Vikublaðið


Vikublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 1

Vikublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 1
Uppstokkun í Noregi Róttækar breytingar standa yfir á ríkisrekstri í Noregi. Samtök opinberra starfsmanna taka virkan þátt í uppstokkuninni og enn hefur enginn misst vinnuna. Bls. 5 Smákóngapólitík í sveitinni Ekki síst eru það smæstu hrepp- arnir sem standa í vegi fyrir sam- einingu sveitarfélaga. Er um að ræða misskilda sjálfstæðisvitund og íhaldssemi? Bls. 3 Til varnar þjóðrík- inu Arni Bergmann segir hæpið að kenna tdlvist þjóðríkja um blóð- ugustu styrjaldir mannkynssög- unnar og varar við hleypidóm- um og alhæfingum. Bls. 6 BLA Ð SEM V I T E R í 33. tbl. 3. árg. 26. ágúst 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Vestlendingar kreíjast sértækra aðgerða Skýrsla Byggðastofnunar sýnir að áfóll vegna kvótasamdráttar eru síst minni á Vesturlandi en á Vestfjörðum. Aðalatriðið er þó að menn fái að njóta nálægðarinnar við fiskimiðin. Sveitarstjómarmenn í Vestur- landskjördæmi hafa samþykkt kröfugerð þar sem því er beint til ríkisstjómarinnar og Al- þingis að bmgðist verði við mikl- um atvinnuvanda á Vesturlandi á sama hátt og gagnvart Vcstfjörð- um. Uttekt Byggðastofnunar á vanda Vesturlands sýni að kvóta- samdráttur á Vesturlandi hafi síst haft minni vandamál í för með sér þar en á Vestfjörðum. I lok síðasta þings samþykkti Alþingi stjómar- frumvarp um „Vestfjarðarhjálp" upp á 300 milljónir króna vegna af- leiðinga mikils kvótasamdráttar og báðu þingmenn Vesturlands í kjöl- farið um úttekt á vanda síns kjör- dæmis. „Eg er ekki nteð skýrslu Byggða- stofnunar við hendina, en ég veit að niðurstöðurnar fela í sér að ástandið á Vesturlandi er santbærilegt við á- standið á Vestfjörðum og af sömu á- stæðum, fyrst og fremst vegna sam- dráttar á kvóta. Samdrátturinn hefur verið hrikalegur, sérstaklega á Snæ- fellsnesi og á Akranesi hefúr ríkt mik- ið atvinnuleysi. Eins og á Vestfjörðum er þorskurinn gífurlega stór hluti af veiðiheimildunum og þess vegna hafa áföllin ekki verið minni en á Vest- fjörðum. Það eiga allir að sitja við sarna borð“, segir Jóhann. Jóhann segir að það sé að vísu álita- mál hvað aðgerð upp á nálægt 300 milljónir geri mikið gagn. „Það hjálp- ar einhverjum, en heildar\randinn er sá sami. Að mínu áliti er það aðalat- riðið að menn fái að njóta nálægðar- innar við fisldmiðin. A Breiðafirði og Faxaflóa er mikið fiskerí, en það virð- ast aðrir njóta kvótans en útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki á svæðinu. En það er einmitt afkoma sjávarútvegsins sem ræður úrslitum um ffamtíð byggðar- innar“, segir Jóhann. Jóhann Ársælsson þingmaður Vestur- lands: Samdrátturinn hefur verið hrika- legur, sérstaklega á Snæfellsnesi og á Akranesi hefur ríkt mikið atvinnuleysi. Eins og á Vestfjörðum er þorskurinn gíf- uriega stór hluti af veiðiheimildunum. Vígstaðan í Smug- unni að breytast íslendingum í vil Islenskar útgerðir og sjómenn hafa rutt brautina fyrir ffam- tíðarréttindum Islendinga til veiða í Barentshafi og í áróðurs- stríðinu við Norðmenn er vígstað- an að breytast okkur í vil. Þetta er mat Steingríms J. Sigfús- sonar á þróun úthafsveiða í Smugunni í Barentshafi. Hann segir að umræðan í Noregi sé að snúast, ekki síst vegna þess að Norðmenn eru í auknum mæli að átta sig á því að veiðar Islendinga í Smugunni séu hliðstæðar við út- hafsveiðar norskra skipa á Dornbanka milli íslands og Grænlands og veiðar þeirra undan ströndum Kanada. - Þegar allt kemur til alls eru Island og Noregur í áþekkri stöðu. Bæði rík- in hafa blandaða hagsmuni annars- vegar sem strandríki og hinsvegar sem úthafsveiðiþjóðir, segir Steingrímur. Það væri útí hött að Islendingar ættu einar að halda að sér höndum og fall- ast á það að vera útilokaðir ffá úthafs- miðum. Hann álítur að sjálfsagt sé að halda uppi þrýstingi á Svalbarðasvæð- ið með það fyrir augum að Islending- ar öðlist veiðirétt á þeim slóðum. Steingrímur telur að það kunni að taka norska stjórnmálamenn nokkurn tíma að gleyma stóryrðunum sem þeir hafa látið falla undanfarið í garð Is- lendinga en þegar fennt hefur í þau spor verði þeim ekkert að vanbúnaði að semja við okkur. Þótt ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi heldur tekið sig saman í andlitinu upp á sfðkastið telur Steingrímur að hér eftir sem áður verði útgerðar- menn og sjómenn að treysta á sjálfa sig á údiafinu. Bæjarstjórn hafnfirskra krata keypti 16 eintök af minnsta dagblaðinu - gríiilaiist Fyrrverandi meirihluti Al- þýðuflokksins í bæjarstjóm Hafnarfjarðar lét bæjar- skrifstofúmar vera áskrifandi að 16 eintökum af Alþýðublaðinu. Á sama tíma vom bæjarskrifstofúm- ar áskrifandi að tveimur eintökum af Morgunblaði, tveimur af DV og einu af hverju blaði, Degi, Tím- anum og Vikublaðinu. Nýi meirihlutínn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur sagt upp áskrift- inni að Alþýðublaðinu en miðað við núverandi kjör hefúr Alþýðublaðið haft af þessu áskriftartekjur upp á 22.400 krónur á mánuði eða nær 270 þúsund á ári. Þá liggur fyrir sam- kvæmt heimildum Vikublaðsins að fyrrum meirihluti krata í Hafnarfirði hafi á valdatíma sínum á þessu ári látið bæjarskrifstofurnar auglýsa í Alþýðublaðinu samkvæmt sérstök- um samningi fyrir tæplega 500 þús- und krónur. Á sama tíma var auglýst í Morgunblaðinu fyrir tæplega 200 þúsund krónur. Svo sem fram hefur kornið í frétt- um er unnið að víðtækri fjármála- legri úttekt á stöðu Hafnarfjarðar og helstu stofnana bæjarins og bíða menn í ofvæni eftír niðurstöðunum. Þeirra má vænta í september. Sam- kvæmt heimildum Vikublaðsins eru skuldir bæjarsjóðs í námunda við fjóra milljarða króna og enn fremur í námunda við svo kölluð „gjörgæslu- mörk“. Teljist sveitarfélag vera yfir þeim mörkum, þ.e. þegar neikvæð peningaleg staða (nettóskuldir) er yfir 80-90 prósent af árlegum skatt- tekjum, geta málefni þess komið til kasta félagsmálaráðuneytisins. Ráð- herra þar er nú enginn annar en Guðmundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar 1986-1993. Halldór Blöndal skelfir bændur Hugmynd Halldórs Blöndal landhúnaðarráðhcrra um efla íslenskan landbúnað með því að bændur selji afurðir sínar á hlaðvarpanum vekja skelf- ingu í bændasamtökunum. I fjölmiðlum er haft eftir landbún- aðarráðherra að hann ætli að láta embættismenn athuga það hvort bændum sé heimilt að selja fram- leiðslu sína milliliðalaust á býlum sín- urn. Um áratuga skeið hafii bændur haft með sér samtök til að koma af- urðum sínum á markað. I viðtali við DV segir Halldór Blöndal að nýtt sölufyrirkomulag byggt á einstak- lingsframtaki muni efla íslenskan landbúnað til muna. - Ef obbinn af íslenskum bændum færi að selja sínar afurðir sjálfur myndi það valda stjórnleysi, segir Gunnlaug- ur Júlíusson, hagfræðingur Stéttar- sambands bænda. Hann kvaðst ekki hafa heyrt af hugmynd landbúnaðar- ráðherra fyrr en fjölmiðlar tóku að fjalla unt málið. Halldór kom hugmyndinni á fram- færi um síðustu helgi á Auðhumlu, landbúnaðarsýningunni í Hrafnagili í Eyjafirði. Engin formleg viðbrögð hafa enn komið frá forystumönnum bænda enda flestir þeirra uppteknir á þingum búgreinasambanda síðustu daga. Hvorki Halldór Blöndal né Sigur- geir Þorgeirsson aðstoðarmaður hans hafa svarað fyrirspurnum Vikublaðs- ins um sölumál bænda. Geturn er að því leitt að Halldór hafi fengið hugmyndina um að bænd- ur selji beint eftír velheppnaða bændadaga fyrir hálfuin mánuði þegar fjöldi þéttbýlisbúa heimsótti bændur víða um land. Halldór hafði tældfæri til að fylgjast náið með bændadögun- um. Eitt þeirra búa sem opnaði hús sín gestum var Sakka í Svarfaðardal í kjördæmi landbúnaðarráðherra og komu á þriðja hundrað þéttbýlisbúa í heimsókn. Á Sökku búa feðgarnir Þorgils Gunnlaugsson og Gunnsteinn Þorgilsson sem eru vinir og stuðn- ingsmenn Ilalldórs Blöndal. Land- búnaðarráðherra kynnti hugmynd sína á landbúnaðarsýningunni í Hrafnagili, sem líkt og bændadöguin er ætlað að efla tengsl sveitarinnar við bæjarbúa. Almennt eru bændur ánægðir með hvernig til hefur tekist með kynning- arátak landbúnaðarins í vor og sumar. Þó er hætt við að tvær grímur renni á bændaforystuna þegar henni verður ljóst að framfarasókn landbúnaðar- ráðherra felst í því að færa sölukerfi bænda aftur til þess horfs sem það var í fyrir hálfri öld.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.