Vikublaðið - 05.08.1994, Síða 8
8
VIKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994
Uppeldi um of-
beldi og bland-
aðar fjölskyldur
Er ofbeldi ókei þegar það er í
formi tölvuleikja? Um þetta er
spurt í sumarblaði Uppeldis
sem nú erkomið út. Vita íslenskir for-
eldrar að { dag eru ekki til nein lög eða
reglur yfir tölvuleiki? Vita þeir að
marga grófa leiki er að finna í heimil-
istölvum, éf ekki heima hjá þeim þáef
til vill heíma hjá besta vini eða vin-
konu barnsins?
Málefni unglinga og stálpaðra
barna fá drjúgan sess í blaðinu og að
þessu sinni í greinunum Er ofbeldi
ókei? Leiktækjasalir, (eru þeir hrein
og klár fjárplógsstarfsemi eða bara
saklaus afþreying?) og Unglingar og
atvinnuieysi.
Þemaefni þessa blaðs er blandaðar
fjölskyldur þar sem tekið er á því
hvernig hin gamla kjarnafjölskyldu-
ímynd ríki enn þrátt fyrir að annars
konar fjölskylduform, stjúpfjölskyld-
an, sé í síauknum mæli að leysa hina af
hólmi. Meðal annars er að finna
greinina Ný fjölskylda reist á rústum
anharrar en margir stjúpforeldar gera
sér enga grein fyrir hvers stjúpfor-
eldrahlutverkið krefst af þeim og
sumir erfiðleikar stjúpbarna eiga ræt-
ur sínar að rekja til samfélagslegrar
höfnunar á því fjölskyldumynstri sem
þau búa við. Fjallað er sérstaklega um
samsetningu stjúpljölskyldunnar,
hvort stjúpforeldri fyrir sig, og um
stjúpbörnin. Vonda stjúpan fær að
lokum sinn skerf í hugleiðingu um
Félagsfundur
Alþýðubandalagsins í
Reykjavík
Félagsfundur ABR verður
haldinn á Hótel Holiday Inn
fimmtudag 11. ágúst 1994
kl. 20.30
„Og nú á að fara að kjósa
- um hvað ?“
Svavar Gestsson alþingis-
maður hefur framsögu.
Almennar umræður
Önnur mál
Heiðmerkurferð ABR
Ferð ABR í gróðurreit félagsins í Heiðmörk sunnudag
14. ágúst 1994.
Farið verður frá Hlemmi kl. 11.00 og frá skiptistöðinni í
Mjódd kl 11.15
stjúpur í ævintýri og veruleika.
Meðal efhis í sumarblaðinu er
einnig eftirtaldar greinar: Vinir í raun
- en samt bara þykjustu, en nærri læt-
ur að fimmta hvert barn eigi sér
þykjustuvin einhvern tíma bernsk-
unnar. Horfa, hlusta og snerta heitir
önnur grein en þar má finna hug-
myndir að því hvernig foreldrar geta
hjálpað ungbarninu að virkja sjón,
heyrn og snertiskyn. Hvað kostar í
barnaherbergið? er spurt í Uppeldi og
reynt af gefa fólki hugmynd um hvað
það kostar að innrétta barnaherbergi.
Tímaritið Uppeldi er hægt að fá í á-
skrift en það er einnig selt í lausasölu í
Pennanum og'Eymundsson.
Utboð
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið
„Nesjavallavegur, Vegmálun".
Verkið felst/í að mála miðlínur og marklínur á Nesjavallaveg og
heimreið að Nesjavöllum. Lengd vega er samtals um 25 km.
Verkið skal vinna á tímabilinu 15.-25. ágúst 1994.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 10. ágúst 1994,
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Vikublöð á barmi
gjaldþrots
Vikublöðin Eintak og Pressan
heyja nú harðá baráttu gegn yfir-
vofandi gjaldþroti. Fyrirtæki Friðriks
Friðrikssonar, bókaútgáfan AB og þau
félög sem gefa út Pressuna,
Heimsmynd, Viðskiptablaðið og
fleiri blöð, hafa gripið til ýmissa
aðgerða til að koma í veg fyrir
rekstrarstöðvun. Þá hefur Gunnar
Smári Egilsson, forsprakki Ein-
taks, leitað eftir fjárinagni hjá
hugsanlegum nýjum hluthöfum
og hafa nöfn Jóns Olafssonar í
Skífunni og Jóhanns Ola Guð-
mundssonar í Securitas verið
nefnd. Síðastliðinn þriðjudag lýsti
blaðið í útvarpi eftir Andrési
Magnússyni, hluthafa og um-
brotsmanni blaðsins.
Svo sem menn muna var Gunn-
ar Smári rekinn af Pressunni og
stofnaði hann í kjölfarið Eintak.
Þessi blöð hafa háð harða baráttu
um markaðinn og gæti svo farið
að bæði blöðin yrðu undir í sam-
keppninni. Vitað er til þess að
Eintak skuldar starfsfólki sínu
mikið í uppsöfnuðum launum og
staðan gagnvart prentsmiðjunni
Odda er erfið. Samkvæmt heim-
ildum Vikublaðsins hefur Eintak
boðið auglýsingar á mun hagstæð-
ara verði en Pressan og selur blað
sitt að auki mun ódýrar. Hefur
þetta dregið úr lausablaðsölu og
auglýsingasölu Pressunnar, eink-
um síðustu tvo mánuðina eða svo.
Friðrik Friðriksson hefur gripið
til þess ráðs að segja upp öllu
starfsfólki AB og boðið starfsfólki
Pressunnar upp á að gera verk-
takasamning, sem felur í sér
nokkra kjaraskerðingu. Starfsfólk-
inu var tjáð að það hefði þessa
vinnuviku til að gera upp hug
sinn. Blaðamannafélag Islands
hefur ítrekað varað blaðamenn við
verktakasamningum. Það fylgir ineð
verktökutilboðinu að blaðamenn
Pressunnar yrðu skyldugir til að skrifa
í önnur rit Friðriks Friðrikssonar,
einkum þó í Heimsmynd, sem Friðrik
keypti nýlega, en hefur ekki haft efni á
að ráða blaðamenn að.
Skattgleði
Þessa dagana geng ég um með
bros á vör, enda líður mér eins
og miskunnsama samverjanum.
Alagningarseðlarnir voru að berast ffá
skattinum. Eg ber byrðar mínar glað-
ur í lund, því verkefni hins opinbera
eru ærin. Það þarf að halda úti skóla-
kerfi svo að börn mín geti notið fyrir-
myndarmenntunar. Svo er heilbrigð-
iskerfið. Kona mín er hjúkrunarfræð-
ingur og móðir tnín er Ijósmóðir og
kynni mín af starfsskiiyrðum þeirra
hafa fært mér sönnur á að þar er fjár-
munum ekki of ríflega skammtað.
Ekki má gleyma löggæslunni, vega-
framkvæmdum, húsnæðismálum,
dagvistárstofnunum, rannsóknar-
stofnunum og öllum hinum brýnu
verkefnum sem ríki og bæjarfélög
þurfa að standa undir. Þá gleðst ég
mjög yfir að geta stutt við bakið á fyr-
irtækjum þessa lands sVo að þau geti
haldið uppi atvinnu í landinu.
Núverandi ríkisstjórn hefur tekið
til hendinni og breytt ýmsu hér á landi
í sinni valdatíð. Sumt er til bóta eins
og vera ber en annað hefði betur ver-
ið óbreytt. Eitt af því eru verulegar til-
færslur í skattkerfinu. I stuttu rnáli fel-
ast þær í því að miklum byrðum hefur
verið létt af fyrirtækjum landsins, en
álögur á almenna launamenn hafa
verið auknar til muna. Mér til gamans
reiknaði ég út hvað minn skerfúr er
stór til að létta undir með fyrirtækjum
þessa lands. I valdatíð núverandi ríkis-
stjórnar hef ég greitt rúmlega 100.000
krónur í aukna skatta, þegar tekið er
tillit til rýrnandi persónuafsláttar. Hið
sama gildir um konu mína, þannig að
fjölskylda mín greiðir nú liðlega
200.000 krónur meira í tekjuskatt en
fyrir þremur árum. Nokkur huggun
er fólgin í því að við erum ekki ein á
báti í þessum efnum. Samkvæmt op-
inberum heimildum hafa skattaálögur
almenns launafólks aukist um 3,3
milljarða á milli áranna 1992 og 1993.
Er það fyrir utan þjónustugjöldin, ó-
beinu skattana og allt hitt sem ó-
mögulegt er að henda reiður á. Það
veldur mér einnig óblandinni ánægju
hve fórnfúsir við launamenn höfum
verið í garð fyrirtækjanna, en við höf-
um forðast mjög að bera ífam óhóf-
legar launakröfur.
Nú eru sælutímar hjá íslenskum
fyrirtækjum, enda eiga þau hauk í
horni sem ríkisstjórnin er (fyrrverandi
framkvæmdastjóri VSI situr m.a. í
áhrifamiklu embætti). Ráðstafanir rík-
isstjórnarinnar hafa falið í sér að fyrir-
tækin þurfa ekki lengur að greiða 5,3
milljarða í aðstöðugjöld. En það eru
sannir höfðingjar sem sitja við stjórn-
völinn. Tekjuskattur fyrirtækja hefur
einnig verið lækkaður um 6% og er
það dágóð búbót. Enda græða fyrir-
tækin vel þessa dagana. Forsendan
fyrir þessari ölmusu til íslenskra at-
vinnurekenda er sú hugmyndaffæði
að með því móti standi fyrirtækin sig
betur í samkeppninni og það muni
léiða til aukinna fjárfestinga og ný-
sköpunar. Hugmyndir þessar hafa
reyndar verið urn nokkurt skeið í
Bretlandi og Bandaríkjunum án þess
að það hafi dugað til að færa efnahags-
lífið upp úr öldudalnum. Þess í stað
hafa arðgreiðslur aukist og einka-
neysla forstjóranna orðið íburðar-
meiri, þannig að misskipting auðs og
gæða er það sem við blasir. Ekki er
laust við að þróunin renni eftir líkum
farvegi hér á landi.
Atvinnurekendur hafa fyllstu
ástæðu til að vera ánægðir með
frammistöðu núverandi ríkisstjórnar
og forystumanna Jafnaðarmanna-
flokks íslands. Eg hef lengi velt vöng-
um yfir pólitík Jóns Baldvins. Nú hef
ég komist að raun um að hann er hinn
ókrýndi Hrói Höttur 20. aldar sem
tekur ffá þeim efnaminni og færir
þeim ríku. Nema að ég hafi misskilið
gangverk þjóðlífsins og að atvinnu-
rekendurnir séu hinir einu sönnu
órnagar íslands.