Vikublaðið


Vikublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 26. ÁGÚST 1994 Kvennabaráttan 9 KIOGrÚiasfc [POGPIIIGÖJ í augum Eystrasaltskvenna Okkur á Viklublaðinu lék for- vitni á að kynna okkur hvemig Norræna kvertnaþingið og kvenna- barátta á Norðurlöndum kæmi konum ffá Eystrasaltsríkjunum fyrir sjónir, en þær tóku þátt í því núna í fyrsta sinn. Kristel Regina Sitz, blaðamaður í Tallin í Eist- landi skrifaði eftirfarandi grein fyr- ir blaðið og mega lesendur sjálfír draga allar þær ályktanir sem þeir vilja út frá efni hennar. / byrjun ágústniánuðar fór norræna kvennaþingið Nordisk Forum fram í Abo í Finnlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem konur frá Eisdandi, Letdandi og Litháen tóku þátt í þing- inu. I eistnesku sendinefndinni voru konur úr ýmsum áttum, sveitakonur, þingmenn, þ. á m. félagsmálaráðherra Eisdands sem er kona, og blaðamenn svo eitthvað sé nefnt. Við hverju bjuggumst við svo og hver varð raunin? Eg get að sjálfsögðu bara talað út ffá eigin reynslu, en ég þykist viss um að margar konur úr eistnesku sendinefndinni myndu taka undir orð mín. Ég gerði mér fljódega grein fyrir því að vandamál Eystrasaltsþjóðanna eru ekki vandamál Evrópu og vanda- mál Evrópuþjóðanna eru ekki vanda- mál Eystrasaltsríkjanna. Tökum fyrst Evrópusambandið. Ég vissi það fyrir- ffam að tilfinningar Norðurlandabúa gagnvart Evrópusambandinu voru blendnar, en að fólki vxri svona illa við það kom mér á óvart. Evrópusambandið til varn- ar gegn Rússum I Eistlandi bíðuin við með óþreyju eftir aðild að ES. Astæðurnar fyrir því er öryggi lands okkar og þjóðar. Arið 1940 hertóku Sovétmenn Eistland. Sú hálfa öld sem þá hófst var sannkölluð martröð sem enginn hefur áhuga á að upplifa að nýju. Við Eistar erunr á þeirri skoðun að ef land okkar verður hluti af Evrópusambandinu muni Rússar ekki ræna okkur ffelsinu aftur (þótt við óttumst það nú). Efnahags- málin vega ekki eins þungt, en þó svo væri sé ég ekki annað en að ES-aðild niyndi verða þar til góðs. Hvað er mannúðlegt við flóttamannapólitík Norður- landa? Annað mál sem skiptir fólk á Norð- urlöndum miklu rnáli eru flóttamenn og þjóðernisminnihlutar. En er það svo mannúðlegt að flytja flóttamenn frá heimahögum sínum til vestrænna velferðarþjóðfélaga? Við fyrstu sýn virðist þetta mjög göfugt, en þessu fólki líður hreint ekki vel, fjarri heim- ilum sínum og það sem meira er, fjarri menningu sinni og trúarbrögðum. Hvernig á að kenna börnum mú- hameðstrúarmanna í norrænum skól- um? Þó að menntun eigi að vera guð- laus þá er vestræn menning og vest- rænar hefðir sprottnar upp úr krist- inni trú og það er þessi vestræna menning sem stuðst er við í daglegu lífi. Og ber það ekki merki um kyn- þáttafordóma ef komið er á sérstökum skólurn fyrir þessi börn flóttamanna? Siðferðið er m.a.s. annað. Væri ekki betra að beina þessum flóttamönnum til annarra íslamstrúarríkja, sem líkj- ast föðurlandi þeirra meira á allan hátt? Þetta eru ein af mistökum Norðurlandabúa sem við viljuin kom- ast hjá í Eystrasaltsríkjunum. Karlar eru stjórnmálamenn - konur taka þátt Þriðja og ekki síst mikilvæga atriðið eru konur og völd. Ef gert er ráð fyrir að konur- séu 30% þingmanna á Norðurlöndum er talan aðeins 15% hér við Eystrasaltið. Þarna getum við lært mildð af norrænum kynsystrum okkar. Við getum að vísu státað okkur af fáeinum kvenráðherrum og þing- konum en þær mættu gjarnan vera fleiri. Eftir eina vinnusmiðjuna á Nordisk Forum sagði eistneska þing- konan Krista Kilvet: „I Eystrasalts- ríkjunum eru aðeins karlmenn stjórn- málamenn. Konur bara taka þátt í stjórnmálalífinu. Þegar við förum heim héðan munum við segja öllum að við séum femínistar.“ Fleira sem tengir en skilur að Þrátt fyrir að hagsmunir Norður- landa og Eystrasaltsríkja séu mismun- andi, er mun fleira sem tengir nor- rænar og baltneskar konur en það sem skilur þær að. Hvernig er t.d. hægt að hlífa börnum við ofbeldi í sjónvarpi? Hvernig er hægt að vera góð móðir og eiginkona? Hvernig er hægt að „tænke globalt - handle lokalt" eins og sagt er á Norðurlöndunum, þ.e. að beita sér á heimavelli í hnattrænu samhengi. Hvernig getum við konur verið afl í þágu friðar og frelsis? Þá höfðaði menningardagskráin í Ábo ekki síður til okkar en ykkar. Ég mun til dæmis seint gleyma Listanóttinni í Ábo. Búttaðar konur í áberandi fötum En hvað finnst mér um norrænar konur? Ég held að þær séu mjög með- vitaðar um hvað frelsi er og mér finnst ég sjá það á þeim þrátt fyrir klæða- burð þeirra og fas. Það virðist ekki vera neitt vandamál fyrir svolítið bút- taðar eldri konur að klæðast skærum og áberandi fötum. Kannsld ættum við að taka það okkur til fyrirmyndar, því konur í Eystrasaltsríkjunum eru miklu varkárari. En það er aiveg hreint furðulegt hvernig ungu stúlk- urnar klæða sig. Ein stúlka frá Lett- landi lýsti norrænu stúlkunum þannig: Sköllóttar í fallegum kjólum og' herstígvélum! Það getur svo sem verið að það sé hæstmóðins að vera ljót, en það er tæplega skynsamlegt að þramma í þungum og heitum stígvél- um á sólríkum sumardegi. Og það er alls ekki kvenlegt. Einn karlaheimur í viðbót Ég nýt þess að vera kona. Ég lít út eins og kona og ég er stolt af kynferði mínu. Ég skil ekki af hverju evrópskar konur afneita kvenleika sínum og vilja byggja upp einn karlheim í viðbót. Mér finnst ég ekki vera ambátt karl- mannsins þótt ég gangi í háhæluðum skóm og máli mig. Karlmenn geta aldrei gert það. Ég er heldur ekki hrif- in af kvenlegum körlum. Karlar eiga að vera karlar og konur eiga að vera konur. Það er forsenda fjölskyldunnar rétt eins og fjölskyldan er forsenda mannkynsins. (Það getur verið að ég sé bókstrafstrúarfemínisti, en þannig hugsa ég.) Þegar við komum heim frá norræna kvennaþinginu spurði ég eistnesku þingkonuna Valve Kirsipuu . hvað henni hafi fundist um það. Svar henn- ar var einfaldlega: ,Jú, ég held að þetta hafi bara gengið...“ (Millifyrirsagnir eru blaðsins) Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá nafn karlmannsnafn. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Höfuðlausn. A = 1— i s 7 i 9 \o y II V )2 ri Z rr~ 9 ¥ s 9 27 2 Kr V ? /8 4 9 20 3 Ý5 Zl 7 22 23 V 22 13 2 II '23 Zí T 7 3 1 3 II 22 V // 18 23 2* 2Í Up T /9 ZP T 2S 9 2/ V T \(p 1 T~ $ 3 T r 2 n )(> 1 2? 1$ V 1 2‘/ )<c 7 ‘R *Á ú 1 T~ w~ TT 9 (y; V ll zy T~ (V) y H n 8 \2W lnv/\ y 2D 8 Ú u ? z zo T Z T~ 8 3 T 28 23 T 29 'Zd // s? 8 30 23 T 9 (p 7- 7 2f 30 W T )i ll 4 r T 9 14 w~~ 17 T /9 Z V 9 7- 3 4 TT~ V 9 23 W 2 )í> 1 1 T~ Ú 74 3 4 / Ý 5“ /3 JT~ T 1 7 IV- 9 )Z 7$ // 5- u> Z A = B = D = D = E = É = F = G = H = 1 = í = .1 = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = v= x = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 =

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.