Vikublaðið


Vikublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 6
6 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 26. ÁGÚST 1994 Árni Bergmann Friðarspillir? Þjóðríkið kemur þá inn í umræðuna með þeim neikvæðu formerkjum, að þar sé um að ræða helsta friðarspilli í Níðið / Islendingar hafa verið að halda upp á fimmtíu ára afmæli lýðvéldisins. Margir lögðu orð í belg eins og gengur og töluðu um ótvíræðan á- vinning, bæði efnahagslegan og menningarlcgan, sem Islendingar hafa af því haft að koma sér upp þjóð- ríki. En við hliðina á þeim ræðum er annað mjög áberandi: ýmisleg skrif sem öll eru því marki brennd að gera sjálft þjóðríkið og þar með fullveldið vafasamt og tortryggilegt, sem og þá þjóðernishyggju eða sjálfsvitund þjóð- ar sem það vill byggja á. heiminum. Fullveldið er talið úrelt vegna mikiiia samskiptaþarfa þjóða. Þjóðernishyggja er talin einangrandi, ófrjó, yfirgangssöm og fordómaftill - fær einna helst merkinguna þjóð- remba. En er ekki leyft að tengja sig við eitthvað jákvætt eins og þjóð- rækni, sjálfsvirðingu stórra þjóða sem smárra eða blátt áfram virðingu fyrir fjöbreytileika heimsins. Um þetta eru inörg dæmi. Ung- iingar úr stjórnmálafræðum skrifa greinar um að þjóðir séu reyndar ekki til vegna þess að þeir finna þeim ekki ótvíræð fastaein- kenni eins og augu uglunnar eða kynlíf mauranna. Jón Baldvin skrifaði grein í Morgunblað- ið í vor þar sem hann tengdi hugmyndir um þjóðríki nær ein- göngu við það, að á þeim grunni hefðu einvaldar fyrr á tíð fylkt þegnum sínum til landvinninga! Nú á dögunum birtist hér í Vikublaðinu grein efdr Hallffíði Þórarinsdóttur þar sem þjóðríkið er fyrst og síðast skoð- að sem bölvaldur. Annarsvegar er talað um að hið ffanska þjóðríki hafi reynt að uppræta tungur minnihlutaþjóða í ríkinu (sem er alveg rétt). Hinsvegar seg- ir að „réttlætingin fyrir tilvist þjóðríkis- ins hefúr leitt af sér blóðugustu styrj- aldir mannkynssögunnar" - og er þá vitnað til skelfinga í Bosmu. (Aður en lengra er haldið: Bosnía er reyndar ekki þjóðríki, heldur svæði þar sem sagan hefur skilið eftir sig þrjá hópa Suður-Slava, sem allir tala sama mál, en hafa aðhyllst rétttrúnað, kaþólsku eða íslam. Og þessir hópar bjuggu ekki áður saman í ffiðsemd eins og Hallfríður telur, heldur við margskonar óffið sem oftar en ekki tengist erlendum yfirráðum (Austur- ríkismanna, Tyrkja) og nær sú saga margrar aldir aftur fyrir nútíma þjóð- ríki. Gagnlegan fróðleik um þessi efni má finna í þekktri skáldsögu Ivo Andric, „Brúin yfir Drínu“.) Lýðræði, jafnræði „Réttlætingin fyrir tilvíst þjóðríkis" - hver er hún? Blátt áfram sú lýðræð- iskrafa, að ákvarðanir um menntun og velferð og skatta og fleira séu teknar af þeim sem þessar ákvarðanir kosta og verða að sætta sig við eða njóta góðs af. Sú jafnræðiskrafa að smærri þjóðir geti ekki síður en þær stærri leyst á sína ábyrgð þann vanda, að halda uppi sæmilega siðuðu samfélagi og geti með því lagt sitthvað gott til í reynslu- sjóð þjóðanna. En þurfi ekki að lúta forsjá og tilskipunum frá París, Moskvu, Vínarborg eða London, þar sem menn hafa eðli málsins sam- kvæmt takmarkaðan skilning á þörf- um Bretóna, Pólverja, Tékka eða Ira. Menn þurfa að setja sig í sérstakar þröngsýnisstellingar til að taka ekki eftir því, að „réttlæting fyrir tilvist þjóðríkis11 er í flestum greinum tengd mjög jákvæðum gildum. Baráttan fyr- ir tilvist þjóðríka getur svo leitt til styrjalda - mikil ósköp, rétt eins og sambúð stétta og trúarbragða getur farið í þann sama farveg, eða þá valda- barátta ríkra ætta, svo vísað sé til helstu ófriðartíma í sögu Islands - Sturlungaaldar. Hæpin söguskoðun Það er reyndar meira en hæpið að segja, að átök um tilvist þjóðríkja leiði af sér „blóðugustu styrjaldir mann- kynssögunnar". Þrjátíu ára stríðið sem tortímdi obbanum af þýsku þjóð- inni á sautjándu öld átti sér „réttlæt- ingu“ í átökum milli tveggja kristinna kirkjudeilda. Borgarastríðið í Banda- ríkjunum var margfalt mannskæðara en uppreisnin gegn bresku krúnunni sem leiddi til þess að Bandaríkin urðu til. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og síðast átök milli stórvelda um skipt- ingu Evrópu og heimsins - margra þjóða ríki eins og Austurríki-Ung- verjaland leystist svo upp eftir hana vegna þess, að sigurvegararnir töldu sér hag í að sýna sjálfstæðiskröfúm t.d. Tékka og Pólverja skilning sem þeir aldrei sýndu sínum eigin þegnum. Styrjöld Stalíns gegn bændum í Sov- étríkjunum kostaði mun fleiri manns- líf en þátttaka Rússlands í fyrri heinis- styrjöldinni. Og svo mætti lengi telja. Til góðs og ills Það sem skiptir máli í þessu sam- hengi er að þjóðríkið og þjóðernis- hyggjuna sem því tengist rná hafa til ills sem góðs - rétt eins og kristin- dóminn, sósíalismann eða sjónvarpið. Þjóðernishyggja getur kynt undir átök, mikil ósköp, hana má og nota til að níðast á minnihlutaþjóðum eins og franska dæmið sýnir. En hana má einnig og ekki síður nota til að efla lýðræði, jafnræði stórra og smárra þjóða og menningarheilda (allír erum vér nokkur virði!). Það má nota hana til að sækja réttindi í hendur valdhafa, ekki síst réttinn til að nota eigið tungumál til allra hluta. Fullveldið er ekki síst notað til þess að tryggja að þau réttindi verði meira en orðin tóm (með því að þjóð kemur sér upp öllurn menningarstofnunum á eigin for- sendum). Allt þetta ætti að vera Islendinguin nokkuð sjálfsagður hlutur, því við erurn það heppnir, að einmitt þessir jákvæðu hlutir ráða inestu um reynslu okkar sjálfra af smáþjóðarþjóðernis- hyggju og fúllveldi. En svo virðist ekki lengur - amk efast maður um það þegar lesin er grein sein sú er hér var vitnað til, þar sem þjóðríki og þjóð- erni fá helst ekki að vera til nema sem bölvaldar og dragbítar. Oll væru slík skrif í lagi ef inenn væru barasta að fullnægja þörf sinni fyrir að stinga á einhverju sem nefna mætti óþolandi sjálfsánægju þjóðríkis- ins. En því er reyndar ekki að heilsa í því samhengi sem umræddur mál- flutningur óhjákvæmilega gengur inn í. Samhengið er vitanlega það, að drjúgur hlud af hinni kjaftandi stétt (stjórnmálamenn, fjölmiðlarar) vilja fyrir alla muni teyma íslendinga inn í Evrópusambandið. Til þess að það megi takast þarf fyrst að sannfæra landsmenn um að fúllveldið sé úrelt, óþarft og óffarn- kvæmanlegt, þjóðríkið skaðleg tíma- skekkja og þjóðernishyggjan eða þjóðræknin sveitamennska og útúr- boruháttur og okkur til vansæmdar og trafala í heimsþorpinu þar sem skinka, bjór og gallabuxur eru skítbilleg og hvert hús alsælt með fjörtíu sjónvarps- rásir. Wleð þessum nyja Lada Sport færðu kærkomið ! lækífæri til að eignast kraffmikinn og göðan bil sem hefur alla burði ávið ! \\ margfalt dýrari jeppa. • Billinn er þægilegur i ! nkstri. með rumgóðu i; farangursrými og i alla j staði mun betur útbúinn f en áður. Líttu á Lada Sport áður en þú heldur lengra. Það borgar sig... \\ ... í beinhorðum pemngum LADA SPORT Öflugri og betur útbúinn Stærra og aógengilegra farangursrými Ný og kraftmeiri 1700 cc vél Betri sæti • meó ullaráklæói Ný og breytt innrétting Léttara stýri T,*MÍTÚ Aukabunaður a mynci: álfelgur og toppgrind ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 um þjóðríkið

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.