Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 Efnahagurinn 9 arfyllri í hugum hins almenna borgara en ýmis þeirra óskiljanlegu hugtaka sem stjórnmálamennirnir þyrla um sig, þegar þeir komast í vandræði með að svara einföldum en þýðingarmikl- um spurningum. Hazel Henderson hefur iagt mikið af inörkum til að varpa Ijósi á hina brennandi spurningu nútímans: „Hvað felst í lífsgæðum ?“ Byltingarkenndar hug- myndir í vaxtamálum Dr. Margrit Kemiedy er þýskur arkitekt með ffamhaldsmenntun í al- þjóðamálum. I tengslum við störf hjá UNESCO og OECD fékk hún áhuga á umbótum á sviði peningamála, skatta og eignarhalds á landi. Bók hennar, Interest and inflation free rnoney - how to create an exchange medium that works for everyhody (ISBN: 3-9802184-0-6), heför vakið feikna athygli hjá umhverfissinnum og vísa ég m.a. til greinar efdr dr. Inga Rúnar Eðvaldsson í Vikublaðinu 29. júlí, sl. urn sænska útgáfu bókarinnar. Þar segir m.a.: „Kennedy bendir réttilega á að mildl vanþekking ríki um peninga og gangvirki þeirra... Núverandi vaxta- kerfi og vextir fylgi í raun sjúklegu vaxtarmynstri, ef tekið er mið af vexd í náttúrunni... Kennedy telur að vaxtakostnaður nemi um helmingi af andvirði allra vara og þjónustu... ef unnt væri að afnema vexti yrðum við helmingi efnameiri en við erum í dag, eða við gæturn unnið rninna en við gerum að óbreyttu... Annar misskiln- ingur er sá að allir hagnist eða tapi jaffi miklu á vaxtakerfinu. Kennedy % hækkun frá 1968 til 1982 Mynd 2 sýnir ffam á að 80% þýsku þjóðarinn- ar tapi beinlínis á vaxtakerfinu en að- eins 10% þjóðarinnar græði inargfalt á því. Af þessu má ráða að slagorð Mynd 1 Tekjuskipting 10 hópa. Vaxtagreiðslur heimilanna í þú. marka 1982. (V-Þýskaland) 1 Grei ddir v (D X —i ■ ■ Græ i i iddir vextir ■ ■ ■ ‘ - m 1 ■ i_ [ I = £ i. % li 1000 DM 70 60 50 40 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 banka og annarra peningastofnana: „láttu peningana vinna fyrir þig!“ stenst ekki fyrir langflesta viðsldpta- menn þeirra. (Mynd 1) Þannig gerir kerfið hina ríku ríkari og fátæka fátækari. Margrit Kennedy telur að það ríki eða svæði sent fyrst gerir þessar um- bætur uppskeri eftirfarandi: - verðbólga hverfur - félagslegur jöfnuður eykst - atvinnuleysi minnkar - verð vöru og þjónustu lækkar um 30-50% - veruleg uppsveifla í fyrstu - síðar stöðugt efnahagslíf Hún telur jafnffamt að áðurnefhdar umbætur komi meirihluta jarðarbúa til góða. A það jafht við fátæka sem ríka og ekki síst mun það draga úr fé- lagslegum ójöfnuði og koma í veg fyr- ir eyðingu náttúruauðlinda. En tíl þess að svo megi verða þarf að breyta pólitískum áherslum og þar ber öllum skylda til að leggja málefninu lið.“ Gífurlegur fengur yrði í því að snara ofangreindu verki Margrit Kennedy yfir á íslensku og taka áhersluatriði hennar til alvarlegrar umræðu hér. Eg get hins vegar ekki látið hjá líða að birta nokkrar af skýr- ingarmyndum hennar hér, sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar grein Inga erlesin. Ríkisstjórnir uin víða veröld, sem og stjórnmálamenn, bankastjórar og hagffæðingar, reyna af veikum mættí að hafa stjórn á öllum vandamálunum, sem spretta upp í kringum peninga- kerfið. Viðbrögð þeirra vilja verða mjög á einn veg - glíma við afleiðing- ar - ekki orsakir. Þegar gengið er til kosninga Iofa allir því saina; að berjast gegn verð- bólgunni, bæta velferðarkerfið og gera umbætur í umhverfis- og nátt- úruverndarmálum. En sannleikurinn er sá að sífellt verður erfiðara að glíma við vaxtadraug veldisvaxtarins. I stað þess að vernda velferð og umhverfi neyðast stjórnirnar til að höggva að rótuin þessara þátta til að fórna pen- ingum á altari vaxtanna. Þróun nokkurra hagstærða í Þýska- ■landi sýnir hvert stefnir. (Ef miðað væri við íslenskar stærðir kæmist þessi mynd ekki fyrir á blaðsíðunni! Sjá mynd 2) Vinstri menn verða að leita nýrra leiða Forystumenn félagshyggjunnar á íslandi hafa flestir haft ofurtrú á lausnuin hagffæðinganna, sem hafa í reynd verið að gera hina ríku ríkari og fátæka fátækari. Flestir hagffæðing- arnir segja líka að hagvöxtur verði að aukast eigi störfum að fjölga á nýjan leik. Sannleikurinn er hins vegar sá að beint samhengi er á milli vaxta og at- vinnuleysis. Nýlega hafa komið ffam niðurstöð- ur Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, þar sem þróun vísitölu hagtalna stærstu hagkerfa heimsins er stillt upp við hlið vísitölu nýrra starfa í ffamriðinni. Sú ffamtíð er ekki glæsi- leg, gangi spáin efrir. Þetta fyrirbæri, vöxtur án atvinnu, veldur mönnum víða áhyggjum og kvíða. Frumgerð vinnukerfisins hefur verið að gjörbreytast og mun hraðar nú á níunda tugnuin að því er tölur virðast sýna. Aðgerðir á íslandi til að bregðast við þessu eru enn sem komið er af- skaplega fálmkenndar. Við þessar að- stæður gætí hins vegar verið gott til- efni til að hrinda ýmsum góðurn hug- myndum þeirra Hazel Henderson og Margrit Kennedy í framkvæmd. Þar má meðal annars nefna: • Auka fjáfestingu í menntun, endur- menntun og rannsóknum. • Yta undir starfseini smáfyrirtækja með styrkja- og skattaúrbótum. • Auka áherslu á bætt þjónustukerfi fyrir elstu og yngstu borgarana. • Veita vinnuaflsffekum fyrirtækjum skattaleg ffíðindi. • Deila vinnunni betur og stytta vinnuvikuna. Höfundur er umhverfisverk- ffæðingur Skipting peningaeignar í Þýskalandi 50% fólksins á ! 50% fólksins á 4% peninganna l 96% peninganna Mynd 3 AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 10.09.94-10.03.95 10.09.94- 10.03.95 10.09.94 - 10.03.95 kr. 79.152,80 kr. 50.049,40 kr. 27.223,60**) *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30 ágúst 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.