Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 BLAÐ SEM V I T E R Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir- Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls íjölrniölun hf. Ríkisstjórnin missir tiltrú markaðarins Ríkisstjórnin er lent uppá skeri með sína helstu kenni- setningu, að markaðurinn skuli ráða vaxtastiginu. Und- anfarið hefur vöxtum verið haldið niðri með handafli en dag frá degi þverr máttur ríkisstjórnarinnar og brátt fell- ur tjaldið. Peningamarkaðurinn er núna í biðstöðu vegna þess að stærstu fjárfestarnir halda að sér höndum og bíða vaxtahækkana. Ríkisstjórnin hefur ekki lengur tiltrú þeirra aðila sem mynda raunverulegt bakland hennar. I lok síðasta árs stóðu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að samræmdum aðgerðum til að lækka vexti. Markmiðið var að ná vöxtum niður í 5 prósent og í október gaf Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra út þá yfirlýsingu að rík- issjóður myndi ekki selja ný spariskírteini með hærri raunvöxtum en 5 prósent og heldur taka erlend lán en að hækka vextina. Seðlabankinn hóf á sama tíma stórfelld kaup á spariskírteinum, húsbréfum og húsnæðisbréfum til að halda vöxtunum niðri. I vetur og fram á vor tókst að halda ávöxtunarkröfum fjárfesta innan við 5 prósent. Þá var Seðlabankinn búinn að kaupa ýmiskonar ríkis- verðbréf fyrir um 6-7 milljarða króna. Aætlunin gekk útá það að þegar inngripum Seðlabank- ans í verðbréfamarkaðinnn linnti væri búið að festa 5 prósent vexti í sessi. Mikilvægasti þátturinn í þessu ferli er að markaðurinn fái trú á því sem ríkisstjórnin er að gera og að fjárfestar sjái þess merki að ríkisfjármálin séu nokkurn vegin í lagi. En það kom strax á daginn að þeg- ar Seðlabankinn dró úr kaupum á ríkisverðbréfum í sumar, og hin tilbúna eftirspurn hvarf þar með, þá jókst þrýstingurinn á vextina og fjárfestar treystu sér ekki að kaupa verðbréf sem bera 5 prósent vexti. I útboðum Húsnæðisstofnunar undanfarnar vikur hef- ur markaðurinn kveðið upp þann dóm að ríkisstjórninni sé ekki stætt á vaxtastefhu sinni og fjárfestar halda að sér höndum vegna þess að þeir búast við vaxtahækkunum innan tíðar. Ahrifamestu aðilarnir á peningamarkaðnum hafa enga trú á því að ríkisstjórninni takist að ráða við aðsteðjandi vanda. I stað þess að viðurkenna skipbrot hefur ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að halda vöxtum niðri með handafli í formi erlendra lána. Þó hafa for- ystumenn ríkisstjórnarinnar kilfað á því allt kjörtímabil- ið að erlend lán ríkissjóðs nálgist hættumörk. I síðustu kjarasamningum var þeirri meginstefnu ríkisstjórnar- innar mjög haldið á lofti að ekki kæmi til greina að auka erlendar lántökur. A aðalfundi Seðlabankans í mars síðastliðnum varaði þáverandi aðalbankastjóri Seðlabankans, Jón Sigurðs- son, ríkisstjórnina við því að gera ekki ráðstafanir til að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs. Hann sagði aðhald nauðsynlegt til að vaxtalækkunin verði varanleg. En rík- isstjórnin hefur ekki haft þrek til þess að ráðast í aðgerð- ir sem myndu draga úr lánsfjárþörf vegna þess að hún er sjálffi sér sundurþykk. Umræðan í ágústmánuði um haustkosningar sýndi að innst inni veit Davíð Oddsson forsætisráðherra að ríkisstjórnin hefur lokið hlutverki sínu. En hann fann ekki trúverðuga átyllu til að slíta stjórnarsamstarfinu og landsmenn munu sitja uppi með verklausa ríkisstjórn í vetur. Afleiðingin verður sú að vextir munu hækka og afturkippur kemur í atvinnulífið með tilheyrandi atvinnuleysi og bölmóði. Almenningur mun gjalda dýru verði þrásetu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Sjónarhorn Lengri skóladag - ekki lengra skólaár Aað lengja skólaárið? Svo er spurt í kjölfar skýrslu nefnd- ar um mótun menntastefnu og draga að grunnskólalögum sem menntamálaráðherra lagði fram á dögununt. Þar er lagt til að skólaár- ið hefjist 15. ágúst og ljúki 15. júní og kennsludagar verði amk 180. Rökin eru þessi: - Skólaárið hér er scittra en hjá nágrannaþjóðum. - Brecttir lífshættir, brectingar ' og samdráttur á vinnumarkaði kalla á lengra skólaár. - Skólaárið er illa nýtt. - Jákvætt samband er á milli lengdar skólaársins, nýtingar skólatímans og námsárangurs. Sauðburður á glærum Hjá okkur er skólaárið 173 dagar. A sumrin hafa nemendur verið mik- ilvægur vinnukraftur. Það hafa vissulega orðið bre^tingar í þjóðfé- laginu. Atvinnuleisi hefur aukist og þörfin fcrir vinnu æskunnar minnk- að. Rétt er að skoða vandlega þetta séríslenska fcrirbæri sem sumár- vinna barna og unglinga er. Þroskar sumarvinnan neinendur kannski meira en fleiri dagar á skólabekk? Ef svo er þá eigum við hiklaust að efla þennan þátt í uppeldi íslenskrar æsku. Við kennarar getum ekki gert neitt í skólastofunni sem kemur í staðinn fi;rir þá re^nslu sem ung- lingar fá á vinnumarkaði. Kennslu- kona í sveitaskóla lét þessi orð falla í umræðu um lengingu skólaársins: „E^rr hætti ég að kenna en að sýna sauðburð á glæru". Börn í skólabúðum - foreldrar í vinnubúðum Bre^tingar á þjóðfélaginu sem m.a. felast í aukinni atvinnuþátttöku kvenna eru notuð sem rök (Lrir lengingu skólaársins. Það er ertginn heima til að sinna börnunum og því talið eðlilegt að börnin séu lengur í skólanum. Þetta viðhorf er mér lítt að skapi, en það sýnir vel afstöðu stjórnvalda til barnafólks. Eitthvert mesta böl okkar tíma er ill meðferð á barnafólki. T aun einnar þ;rirvinnu Hafsteinn Karlsson nægja ekki til að framflecta fjöl- slcddu og báðir foreldrar verða þá að vinna úti. Þó börnin verði lengur í skólanum verður stóra vandamálið enn til, útpískaðir foreldrar sem ekki hafa tíma til að sinna börnum sínum. Eru ekki til aðrar leiðir sem gefa fjölskildum kost á að vera meira saman? Hvað með það mikla hækkun grunnlauna að dagvinnu- laun eins nægi fjölsktldunni? I flest- um tilfellum er heimilið best börn- um. Það ástand sem er í þessum málum er afleiðing þess hve stjórn- völd hafa í raun verið fjandsamleg börnum. Ríkið vill ekki ræða kjarasamninga Ein rökin fcrir lengingu skólaárs- ins eru að það sé svo illa nýtt. Víst mætti nota það betur. En hver ber áhcrgðina? Sl. skólaár voru starfs- dagar í níu mánaða skólum 172. Raunverulegir kennsludagar voru hins vegar ekki nema 144 - 155. I reglugerð sem gefin var út af Olafi G. Einarsscni menntamálaráðherra 1992 segir að níu mánaða skólar megi fella niður kennslu allt að 12 dögum vegna prófa eða annars námsmats og að auki verja allt að 12 dögum til annarra starfa en kennslu. Samtals eru þetta 24 dagar! Þá eru efdr 148 dagar. Af þeim fer einn í skólasetningu og annar í skólaslit. Samkvæmt reglugerð Olafs er kennsludagafjöldi í níu mánaða skóla 146. Starfsdagarnir eru ætlað- ir til áætlanagerðar, samstarfs kenn- ara og fleiri slíkra verka. Það er tómt mál að tala um að slá þá af án þess að til komi lækkun kennslu- sk^ldu. Vilji er hjá Kennarasam- bandi Islands til þess að bre^ta þessu, en samninganelhd ríkisins fær ekki grænt ljós hjá menntamála- ráðherra til þess. Sökin er því hans. Fleiri tímar í skólabíl Enn ein rökin t;rir lengingu skólaársins eru þau að erlendar rannsóknir sýna fram á jákvætt sam- band milli lengdar skólaársins, nýt- ingar skólatímans og námsárangurs. Auðvitað vakna ýmsar spurningar þegar litið er á aðstæður hér á Iandi. Má vænta aukins námsárangurs hjá þeim börnum sem ekið er með skólabílum daglega? I þéttbýlustu sveitum landsins þurfa börn jafnvel að sitja tvær stundir á dag í skólabíl. T angar setur í skólabílum hafa nei- kvæð áhrif á námsárangur. T enging skólaársins fjölgar þeim dögum-sem nemendur þurfa að ferðast með skólabíl. Og þá er a.m.k. farinn sá aukni árangur sem fæst með fjölgun kennsludaga. Mér hefði fundist eðlilegra að lengja daglegan skóla- tíma nemenda, en það er ekki gert ráð f^rir því í frumvarpsdrögunum. Lág laun foreldra og kennara undirrót vand- ans Ef aðstæður fjölskcldna skóla- barna verða ekki bættar, þá batnar skólakerfið ekki. Öll sú vinna sem 18 manna nefndin hefur lagt í skýrslu sína er því til einskis ef laun verða áfram jafn lág og þau eru nú. Þá hefur enginn tíma til að sinna börnunum eins og þarf. Ekki for- eldrarnir, ekki kennararnir, enginn. Þá verða börnin áffam illa Erir köll- uð og ekki líkleg til mikilla átaka í námi, hversu lengi sem þeim verður gert að sitja á skólabekk. Ráðamenn hafa áhuga á að sam- ræma allt mögulegt hér á landi við það sem er í nágrannalöndunum. Skólakerfið, klukkuna, sveitarfélög- in. Það er kannski ekki vitlaust að samræma laun okkar við það sem gerist t.d. í Noregi og Danmörku. Þá fá íslenskir launaþrælar 120- 150% hækkun grunnlauna! Höfundur er formaður Sam- taka fámennra skóla

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.