Vikublaðið - 08.07.1994, Blaðsíða 8
8
VTKUBLAÐIÐ 8. JULI1994
á sjálfstæði lítillar þjóðar
Land
Lúðvík
Jósefsson:
Útfœrsla
landhelginnar
er stœrsta
hagsmunamál
þjóðarinnar
á lýðveldis-
tímanum.
Loðnusamn-
ingurinn við
Norðmenn
1980 voru
hrapalleg
mistök.
Við lýðveldistökuna sjálfa urðu
engar snöggar breytingar. A
tímabilinu frá 1918 og þau
tuttugu og fimm ár sem sambands-
lagasamningurinn átti að standa hafði
mikið af því verið ffam komið sem
menn voru að berjast íyrir. Engu að
síður var það þannig að mikill áhugi
var hjá þjóðinni allri og í stjórnmála-
flokkunum að ljúka verkinu fullkom-
lega. Það gilti ekki síst gagnvart öðr-
um þjóðum að við hefðum sjálfir með
öll okkar mál að gera og værum að
fullu og öllu skildir frá Dönum, og að
við hefðum ekki sameiginlegan kon-
ung með þeim, segir Lúðvík Jósefs-
son, fyrrverandi alþingismaður og
ráðherra, en hann er annar tveggja
eftirlifandi þingmanna sem sat þing-
fundinn á Þingvöllum þegar lýðveldið
var stofnað. I tilefrii hálfrar aldar af-
mælis lýðveldisins og því að Lúðvík
varð nýverið áttræður fékk Vikublað-
ið hann til þess að rifja upp aðdrag-
andann að stofhun lýðveldisins og
leggja mat á þá atburði sem hann tel-
ur mesm hafa skipt fyrir hagsmuni
lands og lýðs á þeim tíma sem síðan er
liðinn.
- Enginn vafi er á því að mikill
stemming var á meðal þjóðarinnar að
þessu yrði lokið til fulls. Einnig höfðu
menn gert sér grein fyrir því að með
hemámi Breta 1940 hafði myndast
dálítið sérstakt ástand. Við höfðum
sérstakan ríkisstjóra sem alþingi hafði
kosið og var falið í meginatriðum að
fara með það vald sem forseta hefði
annars verið ætlað. Þetta var því eins-
konar millibilstímabil og mönnum
stóð ekki á sama um hvernig og
hvenær því lyki.
Lúðvík segir að sér sé sérstaklega
minnisstætt fyrsta heila árið sem hann
sat á alþingi, árið 1943. Þá fóru ffam
heitar pólitískar umræður um hvernig
á málum skyldi haldið varðandi lýð-
veldisstofhunina.
- Fram komu þá þessir tveir aðal-
hópar, svo nefndir hraðskilnaðar-
inenn og lögskilnaðarmenn, sem átm
eftir að setja mark sitt á umræðuna. I
aðalatriðum lögðu hraðskilnaðar-
menn ríka áherslu á að Islendingar
gengu endanlega frá aðskilnaði við
Dani þó að yfir stæði heimsstyrjöld og
Danmörk væri hersetin.
Ekki væri rétt að taka þá áhættu að
bíða með þennan gjörning þar til eftir
stríð. Menn töldu að þá yrði veruleg
hætta á að sigurvegarar styrjaldarinn-
ar, hverjir sem þeir yrðu, réðu mestu
um það hvernig mál skipuðust. Þar
með værum við komnir út í óvissu-
tímabil, sem engin leið væri að segja
fýrir um endann á.
Þetta var mjög áberandi sjónarmið
til dæmis hjá Olafi Thors og nokkrum
af forystumönnum Sjálfstæðisflokks-
ins. Ur okkar röðum man ég sérstak-
lega eftir Einari Olgeirssyni sem var
ákafur talsmaður þess að við ættum að
hraða aðskilnaðinum. Fyrst það sjón-
armið lá fyrir frá virtustu lögffæðing-
um að við ættum allan lagalegan rétt
eins og komið væri til að ganga ffá
málinu, lögðu menn áherslu á að
hraða málinu.
Aðrir voru allt annarrar skoðunar.
Þeir vildu bíða til stríðsloka þar til
Danmörk yrði ffjáls að nýju og hægt
yrði að taka upp viðræður við Dani og
konung. Aðeins einn stjórnmálaflokk-
ur tók undir þetta sjónarmið. Stefán
Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðu-
flokksins var einn af þeim sem vildi
bíða og var andvígur því að málinu
yrði hraðað. Ymsir þekktir og vel-
metnir embættismenn voru sömu
skoðunar. Ahættan væri ekki nándar
nærri jafn mikil sem hraðskilnaðar-
menn héldu ffam.
Eg og allir aðrir þingmenn Sósí-
alistaflokksins vorum þeirrar skoðun-
ar að hraða ætti málinu og stofna
lýðveldi. Við vorum einnig hræddir
við það sjónarmið .sem ffam hafði
komið í máli sumra að vel væri hægt
að halda áfram að heyra undir dansk-
an konung. Hann yrði þá konungur
sjálfstæðs íslensk ríkis þó að hann væri
um leið konungur Danmerkur.
Tímabilið rétt fyrir lýðveldistökuna
var því býsna spennandi fyrir ungan
þingmann að fylgjast með og taka þátt
í, segir Lúðvík.
Vatnaskil í lýðveldismálinu
- Vatnaskilin í þessu máli urðu síð-
an þann fyrsta desember 1943 þegar
foringjar þriggja stjórnmálaflokka,
Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks
og Sósíalistaflokks, lýstu yfir formlega
að lýðveldisstofnun skyldi fara fram
þann sautjánda júní 1944 og þeir
mundu leggja fram á alþingi þær til-
lögur sem gerði þetta löglegt.
Lúðvík segir að þetta hafi verið gert
svona ákveðið og formlega meðal
annars vegna þess að sitjandi ríkis-
stjórn á þesum tíma var utanþings-
stjórn og ljóst að í þeirri stjórn voru
aðilar sem vildu gjarnan bíða.
- Sjálfur forsætisráðherrann, Björn
Þórðarson, hafði áður flutt ræðu og
látið að því mjög sterklega liggja að
rétt væri að doka við. Þetta gekk eftir.
Unnið var að undirbúningi lýðveldis-
stofnunar í samræmi við yfirlýsingu
foringja stjórnmálaflokkanna þriggja.
Þegar kom til kasta alþingis að ganga
formlega frá málinu kom Alþýðu-
flokkurinn með, svo er kom að þjóð-
aratkvæðagreiðslunni 20. til 23. maí
1944 að heita mátti að allir flokkar
stæðu að samþykktinni. , Auðvitað
voru áffam nokkrir menn og örfá blöð
sem studdu það sjónarmið að bíða. En
þátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni
var fádæma góð sem sýndi að þjóðin
öll var mjög ákveðin í því að formleg-
ur skilnaður ætti að fara fram og við
ættum að fá okkar eigin forseta sem
skyldi vera þjóðkjörinn.
Eins og allir vita lauk þessu form-
lega með lýðveldisstofhuninni með
tilheyrandi hátíðahöldum á Þingvöll-
um þann sautjánda júní, fyrir hálfri
öld síðan.
Stórveldin koma til
sögunnar
- I raun og réttu var pólitískur
grundvöllur fyrir því að fara í lýðveld-
isstofnina, janfvel á árinu 1942, eink-
um þó á árinu 1943. En þá gripu hátt-
settir embættismenn ffá Bretlandi og
einnig ffá Bandaríkjunum inn í málið
og lögðust eindregið gegn lýðveldis-
stofhun í þann tíma. Þetta hafði þau
áhrif á þá sem höfðu sótt fastast að
hraða lýðveldisstofhuninni að þeir
hikuðu við. Þar vil ég til dæmis nefna
Olaf Thors sem hægði snögglega á
ferðinni í þessu máli.
Hins vegar kom fram í þessum af-
skiptum stórveldanna, sérstaklega af
hálfu Bandaríkjanna, að eftir að sam-
bandslagasamningurinn rynni úr gildi
1943 gætu þeir ekki haff neitt við á-
kvarðanir Islendinga að athuga. I
kraffi þessa sameinuðust menn og á-
kváðu að ganga frá málinu lagalega í
lok árs 1943 og láta þjóðina síðan
kveða upp úr með sitt álit í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Nýsköpunartíminn skipti
sköpum
Lúðvík segir að af mörgu sé að taka
þegar tilgreina eigi einhverja þá at-
burði sem að hans mati hafa verið af-
drifaríkastir fyrir land og þjóð á lýð-
veldistímanum. Hann segist þó álíta
að nýsköpunarstjórnin og landhelgis-
málin skipi þar stóran sess.
- Það var býsna stór atburður sem
gerðist með myndun nýsköpunar-
stjórnarinnar 1944 og að affáðið var
að verja þeim fjármunum sem þjóðin
hafði eignast á styrjaldarárunum sam-
kvæmt sérstakri áætlun til uppbygg-
ingar atvinnuveganna. Fyrir styrjald-
arlok afféð nýsköpunarstjórnin að
endurnýja algjörlega togaraflotann
með því að kaupa til landsins 30 ný-
tísku togara og mikið af stærri og öfl-
ugri vélbátum. Jafnffamt var farið út í
að endurnýja stórlega okkar fisk-
vinnslustöðvar. Þetta var þess vald-
andi að frá styrjaldarlokuin höfðum
við fimm til sex ára forskot á styrjald-
arþjóðirnar sem sótt höfðu fiskimið
okkar. Auðvitað tók það þær nokkurn
tíma að tygja sig aftur til veiða og á
meðan sáturn við einir að fiskimiðun-
um með fullkomin skip.
Þessi viðspyrna hafði afskaplega
mikið að segja um það að halda uppi
þeiin lífskjörum í landinu sem komið
höfðu sumpart í kjölfar stríðsins. Mik-
ið var urn atvinnu, kaup hafði hækkað
talsvert og kaupmáttur var allur annar
en hafði áður verið. Verð á útfluttum
sjávarafurðum var tiltölulega hátt og
fiskiveiði góð. Undir stríðslokin átti
þjóðin því þó nokkra fjármuni og
þeim var ráðstafað til undirstöðuat-
vinnuveganna. Þetta inarkaði djúp
spor fannst mér í atvinnulífinu og í
sambandi við afkomu þjóðarinnar.
Margháttuð atvinnu-
bylting
- Annað stóra málið á þessu 50 ára
tímabili snertir einnig atvinnumálin,
en það er hin svonefnda skuttogara-
bylting á árunum 1972 og þar á effir,
sem ég reyndar tel vera einhverja allra
mestu atvinnubyltingu í landinu sem
gekk yfir á þeim tíma sem ég kom
nærri þessum málum, segir Lúðvík.
Hann segir að þegar vinstristjórnin
tókvið árið 1971 hafi íslenski togara-
flotinn verið nánast uppurinn. Aðeins
18 togarar voru þá eftir á skrá en
höfðu áður verið allt að 50 og togara-
útgerð almennt í kröggum.
- Við stóðum ffammi fyrir því að
endurnýja þurffi togaraflotann. Af-
ráðið var að byggja upp allt aðra
togararútgerð en þá sem hafði við-
gengist. Skuttogarar voru keyptir í
stað síðutogaranna. Nýju skipin voru
ininni, eða 400 til 500 tonn, og stór-
um sparneytnari í rekstri. I stað þess
að síðutogararnir höfðu aðallega haft
með það að gera að sigla með aflann á