Vikublaðið - 26.08.1994, Síða 8
8
Viðhorf
VIKUBLAÐIÐ 26. AGUST 1994
Alþýðubandalagið
Norðurlandi eystra
Aðalfundur kjördæmisráðs og sumarmót 1994,
laugardaginn 3. september á Raufarhöfn
í félagsheimilinu Hnitbjörgum kl. 10:30 -19:00
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
Skýrsla stjórnar
Reikningar kjördæmisráðs
2. Útgáfumál og flokksstarf.
Reikningar Norðurlands
Útgáfa í aðdraganda kosninga
Flokksstarf og fjármál
3. Undirbúningur Alþingiskosninga.
Tilhögun uppstillingar/kosning kjörnefndar
4. Stjórnmálaviðhorfið -
Áherslur Alþýðubandalagsins
5. Afgreiðsla mála
6. Kosning stjórnar kjördæmsiráðs
7. Önnur mál.
Gestur fundarins verður Árni Þór Sigurðsson, borgarfull-
trúi og formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í
Reykjavík.
Á laugardagseftirmiðdag verður skoðunarferð um ná-
grenni Raufarhafnar og austanverða Melrakkasléttu fyrir
sumarmótsgesti og fjölskyldur þingfulltrúa, en um kvöld-
ið verður skemmtun í boði heimamanna. Á sunnudag
verður róið til fiskjar ef veður leyfir.
Stjórn kjördæmisráðsins.
Af persónulegri
stj órnsýslu
s
IMorg'unblaðinu 10. ágúst sl. er
birt yfirlýsing frá hópi fólks um
ánægju þess með störf menning-
arfulltrúa Islands í Lundúnum. Yfir-
lýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar
utanríkisráðherra um að setja menn-
ingarfulltrúann yfir sendiráðið og
hlýtur því að teljast - bráðnauðsyn-
legur - siðferðilegur stuðningur við
þá ráðstöfun.
Það sem skiptir máli
Listamennirnir Tolli og Bubbi
Morthens eru meðal þeirra sem leggja
nafn sitt við yfirlýsinguna, en sem
kunnugt er hafa þeir gegnum tíðina
verið ófeimnir að taka málstað að-
stöðulauss fólks í íslensku samfélagi.
Þeir gera fyrir sína parta grein fyrir
yfirlýsingunni á lesendasíðu Mbl. og
benda réttilega á að vegna haustkosn-
inga, sem allt stefndi í, hefðu óprúttn-
ir stjórnmálamenn reynt að gera emb-
ættisfærslu utanríkisráðherra tor-
tryggilega. I þeim ljóta leik hefði
menningarfulltrúinn - ómaklega - at-
ast auri.
Þeir taka það ffarn að vel megi vera
að ráðning menningarfulltrúans á sín-
um tíma beri vott um pólitíska spill-
ingu, en þeir taka ekki afstöðu til þess.
Enda skiptir það ekki máli, aðalatriðið
er að þeir þekkja menningarfulltrú-
ann, þeir kunna vel við hann og finnst
hann hafa staðið sig með prýði.
Þetta er hárrétt „afstaða" hjá lista-
mönnunum og ætti að hjálpa fólki til
skilnings á því að utanríkisráðherra
verður að geta ráðið fólk sem hann
kann vel við, svo þjóðin sitji ekki uppi
með eitthvert lið í utanríkisþjónust-
unni sem hann „fílar“ ekki. Hér mega
bjánaleg formsatriði ekki þvælast fyrir
tilfinningum og vilja ráðherra.
Sorry Stína, jafnaðarstefn-
an hefur forgang
I sambandi við semingu menning-
arfulltrúans yfir sendiráðið í Lundún-
um hafa þær raddir heyrst að einhver
konukind (meee...!), sem búin er að
starfa í utanríkisþjónustunni bráðum
tvo áratugi, hefði með réttu átt að taka
við starfinu. Hér er sami misskilning-
urinn enn á ferð. Hver er þessi kona?
Er hún sannur jafhaðarmaður?
I fyrsta lagi: Það er ekki víst að ut-
anríkisráðherra kunni við hana. I ann-
an stað: Fólk í stuðningshópunum
þekkir hana ekki og getur þess vegna
ekki gefið út yfirlýsingu um að hún
hafi staðið sig sem skyldi í sendiráð-
inu. Stuðningshópurinn hefur ein-
faldlega enga reynslu af þessari konu.
Misskilningur þessi er því miður
dýpri en menn gera sér í fljótu bragði
grein fyrir - fólk virðist hreinlega ekki
skilja Jafnaðarmannaflokk Islands og
þá hugsjón sem hann stendur fyrir,
jafhaðarstefhuna sjálfa; að öllum op-
inberum stöðum og embættum skuli
jafnað niður á formannsholla alþýðu-
flokksmenn eftir því sem við verður
komið. Að efla einn flokk til ábyrgðar,
ef svo mætti segja.
Margur skjólstæðingur Jafhaðar-
mannaflokks íslands hefur átt í
nokkru basli með að kyngja velgjörð-
um formanns síns, svo hratt eru þær
fram bornar og vel útilátnar. En þó er
það hin gamla íslenska öfund og póli-
tíska rætni sem einkanlega hefur spillt
lystinni. Þess vegna yljar það inanni
um hjartarætur að sjá nánast alla flóru
íslenskrar þjóðar rísa upp og mót-
mæla. Þar eru í breiðfylkingu af-
burðafólk á sviði lista og viðskipta og
svo bara venjulegt fólk, sem vinnur
störf sín í kyrrþey. Dásamlegt. Dá-
samlegt vegna þess að allir vita að
enginn veit hver verður næstur.
Höfundur er áhugamaður um
framgang jafnaðarstefhunnar og
persónulega stjómsýslu.
Alþýðubandalagsfólks í Reykjaneskjördœmi og Suður-
landskjördœmi laugardaginn 3. september 1994 kl. 16.00
- 23.00 að Nesi í Selvogi - milli Strandakirkju og
Selvogsvita.
Fjölskylduleikir, skemmtiatriði, grillveisla, kvöldvaka við
varðeld og flugeldasýning.
nns
Allir velkomnir - líka úr öðrum
kjördæmum og utan flokka
- börn og foreldrar
- afar og ömmur
-frœndur og frœnkur
- vinir og kunningjar
Mætum öll!
Engin fyrirhöfn!
Matur og drykkur á staðnum!
Gerum okkar glaðan dag!
Alþýðubandalagið á Reykjanesi og á
Suðurlandi efnir til fjölskyldu-
hátíðar í Selvogi laugardaginn 3. sept-
ember nk. frá kl. 16.00 - 23.00.
Allt Alþýðubandalagsfólk, einnig úr
öðrum kjördæmum og aðrir velunnar-
ar og samstarfsfólk flokksins er
velkomið ásamt ættmennum, vinum og
kunningjum.
Hátíðarsetning á Nesi
Safnast verður saman á hátíðar-
stað í Nesi milli kl. 16.00 og 17.00
laugardaginn 3. september.
Greiðar akstursleiðir eru frá öllum
byggðarlögum í Reykjaneskjör-
dæmi og í Suðurlandskjördæmi.
Aðalvegir eru í gegnum Prengslin,
eftir Krísuvíkurleið og Suðurlands-
vegi.
Fjölskylduleikir
Þegar hátíðargestir hafa safnast
saman milli kl. 16.00 og 17.00
verður upp úr kl. 17.00 efnt til
margvíslegra Qölskylduleikja þar
sem ungir og aldnir geta skemmt
sér meðan beðið er eftir að hin
glæsilega grillveisla hefjist.
Heimsóknir í Selvogsvita og
Strandakirkju
Þeir hátíðargestir sem áhuga hafa
geta einnig heimsótt Selvogsvita og
Strandakirkju, kannað útsýnið eða
átt kyrrláta stund í hinni sögu-
frægu Strandakirkju.
Hátíðarsetning
Upp úr kl. 18.00 verður fjölskyldu-
hátíðin formlega sett með ávörpum
alþingismannanna Margrétar
Frímannsdóttur og Ólafs Ragnars
Grímssonar.
Söngur og annar gleðskapur
verður einnig í upphafi hátíðar.
Stórkostleg grillveisla
Kl. 19.30 hefst stórkostleg grill-
veisla með öllu tilheyrandi.
Grillaðir verða heilir skrokkar, læri
og pylsur. Einnig verður á boð-
stólum frábært grænmeti úr
gróðurhúsum í Hveragerði og hið
landsfræga kartöflusalat Selvogs-
hátíðar.
Kvöldvaka við varðeld
Kl. 21.00 verður kveikt í miklum
bálkesti sem reistur hefur verið úr
rekaviði í Selvoginum. Þar verður
efnt til kvöldvöku með marg-
víslegum skemmtiatriðum, söngv-
um og hljóðfæraslætti.
Flugeldasýning og mótsslit
Kl. 23.00 verður flugeldasýning og
fjölskylduhátíðinni slitið.
Þátttökugjald - matur innifalinn
Þátttökugjald er kr. 700 og er þá
fjölhreyttur matur innifalinn. Börn
tólf ára og yngri fá frítt og greiða
ekki sérstaklega fyrir matinn.
Drykkjarföng, öl, gos og ávaxtasafi
verða seld sérstaklega.
Þátttökutilkynningar
Til að auðvelda skipulagningu ijöl-
skylduhátíðarinnar og til að tryggja
að allir fái nægan mat og geti gert
sér glaðan dag eru þeir sem ætla
að koma vinsamlega beðnir að
tilkynna sig og sína á skrifstofu Al-
þýðubandalagsins, sími 91-17500
eða til Margrétar Frímannsdóttur,
sími 98-31244 eða til Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, sími 91-623575.
Útbúnaður
Hátíðargestir eru minntir á að hafa
með sér góðan skófatnað og
hlífðarföt svo og sessur til þess að
sitja á ef rakt skyldi vera á jörðu.
Alþýðubandalagið
Reykjaneskjördæmi
Suðurlandskjördæmi