Vikublaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 2
2
VIKUBLAÐIÐ 8. JÚLÍ 1994
#\u
•ft
S E M
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir
Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson
og Ólafur Pórðarson
Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: (9D-17500 - Fax: 17599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf.
F æreysk-íslenska
ástandið
Eftir að danska stjórnin hafði knúið Færeyinga til
þess að samþykkja stofnun Fjármögnunarsjóðsins í
október 1992, en hann svipti þá í raun sjálfsákvörð-
unarrétti í efhahagsmálum, setti Atli Dam, þáver-
andi lögmaður, ofaní við sjónvarpsfféttamann sem
hélt því fram að Danir hefðu tekið völdin af lands-
stjórninni:
„Færeyingar eru í kreppu eins og aðrar þjóðir.
Okkar kreppa er ekkert öðruvísi en þeirra kreppur.
Hún leysist þegar afli glæðist.“
I bók Eðvarðs T. Jónssonar, Hlutskipti Færeyinga,
sem kom út hjá Mál og menningu, segir að Færey-
ingar hafi gjarnan viljað treysta orðum leiðtoga
sinna en menn hafi verið á báðum áttum.
Jógvan Sundstein hafði lýst því yfir í blaðaviðtali
nokkrum mánuðuin áður að kreppan væri á enda og
bjartari tímar væru framundan. Mönnum var líka
enn í fersku minni kosningaloforð Atla Dam árið
1984 þegar hann líkti Færeyjum við suður-amerískt
bananalýðveldi og strengdi þess heit að leysa efna-
hagsvanda þjóðarinnar á 500 dögum. Fjórum árum
síðar voru Færeyingar orðnir eins skuldugasta þjóð
í heimi.“
Þrátt fyrir bjartsýnistalið varð eftirleikurinn sá að
dönsk stjórnvöld tóku völdin af Færeyingum í efna-
hagsmálum og hófust handa við að bjarga dönskum
bankahagsmunum úr gjaldþrotum færeysku bank-
anna.
Færeyska dæmið er hér tekið sem eitt af mörgum
um að lítið mark er að kreppumati stjórnmála-
manna. I sambandi við aflýsingu Davíðs Oddssonar
á kreppunni er vert að hafa í huga að það eru fyrst
og ffemst hagstæðari ytri aðstæður sem gera efna-
hagsvísa jákvæða hér á landi svo og minni innflutn-
ingur en verið hefur. Stöðnunin verður áffam ein-
kenni hagþróunarinnar hér vegna þess að boðaður
vöxtur heldur ekki í við fjölgun íbúa. Fjárfestingar
eru enn í slíku lágmarki að ekki er hægt að búast við
því að það dragi úr atvinnuleysi. Og það er bágt að
standa í stað. Mönnunum miðar annaðhvort áffam
eða afturábak. Samkvæmt því miðar okkur enn aft-
urábak. Sérstaklega í samanburði við önnur Evr-
ópuríki og Bandaríkin þar sem efhahagsstarfsemin
virðist vera að komast vel á skrið upp úr öldudal síð-
ustu ára.
Davíð Oddsson talaði í vetur um að það væri farið
að vora í íslensklum efnahagsmálum. Það var því
ekki við öðru að búast en að sumarið kæmi hjá hon-
um. En að það skyldi koma svona fljótt bendir til að
kosningar séu í nánd. Og það eru þær svo sannar-
lega hvort sem þær verða í haust eða næsta vor.
Sjónarhorn
Opnari og lýðræðislegri borg:
Ranghalar og vinnureglur
Nú er liðinn góður mánuður
frá borgarstjórnarkosning-
unum og kjörnir fulltrúar í
óða önn að setja sig inn í mál og læra
á kerfið. Ranghalarnir í borgarkerfinu
eru æði margir og hinar formlegu
leiðir oft á tíðum flóknar. Reglur um
vinnubrögð nefnda eru óljósar og
gamlar. Þar ráða oft á tíðuin óform-
legar og óskrifaðar hefðir meiru um
gang mála en ákveðnar reglur. Emb-
ættismenn hafa sett sér vinnureglur
sem kjörnir fulltrúar eiga erfitt með
að áttá sig á. Upplýsingaöflun innan
kerfisins er flókin utanaðkomandi að-
ilum.
Aratuga samspil embættismanna og
kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
virðist hafa þróað eigin leikreglur sem
öðrum reynist erfitt að skilja.
Lýðræðinu er það nauðsynlegt að
'starfað sé efrir opnum og aðgengileg-
um leiðum sem almenningur getur
slrilið og átt aðgang að.
Hin pólitísku viðhorf valdhafanna á
hverjum tíma eiga að vera borgarbú-
um ljósar.
Reykjavíkurlistinn setti sér það
pólitíska markmið að opna stjórnkerf-
ið og gera „borgarkerfið" aðgengilegt
borgarbúum. Hér um grundvallarat-
riði í lýðræðislegri þróun að ræða og
afar mikilvægt að vel takist til í þeim
efnum.
Koma þarf á öflugri upplýsinga-
þjónustu fyrir almenning sem er vel
auglýst og sem allir geta nýtt sér.
Reksmr borgarinnar og þjónustufyr-
irtækja hennar verði fyrir opnari
tjöldum en nú er.
Vinnureglur til að efla
almannahag
Settar verði samræmdar vinnuregl-
ur þar sem tryggð eru ákveðin grund-
vallarsjónarmið. M.a. þarf að koma
fram með hvaða hætti er best að nýta
almannafé ril að bæta og efla al-
mannahag fremur en hag einhverra
tiltekinna einstaklinga/gæðinga.
Nauðsynlegt er að setja reglur er
tryggi sem best jafnræði borgarbúa
gagnvart þeim sem með völdin fara,
kjörnum fulltrúum og embættis-
mönnum.
Nauðsynlegt er að setja skýr mark-
mið um þjónustuhlutverk og þjón-
ustuhæfni borgarstofhana sem starfa í
þágu borgarbúa. Aðgengi að
upplýsingum, hlýlegt viðmót, af-
greiðsluhraða o. fl..
Ahersla á aðgerðir í þágu þeirra
sem þurfa aukna aðstoð og eru „lítíls-
megandi“ í kerfinu.
Markviss starfsmannapólitík verði
mótuð og áhrif starfsmanna innan
fyrirtækja borgarinnar verði aukin ffá
því sem nú er. Anægt starfsfólk veitir
betri þjónusm.
Nauðsynlegt er að ákvarðanir sem
teknar eru séu vel rökstuddar, hafi
skýr markmið, raunhæfa kostnaðará-
ætlun, tímaáætlun og matsáætlun.
Þetta á auðvitað að vera svo sjálfsagt
að það ætti að vera óþarfi að nefna
það, en það er nú eigi að síður svo að
allt of oft skortír á áð þannig hafi verið
staðið að málum. Pólitískar ákvarðan-
ir eru oft lítt ígrundaðar og tílviljun-
arkenndar.
Starfsreglur nefnda
Borgarkerfið byggir á ótal nefndum
og ráðum sem kjörnir fulltrúar sitja í.
Reglur fyrir þessar nefndir og ráð eru
mjög mismunandi og flestar orðnar
tveggja til þriggja áratuga gamlar og
samdar við allt aðrar aðstæður en nú
ríkja. Nauðsynlegt er að endurskoða
þessar reglur og samræma þær. Bæði
þarf að setja almennar reglur sem
gilda fyrir allar starfsnefndir og sér-
tækar reglur sem gilda fyrir einstaka
þætti. Setja þarf reglur fýrir hlutverk
embættismanna og starfsfólks gagn-
vart nefndum og ráðum. Einnig þarf
að setja reglur hvað varðar samskiptí
við borgarbúa.
Reglur af þessu tagi eiga að vera að-
gengilegar í skráðu formi fyrir al-
menning, þar sem markmið og rök
eru dregin skýrt ffam. Ef reglur af
þessu tagi vantar er mikil hætta á að á-
kvörðunartakan verði tilviljunar-
kennd og lýðræðið fari úr böndunuin.
Sjóðir borgarinnar eru fé almenn-
ings, borgaðir af skattgreiðendum.
Kjörnum fulltrúum er síðan treyst
fyrir því að ráðstafa þessu fé eftír sett-
uin reglum. Ef þessar reglur eru óljós-
ar eða jafnvel ekki til staðar þá er sú
hætta fyrir hendi að ákvörðunartaka
verði ómarkviss og í versta falli ráði
spilling og kunningjapólitík ferðinni.
Sérhagsmunastyrkir
Menn geta spurt sig þeirrar spurn-
ingar hvernig standi á því að einstak-
lingar getí fengið fé úr sjóðum borg-
aranna tíl að efla eigin persónulegu
stöðu og velsæld án þess að það efli
almannahag?Effir hvaða reglum er
farið þegar einstaklingum er úthlutað
fé úr sjóðum borgaranna? Ilvernig er
lagt mat á þá úthlutun? Hverjir fá og
hverjir ekki?
Væri ekki eðlilegra að það grund-
vallarsjónarmið væri ríkjandi að verk-
efni í þágu almennings hefðu allan
forgang? Að halda í heiðri hag-
kvæmnissjónarmið sem miðast við að
verkefni skili árangri fyrir fjöldann til
að tryggja betri ávinning fyrir sarna fé
en ef einn einstaklingur fær það í eig-
in þágu.
Ahersla á verkefhi í almannaþágu
þýðir auðvitað ekki að frumkvæði
einkaaðila sé úthýst eða forsmáð.
Nauðsynlegt er að virkja frumkvæði
sem flestra í þágu almennings.
Nauðsynlegt er því að áhrif verk-
efhis á almannahag verði metið sér-
staklega í öllum verkefnum sem borg-
in veitir styrki/ lán til. Verkefni þurfa
að vera nytsöm og nýtileg og koma að
gagni við uppbyggingu borgarinnar.
Með því að leggja mat á einstök verk-
efni/verkþætti út ffá almannahag er
hægt að draga úr stuðniingi við
þrönga sérhagsmuni einstaklinga/
gæðinga sem mata krókinn í reglulitlu
samfélagi kunningsskapar og flokks-
hagsmuna. Oarðbærir sérhagsmuna-
styrkir munu því víkja fyrir arðbærari
verkefhum í þágu almennings. Nýr
meirihluti á mikið verk fyrir höndum
hvað varðar það að setja sér almennar
vinnureglur, opna stjórnkerfið al-
menningi og koma á siðvæðingu í
borgarpólitíkinni.
Höfundur er form. stjómar SVR