Vikublaðið


Vikublaðið - 26.08.1994, Síða 12

Vikublaðið - 26.08.1994, Síða 12
Munið áskriftarsímann 17500 Uppreisn gegn siðlaus- um viðskiptaháttum s g hef verið viðloðandi neyt- endamál lengi og mér finnst að almenningsálitið sé að breytast. Fólk gerir meiri kröfur, íýlgist betur með og við erum að sjálfsögðu ánægð með það, því um leið fær málstaður okkar betri hljómgrunn. Fólk bregst harðar við, t.d. gagnvart þjónustugjöldum bankanna, sem því finnst að sé ver- ið að þvinga upp á sig. Það gengur í auknum mæli með peningana á sér eða nýtir sér póstgírórcikningana. Fólk vill heldur ekki láta verðsam- ráð oUufélaganna líðast, en því miður eru þar engir valkostir, utan að láta bílinn standa, segir Jóhann- es Gunnarsson hjá Neytendasam- tökunum í samtali við Vikublaðið. Einstaklingar og samtök rísa nú í vaxandi niæli gegn óréttmætum við- skiftaháttum og takmarkaðri sam- keppnisstöðu á ýmsum sviðuni. Ekki síst beinist gremja fólks að umdeild- um nýjum þjónustugjöldum fésýslu- stofnana, markaðsráðandi verslunum og ólöglegu verðsamráði olíufélag- anna. Upplýst hefur verið að notkun al- mennings á gíróreikningum Pósts og síma hafi íjórfaldast á aðeins síðustu þremur mánuðum og er það beint svar fólksins við stórhækkun þjón- ustugjalda banka og sparisjóða vegna ávísana- og debetkortaviðskifta. Neytendasamtökin áttu á þriðjudag- inn sérstakan fund með fúlltrúum fé- sýslustofnananna þar sem samtökin kröfðu viðmælendur sína um skýring- ar og réttlætingar á þjónustugjalda- Selvogs- hátíðín verður 3. sept. - Fjölskylduhátíð Alþýðu- bandalagsfólks í Reykjanes- kjördæmi og Suurlandskjör- dæmi á mótum kjördæmanna í Selvogi verður að þessu sinni laugardaginn 3. scptember, en í fyrra tókst fyrsta Selvogshá- tíðin frábærlega og var fjölsótt. Selvogshátíðin er haldin í landi Ness, milli Strandakirkju og Sel- vogsvita, í boði hjónanna Fríðu Ágústsdóttur og Ilafsteins Hjart- ' arsonar. Á dagskrá eru meðal i annars fjölskylduleikir, skemmti- : atriði, grillveisla og kvöldvaka við } varðeld. Þátttökugjald er kr. 700 j og er þá matur innifalinn. Drykk- ' ir eru seldir á staðnum þannig að : samkomugestir þurfa ekki að taka annað með sér en skjólgóð föt og sessur. Allir eru velkomnir, líka úr öðrum kjördæmum og utan flokka. Lesa má nánar um Sel- vogshátíðina í sérstakri auglýs- ingu í blaðinu. BETRA BENSÍN ÁSHEUSTÖD V < . op.no i b•• j Olíufélögin virðast ekki kunna á frjálsa verðlagningu. Bankarnir virðast starfa undir mottóinu: Okkar er valdið, en þau átta sig ekki á því að landslagið er að breytast, segir Jóhannes Gunnarsson. breytingunum og voru svörin á þá leið að gjöldin hér væru sambærileg þeim sem tíðkast erlendis, bara lægri auk þess sem þjónustan væri betri. Vax- andi fjöldi viðskiftavina fésýslustofn- ananna eru á öðru máli. Samkeppnisstofnun skoðar nú mál- efni Hagkaups og Bónuss vegna kæru Samtaka iðnaðarins þess efnis að verslanasamsteypa þessara aðila sé orðin markaðsráðandi og geti m.a. beitt umboðsaðila þvingunaraðgerð- um. Hagkaup og Bónus gengu sem kunnugt er í eina sæng ekki alls fyrir löngu og stofnuðu í kjölfarið dreifing- arfyrirtækið Baug. Ur varð versl- anarisi með einstæða stöðu á niark- aðnum. Samkeppnisstofnun skoðar einnig málefni olíufélaganna sem nýverið öll sem eitt hækkuðu bensínið um tvær krónur lítrann. Bæði samkeppnisráð og Neytendasamtökin telja að um verðsamráð hafi verið að ræða og að samkeppni sé ekki til staðar milli olíu- félaganna í bensínsölu. Aðspurður segir Jóhannes Gunn- arsson að Neytendasamtökin hafi ver- ið ein um það á sínum tíma að vara við afleiðingum þess er Hagkaup keypm helmingshlut í Bónus. „Samþjöppun bitnar fyrst og ffemst á neytendum. Stórkaupmenn eru nú með fúllyrð- Tölvunefnd eltir skottið á sér Stéttarsamband bænda sótti í fyrra um leyfi tölvunefndar til að bera saman ásetningsskrár og sláturinnleggsskrár með það í huga að Ieiða í Ijós umfang heima- slátrunar bænda. Nefndin veitti leyfið en með skilyrðum og hefúr núna sent erindi til Stéttarsam- bands bænda þar sem spurt er hvort Stéttarsambandið telji það í lagi fyrir sitt leyti að skrámar séu keyrðar saman. Skilyrði tölvunefndar fyrir sam- keyrslu ásetningsskrár Búnaðarfé- lags Islands og slámrinnleggsskrá Framleiðsluráðs landsbúnaðarins voru þau að farið yrði með upplýs- ingarnar sem „trúnaðarmál, og varð- veislu þeirra háttað í samræmi við það og óheimilt er að afhenda öðr- um upplýsingarnar sem fást við sam- tenginguna nema að fengnu sérstöku Ieyfi tölvunefndar." Vegna skilyrðanna nýttist heim- ildin ekki Stéttarsambandi bænda til að komast að raun um umfang heimaslátrunar. Málið fór aftur fyrir tölvunefnd og svar nefndarinnar birtist í formi fyrirspurnar tii Stétt- arsambands bænda um það hvort sambandið leyfi að upplýsinganna sé aflað. Stéttarsambandinu virðist því hafa verið selt sjálfdæmi í málinu. ingar sem styðja okkar málstað og hefðu þessar áhyggjur betur mátt koma fyrr. Bankarnir virðast starfa undir mottóinu: Okkar er valdið, en þau átta sig ekki á því að landslagið er að breytast. Og olíufélögin virðast ekki kunna á ffjálsa verðlagningu. Virk samkeppni er grundvallaratriði og ef menn kunna ekki á frjálsa verð- lagningu á ffamkvæmdavaldið að skerast í leikinn og verðleggja fyrir þá,“ segir Jóhannes. I þessu sambandi er rétt að minna lesendur á að á vegum viðskiptaráðu- neytisins og Samkeppnisstofnunar stendur nú yfir vinna við úttekt á eignatengslum og hringamyndun á Is- landi og á affakstur að sjá dagsins ljós fyrir árslok. Samkvæmt heimildum okkar hefur það hægt mjög á þessari vinnu hversu treglega hefur gengið að fá nauðsynleg gögn frá ýmsum fyrir- tækjum. Stórfundur um hverfa- félög Reykjavík- urlistans Reykjavíkurlistinn heldur opinn fúnd á Hótel Sögu á morgun, laugardag, en þar verður rætt um stofnun hverfafélaga Reykjavíkur- listans og annað er lýtur að starfi listans. Fundurinn er um leið stofnfúndur samtaka Reykjavíkur- listans. Stofnun hverfafélaga hefur gengið hægt um sig í sumar, en undirbúning- ur vegna stofnunar hverfafélags Breiðholtshverfa er einna lengst kom- inn. Stofnfúnd þess félags á að halda í Gerðubergi 6. september kl. 20.30. Þá er hverfafélag í Grafarvogshverfi komið á rekspöl. Þá má geta þess að með lækkandi sól í haust munu málefnahópar Reykjavíkurlistans hefja störf á fullu og verða þau mál einnig til umræðu á fundinum á morgun. Fundurinn hefst kl. 14 Alþýðubandalagið vill aukið vægi í Sambandi sveitarfélaga Fulltrúar Alþýðubandalagsins munu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga um næstu helgi gera kröfu til þess að fá aukið vægi í fulltrúaráði og stjóm sambandsins, í Ijósi kosningasigurs flokksins í sveitarstjómarkosning- unum í vor. Þá er uppi umræða um að hinir fjölmörgu fulltrúar óháðra lista fái mann inn í níu manna framkvæmdastjóm sambandsins. Að líkindum kæmi það í hlut Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks að láta mann af hendi. Fulltrúaráð sambandsins skipa 45 manns, en í níu manna framkvæmda- stjórn sitja nú fjórir sjálfstæðismenn, sem að auki hafa formennskuna, tveir framsóknarmenn, tveir alþýðuflokks- menn og einn frá Alþýðubandalaginu, Sigríður Stefánsdóttir. Fyrir utan að rætt sé um að annar alþýðubandalags- maður komi fyrir krata er talað um að sjálfstæðismaður víki fyrir sameigin- legum fulltrúa óháðra eða gefi eftir formennskuna. Á landsþinginu sitja 229 fulltrúar frá 173 sveitarfélögum. Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur hafa sterka stöðu vegna mikils vægis sveit- arstjórna landsbyggðarinnar og má nefria að í 45 manna fulltrúaráði eru aðeins 9 úr Reykjavík og á þingið sjálft koma þaðan aðeins 14 fulltrúar. I fúll- trúaráðinu sitja aðeins 15 fúlltrúar Reykjavíkur og Reykjanesskjördæmis.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.