Vikublaðið


Vikublaðið - 15.07.1994, Qupperneq 7

Vikublaðið - 15.07.1994, Qupperneq 7
Kapítalisminn VIKUBLAÐIÐ 15.JÚLÍ 1994 7 arða, sem var bati upp á 1,8 milljarða frá árinu áður, 1992. Þetta er hátt í þreföldun á hagnaði eða 153 prósent. Alþýðunni borðið upp á at- vinnuleysi og lækkandi kaupmátt Hinu má ekki gleyma að ástandið var svart og skuldastaða fyrirtækja al- mennt mjög slæm. Bætta stöðu hafa fyrirtækin yfirleitt notað til að grynnka á skuldum, en fjölmörg fyrir- tæki hafa einnig getað notað bætta stöðu til fjárfestingar. Og þá virðist fjárfesting erlendis í góðum bréfum vera mönnum efst í huga. Ljóst er að það er ekki alþýða rnanna sem er að fjárfesta í verðbréf- um erlendis. A sama tíma og fyrir- tækjunum hefur verið boðið upp á skattalækkanir hafa skattar einstak- linga hækkað verulega frá 1991; stað- greiðslan úr 39,79 í 41,84 prósent, auk 5 prósent hátekjuskatts og lækkunar persónuafsláttar. Árleg nettóhækkun skatta á einstaklinga er nálægt 6,8 milljörðum króna. Kaupmáttur ráðstöfunartekna launafólks á hinum ahnenna vinnu- markaði er nú sá lægsti síðan 1985 eða í nær áratug, en hér er átt við þann pening sem fólkið heldur eftir þegar búið er að draga frá skatta og önnur gjöld. Hefúr kaupmáttur ráðstöfunar- tekna skerst á sex af undanförnum sjö árum, miðað við að spá Þjóðhags- stofnunar standist fyrir yfirstandandi ár. A síðustu árum náði kaupmáttur- inn hæst áíið 1987, en frá þeim tíma hefur hann skerst um 20 prósent mið- að við fyrstu tölur á þessu ári. Fólk sem hafði 113 þúsund krónur á mán- uði til ráðstöfunar árið 1987 hefúr í dag 90 þúsund krónur miðað við fast verðlag. Þjóðhagsstofnun reiknar ekki með bata fyrr en 1996 Þjóðhagsstofnun spáir því að fjár- festing innanlands dragist saman um eitt prósent á yfirstandandi ári, en fari vaxandi upp úr því, fyrst og ffernst frá og með 1996. Það er löng bið og þá einkum fyrir hina atvinnulausu sem bíða effir vaxtakippnum. Þjóðhags- stofnun spáir því að atvinnuleysi verði í ár að meðaltali 5,2 prósent af mann- aflanum og að 1995 verði hlutfallið svipað eða 5,3 prósent. í ár er reiknað með því að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna skerðist um 2 prósent til viðbót- ar þegar orðinni skerðingu. Ekki er að sjá á áædunum um fjár- festingar hins opinbera að reiknað sé með umtalsverðum átökum. Fjárfest- ing hins opinbera á að fara úr 24,8 milljörðum 1993 niður í 23,7 millj- arða í ár. Má nefna að ffamkvæmdir vegna rafvirkjana og rafveitna eru í al- gjöru lágmarki sem jarðgangnafram- kvæmdir vega ekki upp. Ekki er ástæða til að æda að það séu framleiðslufyrirtæki landsins sem hafa verið að fjárfesta í bréfum erlendis. Utvegsfyrirtækin eru flest enn mikið skuldsett og eru rekin með halla. Þau eru hins vegar ótalmörg fyrirtækin sem átm aldrei í vandræðum en njóta þó mikilla skattívilnana og lækkandi launakostnaðar. Þessi fyrirtæki fjár- festa í lidum mæli í atvinnuskapandi verkefnum hér á landi. Þau fjárfesta í bréfum og einkum ef þau eru údend. Friðrik Þór Guðmundsson HVER ER SINNAR GÆFU SMIÐUR Sumarið er tími endurfúnda. Vin- ir sem búa í údöndum sækja Is- land heim í ffíinu sínu, það er skrafað og skeggrætt, vegið og metið, skoðað og skilgreint. Við borðum saman, gleðjumst yfir endurfúndun- um, skoðum myndir, spyrjum ffétta og segjum frá. Nei, hér hefur ekkert gerst, skilnaðartíðnin lág, nokkrir reyndar yngt upp, börn bæst við, fáir komnir úr felum, enginn farið í með- ferð, fólk hefúr reyndar flutt, það hef- ur ræst heldur betur úr sumurri, en aðrir því miður farið í hundana. Allt með kyrrum kjörum. Hvað með þau? Eru þau á heimleið? Sest að í údönd- um? í údegð? Þau eru auðvitað misánægð með hlutsldpti sitt. Segjast sakna fjölskyldu og vina. Sumir vilja koma heim, en hér er ekkert í boði, aðrir vilja vera úti því þeir hafa það mun betra þar en þeir koma nokkurn tíma til með að hafa hér. Ein getur ekki hugsað sér að ala börn sín upp hér, finnst þetta svo barnfjandsamlegt samfélag. Ein þolir ekki mannfæðina hér, annar veðrið. Flest telja sig ekki hafa efni á að flytja heim, launin svo miklu betri úti, þar eru tækifærin og allur aðbúnaður ann- ar og betri. Það sést líka á ljósmynd- unum, hvílík hús! Glæsilegir bílar, sumarleyfisferðir á fjarlæga staði... fjölskyldan á skíðum... Vinnuvika upp á 37 1/2 klukkustund, launin eru þre- föld mín þrátt fyrir að vinnuvika mín sé helmingi lengri. Þau eru ekki öll læknar og lögffæðingar, í hópnum er líka hjúkrunarffæðingur, kennari, líf- ffæðingur og ljósmóðir. Allir virðast vera betur launaðir en kollegar þeirra hér. Og lífsbaráttan auðveldari, veðrið betra... Eg fyllist ekki öfund, heldur frekar ergelsi yfir því að hafa hlunn- farið sjálfa mig. Hvað var ég að pæla þegar ég valdi mér framhaldsnám? Hví velti ég aldrei fyrir mér atvinnu- möguleikum, hvað þá laununum? Hélt ég að þetta kæmi allt af himnum Ragnhildur Vigfúsdótdr ofan? Hvað er ég að hanga á þessu skeri? Konu nokkurri sem hefur haldið ótal námskeið fyrir flokksstjóra í ung- lingavinnu er mjög brugðið yfir því að að stelpur virðast velja sér ffamhalds- nám án nokkurs tillits til launakjara að námi loknu. Hún heldur því fram að þær stóli á að ná sér í fyrirvinnu. Þær vilji allar hafa það gott fjárhagslega, en það hvarfli ekki að þeim að þær þurfi að skaffa það sem til þarf. Fyrir- vinna var ekki inni í myndinni hjá mér þegar ég valdi mér nám hér forðum. Þá var ekki í tísku að vera veraldlega sinnaður, ædunin var frekar að bjarga heiminum. Ekki man ég hvernig ég ædaði mér að gera það með sagnffæði að vopni! Konan sagðist telja að ein helsta ástæðan fyrir hárri sjálfsmorðs- tíðni drengja væru þessar óstjórnlegu kröfúr sem stelpur gera til þeirra sem fyrirvinnu. Þeir treystu sér ekki til að standa undir þeim. Hræðilegt ef satt er. En hvernig stendur á því að stelp- ur hugsa svona? Nú er mikið rætt um öruggar fjárfestingar og ég skil ekki hvernig hvarflar að stelpum að eigin- maður sé ein slík þegar skilnaðartíðn- in er jafn há og raun ber vitni. Svo hanga þær í vonlausu hjónabandi af því að þær geta ekki séð fyrir sér og börnunum (og ekki hvarflar að hinum betur launuðu feðrum að borgar meira en lágmarksáskrift að krakka eins og einn kallaði meðlagið eða að konunum að skilja börnin effir í umsjá feðranna). Hvers vegna gera þær sér ekki grein fyrir því að þær bera ábyrgð á eigin lífi? Þeirra er valið. Kaldar kveðjur VSÍ til atvinnulausra Á sama tíma og þúsundir manna og kvenna ganga um atvinnulaus vegna samdráttar og stöðnunar berast kaldar kveðjur úr höfuð- stöðvum vinnuveitenda til hinna atvinnulausu. Svo virðist sem fyr- irtæki Iandsins hafi litlar áhyggjur af hinum atvinnulausu þegar þau skoða fjárfestingakosti í údand- inu, enda virðast atvinnurekendur helst telja atvinnulausa vera slóða og letingja að stærstum hluta. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSI lét ljós sitt skína nýverið í þessum efnum. Þórarinn lýsti því yfir að fjögur til fimm þús- und atvinnulausra hefðu í raun eng- an áhuga á því að fá vinnu. Á Þórarni mátti ótvírætt skilja að þetta fólk, þá rúmur helmingur allra atvinnu- lausra, væri að misnota atvinnuleys- isbótakerfið. Fundur miðstjórnar ASÍ og forystumanna lands- og svæðasambanda innan ASI mótmælti harðlega þessum „ósvífnu og raka- lausu fullyrðingum" Þórarins og beindu því til hans að biðjast opin- berlega afsökunar. Það hefur hann neitað að gera. Tölur frá Ráðningarstofu Reykja- víkur eftir sérstaka könnun meðal at- vinnuleysingja sl. vor sýndu að af tæplega 1.000 manns sem boðið hefði verið vinnu eða viðtal vegna vinnu höfðu unt 100 neitað af ýms- um ástæðum. Þessar tölur benda til þess að það séu í allra hæsta lagi 10 prósent at- vinnulausra sem eru tregir til að ganga í hvaða störf sem er. Þá er rétt að minna á skýrslu Fé- lagsvísindastofnunar frá því í fyrra sem benti til þess að 13 prósent at- vinnulausra væru í raun ekki á vinnu- markaðinum. Þórarinn hjá VSI: Lýsti því yfir að fjögur til engan áhuga á því að fá vinnu. fimm þúsund atvinnulausra hefðu í raun TILKVNNING TIL C.3 NOTENDA Hinn 1. janúar 1995 verður núverandi Loran-C staðsetningarkerfí lagt niður Frá sama tíma verður GPS gervihnattakerfið aðalstaðsetningarkerfi við ísland. Samtímis því að núverandi Loran-C kerfi verður lagt niður hefst rekstur nýs lorankerfis, svo kallaðs NELS kerfis. Hætt verður að senda út loranmerki frá stöðvunum á Gufuskálum og á Grænlandi. Búast má við að þetta nýja kerfi nýtist ekki við vestanvert landið. Athugið að breyta þarf Loran-C tækjum svo að hægt sé að nota þau við NELS kerfið. Til að bæta þjónustu við notendur, sem þurfa meiri nákvæmni en GPS kerfið gefur, hefur samgönguráðuneytið staðið fyrir uppbyggingu á leiðréttingarkerfi sem gefur notendum 5 til 10 metra staðsetningarnákvæmni á hafsvæðinu umhverfis ísland. Vita- og hafnarmálastofnun sér um rekstur leiðréttingarstöðva og eru fimm af sex þegar komnar í notkun og áætlað er að sú síðasta verði tilbúin fyrir áramót. Athygli notenda er vakin á því að mikill munur getur verið á staðsetningum eftir því í hvaða staðsetningarkerfi þær eru gerðar. Pað er því ekki hægt að finna stað mældan í Loran-C kerfinu með GPS (eða NELS tækjum), Loranpunktasöfn verða því ónothæf. Unnið er að því að breyta Loran tölum í GPS tölur. Nánari upplýsingar veitir Vita- og hafnamálastofnun, sími 91-600000. SAMGÖNGURÁÐUNEYTI RÁÐUNEYTI FLUTNINGA, FJARSKIPTA OG FERÐAMÁLA

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.