Vikublaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 8
8
Vf erlendum vettvangl
VIKUBLAÐIÐ 15.JÚLÍ 1994
Undirrótin er ekki ættbálkastríð heldur hernaðaríhlutun Frakka
Undanfarið hafa staðið yfir
deilur milli ríkisstjórna
Frakklands, Bandaríkjanna
og annarra heimsvaldalanda um
hvernig standa beri að hernaðaríhlut-
un í Affíkuríkinu Rúanda. Yfir
200.000 manns hafa verið myrtir í á-
tökum undanfarna mánuði og tala
flóttamanna er komin yfir eina millj-
ón, þar á meðal hafa tugþúsundir flú-
ið til nágrannalandanna Tanzaníu,
Zaire og Uganda. Fjöldamorð, skipu-
lögð af ríkisstjórninni, hófust strax
eftir dauða forseta landsins, Juvénal
Habyarimana og forseta nágrannarík-
isins Búrúndí, Cyprien Ntaryamira.
Þeir fórust er flugvél þeirra var skotin
niður 6. apríl síðastliðinn.
Aratugalöng nýlendustjóm og arð-
rán hefur gert Rúanda að einu fátæk-
asta ríki heims. Þjóðartekjur svara til
tæpra 19.000 króna á mann á ári.
Helstu útflutningsvörur em kaffi
(70%), tin (10%) og te (10%). Landið
er fjórðungur af Isiandi að stærð og
oft nefiit land hinna þúsund hæða
sökum legu sinnar milli tveggja fjall-
garða. í landinu búa 5,7 milljónir
manna (árið 1983). Rúanda er eitt
þéttbýlasta land heims, 220 manns á
ferkílómetra. Rétt rúm 5% íbúanna
búa í borgum, þar af 120.000 (árið
1978) í höfuðborginni Kigali. Meðal-
aldur er einungis 46 ár og helmingur
þjóðarinnar er ólæs. Ungbarnadauði
er hár, 126 af hverjum 1.000 fæddum
börnum ná ekki 5 ára aldri. Læknir er
á hverja 27.000 íbúa, samsvarandi
væru 10 læknar á Islandi. Menn af ætt-
bálki Hútúa eru taldir vera um 85%
íbúa Rúanda og af ættbálki Tútsa um
14%.
Reglustikuskipting
nýlenduherranna
Rúanda og Búrúndí urðu þýskar
nýlendur uppúr 1890. Þær vora sam-
einaðar árið 1899 og hét nýlendan,
Rúanda-Urúndí. Hún var þekkt íyrir
útflutning á fi'labeini. I kjölfar ósigurs
Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni var
nýlendum þeirra skipt milli sigur-
vegaranna. Bretar fengu Tanzaníu og
norðurhluta Kamerún en Frakkar af-
ganginn af landinu. Tógó var skipt
milli Breta og Frakka. Hvíta minni-
hlutastjórnin í Suður-Affíku fékk
Namibíu og Belgar fengu Rúanda-
Urúndí í sinn hlut. Þeir skiptu ný-
lendunni aftur í Rúanda og Búrúndí
og var þeim stjórnað frá bækistöðvum
Belga í Kongó (núverandi Zaire),
þeirra aðalnýlendu.
Jafnt þýsku sem belgísku nýlendu-
herrarnir ólu á gömluin erjum Hútúa
og Tútsa til þess að viðhalda völdum
sínum í landinu. Þeir hygluðu Túts-
um á kostnað Hútúa. Settu Tútsa í
ýmsar stjórnunarstöður, höfðu þá sem
nokkurs konar samstarfsfélaga. Um
1960 hlutu flestar nýlendur í Aíríku
sjálfstæði. Eins var um Rúanda. I upp-
reisn Ilútúa og Tútsa árið 1959 kaus
nýlendustjórn Belga að koma sér burt
og Rúanda hlaut sjálfstæði 1962 að
undangengnum kosningum 1961. I
þeim hlaut flokkur Hútúa, Parmehutu
meirihluta atkvæða og Gregory Kayi-
banda varð forseti landsins. Valda-
kerfið sem áður var sniðið að hags-
munum Tútsa var afnumið en komið
á kerfi sein ýtti undir frekari deilur
þessara tveggja hópa. Við völdum tók
ný ráðastétt, er samanstóð öðm frem-
ur af fámennri yfirstétt Hútúa.
Þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngu Föðurlandsfylkingarinnar RPF á veginum milli höfuðborgarinnar Kigali og borgar-
innar Kayonza 27. júní sl. Mótmaalunum var beint gegn íhlutun Frakka í Rúanda. Frönsk stjórnvöld höfðu lýst því yfir að þau
myndu takast á við fylkinguna, en þau hættu við. Nokkrum dögum síðar lýstu þau yfir að franskur her myndi ekki hefta sókn
RPF eða koma í veg fyrir að hún ynni sigur. Fylkingin ræður nú yfir Kigali og mestöllu landinu.
Það var svo í júlí 1973 að ungur
ofursti og jafnframt varnarmálaráð-
herra landsins, Juvénal Habyarimana,
ffamdi valdarán. Varpaði forsetanum
Kayibanda í fangelsi (hann lést
sköinmu síðar) og leysti upp stjórnar-
flokkinn, Parmehutu. Habyarimana
gerðist náinn bandamaður Frakka og
varð handgenginn ríkisstjórn Mobuto
í Zaire. Hann gerði leynilegan hern-
aðarsamning við Frakklandsstjórn
tveimur árum eftír valdaránið 1973.
Þegar uppreisnarmenn með aðsetur í
Uganda hófu baráttu gegn ríkisstjórn-
inni 1990 undir forystu Föðurla/ids-
fylkingar Rúanda (RPF) sendu Frakk-
ar fallhlífarhermenn og vopn stjórn-
inni til hjálpar. Eins tóku Frakkar þátt
í að fjármagna stækkun Rúandahers úr
5.000 í 40.000 manns. Franskir hern-
aðarráðgjafar aðstoðuðu Rúandaher,
jafnt við æfingar sem við hernaðarað-
gerðir. Samkvæmt ffanska dagblaðinu
Le Monde tóku ffanskir liðþjálfar þátt
í að þjálfa þau herlið sem bera ábyrgð
á flestum morðum undanfarna tvo
mánuði. Franski ríkisbankinn, Credit
Lyonnais, veitti Rúandastjórn nauð-
synleg lán til vopnakaupa og afskrifaði
síðar hluta skuldarinnar. Apartheid-
stjórnin í Suður-Affíku tók einnig
þátt í að vígvæða Rúandastjórn. Síð-
ustu fimm árin sendi hún þangað
vopn fyrir jafnvirði 2.000 milljóna ís-
lenskra króna.
Frakklandsstjórn er jafnan snögg til
að neita flóttamönnum sem flýja stríð
og efhahagshörmungar um landvist-
arleyfi. Hún var jafn snögg að veita
fjölskyldu Habyarimana og höfuð-
paurunum í dauðasveitum hans póli-
tískt hæli í landinu. Enda hefur Frakk-
landsstjórn vígvætt, fjármagnað og
haldið þessu liði uppi í þeim tilgangi
að verja hagsmuni Frakka í þessum
hluta álfunnar.
Fjöldamorð af pólitískum
ástæðum
Fjöldamorðin undanfarið eru
skipulögð af ríkisstjórn Rúanda, her
þess og lögreglu. I ágúst á síðasta ári
skrifaði stjórn Habyarimana og leið-
togar RPF undir Arusha-samkomu-
lagið í Tanzaníu og bundu þar með
endi á þriggja ára borgarastríð í land-
inu. Frönsku hermennirnir sem höfðu
barist við hlið stjórnarhersins vora
kallaðir heim en í staðinn komu 2.500
„ffiðargæsluliðar“ á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Hersveitir Belga voru
sameinaðar sveitunum. Samkvæmt
samkomulaginu hélt Habyarimana á-
ffam sem forsetí landsins og yfirmað-
ur hers en honum var gert að starfa
með fjórum stjórnarandstöðuflokkum
í samsteypustjórn. Forsætisráðherr-
ann, Agathe Uwilingiyimana, önnur
konan í Affíku til þess að gegna því
embætti, kom ffá einum þessara
flokka. Nýja ríkisstjórnin átti síðar að
vinna með RPF á breiðari grundvelli.
En það varð æ ljósara að Habyarim-
ana hafði ekki hugsað sér að standa
við samkomulagið. Haft var í hótun-
um við þá embættísmenn stjórnarinn-
ar sem ekki vora á bandi Habyarim-
ana, þar á meðal forsætísráðherrann. I
útvarpsstöð einnar stóreignafjölskyld-
unnar var hvatt til þess að Hútúar
myrtu Tútsa. Um leið og flugvél for-
setans hafði verið skotín niður 6. apríl
hófust fjöldamorðin. Uwilingiyimana
og sex ráðherrar í ríkisstjórn hennar
voru meðal fyrstu fórnarlambanna
sem og nær allir leiðtogar stjórnar-
andstöðuflokkanna. Þeir sem komist
hafa undan segja flest morðin vera
framin af hernum eða vopnuðum
sveitum skipulögðum af flokld
Habyariinana, NRM.
Fjöldamorðin í Rúanda era gjarnan
kennd við aldagamlar deilur ætt-
bálkanna tveggja, Ilútúa og Tútsa.
Þótt flestir hinna myrtu séu Tútsar,
vora mörg morðanna framin af póli-
tískuin ástæðum. Meðal fórnar-
lambanna voru þúsundir Ilútúa.
Sumir voru myrtir vegna samstöðu
sinnar með RPF eða einfaldlega vegna
þess að þeir vora ekki félagar í stjórn-
arflokknuin, NRM. Aðrir voru myrtir