Vikublaðið


Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 02.09.1994, Blaðsíða 4
4 VIKUBLAÐIÐ 2. SEPTEMBER 1994 Sœlir eru hógvœrir Vinstrlmenn stofna hfeandi stnrnm^asamtöh Einkennandi fyrir til- raunir með vinstrisam- tök síðustu árin er að fundarsókn hefur verið í öfugu hlutfalli við stórhuga markmið fé- laganna; fáeinar hrœð- ur hafa mœtt á stofn- fundi félaga sem hafa haft umsköpun flokka- kerfisins á stefnuskrá sinni. Á laugardaginn gerðist það hinsvegar að ný samtök félags- hyggjufólks, Regnbog- inn, héldu sinn fyrsta fund ífyllstu hlédrœgni í Súlnasal Hótel Sögu en trekktu engu að síð- ur að á milli þrjú og fjögur hundruð manns. Fundurinn á Hótel Sögu var ekki vel auglýstur og undirbúnings- hópurinn gerði sér ekki rniklar væntingar um aðsókn. Agústmánuður er alla jafna ekki talinn rétti tíminn til að stofna félög og allra síst stjórn- málasamtök. Veg og vanda að fundin- um átti félagshyggjufólk sem starfaði fyrir framboð Reykjavíkurlistans í vor. Þetta var fótgönguliðið, ekki borgar- fulltrúarnir og atvinnupólitíkusarnir. Milli þrjátíu og fjörutíu manns hittust reglulega á kaffihúsum í sumar til að ræða stofnun samtakanna og samstaða myndaðist um það að ekki væri rétt að híða haustsins. Meðal annars var talið að pólitísk spenna vegna Alþingis- kosninganna myndi hafa truflandi á- hrif á félagsstofnunina ef hún drægist fram yfir setningu þingsins í október. Regnboginn - samtök um Reykja- víkurlistann er framhald af sigri Reykjavíkurlistans í borgarstjórnar- kosningunum sem mörkuðu tímamót í íslenskri stjórnmálasögu. Hængur- inn er hinsvegar sá að enginn einhug- ur er um það hvaða ályktun félags- hyggjuflokkarnir eigi að draga af úr- slitum kosninganna, nema sjálfsagða hluti eins og það að Sjálfstæðisflokk- urinn standi höllum fæti í sínu forna höfuðvígi. Og vegna þess að engin samstaða hefur myndast um pólitíska þýðingu Reykjavíkurlistans grípur um sig taugaveiklun þegar ffamtíðarskip- an framboðsins kemst á dagskrá. Taugaveiklunin leiðir til þess að það fólk sem vinnur að málefnum Reykja- víkurlistans, og hefur ekld beint uin- boð einhvers þeirra fjögurra flokka sem stóðu formlega að framboðinu, er hálffeimið í starfi sínu. Þar er komin skýringin á því að stofnun Reykjavík- urlistans var ekki kynnt ineð lúðra- blæstri heldur með litlum og látlaus- um auglýsingum. En áhuginn fyrir sveitarstjórnarpólitík í Reykjavík er orðinn það mikill að á milli þrjú og fjögur hundruð manns vildu fá meira að heyra um stjórnmálahreyfinguna sem sigraði Sjálfstæðisflokkinn. Samtök fólks og samtök flokka Það kom líka á daginn að jafnvel í dauflegum ágústmánuði skapast titr- ingur í kringum Reykjavíkurlistann. 1 laugardagsútgáfu Tímans var áber- andi frétt á baksíðu um það að stofn- fundur Regnbogans væri ótímabær og vitnað til óánægju Valdimars K. Jóns- sonar, formanns fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík, og Sig- urðar T. Björgvinssonar fram- kvæmdastjóra Alþýðuflokksins. - Viðbrögðin komu okkur á óvart. Við höfðum átt fund með Samtökum um Reykjavíkurlistann [fjórflokka- stofnunin sem formlega bauð fram listann í vor] þann 3. ágúst í Ráðhús- inu og þar var stofnun Regnbogans rædd. Við fengum engar aðrar meld- ingar en þær að þeirra vegna væri í lagi að stofna samtökin, segir Kristján E. Guðmundsson, markaðs- og fé- lagsffæðingur, sem starfaði ötullega í allt sumar að undirbúningi stofnfund- arins. Fundinn sem Kristján vísar til sátu fyrir hönd fjórflokkanna Kristín Arnadóttir Kvennalista, Arni Þór Sig- urðsson Alþýðubandalagi, Pétur Jóns- son Alþýðuflokki og Valdimar K. Jónsson Framsóknarflokki. Skeytasendingin í Tímanum hafði þau áhrif að Kristján, sem tók fyrstur til máls á fundinum á Hótel Sögu, var varla búinn að bjóða fundarmenn vel- komna þegar hann lét þess getið að flokkarnir fjórir væru samþykkir því að stjórnmálasamtökin Regnboginn yrðu stofnuð. En hann var líka fljótur að bæta við að samtökin væru ekki stofnuð til að bjóða fram lista til þing- Kristján E. Guðmundsson setti fundinn og reyndi að sefa ótta þeirra sem héldu að félagshyggjufólk væri að stofna öfl- ugan stjórnmálaflokk. Bráðabirgða- stjórn Regnbogans- Samtaka um Reykjavíkurlistann Aðalheiður Frantzdóttir Guðrún Rögnvaldardóttir Ingólfur H. Ingólfsson Kort Sævar Asgeirsson Kristján E. Guðmundsson Mörður Arnason Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Sigríður Þorstcinsdóttir Þuríðurjónsdóttir kosninganna í vetur. Orðalag Krist- jáns var saint sem áður ekki afdráttar- lausara en svo að hann sagði það „ekki í huga okkar að stofna stjórnmálaflokk til að bjóða frarn til Alþingis." Hvað býr í huga almennra stuðningsmanna Reykjavíkurlistans? Það sama og í gær? Óflokksbundnir eiga hvergi heima Reykjavíkurlistinn er formlega stofnaður af Alþýðubandalagi, Kvennalista, Alþýðuflokki og Fram- sóknarflokki undir heitinu Samtök um Reykjavíkurlistann. Skipulagslega séð er Reykjavíkurlistinn aðeins frarn- boð enda skuldbundu flokkarnir sig ekki til annars en að starfa að frarn- boðinu og skipta með sér kostnaðin- um af kosningabaráttunni. Ef Reykja- víkurlistinn hefði ekki náð þeiin ár- angri að fella meirihluta sjálfstæðis- manna hefðu flokkarnar fjórir vísast tekið upp fyrri starfsháttu í borgar- stjórn, að andæfa Sjálfstæðisflokknum í laustengdu bandalagi án nokkurta formlegra tengsla sín á milli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði sem borgarstjóraefni lofað kjósendum að í meirihlutaaðstöðu myndi Reykja- víkurlistinn vinna sem ein heild en ekki sem bandalag fjögurra flokka. Flokkarnir sem stóðu að framboðinu höfðu enga fyrirvara á þessu loforði enda margir minnugir erfiðleikanna 1978-1982 þegar borgarstjórnar- meirihluti Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks átti í stöðugum innbyrðis erjum. Kristján E. Guðmundsson lítur svo á að með stofnun Regnbogans sé ver- ið að efna kosningaloforð. Hann bendir á að ef ekki yrðu stofiiuð sam- tök fyrir almenna stuðningsmenn Reykjavíkurlistans og flokkarnir hver um sig myndu sinna almennu póli- tísku starfi þá myndi fjölmargt ó- flokksbundið fólk falla milli þils og veggjar. Kristján og þeir sem tóku þátt í undirbúningunuin að fundinum á laugardag sjá fyrir sér að stofnunin sem flokkarnir bjuggu til um fram- boðið annarsvegar og Regnboginn hinsvegar verði eitt og sama félagið. í drögum að lögurn um félagið er gert ráð fyrir að opinbert nafn þess verði tvístofna: Regnboginn - Sarntök um Reykjavíkurlistann. Málamiðlun magnar leiðin- di Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans voru ekki með í undirbúningi að stofnun félagsins og var það meðvituð ákvörðun af hálfu þeirra sem stóðu fyrir framtakinu. Þó var þess gætt að allir flokkar, og óflokksbundnir, ættu fulltrúa í undirbúningshópnum. Guðrún Rögnvaldardóttir, sem kosin var fundarritari á stofhfundin- um og í bráðabirgðastjórn sem fulltrúi óháðra, segir hugmyndir undirbún- ingshópsins hafa gengið útá það að allir ættu fulltrúa í stjórn Regnbogans. Hvarvetna virðist ríkja mildll skiln- ingur á málamiðlun. Sigríður Þor- steinsdóttir kynnti drög að lögum Regnbogans á laugardaginn og afsak- aði það að stjórn félagsins þyrfti að vera svona stór, 29 manna, með þeiin orðum að taka yrði tillit til allra sjón- armiða. Málantiðlunin kom einnig fram í því að stofnfundurinn á laugar- dag lauk ekki við það verk að stofna félagið heldur var kosin bráðabirgða- stjórn setn á að starfa í um það bil þrjár vikur, eða þangað til að hóparn- ir í og við Reykjavíkurlistann herða sig upp í það að stofna félag með starf- hæffi stjórn. Málainiðlun er nauðsynleg í pólitík en þegar hún verður yfirþyrmandi gerir hún stjórnmál leiðinleg og það gerðist á laugardag. Fundurinn á Hót- el Sögu stóð yfir í klukkutíma, frá kortér yfir tvö til kortér yfir þrjú. Eft- ir að Kristján E. Guðmundsson hafði gert grein fyrir undirbúningsstarfinu og Sigríður Þorsteinsdóttir kynnt drög að lögum kynnti fundarstjóri, Sólveig Olafsdóttir, tillögu uppstill- ingarnefndar um níu manna bráða- birgðastjórn. Það skemmtilegasta við uppleggið var að nafn Marðar Arna- sonar gleymdist þegar tillagan var les- in upp og var gerð athugasemd við það utanúr sal. Eftir fundinn var Mörður sakaður um að hafa planað síðbúna innkomu til að draga að sér athyglina. Annars gerði enginn at- hugasemd við tillögu um bráða- birgðastjórn. Guðmundur Andri Thorsson flutti þvínæst hugvekju sem vakti hrifningu fundarmanna. F.rindi Guðmundar var snoturlega fléttað skop og pólitík með svolitlu af svört- um húmor, eins og lesa má hér á opn- unni. Fangi eða foringi? Uinræður voru næstar á dagskrá og þá kom vandræðaleg þögn í salinn. Þögnin var því meira áberandi að í Súlnasalnum var heil hersing af tólki

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.