Vikublaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 12
Munið
áskriftarsímann
11500
Úttekt á SVR og starfsmenn í stjórn
Meirihlutí Reykjavíkurlist-
ans í stjóm Strætísvagna
Reykjavíkur (SVR) hefur
samþykkt að láta utanaðkomandi
ráðgjafafyrirtæki gera úttekt á
stöðu fyrirtækisins og endurskoða
uppbyggingu þess. Þetta er á með-
al þess sem samþykkt var á stjóm-
arfundi í síðustu viku, en það var
fyrstí stjómarfundurinn eftír
breytingar á rekstrarformi, því
nokkmm dögum áður var endan-
lega hætt við hlutafélagsbreytíng-
una og SVR gert að borgarfyrirtæki
á ný.
A fyrrgreindum stjórnarfundi var á-
kveðið að fara út í fjárhagslega úttekt
á fyrirtækinu og kanna meðal annars
sérstaklega hvað einkavæðingarævin-
týri Sjálfstæðisflokksins hefur kostað
borgarbúa. Þá var ákveðið að fela ut-
anaðkomandi ráðgjafafyrirtæki að
gera úttekt á stöðu fyrirtækisins og
endurskoða uppbyggingu þess. I
þessu sambandi hefur stjórnin ákveðið
að láta skoða með hvaða hætti megi
bæta þjónustu SVR á næstu árum.
Kannað verði hvort unnt verði að
auka við ferðir, bæta við vögnum,
koma á hraðferðum á álagstímum og
fleira í þeim dúr.
A stjórnarfundinum var einnig á-
kveðið að fúlltrúum starfsmanna
skyldi boðið að eiga sæti í stjórninni
með málffelsi og tillögurétt og að
trúnaðarmenn fái sendar fundargerðir
og þær settar fram þannig að starfs-
menn geti almennt kynnt sér þær.
Þessi vinnubrögð voru aflögð á valda-
tíma Sjálfstæðisflokksins.
Arthur Morthens stjórnarformaður
SVR segir að gildandi fjárhagsáætlun
bindi nýja stjórn nokkuð í báða skó á
næstunni, en hægt yrði að grípa til
aukafjárveitingar ef nauðsyn bæri.
„Stjórn SVR leggur mikla áherslu á að
eiga gott samstarf við starfsmenn fyr-
irtækisins, enda nauðsynlegt að bæta
samstarfið og samvinnuna. Það verð-
ur að segjast eins og er að þær
hremmingar sem fyrirtækið hefúr
gengið í gegnum á undanförnum
mánuðum hafa vitaskuld haft alvarleg
áhrif á andrúmsloftið innan fyrirtæk-
isins. Það verður að lægja öldurnar og
koma á heilbrigðum og eðlilegum
samskiptum á ný,“ segir Arthur.
Frá 1967 hefur farþegafjöldi stræt-
isvagna minnkað úr tæplega 14 millj-
ónum niður í 6,6 milljónir árið 1992.
Ef reiknaðar eru út ferðir á hvern íbúa
Reykjavíkur kemur í ljós að árið 1967
fór hver Reykvíkingur að meðaltali
174 sinnum í strætó, en 1992 var þetta
meðaltal komið niður í 66 ferðir. Það
Strætis-
vagnaferðir
á hvern
borgarbúa
1967-1992
1967 174
1970 164
1973 166
1976 138
1979 137
1982 129
1985 109
1988 77
1990 75
1992 66
er fækkun ferða um 108 eða um 62
prósent. Þegar fólksbílaeign á sama
tíma er skoðuð kemur í ljós að árið
1967 voru 5,5 borgarbúar um hverja
fólksbifreið, en 1992 voru 2,2 borgar-
búar um hverja fólksbifreið. Þetta
segir okkur einfaldlega að 1967 hafi
varla getið talist svo að ein bifreið væri
á hverja fjögurra manna fjölskyldu, en
nú er meðaltalið tvær bifreiðar á
hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Hvort sem mönnum líkar betur eða
verr. I sömu andrá má geta þess að
tala atvinnuleyfa leigubifreiðastjóra
fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópa-
vog og Mosfellsbæ fór úr einu leyfi á
hverja 145 íbúa árið 1968 í eitt leyfi á
hverja 218 íbúa árið 1992. Það eru því
helmingi fleiri íbúar um hvern leigu-
bíl en var 1968.
NISSAN
Vindskeið m/ hemlaljósi
Utvarp m/kasettutæki
Það er
kraftur
í Nissan,
ekki 1300,
heldur
1600 vél og
kostar aðeins
kr. 1.322.000.-
Nissan Sunny SLX ES
■ 1.6lítravél
■ Samlæsing hurða
■ Uþphitanleg framsæti
■ Tölvustýrð fjölinnsprautun
■ Utihitamælir
■ Rafmagnsrúðuvindur
■ Frítt þjónustueftirlit í eitt ár
Ingvar
S;:-zS ~ s Helgason hf.
Sævarhöföa 2
-j===- síml 91-674000
í stöðugri sókn
Aðeins örfáir
NISSAN SUNNY SLX ES
fáanlegsr nrseð öllurrt
þessum aukahlutum
og kosta aðeins
kr. 1.322,000.-
Nissan gólfmottur
Nissan álfelgur