Vikublaðið


Vikublaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 8.JULI 1994 11 Serial Mom ★★★ Sýnd í Laugarásbíó Leikstjóri: John Waters Aðalhlutverk: Kathleen Tumer, Sam Waterston, Ricki Lake John Waters hefur löngum verið stimplaður einn af furðufuglum kvikmyndagerðarinnar og er það ekki skrýtið þegar maður skoðar efh- istökin í flestum mynda hans. En hann hefur nú orðið tajsvert hefð- bundnari eftir því sem liðið hefur á ferilinn, það tíðkast ekki lengur f myndum hans að hundaskítur sé borðaður með bestu lyst eða þá að einhverjum sé nauðgað af humar. En helsta martröð Waters er að hann geti hugsanlega verið stimplað- ur tískufyrirbrigði og því heldur hann sig við málefni sem þykja afkáraleg eða óvenjuleg þegar bíó er annars vegar. Umfjöllunarefhi þessarar myndar eru fjöldamorðingjar sem á vel við því að Waters sjálfur er einmitt annálaður áhugamaður um slíka og tíður gestur á heimsóknartímum í fangelsum sem hýsa þá. Myndin snýst um húsmóður sem flestir líta á sem ósköp venjulega og hvernig fjölskylda hennar og vinir bregðast við þegar hún byrjar að myrða fólk í frístundum. Kathleen Turner er í titilhlutverkinu og hefur sjaldan verið betri, hún heldur mynd- inni á lofti með einkar líflegum og skeinmtileguin leik. Eins og kunnugt hefur orðið eru fjöldamorðingjar komnir ískyggilega nálægt því að vera dýrkaðir sem hetjur í Bandaríkjunum, þar er hægt að kaupa boli með mynd- um af þeim og þeir fá bílfarma af að- dáendabréfum. Waters deilir svolítið á þetta í myndinni og gerir það á nægilega yf- irgengilegan hátt til að það nái til á- horfenda, án allrar predikunar. Það er einmitt einn af sterkustu punktum myndarinnar hversu lítið hún tekur sig alvarlega. Waters hefúr greinilega vitað að það er ómögulegt að gera jafn skelfilega raunsæja mynd og t.d. Henry: Portrait of a Serial Killer úr þessum efhiviði og heldur þessu því öllu á léttu nótunum. En grundvallar- skilyrði þess að fólk geti haft gaman af þessari mynd er að það kunni að meta ísak Jónsson svartan húmor. Þó svo að hún sé ósköp saklaus við hliðina á myndum eins og t.d. Man bites dog er þessi mynd óneitanlega með þeiin svartari sem ratað hafa á almennar sýningar hérlendis undanfarin ár. Auðhneyksl- anlegum er því bent á að halda sig fjarri en frjálslyndir eiga góða kvöld- stund í vændum ef þeir kaupa sig inn á hana þessa. Wayne's World 2 ★ Sýnd í Háskólabíó Leikstjóri: Aðalhlutverk: Mike Meyers, Dana Carvey, Tia Carrere að verður æ ljósara með hverri framhaldsmyndinni sem líður hjá hversu mikið hagkvæmara það er fyrir kvikmyndaframleiðendur að inata áhorfendur stöðugt á sama hlutnum heidur en að finna stöðugt upp á nýjum hugmyndum til að leggja á borð. Það er að segja á ineðan áhorf- endur láta bjóða sér endurtuggið japl eins og þeir virðast því miður oft gera. Veröld Waynes númer tvö er dæmi um nær algera endurtekningu þar sem aðalpersónurnar, Wayne og Garth, eru samir við sig og bjóða ekki upp á neitt nýtt á kímnisviðinu heldur velta þeir sér aðeins upp úr því sem fékk fólk til að hlæja í fyrri myndinni. Stefna aðstandenda hefur því augljós- lega verið að taka eins litla áhættu og mögulegt er, en útkoman verður sú að manni finnst brandararnir ffekar kunnuglegir en fyndnir. Vákiyne og Garth eru líka frekar þunnar persón- ur, svo vægt sé talað, og duga engan veginn til að halda uppi mynd sem þessari. Satt að segja eru þeir orðnir meira en lítið þreytandi þegar yfir lýk- ur. Tia Carrere og Kim Basinger eru eiginlega bara til sýnis í hlutverkum ólíklegra ástmeyja félaganna. Christ- opher Walken leikur Rob Lowe og gerir það eiginlega bemr en Rob Lowe sjálfur en það fer óneitanlega í taugarnar á inanni að þeir skuli ekki hafa diktað upp nýja týpu fyrir þessa mynd. Maður er fljótur að verða leið- ur á þriðja flokks Jim Morrison eftir- hermu sem kemur einum of oft við sögu og aðrar persónur eru bara fyrir. Svo kemur hljómsveitin Aerosmith líka við sögu ef það skyldi ekki vera nógu slæmt að horfa á Wayne og Garth reyta af sér túskildingsbrandara í 90 mínúmr. Það er í raun einungis hægt að inæla með þessari mynd við fólk sem annað hvort hefúr ekki séð fyrri myndina eða hefur mjög slæmt minni. Fyrir fólk sem hefur séð fyrri myndina er best að sitja bara heima eða þá að horfa aftur á númer eitt, ég er ekki frá því að hún sé illskárri, jafnvel í annað skipti.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.