Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Page 3

Vikublaðið - 05.08.1994, Page 3
VIKUBLAÐIÐ 5. AGUST 1994 3 Starfsmenn hags- munasamtaka um eitt þúsund Innheimta er ört vaxandi „atvinnugrein“ eins og auglýsingamennska, hugbúnað- arstörf og tískuteiknun. / A st; JLJL74 rsverk hjá hagsmuna- og starfsgreinasamtökum voru 748 árið 1991 og hafði þeim þá fjölgað um 156 eða um 26,4 pró- sent á sjö árum. Til samanburðar má nefna að ársverk við trúmála- starfsemi, þ.m.t. prestar þjóðkirkj- en árið 1985). Ástæða er til að ætla að starfsmenn hagsmuna- og starfs- greinasamtaka séu nokkru fleiri eða í námunda við eitt þúsund, en margir starfsmenn eru í hlutastarfi. Fróðlegt er að skoða ársverk ým- issa atvinnugreina árið 1991 (fjöldi r, vora 1991 alls 329 (100 fleiri ársverka 1985 innan sviga): 1991 (1985) Götu- og sorphreinsun.... 248 (249) Útfararþjónusta o.þ.h 83 ( 82) 139 (134) Ymiss konar listamenn 213 ( 88) íþróttastarfsemi 496 (364) Starfsfólk happdrætta 106 ( 86) Hugbúnaðarstarfsemi 394 ( —) Fréttaþjónusta/innheimta 75 ( 36) Auglýsingar/tískuteikn 268 (238) Ferðaskrifstofur o.fl 415 (283) Garðyrkj a/gróðurhús 533 (421) Af einhverjum ástæðum flokkar Hagstofan og þar með Þjóðhags- stofhun saman fréttaþjónustu (aðra en frétta- og blaðamennsku) og innheimtustarfsemi, sem er með ólíkindum. Fengust ekla sundurlið- aðar tölur til að aðgreina þar á milli efrir ársverkum, en engu að síður virðist ljóst á veltutölum að inn- heimtustarfsemi er ört vaxandi at- vinnugrein á Islandi. Undir inn- heimtustarfsemi flokkuðust 13 fyr- irtæki árið 1991. Heildarvelta í þessari atvinnugrein jókst úr 17,6 milljónum króna árið 1990 í 46,3 milljónir króna á síðasta ári. Þær atvinnugreinar sem örast hafa vaxið í framleiðslumagni talið ffá 1980 eru: Auglýsingastof- ur/tískuteiknun, rekstur pósts og síma, veitingastaðir, sala á bílum og bílavörum, smíði og viðgerð mæli- tækja og burstagerð. Mestur sam- dráttur hefur hins vegar orðið í fiskiðnaði öðrum en frystingu, kex- gerð, prjónavöruffamleiðslu, sútun og annarri verkun skinna, sements- gerð og skipasmíði. Borgarráð: Átaksverkefnin undir smásjána Borgarráð hyggst láta þriggja manna nefnd fara ofan í saumana á árangri af svokölluð- urn átaksverkefnum, en þetta verður gert að frumkvæði Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur borgarstjóra, vegna efasemda utn gildi þessara verkefna. Borgarstjóri lagði fram svohljóð- andi tillögu: „Borgarráð samþykkir að skipuð verði þriggja manna nefnd til þess að meta reynsluna af aðgerðum borgarinnar í atvinnumálum undan- farin misseri. Fram hafa komið efa- semdir um gildi ýmissa úrræða og framkvæmd átaksverkefna á vegum borgarinnar og er nefhdinni falið að gera tillögur til úrbóta. Nefndin hafi samráð við þá aðila innan borgarkerf- isins sem að þessum málum hafa kom- ið, ásamt samráði við helstu saintök launþega og vinnuveitenda í borginni við mótun tillagna í þessu efni. Nefhdin njóti liðsinnis starfsmanns ffá skrifstofu borgarverkfræðings og ljúki störfum hið fyrsta.“ Þá má geta þess að borgarráð hefur samþykkt tillögu atvinnumálanefndar um að veita nýsköpunarsjóði náms- manna aukafjárveitingu upp á 800 þúsund krónur. Ársreikningur Byggðastofnunar 1993: Vestfirðingar með Qórðung lánanna Lánveitingar Byggðastofhunar hafa á fáeinum árum lækkað úr um 2.600 milljónum króna niður í tæplega 730 milljónir á síðasta ári. Um síðustu áramót voru skuldu- nautar Byggðastofhunar 1.238 talsins og skulduðu þessir aðilar alls 8,3 milljarða. Erfiðleikar í rekstri og lækkandi ffamlag ríkisins ásamt mik- illi afskriftarþörf hefur skert getu Byggðastofhunar til lán- og styrkveit- inga. Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar hefur ffá 1985 lækkað úr 33 prósent niður í 8 prósent. A síðasta ári lánaði Byggðastofhun 152 aðilum alls 726,7 milljónir króna og veitti auk þess ýmsum aðilum styrki upp á 87,9 milljónir. Hvað lán- veitingarnar varðar kemur í ljós að stór hluti þeirra felur í sér lagfæringu á eldri lánum, þ.e. skuldbreytingu. Sú tegund lánveitinga var upp á 180 milljónir króna, sem er fjórðungur lána ársins. Hæsta einstaka skuld- breytingin var gagnvart Utgerðarfé- lagi Patreksfjarðar hf., upp á 45,5 milljónir. Meðal aðila sem fengu lán hjá Heildarlánveitingar Byggðastofnunar á verðlagi í janúar 1994 Byggðastofnun í fyrra voru Björn Sig- urðsson í Uthlíð, vegna ferðaþjón- ustu, 4 milljónir, Matthías Sveinsson í Garðabæ, skuldbreyting upp á 2,6 milljónir, Héðinn Sigurðsson á Höfn í Hornafirði, 2 milljónir til að koma upp tannlæknastofu, Hraðffystihús Eskifjarðar (Alli ríki), 30 milljónir í fjárhagslega endursldpulagningu, Vélverk hf. í Reykjavík fékk 6 milljón- ir vegna hlutafjárkaupa í Silfurstjöm- unni í Oxarfjarðarhreppi, Hótel Varmahlíð fékk 8 milljónir í viðbygg- ingu og endurbætur, Hjálmur hf. á Flateyri fékk 10 milljónir vegna kúfiskvinnslu og Hótel Búðir hf. á Snæfellsnesi fékk 1,3 milljónir vegna skuldbreytingar. Þegar staða lána hjá Byggðastofhun er skoðuð kemur í ljós að af útistand- andi skuldum upp á 8,3 milljarða eru 5,4 milljarðar hjá aðilum í sjávarútvegi eða nálægt 65 prósent. Af einstökum kjördæmum hafa Vestfirðir fengið langmest að láni og em nú með um 1,8 milljarða útistandandi gagnvart Byggðasjóði. Það er nálægt fjórðungi af öllum útistandandi skuldum við Byggðasjóð. Þá er fyrirgreiðsla At- vinnutryggingadeildar eða Hluta- bréfasjóðs undanskilin. í Atvinnu- tryggingadeild em útistandandi sjö til átta milljarðar til viðbótar hjá fjölda aðila á landinu öllu. Skattakóngarnir borga minna en áður Heildargjöld við álagningu í Reykjavík 1994 (vegna tekna og eigna 1993) era 30,2 milljarðar króna. Til samanburðar má nefha að ffam- reiknað til núvirðis vora heildargjöld 1987 alls 20 milljarðar króna og hefur því skattbyrðin auldst um 50,9% að raungildi á sjö árum eða um helming. Svo sem ítrekað hefur komið frarn í Vikublaðinu hefur skattbyrði einstak- linga þróast allt öðruvísi en skattbyrði fyrirtækjanna í tíð núverandi ríkis- stjórnar og sést það vel við álagning- una í Reykjavík nú. Nú er einstakling- um í Reykjavík gert að greiða heildar- gjöld upp á 21 milljarð króna, en 1987 var álagningin 13,4 milljarðar á nú- virði. Þetta er hækkun að raungildi urn 56,5 prósent. Fyrirtækin í borg- inni eiga að greiða 9,1 milljarða, en 1987 var þeim gert að greiða 6,6 millj- arða og hlutfallsleg raunhækkun þar er „aðeins" 38,3 prósent. Þegar 19 hæstu fyrirtækin í borg- inni eru skoðuð kemur í ljós raun- hækkun úr 1,6 milljörðum í 2,2 millj- arða eða tæplega 38 prósent hækkun. En þegar 12 hæstu einstaklingarnir eru skoðaðir kemur önnur þróun í ljós en meðal einstaklinga í heild. Nú er 12 hæstu gjaldendunum meðal ein- staklinga gert að greiða 158,4 milljón- ir, en árið 1987 áttu 12 hæstu að greiða 147 milljónir á núvirði. Þetta þýðir að skattbyrði skattakónga borg- arinnar hefur aukist um aðeins 7,7 prósent. Raunar gefur það ekki rétta rnynd af þróun skattbyrði skattakónganna. Skattakóngurinn sjálfur bæði árin, Þorvaldur Guðinundsson í Síld og Sveitarstjórnarkosningarnar í Stykkishólmi og á Hólmavík í vor hafa verið úrskurðaðar ógildar og verður að kjósa upp á nýtt. Urskurður sérstakra kærunefnda og síðan félags- málaráðuneytisins byggir í báðum til- fellum á því að við framkvæmd sam- einingarmála var ákvæðum um fram- boðsfrest ekki fullnægt. 1 kosningunum í Stykkishólmi vora í vor þrír listar í boði, B-listi Fram- sóknarflokks, sem fékk tvo menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokks, fékk fisk, á nú að greiða 40,7 milljónir, en 1987 aðeins 25,8 milljónir og hefur hann því hækkað um nálægt 58 pró- sent. Þeir ellefu sem á eftir honum koma hafa hins vegar lækkað úr 121,2 milljónum króna í 117,7 milljónir. Vaxandi skattbyrði einstaklinga á því ekki við þegar skattakóngarnir eru annars vegar, að Þorvaldi undanskild- um. fjóra menn og H-listi Vettvangs, sem fékk einn mann. Vettvangur er sam- fylking vinstri manna og tapaði rnanni eftir að Framsóknarflokkurinn klauf sig út úr samstarfinu. í kosningunum á Hólmavík voru þrír listar í boði, H-listi almennra borgara, sem fékk tvo menn kjörna, I- listi sameinaðra borgara, sem fékk tvo menn og J-listi óháðra borgara, sem fékk einn mann. Þarna vora vinstri menn í H-listanum, sem vann sigur og nýjan mann. Kosið á ný í Stykkis- hólmi og Hólmavík Undirbúningur kosninga hafinn ingmenn Alþýðubandalagsins og for- menn kjördæmisráða flokksins eru boðaðir á vinnufund nú um helgina til að undirbúa þingkosningar. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum flokksins að Laugavegi 3 í Reykjavík og hefst á laugardag kl. 10 fyrir hádegi. Reiknað er með að fundurinn standi allan daginn og að honum verði jafnvel fram haldið næsta dag. Á fundinum verður ræddur bæði starfsleg- ur og málefaalegur undirbúningur fyrir kosningarnar og svo verður rætt um stjórn- málaástandið almennt.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.