Vikublaðið


Vikublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 3

Vikublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 3
VIKUBLAÐIÐ 26. AGUST 1994 ív© #11» HREPPAR ALLRA SVEITA Asíðustu fjörutíu til fimmtíu árum hefur sveitarfélögum á hinum Norðurlöndunum fækkað um 60 til 80 prósent, en á Is- landi hefur sveitarfélögum aðeins fækkað um fjórðung á sama tíma, mest frá 1991. Munurinn er ekki síst fólginn í því að á Islandi hefur ákvörð- unarvaldið verið að mestu sett til íbú- anna sjálfra, en ffændþjóðir okkar hafa hins vegar ekki hikað við að sam- eina sveitarfélög með lagasetningu. Lýðræðislega Ieiðin er seinvirkari, einkum þegar sjálfstæðisvitundin er svo sterk í hreppunum sem raun ber vitni - og hrepparígurinn lífseigur. Um næsm mánaðamót verður haldið landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga (SIS) og þar verður eitt stærsta málið að fjalla um næsm skref í sameiningarmálum sveitarfélaga. Auk þess er búist við mikilli umfjöllun um grunnskólann og flutning alls rekstrarkosmaðar hans yfir á sveitar- félögin, um breytingar á jöfnunarsjóði sveitarfélaga og um umhverfismál. Þá verður ný forysta kosin til næsm fjög- urra ára, 45 manna fulltrúaráð og níu manna ffamkvæmdastjórn. Sameining er ekki „patentlausn" á vanda stjórnsýslunnar Sameiningarumræðan hefur ekki farið framhjá neinum, allra síst ffá og með sameiningarkosningunum í nóv- ember 1993 og aðdraganda þeirra. Viðtökur landsmanna við stórfelldum og róttækum sameiningaráformum í þeim kosningum voru dræmar. Þátt- taka var ekki nema 41,3 prósent og aðeins ein sameiningartillaga sam- þykkt. Umræðan kom þó viðræðum í gang og sveitarfélögum hefur fækkað frá því að vera 201 í ársbyrjun 1991 í 173 (14%) nú í sumar. Að Reykjavík undanskilinni er íbúafjöldi sveitarfé- laga að meðaltali uin 950 manns. Þótt árangur hafi verið takmarkað- má segja að þetta fyrsta raunveru- ega skref leiði af sér að frekari sam- eining muni reynast greiðari hér eftir. Þetta er niðurstaða Hólmffíðar Sveinsdóttur, sem nýverið skilaði af sér BA-ritgerð í stjórnmálafræði um sameiningarmálin. „Vitund almenn- ings jafiit sem sveitarstjórnarmanna hefúr verið vakin og mikill áhugi er fyrir sameiningu víðast hvar um land- ið. Það skal þó ítrekað að sameining er engin „patentlausn“ á vandamáli stjórnsýslunnar. En hún er vissulega spor í rétta átt,“ segir Hólmfríður. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri SIS segir að árangurinn af sameining- arátakinu verði að teljast nokkur. „Kannski ekki eins og björtustu vonir stóðu tíl, en sveitarfélögum hefur í þessari hrinu fækkað um yfir 20. Ilvað áframhald varðar eru menn að ræða saman víða, ég get nefnt svæði eins og norðanverða Vestfirði, Skagafjörð og Þingeyjarsýslur", segir Þórður. Skýrir smákóngapólitík lítinn árangur af 1ýrri til- raunum? Á Islandi var lengi vel tilhneigingin að fjölga sveitarfélögum. Þau voru 172 árið 1873 en fóru upp í 229 árið 1948. Árið 1961 voru sett sveitar- stjórnarlög sem hefðu getað auðveld- að sameiningu, en aðeins ein samein- ing fylgdi í kjölfarið. Fyrsta raunveru- lega tilraunin til að sameina sveitarfé- lög var á tímabilinu 1967-1970 og lög t Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Hvað áframhald varðar eru menn að ræða saman víða, ég get nefnt svæði eins og norðanverða Vestfirði, Skaga- fjörð og Þingeyjarsýslur". Myndir: ÓI.Þ. ffá 1970 fólu í sér að ákvörðunarvald- ið var sett í hendur sveitarstjórnar- mannanna sjálfra. Árangurinn varð svo gott sem enginn. Ein sameining átti sér stað 1971 og tvær árið á eftir og síðan kom ein sameining 1983. Árið 1986 voru sveitarfélögin 222 og það árið voru sett ný sveitarstjórn- arlög, þar sem m.a. var kveðið á um samvinnu sveitarfélaga, lágmarks- stærð þeirra (50 manns) og skipan héraðsnefnda í stað sýslunefnda. Einnig fylgdi ákvæði um að unnið skyldi að stækkun sveitarfélaga þar sem m.a. skyldi beita jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að ýta undir samein- ingu. Enn var ákvörðunarvaldið í höndum sveitarstjórnarmanna og ár- angurinn hverfandi; tvær sameiningar milli 1986 og 1990. Allan þennan tíma eða að minnsta kosti Ifá 1963 hefur legið fyrir sú af- staða hjá SIS að það ætti að stækka sveitarfélög. Það hefur ekki dúgað til og hefur andstaðan verið mikil innan einstakra sveitarfélaga, ekki síst hinna minni, sem óttast um sinn hag og sjálfstæði. Sumir myndu tala um „smákóngapólitík“ í þessu sambandi. 300 milljóna króna sam- einingarhvati ríkisstjórn- arinnar Hólmffíður vitnar í grein effir Loga Kristjánsson í Sveitarstjórnar- málum frá því 1981, um saineiningar- málin 1967-1970: „... virðist misskilin sjálfstæðisvitund og íhaldssemi vera einn helsti þrándur í götu þess, að til sameiningar verði gengið". Þá fela sig margir á bak við [)á vin- sælu skýringu að ekki hafi verið „póli- tískur“ vilji til þess að taka á málinu og að vonlaust hefði verið að leggja til- lögur um sameiningar fyrir Alþingi vegna andstöðu ýmissa embættis- manna sveitarfélaga sem þar áttu sæti. SÍS hefúr lengi verið hlynnt samein- ingu, en þegar til kastanna hefur kom- ið er eins og sveitarstjórnarmenn hafi hugsað: Mitt sveitarfélag er undan- tekning vegna sérstöðu þess. Þórður Skúlason vill ekki gera mik- ið úr þessum atriðum. „Auðvitað eru það margs konar sjónarmið sem blandast inn í þessa umræðu og menn taka afstöðu út frá mismunandi for- sendum. Tilfinningar geta ráðið og stundum hagsinunir", segir Þórður. Sem fyrr segir mun landsþing SÍS fjalla um breytingar á jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en sjóðurinn er einmitt eitt helsta tæki stjórnvalda til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, svo sem ffam kemur í ritgerð Hólm- ffíðar. Félagsmálaráðuneytið setti reglugerð í iok júní 1987 um heimild til að aðstoða sveitarfélög sem vilja sameinast. Hér er átt við að ráðuneyt- ið greiði kostnað og aðkeypta vinnu við undirbúning og framkvæmd sam- einingar, ásamt sérstöku framlagi til að jafna skulda- og rekstrarstöðu sveitarfélaga við sameiningu og með þátttöku í launakostnaði í allt að fjög- ur ár vegna ráðningar framkvæmda- stjóra, sein leiðir af sameiningu. 1990 tóku ný verkaskiptalög ríkis og sveit- . arfélaga gildi og þá breyttist jöfnunar- sjóðurinn jafnffamt með reglugerð. Að mati Þórðar Skúlasonar var sú reglugerð lykillinn að breyttri verka- skiptingu, þar sem hún greiddi fyrir með ákveðnum hætti að minni sveit- arfélög gætu tekið að sér ný og aukin verkefni. Ur sjóðnum eru greidd tekjujöfnunarffamlög til þeirra sveit- arfélaga sem hafa að meðaltali lægri skatttekjur en sambærileg sveitarfélög miðað við meðalnýtingu tekjustofna og til sveitarfélaga er skortir tekjur til að halda uppi þeirri þjónustu sem eðlilegt má telja að sveitarfélög af þeirri stærðargráðu veiti. Varðandi fækkun sveitarfélaga í Ifamtíðinni og nýja verkaskiptingu mun jöfnunarsjóðurinn gegna lykil- hlutverki. Hefur SIS gert samkomu- lag við ríkisstjórnina um að 300 millj- ónum króna verði á árunum 1995- 1998 varið til að jafna skuldastöðu sveitarfélaga vegna sameiningar. Stórfelld sameining „að ofan“ hjá frændþjóðunum I ritgerð Hólmfríðar er þróunin í sameiningarmálunum á hinum Norð- urlöndunum rakin og þar kemur í ljós gerólíkt ferli en á Islandi. Munurinn á sameiningartilraunum hér og á hinurn Norðurlöndunum er fyrst og fremst að hér hefur verið valin leið hinnar „- frjálsu sameiningar" á meðan hin Norðurlöndin bafa sameinað „að ofan“, þ.e. með lagaboði. „Það er sameiginlegt með öllum Norðurlönd- unum að verulegur árangur hefur ekki náðst nema í kjölfar lagasetningar. Hjá öllum þjóðunum urðu djúptækar breytingar á þjóðfélagsskipaninni eftir heimstyrjöldina síðari. Þessar breyt- ingar breyttu forsendum sveitarfé- lagaskipaninnar og höfðu þannig ýmis vandkvæði í för með sér. Ofugt við hin Norðurlöndin hefur lítið verið að gert á Islandi í þá átt að taka á þessum vanda. Ástæða þess að efling sveitar- stjórnarstigsins er seinna á ferðinni á Islandi er vafalaust sú að ekki hefur verið gripið til þess ráðs að lögbjóða sameiningu sveitarfélaga heldur von- ast eftir fumkvæði frá sveitarfélögun- um“, segir Hólmffíður. Sameining sveitarfélaga í Svíþjóð fór aðallega fram í tveimur þrepum, hið fyrra 1952 og hið síðara 1962- 1974.1 fyrra slýptið fækkaði sveitarfé- lögum úr 2.367 í 1.037 eða urn 1.330 (56%). I seinna skiptið fækkaði sveit- arfélögunum um 73% og alls um 88% yfir bæði tímabilin. I dag eru sveitar- félögin í Svíþjóð 286 og meðalíbúa- fjöldi 30.250 manns. Auk þess hefur lénum, sem mynda millistjórnsýslu- stig, fækkað stórlega. I Noregi voru vandamálin helst landfræðilegs eðlis. Mesta saineining- araldan reið yfir 1964 og 1965, en á tímabilinu 1958 til 1974 fækkaði sveitarfélögum úr 744 í 443 eða um 301 (40%). I dag eru sveitarfélögin 435 og meðalíbúafjöldinn rúmlega 9.000 manns. I Noregi hefúr Iénum eða fylkjum lítið fækkað, þau eru 19. I Danmörku voru sveitarfélög 1.388 árið 1959, en fram dl 1966 fækkaði þeiin um 280 að ffumkvæði sveitarstjórnarmanna sjálffa. En ekki þótti nóg að gert og með nýjum lög- um fóru sveitarfélögin niður í 275 og hafði þá fækkað um 80%. Sú tala er Hólmfríður Sveinsdóttir: „Ástæða þess að efling sveitarstjórnarstigsins er seinna á ferðinni á ísiandi er vafalaust sú að ekki hefur verið gripið til þess ráðs að lögbjóða sameiningu sveitarfélaga held- ur vonast eftir fumkvæði frá sveitarfé- lögunum". enn í gildi og er meðalíbúafjöldinn í hverju sveitarfélagi um 19.000 manns. Omtum hefur fækkað úr 25 í 11. I Finnlandi voru ný sveitarstjórnar- lög samþykkt 1966 um lágmarksstærð sveitarfélaga og fleira. Þar hefur sveit- arfélögunum fækkað úr 548 í 461 eða um 87 (16%) og er meðalíbúafjöldinn um 10.800 manns. Lén eru 12, en þau eru hluti af stjórnsýslu ríkisins í héraði en ekki hluti sveitarstjórna. Áfram haldið á hinni lýð- ræðislegu braut Þegar reynsla hinna Norðurland- anna er skoðuð kemur vel ffam hversu skammt hefur verið gengið á Islandi. Á komandi landsþingi SIS munu þó vafalaust koma ffain mismunandi við- horf um hvernig til hefúr tekist í sam- einingarhrinunni. En skyldu menn telja þörf á því að stuðla að róttækara sameiningarátaki, með því til að mynda að lögbjóða ffekari fækkun sveitarfélaga? Þórður Skúlason telur að svo sé ekki. „Eg býst við að það sé vilji sveitar- stjórnarmanna að halda áffam á þess- ari lýðræðislegu braut, þar sem það er vilji íbúanna sem ræður úrslitum, í stað þess að fara út í t.d. að hækka lág- marksíbúafjölda með lögum. Mér skilst að þessi lýðræðislega leið hafi ekki verið reynd annars staðar, heldur hafi þetta gerst einhliða með lagasetn- ingu. En þó lýðræðislega leiðin sé e.t.v. seinvirkari held ég að menn vilji halda sig við hana“, segir Þórður. Friðrik Þór Guðmundsson RIÖLBRAUTASXÚUHN BREIÐHOUTl Innritað verður í Kvöldskóla FB 24. og 25. ágúst kl. 16.30- 19.30 og laugardaginn 27. ágúst kl. 10.30-13.30. Almennt bóknám. Raungreinanám. Tungumálanám. Skemmtilegir valkostir. Þitt er valið! Skolameistari FJÖIBBAUTASXÖUNN BREIÐNOUI Markvisst fjölmiðlanám Hvar: Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Hvenær: Á haustönn, mánudaga og fimmtudaga kl. 21.10- 22.30 frá 1.9.-29.11. Fyrir hvern: Nemendur þurfa að hafa haldgóða undirstöðu í íslensku og ensku. Nemendafjöldi takmarkaður. Efni: Farið verður yfir alla helstu þætti fjölmiðlunar, s.s. sögu, siðamál, lög og reglugerðir. Fjallað um dagblöð, tímarit, sjónvarp, útvarp, blaðaljósmyndir, umbrot o.fl., o.fl. Raunhæf verkefni. Greinaskrif fyrir dagblöð. Fréttavinnsla fyrir sjónvarp. Umsjónarmaður: Sigursteinn Másson, fréttamaður Stöðv- ar 2 og Bylgjunnar. Fjöldi gestafyrirlesara. Verð kr. 12.500.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.