Vikublaðið - 26.08.1994, Side 5
VIKUBLAÐIÐ 26. AGUST 1994
5
Góð reynsla af
uppstokkun á rík-
isrekstri í Noregi
Undir forystu ríkisstjómar
Verkamannaflokksins í Nor-
egi hefur verið ráðist í rót-
tækar breytingar á skipulagi opin-
bers reksturs í landinu. Samtök op-
inberra starfsmanna þar í landi,
Yrkesorganisasjonenes Sentralfor-
bund - Seksjon Stat (YSS), taka já-
kvæða afstöðu til breytinganna og
beita sér fyrir því að trúnaðarmenn
starfsmanna séu með í ráðum og að
tekið sé tillit til atvinnuöryggis
starfsfólks.
Vorið 1992 lagði ríkisstjóm Brunt-
lands fram þingsályktun um stefnu
norsku stjórnarinnar í ríkisrekstri. Jaín-
framt hafði ríkisstjórnin látið vinna á-
ædun um breytingar á opinberum
rekstri og hvernig hún sá fyrir sér þróun
opinberrar þjónustu næsta áratuginn.
I markmiðum ríkisstjórnarinnar
' kemur fram að hún hyggst ekki draga úr
starfsemi hins opinbera. Stefhan sé
hinsvegar sú að til að þróa ríkisrekna
starfsemi verður að liggja til grundvall-
ar skilningur á markmiðum, verkefnum
og gildum hins opinbera kerfis. A það
var bent að Noregur eyðir minna í sam-
neyslu en Danmörk og Svíþjóð og litlu
meira en ríki eins og Bretland, Þýska-
land og Frakkland.
í stefnumótun ríkisstjórnarinnar
koma fram efasemdir um einkavæðingu
ríkisfyrirtækja og stofnana og hún er
ekki talin raunhæf nema að ótvír'ætt sé
að einkavæðing skili meiri hagkvæmni
og ekki síðri þjónustu.
Á ráðstefnu Samtaka opinberra
starfsmanna á Norðurlöndum (NSO)
sem haldin var í Hveragerði í vikunni
ræddi formaður YS-S, Erling Petter
Roalsvig, um þær breytingar sem standa
fyrir dyrum í Noregi á starfsemi hins
opinbera. Erindi hans fjallaði um
stefnumótun ríkisstjórnarinnar og
hvernig samtök opinberra starfsmanna
hafa brugðist við fyrirætlunum um víð-
tækar breytingar á ríkisrekstri.
Breytt rekstrarform
Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er
þeirrar skoðunar að besta svarið við
kröfum um einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja og stofnana sé að gera opinberan
rekstur þannig úr garði að hann þjóni
vel sínu hlutverki. Eitt mikilvægasta
meðalið til að ná þessu markmiði er að
breyta rekstrarformi opinberra stofh-
ana. Ávinningurinn af breyttu rekstrar-
formi þykir tvíþættur, annarsvegar að
auðveldara er að láta starfsemina fylgja
settum pólitískum markmiðum og hins-
vegar að svigrúm eykst til að taka tillit
til staðbundinna aðstæðna.
I erindi sínu greindi Erling Petter
Roalsvig gagnrýnina á ríkisrekstur í
fjóra þætti. í fyrsta lagi væri um að ræða
gagnrýni á efnahagslegum forsendum.
Hún gengi útá það að hlutdeild hins op-
inbera í landsframleiðslunni væri alltof
stór. Skattar væru orðnir það háir að
þeir hefðu lamandi áhrif á fjárfestingar
og vinnusemi. Einnig sé því haldið fram
að opinberi geirinn hefði lægri fram-
leiðni en einkafyrirtæki, sem stafi meðal
annars af lítilii samkeppni og lélegri eða
engri markaðsaðlögun hins opinbera.
I öðru lagi væri hið opinbera gagn-
rýnt fyrir skrifræði sem komi ffam í lé-
legri þjónustu og háum kostnaði. Sam-
skipti fólks við hið opinbera séu bundin
ýmsum vandkvæðum er annar þáttur í
þessari gagnrýni.
I þriðja lagi sé hið opinbera orðið
ólýðræðislegt vegna þess að stofnanir
fáist við margþætt og flókin verkefni og
hafi ekki verið nægilega vel stýrt.
Stjórnmálamenn hafi ekki lengur inn-
sýn í stofnanir og það auki enn á bilið
milli kjósenda og fulltrúa þeirra.
I fjórða lagi, sagði Erling Petter, er
hið opinbera gagnrýnt af hugmynda-
fræðilegum ástæðum. Því sé haldið fram
að einstaklingsfrelsi varðveitist betur
þegar markaðurinn ráði sem mestu og
íhlutun hins opinbera sé sem minnst.
Pólitískt samstaða
Stefna ríkisstjórnar Verkamann-
flokksins í uppstokkun á opinberum
rekstri hefiir þverpólitískan smðning á
Stórþinginu. 1 framkvæmd munu breyt-
ingarnar þýða að opinber reksmr verð-
ur undirorpinn stöðugum breytingum.
Á sumum sviðum mun hið opinbera
auka umsvif sín á meðan samdrátmr
verður á öðrum. Þetta er liður í þeirri
viðleitni að meta umfang ríkisreksmrs
sem eina heild.
Að sögn Erlings Petters leggur
norska ríkisstjórnin áherslu á að mark-
aðsvæða þær stofnanir sem eru í sam-
keppni, eða verða það í næstu framtíð. í
þessum flokki em póst- og símaþjónust-
an og rekstur járnbrauta. Þessum rekstri
verður komið í form fyrirtækja og að
einhverju leyti einkavæddur.
Uppstokkunin er ekki eingöngu af-
leiðing af pólitískri umræðu í Noregi.
Aðlögun að Evrópusambandinu og al-
þjóðavæðing hafa áhrif í sömu átt. Póli-
tísk markmið sem til skamms tíma vom
viðtekin, til að mynda byggðastefna,
hafa orðið að víkja fyrir nýjum stefriu-
miðum. Ríkisstjórnin hefur staðið fyrir
aðgerðum til að draga úr þeirri hættu að
fólki verði mismunað eftir búsetu, án
þess að sveigja frá meginmarkmiði sínu.
I Noregi hefur lítið farið fyrir einka-
væðingu og ríkisvaldið hefur ekki lagt
niður neina starfsemi. Það er á hinn
bóginn kominn pólitískur vilji fyrir því
að breyta ríkisstofhunum í hlutafélög.
Þá er sú skoðun víða tekin góð og gild
að opinber þjónusta bami þegar hún er
í samkeppni.
1 mörgum hefðbundnum verkefnum
hins opinbera þar sem ekki er sam-
keppni til að dreifa, til dæmis í lög-
gæslu, landvörnum og menntun, em
kerfisbreytingar fyrirhugaðar sem miða
að aukinni hagkvæmni. Það er að segja
að færri hendur vinni fleiri störf.
Erling Petter segir augljóst að hverju
sé stefnt til lengri tíma litið: Að dregið
verði úr starfsemi hins opinbera.
Atvinnuöryggi höfuðatriði
Breytingar á rekstrarformi opinberra
stofnana hafa meðal annars haft í för
með sér að ráðningarsamningar opin-
berra starfsmanna breytast til samræmis
við það sem þekkist á almennum mark-
.aði. Opinberir starfsmenn gæm haldið
aðild sinni að Lífeyrissjóði ríldsins ef
Stórþingið samþykkir ffumvarp þess
effiis.
Uppstokkun á hinu opinbera er gerð
í sammvinnu við félög opinberra starfs-
manna. Erling Petter segir að heildar-
samtökin, YS-S, hafi sætti sig við upp-
stokkun á opinberum rekstri og tekið þá
stefhu að reyna að hafa jákvæð áhrif á
breytingarnar fremur en að halda sig til
hlés og mótmæla. Samtökin hafi lagt
áherslu á að trúnaðarmenn starfsmanna
fái að taka þátt í uppstokkuninni og að
atvinnuöryggi verði ekki ógnað. Árang-
urinn hefur orðið sá að enginn opinber
starfsmaður hefur enn misst vinnuna
vegna breytinganna.
Þegar mannahald stofnana og opin-
berra fyrirtækja hefur verið skorið niður
er leitast við að finna starfsmönnum
vinnu annarsstaðar hjá hinu opinbera.
Smndum hefur starfsfólk verið þjálfað
upp á nýtt, sumir fara snemma á eftir-
laun (60 ára) og enn aðrir fá laun í allt
að tvö ár til að afla sér viðbótarmennt-
unnar.
I samtali við Vikublaðið sagði Erling
Petter að uppstokkunin á rekstri hins
opinbera krefjist þess að opinberir
starfsmenn leggi sitt af mörkum.
- Við teljum að vel hafi tekist til með
uppstokkunina enn sem komið er, segir
formaður samtaka opinberra starfs-
manna í Noregi.
Páll Vilhjálmsson
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að stækka
stöðvarhús aðveitustöðva við Flúðir í Hrunamanna-
hreppi og Hellu á Rangárvöllum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna
ríkisins við Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli og Laugavegi
118, Reykjavík frá og með fimmtudeginum 25. ágúst
1994, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins
á Hvolsvelli fyrir kl. 14.00, fimmtudaginn 8. september
1994 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda
sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu:
„RARIK-94012 Flúðir og Hella - Byggingarhluti"
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 Reykjavík
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftirtilboðum í stækkun úti-
virkis aðveitustöðvar að Hryggstekk í Skriðdal. Útboðið
nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu og
byggingu undirstaða fyrir stálvirki.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík og Þverklettum 2, Eg-
ilsstöðum frá og með fimmtudeginum 25. ágúst 1994,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins
á Egilsstöðum fyrir kl. 14.30, þriðjudaginn 6. september
nk. og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda,
sem þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu:
„RARIK-94013 Hryggstekkur - aðveitustöð"
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 Reykjavík.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í stækkun úti-
virkis aðveitustöðvar að Eyvindará við Egilsstaði. Útboð-
ið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu og
byggingu undirstaða fyrir stálvirki og spenni.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík og Þverklettum 2, Eg-
ilsstöðum frá og með firrimtudeginum 25. ágúst 1994,
gegn kr. 10.000,- skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins
á Egilsstöðum fyrir kl. 14.00, þriðjudaginn 6. september
nk. og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem
þess óska.
Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu:
„RARIK-94004 Eyvindará - aðveitustöð"
Rafmagnsveitur ríkisins,
Laugavegi 118,
105 Reykjavík.