Vikublaðið - 26.08.1994, Qupperneq 4
4
Menningln
VIKUBLAÐIÐ 26. ÁGÚST 1994
LANDSPITALINN
/ þágu mannúðar og vísinda
SKURÐDEILD KVENNADEILDAR
Skurðhjúkrunarfræðingur
100% staða hjúkrunarfræðings er laus til umsóknar frá 1.
september. Á skurðdeild kvennadeildar eru aðgerðir á sviði
fæðinga og kvensjúkdóma. Leitað er að áhugasömum og
glaðlegum hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á skurð-
hjúkrun og kennslu.
Hjúkrunarfræðingar/ljósmæður
100% staða hjúkrunarfræðings/ljósmóður er laus til um-
sóknar á skurðdeild kvennadeildar frá 1. september. Við-
komandi þarf að hafa áhuga á hjúkrunarstörfum á skurð-
deild. Boðið er upp á aðlögunartíma sem felur í sér kennslu
og þjálfun. Vinnutími er frá kl. 8-16 alla virka daga. Fjór-
skiptar gæsluvaktir. Skurðdeild kvennadeildar sinnir bráða-
þjónustu allan sólarhringinn, allt árið.
Nánari upþlýsingar veita Helga Einarsdóttir, hjúkrunar-
deildarstjóri, sími 601148 og Guðrún Björg Sigurbjörnsdótt-
ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 601000.
HANDLÆKNINGADEILD 4. 13-D
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við handlækningadeild
4. Á deildinni eru 25 sjúkrarúm. Starfsemi deildarinnar í
dag skiptist í almennar skurðlækningar og þvagfæraskurð-
lækningar. Hjúkrun á deildinni er því mjög fjölbreytt. Hjúkr-
unarfræðingum er boðinn góður aðlögunartími eftir þörfum
hvers og eins undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.
Unnið er á 12 tíma vöktum þriðju hverja helgi eða 8 tíma
vöktum aðra hvora helgi. Starfshlutfail fer eftir samkomu-
lagi. Á deild 13-D er einnig laus staða hjúkrunarfræðings á
fastar næturvaktir eða í hlutastarf, t.d. um helgar.
Allar frekari upplýsingar um starfsemi deildarinnar veita
Elín María Sigurðardóttir, aðstoðardeildarstjóri, í síma
601350 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í síma 601300.
SKURÐDEILD LANDSPÍTALANS
Vegna aukningar á starfsemi skurðdeildar Landspítalans
er laus nú þegar staða skurðhjúkrunarfræðings. Sveigjan-
legur vinnutími getur verið í boði, t.d. einstakir daga vikunn-
ar, kvöldvaktir eða hluti úr degi auk hefðbundins vinnutíma
deildarinnar frá kl. 7.30 til 15.30 og bakvaktir. Starfsemi
deildarinnar er ákaflega fjölbreytt og hefur verið í örum
vexti undanfarin ár. Sérstök aðlögun fyrir nýja hjúkrunar-
fræðinga undir góðri leiðsögn skurðhjúkrunarfræðinga
deildarinnar.
Allar frekari upplýsingar veita Svala Jónsdóttir, hjúkrunar-
stjóri, í síma 601319 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, í síma 601300.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS
Laus er staða hjúkrunarfræðings á deild 12, sem er mót-
tökudeild á Kleppi. Staðan er 100% vaktavinna. Hlutavinna
kemur til greina.
Nánari upplýsingar gefur Nanna Jónasdóttir, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, í síma 602600 eða 602646.
TÆKNISVIÐ
Umsjónarmaður lóðar
Óskum eftir manni vönum almennri lóðaumhirðu. Ennfrem-
ur þarf viðkomandi að hafa þekkingu á vélum.
Upplýsingar um starfið gefur Hagerup Isaksen í síma
602600.
ENDURHÆFINGARDEILD LANDSPÍTALANS
Sjúkraþjálfara vantar á endurhæfingardeild Landspítalans í
Kópavogi frá 1. september nk.
Glæsileg æfingaaðstaða með sundlaug er á staðnum. Mik-
il uppbygging er nú í starfseminni sem spennandi er að
taka þátt í.
Einnig vantar aðstoðarmann í sjúkraþjálfun og við sund-
laug sjúkraþjálfunar í Kópavogi.
Upplýsingar gefa Guðný Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari, í
síma 602725 og Guðrún Sigurjónsdóttir, framkv. sjúkra-
þjálfunar, í síma 601430.
Skilgreining
Hvort sem sagan
er línurit eða súlurit
í auga hagfrœðingsins
á skjánum
er heimurinn
kartafla í lófa guðs.
Herhvöt úr norðri
Þú sem áttir heima með eyju í hjartanu
og víðáttur geimsins
sem stétt undir iljunum:
Réttu mér norðurljósin!
Ég œtla að dansa við unglinginn
sem heldur á stjörnunum.
Við roðflettum myrkrið
og afhausum eymdina.
Barátta trillukarla
Vissulega er hinn frjálsi maður
ekki lengur veginn með vopnum,
ekki höggvinn í herðar niður
eða brenndur á báli.
Sem slíkur gœti hann öðlast samúð
sagnritara og jafnvel orðið gjaldgengur
á myndbandaleigum framtíðarinnar.
Þess í stað er honum svipt burt
með snyrtilegri reglugerð
og málinu skotið til markaðarins
sem mállaus vinnur.sín verk.
Afleiðingar stefmileysis
Ibúar flestra þjóða leitast sameig-
inlega við að finna tilgang og sjá
hvers þeir kunni að vera megnug-
ir. Það eru venjulega aðeins fáir ein-
staklingar sem reyna að skilgreina sí-
breytiieg einkenni þjóðar sinnar.
Venjulega eru þetta hugsuðir, en þó
hafa skáldin oftar skapað þannig per-
sónur í verkum sínum að ein eða fleiri
eru taldar vera tákn fyrir þjóðina.
Okosturinn við þetta er sá, að umræð-
ur um skáldskap verða fljótt að orða-
leppum sem allir þylja og staglast á,
enda fer jafnan á svipaðan hátt fyrir
bókmenntunum og hugsjónunum,
stefhum hættir til að lenda í höndum
einstrengingslegra manna með Iitla
hugsun en ógurlegan sannfæringar-
kraft í stað þarfar fyrir að vera með
andann á stöðugri hreyfingu, eða á
verði, eftir því hvernig samfélagið og
tungan þróast.
Persóna í sögu hvorki þróast né
breytist hversu oft sem bókin er lesin
og aðdáendur fjalla um hana. Aftur á
móti eru þjóðir á valdi aðstæðna og
breytast stöðugt. Þess vegna getur
tákn úr bók virkað hjákátlega á fólk
eftir að tvær kynslóðir hafa gengið til
grafar fullar aðdáunar á því, einkum í
breytilega samfélaginu semkennt er
við nútíma og hraða. Því væri betra að
höfundar reyndu að gera sjálfa sig að
tákni fyrir komandi kynslóðir með
viðhorfi eða lífsmáta sínum.
Islendingar eru ekki gefnir fyrír að
brjóta heilann um eðlið, enda erum
við í stöðugu tíinahraki og megum
varla vera að neinu nema á síðustu
stundu. Við reynum með dugnaði að
beygja aðra með skoðunum á eðli
olckar og komumst upp með slíkt við
útlendinga. Enginn heilvita ferða-
maður andmælir manni af fáinennri
þjóð, þótt hann fari með fleipur í
heimalandi sínu. Það tekur Jjví ekki í
stuttri heimsókn. Þess vegna getum
við staðhæft, að tunga okkar hafi ekki
breyst ffá upphafi vega, sem er auðvit-
að haugalygi, af því hér hefur aldrei
verið, líkt og í útlöndum, akademía
málsins sem heldur að minnsta kosti
ritmálinu í skefjum.
Þetta er ineinlaus blekking fyrir
aðra, en verra er t.d. sú sem snýr að
okkur sjálfum og veður uppi í samfé-
laginu, en við Iftum ffam hjá. Stjórn-
málamenn og skáldin hörfa undan í
málflutningi sínum og hafa fáar skoð-
anir aðrar en þær sem nálgast orða-
leppa. Allt far þeirra einkennist af leit
að atkvæðum og vinsældum, sem
raunverulegir stjórnmálamenn sækj-
ast ekki eftir nema rétt fyrir kosning-
ar, fjórða hvert ár, og skáldið aldrei.
Skáldum svipar til flugvéla; þær fara á
loft í mótvindi.
Vont er hvað fáir sjá að breyttar að-
stæður í fiskveiðum verða til þess að
iðjuver í landi verða atvinnuleysi að
bráð, vinnslan færist út á hafið. Stór
hluti þjóðarinnar fer að vera allt árið
úti á sjó að vinna í rafmagnsljósi undir
þiljum. Mun sálin og líkaminn þá ekki
þekkja annað en stöðugan velting?
Verður þjóðin vísir að margs konar
rekaldi, ef fiskveiðiflotinn siglir undir
hentifánum, ekki þjóðfánanum, og
hugsun landkrabbas kemur helst fram
í mærðarhjali í endalausum þáttum
fjölmiðla um samfélagið í nærmynd
sem er felumynd hins lítilsiglda
manns í orðsins fyllstu merkingu