh að þessu verið byggður upp á iðnaðarleyndarmálum, sem fundin hafa verið með kostn- aðarsömum ransóknum, sem staðið hafa oft árum saman, þar til fullkomnum árangri var náð. Upplýsingar eru því gefn ar af skornum skammti ef óvið komandi spyrja. En það er til annars konar iðnaður sem líka vinnur úr þangi og þara sem hráefni, og yfir honum hvílir engin leynd. Þetta er þang- og þaramjölsvinnsla. Þessi iðnaður hóf göngu sína líka í Noregi eftir SÍðustu heimsstyrjöld og hefur alltaf verið að vaxa. Til þessarar framleiðslu þarf aðeins þurrk- ara og kvörn til að mala í hrá efnið þegar það hefur verið þurrkað. Norðmenn nota nú talsvert sjálfir af slíku mjöli í fóðurblöndur en auk þess vex útflutningur þeirra til annarra landa á þessu mjöli með hverju ári. Það er t. d. verið að byggja eina slíka verk- smiðju sem ég veit um nú í Noregi, með 50 tonna hráefnis afköstum á dag. I byrjun sí"pt. sl. var samkvæmt norskum út- flutningsskýrslum búið að flytja út 5.282 tonn af þang- og þara- mjöli. Þetta mjöl er nú eftir- sótt vata hjá þróuðum megin- landsþjóðum, sem telja að í því felist vörn sérstaklega gegn strúmasjúkdómum 1 búfé, ---- þeir sem lengst eru komnir í alifuglarækt farnir að blanda slíku mjöli í fóðrið og telja ómissandi. Flér á Islandi er hægt að hefja slíka framleiðslu án nokk urs undirbúnings, nema þá að koma upp verksmiðjum með þurrkara og kvörn. Og vel væri hægt að nota beinamjöls- verksmiðjur til þessarar starf- semi þar sem þær eru til, og hafa ekki nægjanlegt hráefni til að vinna úr allt árið. Norðmenn hafa verið að auka þessa tegund þangs- og þaraiðnaðar hjá sér á undan- förnum árum. Eg geri ekki ráð fyrir að þarasvæðin hér við ströndina hafi nokkurn tíma verið rann- sökuð að neinu ráði og því síður gert kort yfir þau öll. En það mikið þekki ég til við strendur landsins, að ég veit, að víða eru til hrein ógrynni af þara. Það sama er að segja um þangið sem vex á öllum skerjum bæði landföstum og umflotnum. Meginuppistaðan í norska mjölinu sem ég gat um, er þang sem skorið er af skerj um meðan lágsjávað er. FHns vegar er þarinn notaður að stærsta hluta til efnavinnslu þeirrar sem ég sagði frá hér að framan. íslenzkir stjórnmálamenn tala oft um að nauðsyn sé á, því, að efla íslenzkan iðnað., Eg er þeim sammála í því að þess sé þörf. Og okkur er þörf á því að iðnaðurinn bjóði upp á sem allra mesta fjölbreytni. lsienzka þangið og þarinn, þau bíða eftir að verða notuð sem hráefni í iðnaðarvöru. A undanförnum árum hefur verið unnið hér lítils háttar að rannsóknum á þara. Eg held ég fari rétt með að einn maður hafi annast þessar rannsóknir samfara tilraunum með þurrk- un á þara við hverahita vestur á Reykhólum. Það segir sig sjálft að langan tíma getur þurft til að komast að leyndar- málum þaraiðnaðárins, sem efnaiðnaðar ef ekki er kastað, meira til en þetta. En mjöl- vinnslu úr þangi og þara gæt- um við hafið strax. Yfir þeirri starfsemi hvílir engin leynd. J.E.K. Eyðikotiö Róf a og Sjálf stæðishúsið Menn hafa veitt því athygli, að á hverju Alþingi eru flutt fleiri eða færri frumvörp um iSÖlu tiltekinna jarða, húsa eða annarra fasteigna, sem eru í eigu ríkisins. Stundum er hér um slíka smámuni að ræða að verðfasteignarinnar nemur að- eins fáum tugum þúsunda. En þó að í hlut eigi afdalakot, sem löngu er farið í eyði, má ekki selja það úr eigu ríkisins nema að samþykktum sérstökum lög u?n, eftir að frumvarpið þar um hefur farið í gegnum sex umræður á þingi, þrjár í hvorri deild og tvaer þingnefnd ir skilað skriflegu áliti um mál- ið. Svo fast er um hnútana búið jsegar um sölu á ríkiseign er að ræða. Aftur á móti virðast engin lög eða reglur ná til þess, þeg ar ríki eða ríkisstofnun kaupir fasteign pyrir fé skattborgar- anna, hversu þarflaus eða um- deilanleg sem kaupin eru og þótt um ráðstöfun á milljóna- tugum sé að ræða. Mörgum eru enn í fersku minni káupin á húseign nokk- urri í Plaínarfirði, sem ríkis- sjóður var látinn greiða fyrir mjög hátt verð, án þess að fram væru borin nokkur gild rök fyrir nauðsyn kaupanna. Kaup þessi voru almennt for- dæmd, þar eð menn fengu ekki annað séð en þar væri verið að hygla gæðingi ríkisstjórnarinn- ar, sem þá hafði nýlega látið af ráðherraembætti. Á þessu sumri áttu sér stað fasteignarkaup ríkisstofnunar, sem vakið hafa almenna furðu og hneykslun. Það eru kaup Landsímans á smálóð í mið- bænum í Reykjavík. Lóð þessi er að vísu við hliðina á Lands- símahúsinu, og sagt er að sím- inn þurfi á henni að halda til að geta stækkað við sig. Þetta er meira en hæpið. Á því er enginn þörf að öll starfsemi Landssímans sé undir einu þi*ki við AusturvöII. Það mál átti að leysa með hagfelldara móti, einkum þegar í ljós kom að væntanlegur seljandi við- bótarlóðarinnar kl'afðist óheyri legs verðs. En það sem gerir málið að fullkomnu hneykslismáli, er þetta: Seljandi lóðarinnar er sá stjórnmálaflokkur þjóðar- innar, sem hefur meirihluta í núverandi ríkisstjórn, Sjálf- stæðisflokkurinn. Einn af forustumönnum flokksins er Fimmtudagur 18. október 1968 Ingólfur Jónsson símamálaráð- herra. Það er Ingólfur Jónsson sem tekur ákvörðun um að heimila að Landssíminn kaupi 600 fermetra lóð af Sjálfstæð- isflokknum fyrir 16 milljónir króna. Ber Ingólfur Jónsson einn á- byrgð a þessum furðulegu við- skiptum ásamtsímamálastjóra? Er ríkisstjórnin öll samábyrg? Ætlar Alþingi að leggja bless- un sína yfir kaupin með þögn- inni? Telur þingið við það un- andi, að einstakir ráðherrar geti ótakmarkað ráðstafað fé ríkisstofnana lil fasteigna- kaupa? Mega alþingismenn gjarnan hugleiða slíkar spurn-- ingar, þegar þeir fara að fjalla um frumvarp til laga um sö.lu á eyðikotinu Rófu fyrir tíu þúsund krónur. Skattborgari. Taka sjómannasamtökin togaramálin I sínar hendur ? I næst síðasta blaði var rætt um árangur af störfum togara- nefndar og gagnrýnd sú niður-1 staða nefndarinnar að ætla að | láta smíða tiltölulega litla tog- i ara án allra vinnslutækja. Taldi blaðið að með því væri ekki stigið það framfaraspor, sem ætlazt hefði verið til, heldur væri í rauninni hjakkað áfram í sama farinu. Það var okkur því fagnaðarefni, er við frétt- um að stjórn Farmanna- og Fiskimannasambands íslands hefði á fundi fyrir síðustu helgi tekið þessi mál til umræðu og gert um þau skelegga ályktun. Kemur þar m. a. fram að stjórn in telur, að ef forysta ríkis- valdsins í þessu mikla hags- munamáli bregzt, verði sam- tök sjómanna að taka höndum saman um ákveðnar aðgerðir í þessum málum. Hefur stjórnin þegar komið á fót þriggja manna nefnd til að hefja und- irbúningsrannsóknir í þessum málum, en hana skipa Henry A. Hálfdansson, framkvæmda- stjóri, Guðmundur Pétursson, vélstjóri og Sigurður Guðjóns- son, skipstjóri. Það er sanarlega ábyrgðar- hluti fyrir ríkisstjórn að ætla að ganga þvert á tillögur og ábendingar þeirra aðila, sem mesta þekkingu og reynslu hafa í þessum efnum og vita bezt hvað í húfi er. Verði eklti tekið tillit til ábendinga sjó- manna og samtaka þeirra um þessi þýðingarmiklu mál, er ekki við góðu að búast um ár- angur og verður slíkt ekki túlk að á annan hátt en þann, að annarleg sjónarmið ráði hér ferðinni. Ályktun stjórnar Farmanna- og Fiskimannasambantls Is- lands hljóðar þannig- Franih. á bls. 6.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.