Vikublaðið


Vikublaðið - 05.08.1994, Qupperneq 9

Vikublaðið - 05.08.1994, Qupperneq 9
VIKUBLAÐIÐ 5. ÁGÚST 1994 9 Island Síbreytileg þjóðarímynd eða varanlegt þjóðerni? Segja má um heimsbyggðina nú á ofanverðri tuttugustu öld að hún hafði bæði stækkað og um leið minnkað frá því sein áður var. Byltingakenndar breytingar á sviði samgangna auk sjónvarps og gervi- hnattafjarskipta hafa opnað fólki nýja sýn á veröldina. Þessar breyt- ingar haldast í hendur við aukin al- þjóðatengsl og aukið valdsvið yfir- þjóðlegra samtaka og bandalaga hvort heldur í verslun eða pólitík. Valdsvið þjóðríkisstjórna og mögu- leikar þeirra til að hafa úrslitaáhrif á líf þegna sinna hefur að sama skapi verið skert. Einn flöturinn á þessum breyt- ingum sem snýr að hinum venjulega leikmanni er sá að hann eða hún er sífellt að uppgötva nýja meðbræður og systur í alþjóðlegu margmenn- ingarsamfélagi samtímans. Ort vax- andi samskipti milli landa og fjar- lægra heimshluta gera það að verk- um, að hvort sem manni líkar það betur eða verr er maður sífellt að kynnast nýju fólki sem hef- ur aðra sýn á lífið og tilver- una en maður sjálfur. Aður ýkti landfræðileg fjarlægð vægi menningarlegrar fjar- lægðar eða mismunar. Líf fólks í fjarlægum heintshlut- um var sveipað dulúð sem ósjaldan fékk hina óræðu flokkun „exótískt“. Trölla- sögur bárust af undarlegum siðum fólks sem lagði sér til munns furðulegasta óæti á borð við maura og slöngur og aðrar sögur bárust af undarlegu fólki sem aldrei borðaði kjöt eða fisk. Síaukin menningartengsl í víðustu merkingu þess orðs gera það að verkum að það sem áður var ffamandi er nú orðið kunnuglegt. Við kynn- umst hvort öðru á svo marg- an hátt t.d í gegnurn rnatar- menningu. Eftir að hafa kynnst indversku eldhúsi er hvorki tandoori né kurma lengur ffamandi og annar- legt bragð. Fyrir mörg okkar er það líka uppgötvun að karrí er kryddblanda - ekki kryddjurt - og því til í ótal útgáfum, að kardimomma kemur ekki bara í dropum og það má nota hana víðar í matargerð en í bakstur. Koma aukin samskipti og menningartengsl þjóðar- ímynd eða sjálfsímynd hópa eitthvað við, kynni einhver að spyrja? Liggur það til dæmis ekki í augurn uppi hvað það er, sem gerir okkur að Islendii.w un; bók- menntaarfúrinn, íslensl tunga, bændamenningiii, æðisgengin náttúran og sambúðin við hana? Nei, málið er ekki endilega svona borðleggjandi. Þó þessir þættir hafi allir samanlagt átt þátt í að móta uppistöðuna í þjóðarímynd Islend- inga er bæði skynjunin og skilgrein- ingin á þeim, breytingum undirorp- in. Hvað er þetta fyrirbæri þjóðar- ímynd, er hún það sama og þjóð- erni? Sumir leggja þessi hugtök að jöfhu en ég kýs fremur að nota hug- takið þjóðarímynd því þjóðerni fel- ur í sér hugmyndir um að „eigin- leikar“ og svo kölluð „þjóðarein- kenni“ séu ásköpuð eigi sér jafnvel rætur í genunum. Eg gef ákaflega lítið fyrir slíkar hugmyndir. Við manneskjurnar erum félags- og menningarlegar afurðir. Þjóðarímynd - þ.e.a.s hvaða þætt- ir og hvaða hugmyndir ná hljóm- grunni meðal fólksins um hvað það er sem gerir það að þjóð - er þar af leiðandi ekki greypt í stein heldur breytist hún sífellu. Margir þættir hafa áhrif á og breyta þjóðarímynd- inni. Breyttir atvinnuhættir, sið- venjur og samfélagshættir, áhrif er- lendra menningarstrauma, aukin samskipti útávið, allt kallar þetta á nýjar skilgreiningar á þjóðinni og nýjar réttlætingar á tilvist hennar sem pólitískrar og menningarlegrar einingar. Sjálfsímynd þjóðarinnar sem hóps verður alltaf til í samanburði og jafnframt andstöðu við annan hóp eða hópa. Vitund hóps um til- vist sína og sjálfsímynd hans er ekki sjálfsprottin, heldur mótast hún af ýmsum þáttum í hinu félagslega og pólitíska umhverfi. Hér vegur líka hlutur einstakra einstaklinga, hópa og stundum heilla stétta þungt. Af einstökum á- hrifsmönnum á mótun íslenskrar þjóðarímyndar ffá tímum sjálfstæð- isbaráttunnar og frain yfir stofnun lýðveldins má nefha Jón Sigurðs- son, seinna Jón Aðils, Sigurð Nor- dal og Guðmund Finnbogason. Hugmyndir þessara manna höfðu Hallfríður Þórarinsdóttir gífurlega mótandi áhrif á vimnd ís- lendinga um sjálfa sig sem „þjóð“ meðal þjóða. Með breyttum samfélagshátmm í víðustu merkingu þess orðs, tekur innihald þessara þátta breytingum, nýir þættir koma til sögunnar og aðrir hverfa. Til dæmis mætti spyrja hvaða vægi hugmyndin um pólitískt lýðræði hefur í skynjun fólks á því að vera íslendingur eða þá almann- tryggingar og ókeypis skólaganga? Skipta þessir þættir einhverju máli fyrir vimnd Islendinga um sjálfa sig nú á tíunda áramgnum? Annað dæmi væri nýting fiskimiðanna umhverfis landið. Hversu miklu máli skiptir það fyrir ís- lendinga sem þjóð að stjórhá nýtingu fiskimiða innan ís- lenskrar landhelgi? Ef marka má umræðuna um aðild Islands að Evrópubandalaginu þá er þetta mál málanna og ósjaldan sem því er borið við að ef nýt- ingu fiskimiðanna verður stjórnað ffá Brussel sé lítið eftir af efnahagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar og pólitísku og menn- ingarlegu sjálfstæði þar með stefnt í voða. Þegar litið er til baka í sögunni og til hugmynda þeirra einstaklinga sem höfðu afgerandi áhrif á mómn ís- lenskar þjóðarfmyndar ffá upp- hafstímum sjálfstæðisbarátt- unnar og fram að stofnun ís- lenska lýðveldisins, er augljóst að landhelgismál höfðu alls ekki sama vægi og þau hafa nú. Breytingar á þjóðarímynd ganga ekki alltaf þegjandi og hljóðalaust fyrir sig heldur eru þær afrakstur stöðugra átaka innbyrðis, það er að segja bæði innan hópsins og ennfremur milli hópsins og annarra hópa. Átaka sem á smndum leiða til blóðugra stríða. Friðsemd um þjóðarímynd er nauðsynleg fyrir áframhaldandi tilvist þjóðríkisins. Fyrirbærið þjóðn'ki, sem er miðlægt í allri pólitískri um- ræðu samtímans, er skilgetið afkvæmi iðnbyltingarinnar og þeirrar frönsku, og því ekki ýkja gamalt í sögunni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur réttlæt- ^ ingin fyrir tilvist þjóðríkisins '9 engu að síður leitt af sér blóð- 5, ugusm styrjaldir mannktms- 5 sögunnar þar sem fólk er tilbú- ið að fórna lífinu í nafiii hóps sem kallar sig þjóð. Yfirstandandi stríð á Balkanskaga er glöggt dæmi urn það. Án þess að hætta mér út í krufningu á orsökum þeirra hörmu- legu átaka hefur þetta stríð engu að síður gert afstæðni þjóðarímyndar deginum ljósari. Múslímir og Serbar sem nú berjast á banaspjót- um í Bosníu-Hersegovínu bjuggu áður saman f ffiðsemd. Sjálfsímynd þessara hópa - eða þjóðarímynd - hafði þá allt aðra tilvísun en hún hefur núna. I þessu stríði hefur þjóðernishyggjuhugmyndin um pólitískt sjálfstæði handa „hreinni" og „ómengaðri þjóðinni" náð yfir- höndinni. Afleiðingarnar nálgast þjóðarntorð og upplausnin algjör fyrir alla sem að máli standa. Þjóðríki og þjóðir eru augljóslega sögulegar afurðir. Þessar afurðir era í sífelldri mómn, standa aldrei í stað. Það var fyrst með tilkoinu hins miðstýrða þjóðríkis að svoköll- uð „þjóðarbrot“ urðu vandamál (menningarhópar sem skera sig frá ríkjandi hóp en hafa pólitískt sjálf- stæði). Þegar litið er á söguna kem- ur í ljós að hvort tveggja er til, að þjóðríkið hafi orðið til á undan þjóðinni og einnig að þjóðin hafi orðið til á undan þjóðríkinu. Franska þjóðin, varð til dæmis ekki til sem þjóð með vitund um sig sem slíka, fyrr en eftir stofnun franska þjóðríkisins. Álirif skólaskyldu á mótun þjóðarímyndar skipm sköp- um í Frakklandi eins og víða annars staðar. Á sama tíma og börnunum var innrætt hið rétta franska „þjóð- erni“ var menningarlegri mismun- un innan „frönsku þjóðarinnar" kerfisbundið útrýmt ekki síst í gegnum skólana. Allt sem greindi fólk að í þjóðarbrot upprætt. Til dæmis voru öll tungumál sem töluð voru innan þjóðríkisins, önnur en „- hrein ffanska" bönnuð. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða önnur mál Iíkt og bretónsku eða franskar mállýskur sem viku frá hinu „rétta máli“. Til gamans má geta þess að laust efdr miðbik síð- usm aldar hafði allt að einn þriðji hluti ffönsku þjóðarinnar engan þekkingu né skilning á franskri mngu. Ofugt því sem gerðist í Frakk- landi, þá varð þjóðarímynd Islend- inga til á undan íslenska þjóðríkinu og mótast fyrst í samanburði og andstöðu við Dani á 19.öld. Hran danska einveldisins og tilkoma dttnska þjóðrtkisins ýtti ekki síst undir tilkomu og mómn íslenskrar þjóðarímyndar, segja íslenskir sagn- fræðingar sem rannsakað hafa. Til- vist 19. aldar þjóðríkisins grundvall- aðist á þjóðinni samkvæmt skil- greiningu þjóðernishyggjunnar um að þjóðin væri menningarlega eins- leimr hópur. Þar með vora Islend- ingar orðnir „þjóðarbrot“ innan danska þjóðríkisins. Núna í lok mtmgusm aldarinnar skipta Danir alls ekki meginmáli fyrir þjóðarímynd Islendinga. Á æviskeiði lýðveldisins hafa aðrar þjóðir og hópar komið í stað Dana. Máttur og megin Bandaríkjamanna vegur hér þungt og þá ekki bara bein áhrif hersemnnar. Tröllslegir yfirburðir Bandaríkjamanna á sviði alþjóðapóliukur, hernaðar eða verslunar að ógleymdri þungavigt þeirra í útflumingi á neysluhyggju hafa haft gífúrleg áhrif á íslenskt samfélag og mómn íslenskrar þjóðarímyndar. Þessi umskipti koma berlega fram í bókmennmn- um - fjölmiðlar að bókmennmm meðtöldum hafa mjög mótandi á- hrif á þjóðarímynd - samanber þau ólíku íslönd, sem lýst er annars veg- ar í Sölku Völku og hins vegar í Atómstöð nóbelskáldsins. Nú þegar kalda stríðið heyrir sögunni til og pólitísk ásýnd heimsins er í örum breytingum verður efnahags/póli- tíski risahópurinn Evrópubandalag sífellt meira áberandi áhrifsþátmr fyrir skilgreiningar Islendinga á sjálfum sér.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.