Vikublaðið


Vikublaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 6
6 fsland VIKUBLAÐIÐ 8. JÚLÍ 1994 -----------: mi ^wSrf m $$$$■. IHt* * tv> *yg s * ' / Perlur í sandi skaparhætti. Síðast en ekki síst má nefna að líklega keppa fáir íslenskir staðir um náttúrufegurð við þjóð- garðinn í Skaftafelli og Vatnajökul, þann þriðja stærsta í Evrópu ef þið hafið gleymt barnaskólalandafræð- inni. Fáum tekst að láta sér leiðast í Oræfum. Ferð út í Ingólfshöfða er eitt- hvað sem allir ættu að reyna og Vikublaðið brá sér þangað á dögunum. Að fara út á sandinn, sjá jökulinn gnæfa yfir byggðina í Öræf- um og horfa til hafs á þeim stað þar sem Ingólfur á að hafa komið fyrst að íslandi er næstum ólýsanleg upplifun. Sigurður Bjamason á Hofsnesi byrjaði fyrir nokkram áram að gera tilraunir með Höfðaferðir og meðal þess sem hann býður upp á era ferðir á dráttarvélarkerra. Þær njóta sífellt meiri vinsælda hjá ferðamönnum. Torfkirkja á Hofi I Öræfasveit eins og víðar hafa bændur snúið sér að ferðaþjónustu í auknum mæli og í þessum 120 manna hreppi er mögulegt að taka 200 gesti í gistingu fyrir utan þann ijölda sem rúmast á tjaldstæðinu í Skaftafelli. A þeim tíma sem uppbyggingin í ferða- þjónustunni hefúr átt sér stað hafa oft heyrst þær raddir að ,.nú hafi menn endanlega gengið af göflunum." Þrátt fyrir úrtöluraddir hefur allt gengið að óskum enn sem komið er. Og það sem meira er; gistirýmið er nær fullnýtt þegar ferðamannastraumurinn stend- ur sem hæst. Halda mætti að hver taki viðskipti frá öðram en svo virðist ekki vera. Á dögunum var Flosasundlaug vígð í Svínafelli og er ædunin að koma þar upp tjaldstæði. Sundlaugin er kynt með orku frá sorpeyðingarstöð sveit- arinnar, Brennu-Flosa. ÁJökulsárlón- inu á Breiðamerkursandi er boðið upp á siglingar, frá Skaftafelli er farið í jöklaferðir, hestaleiga er í sveitinni, útsýnisflug er í boði og svona mættí áfram telja. I Öræfum eru einnig fjöl- margir sögustaðir og minjar frá fyrri tíð. Sóknarkirkja Öræfinga er t.d. torfkirkja frá 1884, ein af þremur kirkjum af þessari gerð á Islandi sem varðveist hefur. Kirkjan vekur mikla athygli bæði meðal Islendinga og út- lendinga. I Skaftafelli er varðveittur gamall bær þar sem sjá má forna bú- Á efri myndinni er Öræfajökull séður frá Ingólfshöfða. Ef grannt er skoðað og myndin prentast vel má sjá hvíta depla sem eru hluti byggðarinnar í sveitinni. Jökullinn er aðalaðdráttarafl ferðamanna á þessum slóðum. Til hliðar: Ferðamenn í Ingólfshöfða við súluna sem reist var í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar 1974. Á þessum stað hófst hátíðin 1974. Með Sigga á Nesinu út í Ingólfshöfða Sigurður Bjarnason hætti fyrir nokkrum árum að búa fjárbúi en hann er vitavörður í Ingólfshöfða. Hann segist hafa byrjað að fara með kunn- ingja út í Höfða en smám saman hafi þetta hlaðið utan á sig. Ferðin hefst fyrir neðan hamrana á Fagurhólsmýri, örlítið fyrir neðan flugvöllinn. Þaðan keyrir dráttarvélin út á sandinn yfir ár og læki. Ef mikið hefúr rignt er jafn- vel hægt að blotna í fæturna en það eykur á spennuna í ferðinni. Svo er auðvitað alltaf mögulegt að festa sig! Þegar að Ingólfshöfða er komið er gengið um svæðið og Siggi á Nesinu, eins og hann er yfirleitt kallaður, seg- ir sögu Ingólfshöfða. Síðan er gengið upp í vitann. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund upplifún údendinga í svona ferð. Fuglalífið er kannski það sem vekur mesta athygli hjá þeim og þeir sem era heppnir sjá meira að segja hvali. Lundinn vinsælastur Sigurður hefúr frá 1993 verið á full- um krafti í Höfðaferðunum. Hann flutti 900 manns fyrsta sumarið, 1300 í fyrra og það stefnir í að verða 2.000 í sumar. „Það er einkum tvennt sem gerir Ingólfshöfða vinsælan. Þetta er einn merkasti sögustaður þjóðarinnar þar sem að Ingólfur kom að landi einmitt hér og svo er það fúglalífið sem út- lendingarnir vilja skoða. Lundinn og skúmurinn era vinsælastir hjá þeim,“ segir hann. I fyrrasumar héldu uin 20 hrefnur sig við höfðann og Sigurður segir að 80-90 prósent þeirra sem fóra út í Höfða í fyrra hafi séð hrefúurnar og það hafi vakið mikla ánægju. Hann notar gömlu dráttarvélina og hey- kerrana sem hefur lítillega verið end- urbætt til að gegna hinu nýja hlutverki sínu. I sumar hefur Sigurður teldð nýja dráttarvél í notkun og næsta verkefni er að smíða nýja kerra sem er betur til þessara ferða fallin. Ferðin tekur 3 tíma en fer allt upp í 4-5 tíma ef útlendingarnir era mjög áhugasam- ir. En þrátt fyrir að útlendingar séu mikill meirihluti þeirra sem fara í höfðaferðirnar era Islendingar auð- vitað manna velkomnastir. Hlaðan orðin veitinga- staður og gistiheimili Ari Magnússon og Sigrún Sæ- mundsdóttir að Hofi hafa verið í Ari Magnússon (t.h. á myndinni viö barnavagn og snýr baki í myndavélina) segir gestum sögu kirkjunnar á Hofi sem er frá 1884. Kirkjan er ein af þremur torfkirkjum á íslandi sem varðveist hafa. Gestir á ættarmóti gróðursetja trjáplöntur fyrir ofan bæina á Hofi. Ættarmót verða stöðugt vinsælli, ekki síst í Oræfasveitinni.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.