Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Side 2

Vikublaðið - 05.08.1994, Side 2
2 VIKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994 BLAÐ SEM V I T E R í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls fjölmiðlun hf. Siðir og vald Enn einu sinni hefur Ólafur G. Einarsson menntamálaráð- herra orðið sér, ríkisvaldinu og þjóðinni til skammar. Skemmst er að minnast framgöngu ráðherra í Hrafnsmálinu svokallaða í vetur sem leið þegar hann skóp umsátursástand á Ríkissjónvarpinu. Þá fábjánasinfóníu héldu sumir að væri stök uppákoma og að ráðherranum væri viðbjargandi. En síðustu atburðir taka af öll tvímæli: Æðsti yfirmaður menn- ingar og mennta á Islandi er siðlaus maður. Við sem skrifum og gefum út þetta blað erum andstæðing- ar ríkisstjómarinnar og þegar stjórnin samanlögð eða ein- stakir ráðherrar gera einhverja vitleysuna kætumst við alla jaínan. Afglöpin gefa okkur tækifæri til að útlista fyrir les- endum hversu óalandi stjórnin er. En núna gleðjumst við ekki. Við fyllumst hryggð yfir ástandinu í menntamálaráðu- neytinu. I sumar losnaði staða skólastjóra við Hvolsskóla í Hvols- hreppi. I skólanefnd sitja fulltrúar almennings á Suðurlandi sem sendir börn sín í Hvolsskóla og hún hefur meðal annars það hlutverk að gefa umsögn um umsækjendur. Eftir að hafa talað við álitlegustu umsækjendurna og metið hæfhi þeirra mælti nefndin einhuga með Unnari Þór Böðvarssyni í starf- ið. Það sama gerði kennararáð skólans og ffæðslustjóri Suð- urlands sömuleiðis. Allt stefndi í að lýðræðislegur vilji heimamanna myndi ná fram að ganga. En þá var komið að Ólafs þætti menntamálaráðherra G. Einarssonar. Ólafur veitti Jónínu Þóreyju Tryggvadóttur stöðuna um mánaðamótin með þeim rökum að Jónína hefði meiri mennmn en Unnar. Unnar hefur þó mun meiri reynslu af skólastjórn en Jónína og faglegir aðilar, kennarar Hvols- skóla og fræðslustjóri Suðurlands, mæltu með Unnari. Menntamálaráðherra sniðgekk skólanefhdina sem hann sjálfur ætlast til að gegni viðamiklu hlutverki þegar rekstur grunnskóla verður á næstu misserum færður til sveitarfélaga. Nokkrum dögum áður en Ólafur tók ákvörðun um að veita Jónínu stöðuna skrifaði hann grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að nýja skólastefnan hans feli í sér „að ákvarðana- taka verði færð sem næst vettvangi og ábyrgðarskylda sveit- arfélaga og skóla aukin.“ Þegar ráðherra reyndi að réttlæta embættisveitingu sína bætti hann gráu ofaná svart. Hann dylgjaði um það á Rás 2 á þriðjudag að skólanefndinni væri ekki treystandi fyrir því að velja besta umsækjandann. Skólanefndin ber ábyrgð gagn- vart þeim foreldrum og börnum sem Hvolsskóli þjónustar og það er ótrúleg aðdróttun að ætla það að skólanefndin hafi ekki hagsmuni þeirra efst í huga. Þegar ráðherra sá að þessi sjónarmið hrukku skammt greip hann til þess ráðs að segja í sjónvarpsfréttum í gær að lögin um ráðningu skólastjóra væru ekki nógu skýr og að hann myndi beita sér fyrir því að þau yrðu gerð ótvíræðari! Þetta er eins og þegar þjófur segist ætla að setja lög um eignaréttinn. Vilji heimamanna var skýr og fagfólk var sama sinnis, að Unnar skyldi fá stöðuna. Menntamálaráðherra neitaði hinsvegar að fara að eindregn- um óskum skólanefndar og faglegu mati kennara og fræðslu- stjóra. Enginn efast um að hann hefur valdið en Ólaf G. Ein- arsson skortir dómgreind til að fara með umboðið sem al- menningur hefur gefið honum. Siðleysi Ólafs G. Einarssonar er komið á það stig að þeir sem ráðherra hyglar hafa ekki lengur geð í sér að taka við bit- lingunum. Jónína Þórey Tryggvadóttir fékk skólastjórastöð- una í Hvolsskóla úr kámugri hendi ráðherra en afþakkaði veitinguna þegar það rann upp fyrir henni að embættisgjörð- in þverbraut grundvallarsiði í lýðræðissamfélagi. Hryggðarmyndin í menntamálaráðuneytinu er okkur áminning um það að íslensk stjórnmál þurfa róttæka siðvæð- ingu. Þjóð sem siðblindir vesalingar veita forystu á enga framtíð fyrir sér. Sjónarhorn Okkar þáttur í hörmungum í írak Meðal íslendinga hefur ríkt al- menn sátt um að taka þátt í störfum „Sameinuðu þjóðanna" (SÞ) og undirstofnana þeirra. Að vísu hafa af og til skapast gagnrýnar umræður um einstaka stofnanir og samþykkur Allsherjarþingsins eða Oryggisráðs- ins. Margir andmæltu því á sínum tíma þegar herlið undir forystu Bandaríkjamanna og fána SÞ hóf Kóreustríðið 1950. Um árabil var UNESCO, Menningarmálastofnun SÞ, í fjársvelti Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra og tóku íhaldsöflin hér undir með þeim kór sem gagn- rýndi „sósíalíska" forystu UNESCO. í leiðara Mbl. 3. ágúst 1994 er fjall- að um breytingar sem undanfarið hafa orðið á starfsemi SÞ og keinur þar berlega fram það ráðleysi sem ríkir gagnvart augljósum mistökum þegar hervaldi hefur verið beitt í nafni Or- yggisráðs SÞ með hörmulegum af- leiðingum. Ekki hlutlaus, en óháð Það felst afstaða í því að eiga aðild að SÞ og í upphafi vafðist það fyrir sumum íslendingum að með þátttöku í slíkri alþjóðastofnun væri þjóðin ekki lengur hlutlaus skv. ströngum skiln- ingi þess orðs. Hins vegar er unnt fyr- ir sjálfstæða þjóð að leitast við að vera óháð í afstöðu sinni, þó hún sé ekki hlutlaus. Þannig tel ég t.d. að íslensk stjórnvöld eigi að taka þátt í störfúm SÞ með reisn í nafni sjálfstæðrar og ó- háðrar þjóðar. Eg vildi óska að við ættum þess kost að sjá íslenska fulltrúa hjá SÞ koma sem mest fram óháð hagsmunum og ofurvaldi þeirra öfl- ugu hervelda, sem íslensk stjórnvöld hafa hossast svo allt of lengi aftan í, m.a. innan vébanda NATO. Vopnlaus smáþjóð á vissulega erindi inn á vett- vang SÞ með kröfu um að látið sé af þeim skelfilegu mannréttindabrotum sem framin eru í nafni SÞ gagnvart ó- breyttum borgurum í írakog víðar. íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt í efhahagslegum þvingunaraðgerðum sem samþykktar voru í öryggisráði SÞ og að því er inanni skildist á frétta- flutningi átti að bitna á stjórnvöldum í írak. Nú á ég enga samúð með herfor- ingjanum Saddam Hussein eða stjórn- kerfi hans í Irak. En við skulum minnast þess að íbúar í írak kusu hann ekki yfir sig. Hann hefur haldið óbreyttum borgurum í þessum heims- hluta í helgreipum kúgunar og styrj- aldarátaka, m.a. með vopnum sem af- greidd voru til hans frá Vesturveldun- Garðar Mýrdal um. Og nú taka íslensk stjórnvöld í nafhi íslensku þjóðarinnar þátt í því að auka á hörmungar þess fólks sem þarna býr og bæta skelfilegu efna- hagslegu harðræði við þá harðstjórn og þau grófu mannréttindabrot sem þetta fólk bjó við fyrir. Já, efnahags- legar þvingunaraðgerðir gagnvart þessu fólki hafa verið auglýstar í ís- lenska Lögbirtingarblaðinu. í því felst að möguleikar hérlendra einstaklinga og samtaka sem vilja útvega hungruð- um eða sjúkum einstaklingum í írak matvæli, lyf eða lækningatæki eru verulega takmarkaðir. Beitum okkur innan SÞ - gegn hryðjuverkum Ymsar heimildir, m.a. úr virtum læknisffæðitímaritum og úr skýrslum FAO bera okkur upplýsingar um þær afleiðingar sem þessar efnahagsþving- anir hafa fyrir íbúa í írak. Ein afleið- ing af hátæknistyrjöldinni sem háð var í nafhi SÞ undir forystu Bandaríkja- manna og síðan efnahagsþvingana, sem við tökuin fullan þátt í og ábyrgð á, er þreföldun á barnadauða í írak. Meira en 2000 börn deyja nú á viku í írak. Um það hvort Saddam Hussein hafi nóg fyrir sig og sína hef ég ekki heimildir. Af fréttum að dæma virðist hann þó býsna sprækur. Nú er ég ekki sá bjartsýnismaður að halda að við getum með séríslensku á- taki og í trássi við Bandaríkjastjórn og fylgifiska þeirra í Oryggisráði SÞ veitt nauðsynlega matvæla- og læknisfræði- aðstoð til að lina verulega hörmungar Iraka. Við getum hins vegar beint at- hygli að því að þessar herfræðilegu aðgerðir, sem íslensk stjórnvöld taka þátt í, eru brot á ákvæðum Genfarsátt- málans að því er varðar harðræðisað- gerðir gegn óbreytmm borgurum. Þetta eru ranglátar refsiaðgerðir gegn fólki sem hefur ekki verið sakfellt eða dæmt og þær brjóta í bága við það sið- ferði sem réttarkerfi okkar ætti að grundvallast á. íslensk þjóð getur krafið stjórnvöld sín skýringa á okkar þætti í þessum hernaðaraðgerðum. Hvert er mark- inið þessara aðgerða? Er útlit fyrir að efnahagslegar refsiaðgerðir sem við tökum þátt í skili tilætluðum árangri miðað við yfirlýst markmið á næst- unni? Er það e.t.v. svo sem heyrst hefur að þessar aðgerðir snúist fyrst og ffemst um stjórnun olíuverðs og olíu- framleiðslu? Er ekki Iöngu orðið ljóst að þessar aðgerðir SÞ í írak eru enn hörmulegri en frumhlaup SÞ í Sóinal- íu, þar sem bandarísk hermálayfirvöld leiddu þessa mikilvægu alþjóðastofn- un út í fen ævintýramennsku og flumbrugangs. Hafa íslensk stjórnvöld í sér döng- un til að taka málið upp á vettvangi SÞ og taka höndum saman við óháð ríki við að stöðva þessar grimmúðlegu að- gerðir, sem að auki virðast skila svo litlum árangri að því er varðar yfirlýst markmið. Bréf til Öryggisráðsins Nýlega var Oryggisráði SÞ sent bréf sem undirritað var af nokkruin ís- lenskum ríkisborgurum þar sem bent var á þau viðhorf að slíkar refsiað- gerðir sem beinast svo harkalega gegn saklausum óbreyttum borgurum brjóti gegn Genfarsáttmálanum. Þeim tilmælum var beint til fulltrúa í Ör- yggisráðinu að látið yrði af slíkum refsiaðgerðum. Nýlega fór einnig bréf undirritað af 13 einstaklingum til íslenskra stjórn- valda þar sem skorað var á þau að breyta stefhu sinni hvað varðar hóprefsiaðgerðir gegn óbreyttum borgurum. Af því tilefni var stutt við- tal við Elías Davíðsson í Ríkisútvarp- inu, rás 2. I frainhaldi var stutt viðtal við formann utanríkismálaneftidar Al- þingis, Björn Bjarnason. Það inætti margt segja um framkomu Björns Bjarnasonar í þessu útvarpsviðtali og þó einkum þann hroka Björns sein kom fram gagnvart Elíasi, sem ekki fékk þarna tækifæri til andsvara. Hvort sem Björn misskildi bréf þrettánmenninganna eða var bara að snúa út úr því, þá er það allavega rangt hjá honum að bréffitarar vilji hætta þátttöku Islendinga í starfi SÞ. Þvert á móti er krafan sú að íslensk stjórnvöld komi frain á vettvangi SÞ sem fulltrúar sjálfstæðrar þjóðar með óháð mat og umfjöllun um máleíhi eins og hér um ræðir. Það er e.t.v. lítil von til að svo verði á meðan Björn Bjarnason og sam- starfsmenn hans móta utanríkismála- stefnu íslenskra stjórnvalda. Höfundur er fonnaður ABR.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.