Vikublaðið - 05.08.1994, Qupperneq 7
tjornmalin
„Stöðug
vinna frá
morgni til
kvölds aö
halda
saman
• •
sameigin-
legu
Jramboði
VIKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994
óskir tíl handa íþróttahreyfmgunni í
þessu nýja sveitarfélagi. Það er að við
sameinumst í þeim greinum sem við
höfum ekki náð langt í, en höldum fé-
lögunum sem hefur gengið vel, eins
og í körfuboltanum og fótboltanum.
Þannig gætum við innan tíðar átt í-
þróttahreyfmgu sem svaraði þörfum
sem flestra. Eg er því aldeilis ekki laus
við að hafa áhuga á íþróttum.
Svo við snúum okkur að öðru, nú
hejúr afstaðan til hersins löngurn
vcrið hitamál á Suðumesjum, held-
urðu að breyttar forsendur í þeim
efnum hafi haft ábrifá úrslit kosn-
inganna í vor?
Já, það má segja að það hafi brotnað
ákveðinn múr í þessum efnum. Bæði
hvað varðar afstöðu Alþýðubanda-
lagsins þar sem formaðurinn hefur
komið með nýtt viðhorf til hersins og
líka hvað varðar afstöðu okkar Jó-
hanns Geirdal. Eg hefði viljað semja
við herinn um aðskilnað fyrir löngu,
þannig að starfsfólkið fái aðlögun.
Suðurnesjabúar 'hafa þjónað þeim,
gefið þeim heila kynslóð af starfsfólki.
Eg hef trú á að þeir vilji ekki henda
þeim út á guð og gaddinn.
Til eru menn sem liggja á hnjánum
til þess að biðja herinn að vera, vegna
þess að það þjónar þeirra hagsmun-
um, en fólk er farið að sjá að við höf-
um rétt fyrir okkur.
Eg hef aldrei farið í felur með af-
stöðu mína tíl hersins. Þessi sveitarfé-
lög hafa alltaf átt mikil samskipti við
herinn, en ég hef beðist undan því að
fara í fínu veislurnar þeirra.
Fyrir mttugu árum lagði Alþýðu-
bandalagið á Suðurnesjum ffam Suð-
urnesjaáætlunina. Þar er lögð áhersla
á að aðskilja herlíf og mannlíf og
byggja upp atvinnulíf á Suðurnesjum
óháð hernum. Því miður fengust ekki
peningar í þetta verkefhi. Það hafa allt
að 1.000 manns unnið fyrir herinn, nú
eru það aðeins 600. Þetta er óskaplega
stór hlutí af vinnuafli á Suðurnesjum.
Þann tíma sem ég var í meirihluta
með Sjálfstæðisflokknum þá áttí ég
þau samskipti við herinn sem nauð-
synleg voru. Ég leit á hann sem fyrir-
tæki, en ekki sem sveitarfélag. Fram
hjá honum varð ekki farið, en afstaða
inín til hans hefur ekkert breyst.
Jóhann Geirdal hefur sem formað-
ur Verslunarmannafélags Suðurnesja
unnið af alúð fyrir það fólk sem hefur
starfað fyrir herinn. Við höfum labb-
að okkar Keflavíkurgöngur og verið
kölluð kommar fyrir. Mín skoðun er
sú að það hefði ekki skipt máli hvaða
þjóð hefði átt her hérna, sama fólkið
hefði verið herstöðvarandstæðingar
og sama fólkið hefði stutt veru hers-
ins. Fyrir mér hefur þetta alltaf verið
spurning um það að við ættum þetta
land og að við værum ekki skotmark.
Sólveig var fimm barna móðir
þegar hún bytjaði í pólítík eti er nú
tíu bama amma. A sínum tíma
starfaði hún með Rauðsokkahreyf-
ingunni sem hún telur að megi
þakka margar framfarir. Hvemig
hefur þér gengið að hasla þér völl í
þeim karlaheimi sem íslensk stjóm-
tnál óneitanlega eru?
Bara vel. Það er oft talað um að
konur eigi ekki möguleika nema þær
berjist fyrir tílveru sinni í pólítíkinni.
Eg hef ekki lent í þessu. Mér hefur
alltaf fúndist ég vera jafningi karlanna
sem ég á samskipti við. Eg tel að
reynsla mín sem móðir hafi nýst mér í
móðurhlutverldnu. Kona sem hefúr
eignast barn og annast það öðlast svo
mikinn þroska . Hún öðlast skilning á
þörfúm mannsins og þjóðfélagsgerð-
inni allri.
Kraftarnir voru dreifðir
Þess vegna er óþolandi að konur og
sjónarmið þeirra séu ekki meira áber-
andi í pólítík. Sem betur fer er skipt-
ing kynjanna nokkuð jöfn í stjórn nýja
sveitarfélagsins, en þar sitja fimm
konur og sex karlar og bæði forseti
bæjarstjórnarinnar og forseti bæjar-
ráðs eru konur. Þess vegna vona ég að
sjónarmið kvenna munu endur-
speglast í stjórn syeitarfélagsins.
Hver telurðu að séu mikilvœgustu
verkcfnin á þessu kjörtímabili?
Að vinna að því að sameiningin tak-
ist vel. A þann veg að við getum byggt
upp atvinnu og Suðurnes getí veitt
öllum íbúum sínum góða þjónustu í
menningar- og menntamálum, heil-
brigðis- og heilsugæslumálum. Fram
að sameiningu voru kraftarnir dreifð-
ir. Þess vegna nýttust fjármunirnir illa
og ekki tókst að fullnægja öllum þörf-
um í þessum efnum. Ég held líka að
ailir sveitarstjórnarmenn séu áhyggju-
fullir út af atvinnumálum. Mér finnst
mikilvægt að koma á virkri atvinnu-
miðlun. Nú er atvinnuleysi hjá okkur
4%, höfum farið upp í 7%.
Nú eru í gangi átaksverkefúi sem
lækka töluna, en það lítur út fyrir að
atvinnuleysi sé að verða viðloðandi.
Nálægðin við alþjóðaflugvöllinn gef-
ur marga möguleika í atvinnumálum.
Þar má nefna ferðaþjónustu. Það er
nefnilega mjög falleg náttúra á Suður-
nesjum, þó að það gleymist stundum
af því að við höfum engin fjöllin.
Eitt af því sem þarf að byggja upp í
þessu nýja sveitarfélagi eru al-
mennningssamgöngur, en mikið
vantar á að samgöngur milli ólíkra
byggða sveitarfélagsins séu nógu góð-
ar. Eg held að þetta kjörtímabil verði
ekki að öllu leytí marktækt hvað varð-
ar sparnað og hagræðingu af samein-
ingunni. Það má segja að nú sé eins
konar ineðgöngutími og sveitarfélag-
ið eigi enn eftir að.taka út marga túeð-
göngukvilla.
Ekki með þingmanninn í
maganum
Ég á mér miklar vonir tengdar Al-
þýðubandalaginu og starfi mínu í
sveitarstjórn. Mig langar tíl þess að
þetta nýja sveitarfélag megi verða fyr-
irmynd annarra sveitarfélaga á Islandi.
Þó að við höfum orðið fyrir vonbrigð-
um þegar gengið var framhjá okkur,
sem vorum sigurvegarar kosninganna,
þá leggjum við Jóhann áherslu á að til
þess að vel takist til verði að vinna
bróðurlega saman og ieggja niður
gamlar erjur og flokkadrætti. Þegar
gengið var framhjá G-listanum við
myndun meirihlutans var ekki aðeins
gengið framhjá okkur, heldur og ekki
síður þeim sjónarmiðum og hug-
myndum sem við stóðum fyrir og vor-
urn tilbúin að vinna að.
Við fulltrúar G-listans munum gera
allt sem við getum til þess að koma
þessum sjónarmiðum á framfæri. Þó
að við kæmumst ekki í meirihluta
núna þá er það ekki heimsendir. Það
er trú mín að það fólk sem kaus okkur
nú muni halda áfram að vera okkur
hvatning til þeirra verka. Ég hef líka
mikla trú á unga fólkinu í þessu landi
og held að það trúi ekki á sérhyggjuna
og velji aðra kosti.
Þú ert ekki að hugsa um aðfara út
í landsmálapólítíkina?
Nei, ég er ekki með þingmanninn í
maganum. Ljósmóðurstarfið er mér
mikilvægara en svo að ég vilji fórna
því fyrir þingmennskuna.
En ef til þínyrði leitað?
Það hefur verið leitað til mín. Ég
væri kannski kannski til ef mér byðist
að verða heilbrigðisráðherra, ég hef
mjög ákveðnar hugmyndir í þeim efn-
urn, segir Sólveig og með það kveðj-
umst við. Kannski ljósmóðir af Suður-
nesjum verði næsti heilbrigðisráð-
herra?
-is.
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá bæiarnafn. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Brynjólfur.
T* 3 4 5" V 4 áj H
TT 12 T 13 H /r )(a f i? (p 18 T $ d
7T~ 20 T~ W 21 22 H )& zz $2 (s T~ TG
)S S2 lí't 2 s? )? 20 \(o 8 \2 isr W—
10 °) 20 W 2 V (o 18 Z¥ 23 W T— TZ— T
ú * )!> lU ](p W to 22 2 2 I? Tö— I? V 25’
6 'H, y 2 !? 8 l# e \6 Z2 T /5 2/ 12
/íT 7T~ T 22 T~ 2? 2 itt Z3 V V
\<i V M W~ ('o 28 )5 ir s V > T~ re— n
sr 8 L> 22 T~ íl* V $ rv ii w s w~
S2 (t> ii W 2 W 2 4 2 zi z T 28 1? hT~
U /iT IV y 22 2 3) (p y T~ w !S \8 y 2f
22 W~ T~ T L> lb 7W 18 V W 1 iS
11 11 5’ )8 )y Ko 8 2
A = 1 =
Á = 2 =
B = 3 =
D = 4 =
Ð = 5 =
E = 6 =
É = 7 =
F = 8 =
G = 9 =
H = 10 =
1 = 11 =
í = 12 =
J = 13 =
K = 14 =
L = 15 =
M = 16 =
N = 17 =
o = 18 =
Ó = 19 =
P = 20 =
R = 21 =
S = 22 =
T = 23 =
U = 24 =
Ú = 25 =
v = 26 =
x = 27 =
Y = 28 =
Ý = 29 =
Þ = 30 =
Æ = 31 =
Ö = 32 =