Vikublaðið - 05.08.1994, Qupperneq 4
4
VTKUBLAÐIÐ 5. AGUST 1994
heitir Melónusykur. Við ætlum að endurvinna
alls konar dót og vita hvað hægt er að búa til
úr rusli. Það var vinur minn sem gaf mér
þessa lampahugmynd. Ég tek þvottabrúsa,
set leiðslu í hann og perustæði þar sem tapp-
inn er og svo langar mig að hafa gamaldags
lampaskerm.
- Fallega gert þegar einhver gefur manni
hugmynd.
- Já, ætli ég verði ekki að gefa honum
hugmynd í staðinn.
Bíómyndin „Ein stór fjölskylda" eftir Jó-
hann Sigmarsson verður frumsýnd í vetur.
Áður hefur Jóhann gert myndina „Vegg-
fóður" með Júlíusi Kemp. En um hvað er
myndin?
- Hún er um gaur sem gerir fimm
stelpur ófrískar. Ég held að myndin verði
Chaplin-leg. Svo er mikið af jakkafötum í
henni án þess að hún sé nein karlrembu-
mynd. Myndin er frekar femínísk ef eitt-
hvað er. Ég held að þessi mynd verði
mikið „breikþrú". Ég vona það mín
vegna. Ég hugsa að sýningu hennar
verði helst jafnað við það þegar „Gone
with the Wind" kom í lit.
- Hvernig er að vinna með Jóhanni?
- Jonni er mikill galdramaður, hann
getur breytt víni í vatn. Hann er búinn
að gera mynd uppá 24 milljónir og eina
sem hann hefur fengið í styrk eru 2 millj-
ónir. Ég kom til hans um daginn, hann var
að hráklippa myndina og ég sá senu þar
sem ég er að staulast drukkinn inn í bíl og
lagið sem var spilað undir er „Hey Jude".
Mér fannst söngröddin kunnugleg og það
kom í Ijós að þetta var ég sjálfur að
syngja. Jonni hafði tekið þetta upp í partýi
í Fossvoginum fyrir fimm árum. Þá þekkti
ég hann ekki neitt.
- Þetta er soldið yfirnáttúrulegt. En
hvernig vildi það til að hann valdi þig í að-
alhlutverkið?
- Það er skemmtileg sdga og ég skal
segja þér hana. Jonni var búinn að finna
leikara en sá maður vildi skyndilega verða
leikstjóri og hætti við daginn áður en tökur
áttu að hefjast. Ég og Valli sátum í góðu yfir-
læti á bar þegar Jonni kemur þangað í öng-
um sínum og segir okkur allt af létta. Valli
stakk þá upp á mér í hlutverkið og ég fékk tíu
mínútur til að ákveða mig. Málið með mig er
að ég segi alltaf já ef ég er beðinn um eitt-
hvað. Ef ég nenni því á annað borð. Ég fæ
kannski smá fiðrildi í magann þegar ég tekst á
við eitthvað sem ég hef ekki gert áður en þetta
fiðrildi hjálpar mér.
- Hvernig er að leika?
- Óvinum mínum finnst ég breytast mjög
mikið. Mér finnst það ekki, ég er áfram ég.
Samt gerist eitthvað sem ég get ekki lýst. En
það eru alltaf þessar týpísku spurningar:
Hvernig var að komast inní karakterinn? Ég
held frekar að karakterinn hafi komist inní mig.
En vegna peningaleysis var myndin tekin á
löngum tíma, fyrstu tökur voru fyrir ári síðan og
þeim lauk í sumar, þannig að ég breytist mikið
á þessum tíma. Ég ertil dæmis miklu sætari.
Ég get breyst ótrúlega mikið á stuttum tíma.
Ég stíg kannski uppí bíl, keyri niðrí bæ og fer
út úr bílnum þar og þá er ég snarbreyttur, allt
annar maður.
- Ertu með einhver framtíðarplön?
- Ég er ekki búinn að ákveða í hvaða efni ég
ætla að vinna, enda finnst mér ekki eftirsókn-
arvert að taka svoleiðis ákvörðun. Það er mikil
framtíð í tölvum, ég var að kynnast tölvuneti og
það er hægt að skoða Louvre-safnið í tölvunni
minni. Það var verið að bjóða mér að halda
sýningu í þessu tölvuneti. Þá myndi ég búa til
tölvumyndir. Málverk í 16 milljón litum. Það er
ekki svo slæmt. Seinna.í ágúst ætlum við
Maggi vinur minn að keyra í kringum landið og
taka Ijósmyndir af flottustu fjöllunum á (slandi,
Herðubreið, Skálafellinu og Esjunni. Svo byggj-
um við kastala á toppnum.
- Þú hefur nóg að gera, hefurðu svona mikla
orku?
- Finnst þér það. Ég hætti að reykja fyrir
mánuði og nú er ég á nýju mataræði, að
minnka mjólkurdrykkju og sykurát. Ég verð
alltaf að vera að búa eitthvað til, lygasögu eða
listaverk. Allir sem ég þekki eru að búa eitt-
hvað til.
Eiður Snorri Ijósmyndari bjó til þessa indí-
ánapípu, fléttaði perlurnar og allt. Nei, ég er
ekki indíánatrúar. Ég trúi bara á hitt og þetta. í
dag trúi ég á þetta tölvunet. Kannski trúi ég á
guð á morgun. Þetta er annars skrítið orð, trú.
En ég verð eiginlega að hætta að tala við þig
núna. Ég lofaði að koma heim klukkan sjö og
elda kjúkling.
Viðtali
Viðtal við Jón Sæmund Auðarson eftir
Elísabetu Jökulsdóttur.
ÞÁKOMÍ
LJÓSAÐ
ÞETTA
VARÉG
SJÁLFUR
Inni (tjaldinu er sjónvarp og inní sjónvarpinu
synda skrautfiskar. Ég get horft á sjónvarpið
með því að setjast í hægindastól sem stendur í
grasinu fyrir utan tjaldið. Þá veit ég ekki hvaða
staður þetta er. Er þetta inní stofu eða í útilegu
úti í guðsgrænni náttúrunni? Og ég finn fyrir
sorg því fiskarnir eru horfnir úr sjónum og ég
neyðist til að horfa á þá í sjónvarpinu og ég
neyðist til að taka sjónvarpið með mér í útileg-
una. Eða er ég að búa mér til útilegu inní stofu
af því að náttúran er líka horfin. Mér sýnist ég
vera búin að tyrfa stofuna. Hvað er ég búin að
gera? Hvaða heimur er þetta? En þetta er líka
fyndið. Og þetta er bara saklaust myndlistar-
verk sem hefur verið komið fyrir á bílastæði í
kjallara Borgarkringlunnar. Bílastæðasjóður
ætti kannski að kaupa þetta verk. Höfundur
þess er Jón Sæmundur sem sýndi þar ásamt
félögum sínum í júlí og sýningin fékk lofsam-
lega dóma og margir virtust fegnir því að það
væri hægt að halda myndlistarsýningu á bíla-
stæði en ekki bara á parketgólfum galleríanna.
- Jón Sæmundur. Þetta er gott nafn. Hvers
son ertu?
- Ég er Auðarson. Ég er nýbúinn að breyta
nafninu mínu. Ég gerði það fyrir mömmu. Hún
ól mig upp og ég kynntist pabba aldrei. En
nafnið mitt þýðir „Sá sem er verndaður af guði
úti á sjó“.
- Hefurðu farið á sjóinn?
- Ég fór túr með varðskipinu Ægi sem við-
vaningur en saknaði kærustunnar minnar svo
mikið og ældi eins og múkki, að ég fór í land.
En ég hef örugglega verið verndaður.
Jón Sæmundur er einn af þeim sem setur
svip á bæinn og er alls staðar og útum allt.
Hann er 26 ára Reykvíkingur, myndlistarmaður
og hefur nýlokið við að leika aðalhlutverkið í ís-
lenskri bíómynd „Ein stór fjölskylda". Auk þess
framleiðir hann lampa úr þvottaefnisbrúsum og
byggir kastala á fjallstoppum.
- Ég hef verið að mála í nokkur ár og tekið
kúrsa í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Ég er
ekkert of veikur fyrir skólum. Hvað heitir fyrir-
tækið sem er með svona „sjokkerandi" auglýs-
ingar? Benetton, já. Forstjóri þess ætlaði að
stofna listaskóla, þar sem væru engir kennarar
og engar bækur en Fidel Castró átti að vera
skólastjóri. Það er kannski svoleiðis skóli sem
mig langar í, ekki skóli sem kennir stranga
anatómíu, þó það sé eflaust góð undirstaða.
- Um hvað eru verkin þín?
- Manstu eftir verkinu mínu á Óháðri listahá-
tíð í fyrra? Það voru fuglar í búri, þar fyrir aftan
raðaði ég peningum (sem vinir mínir gáfu mér
eða ég tók af atvinnuleysisbótunum mínum.)
og utan um var mold og laufblöð. Þetta verk er
eitthvað um frelsi, sem sagt mjög djúp pæling
á bak við það. Maður er kannski orðinn fastur í
einhverju sem maður á, sinn eigin þræll og
kemst ekkert, ekki einu sinni í huganum. Ég
þvældist um bæinn þegar ég var að vinna að
þessu verki og týndi laufblöð af trjánum, sumir
héldu að ég væri klikkaður og hrópuðu að mér
ókvæðisorðum en þá sagðist ég vera í vinn-
unni.
- Verkið í Borgarkringlunni, er það ekki líka
um frelsi?
- Og útilegur.
Frelsi og útilegur.
- Hvaða leiðir á
maður að fara til
að öðlast frelsi?
- Skjóta sig.
- Verður mað-
ur ekki fyrst að
útvega sér
byssuleyfi?
- Ég á byssuleyfi en ég
ætla ekkert að nota það
fyrr en í byltingunni.
- Ætlarðu sem sagt að
skjóta þig í byltingunni?
- Nei, ég ætla að
skjóta kellinguna á neðri
hæðinni sem er alltaf að
berja kallinn sinn.
- Hvað varð um verkið
sem er úr fuglum, pen-
ingum og mold?
- Visa ísland keypti
það um daginn. En þeir
vilja að ég komi og setji
lifandi fugla í búrið. Mér
finnst gaman að vinna
með dýr. Hingað til hef-
ur þetta þó verið
þröngur hringur, smá-
fiskar og smáfuglar. í
næsta verki sýni ég
kannski lifandi beljur
sem ég hef kennt að
hneggja. Mér finnst
skemmtilegt hvernig
hugmyndir þróast.
Fyrst var bara stóll og
sjónvarp í nýja verkinu
mínu, svo þegar ég
fann tjald frá 1950 á
flóamarkaði vissi ég
að óg átti að tjalda
yfir sjónvarpið. Þá
spratt grasið af sjálfu
sér.
- Þú hefur líka ver-
ið að vinna að bók-
um?
- Já, með vini min-
um Valgarði Braga-
syni. Hann gerir oft
texta við verkin mín.
Hann kemur stund-
um hingað og stelur
skissum og kemur
svo seinna með ein-
hver orð. Við Valli
gáfum út bókina
„Flugeldar" og ég hef
gert bókarkápur fyrir
hann. En ég verð að
standa mig í mynd-
listinni svo ég endi
ekki sem leikari.
- Áttu stóra
Eg get breyst
ótrúlega mikiö
á stuttum tíma.
Ég stíg kannski
uppí bíl, keyri
niðrí bœ og fer
út úr bílnum
þar. Þá er ég
snarbreyttur,
allt annar
maður.
drauma í myndlistinni?
- Það eru stærstu draumarnir.
Hvað meinarðu annars með draum-
um?
- Viltu hafa áhrif á fólk, snerta það
eða bara fá að vinna í friði?
- Mig langar allavega ekkert til að
hræða fólk. Ég segi ekkert um þetta
núna, fyrir utan það að ég ætla að
verða heimsfrægur. Hvernig líst þér
á lampana mína?
- Vel. Ég myndi fara og selja Öss-
uri umhverfisráðherra þrjátíu lampa.
Það ætti að banna að nota öðruvísi
lampa en þessa í umhverfisráðu-
neytinu.
- Þakka þér fyrir. Best að gera
það. Ég og vinur minn, Fjölnir
Bragason og Magnús Þorsteinsson
vorum að Stofna lítið fyrirtæki sem