Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 | 3 T ónlistarárið 2004 var um margt líkt árinu á undan. Allt í sóm- anum gætu verið einkunnar- orðin, en fátt eitt sem uppúr stóð sem einstakt eða fágætt. Gróskan margumtalaða var þó mikil að vanda, tónleikar með sígildri senni- lega aldrei fleiri, að minnsta kosti yfir vetr- armánuðina. Hásumarið er vertíð sumartónleikanna, tónlistarhátíða og sumartónleikaraða, og á þeim vettvangi var mikið umleikis eins og endranær. Þau tímamót urðu á árinu, að frumkvöðull sumartónleika á Íslandi, Helga Ingólfsdóttir, stjórnaði sínum síðustu sumartón- leikum í Skálholti, en þar hófust sumartónleikar fyr- ir liðlega 30 árum. Í árslok var arftaki Helgu kynnt- ur, Sigurður Halldórsson sellóleikari, sem hefur mikla reynslu af tónleikahaldinu í Skál- holti, sem hljóðfæraleikari, en ekki síður sem söngvari í Hljómeyki, sem hefur verið eins konar sumarkór Skálholts frá því hann var stofnaður, og átt stóran þátt í því góða starfi sem þar hefur verið unnið. Framlag Helgu til tónlistarlífsins í landinu verður seint til fulln- ustu metið. Með frumkvöðulsstarfi sínu skap- aði hún hefð fyrir flutningi nýrrar íslenskrar tónlistar í bland við gamla tónlist – músík- mixtúru sem hefur virkað vel og átt miklum vinsældum að fagna. Undir hennar stjórn í Skálholti hafa mörg bestu kórverk þjóð- arinnar á síðustu þrjátíu árum heyrst í fyrsta sinn. En hverjir voru topparnir í tónlistarárinu 2004? Fyrir íslenska tónlist var það tvímæla- laust það að Hauki Tómassyni skyldi hlotnast Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt, Fjórða söng Guðrúnar. Klais-áhrif Svo virðist sem vegsemd Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju sé farin að skila hingað hverjum orgelsnillingnum á fætur öðrum. Orgeltónleikar í kirkjunni voru margir á þessu ári, og þónokkrir afburða góðir. Tón- leikaröðin Sumarkvöld við orgelið skartaði nokkrum afburðaorganistum, þeirra á meðal Bretanum Christopher Herrick. Um áhrifa- mikinn flutning hans á tilbrigðum Liszts við stef Bachs, Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen, sem Liszt samdi eftir að hafa misst tvö börn sín, skrifaði Jónas Sen: „Óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið eitt mergjaðasta augnablik í íslensku tónlistarlífi í lengri tíma.“ Tveimur vikum uppskar franski organistinn Thierry Mechler ekki síðri dóm gagnrýnanda blaðsins fyrir tónleika sína í sömu tónleikaröð, og Stephen Tharp, bandarískur organisti, sýndi bæði fádæma tæknikunnáttu og listfengi á tónleikum sínum í röðinni í ágúst. Þegar Tharp kom svo aftur hingað í desem- bermánuði til tónleikahalds, biðu hans margir þeir sem höfðu heyrt í honum í sumar, og var honum tekið eins og stjörnu – hann hafði í nógu að snúast við að árita tónleikapró- grömm bæði fyrir og eftir tónleika – og í hléi. Fyrri tónleikar hans hér voru með allrabestu tónleikum sem gagnrýnandinn og organistinn Jón Ólafur Sigurðsson hafði heyrt um dag- ana, og stemmningin á mögnuðum tónleikum hans í desember var einstök. Ef til vill voru þetta hápunktar ársins í tón- listinni; – kannski ekki. Það er þó alltént víst að Hallgrímskirkja og Listvinafélag kirkj- unnar hafa sameinast um að leggja þann metnað í orgeltónleikahald, sem sæmir því mikla og góða hljóðfæri sem þar var reist fyr- ir rúmum tólf árum. Nærvera Guðs Listahátíð sveik ekki tónlistarunnendur um góða tónleika nú frekar en fyrri daginn. Þótt allir sígildu tónleikar hátíðarinnar hafi verið sérstaklega góðir, báru án efa af tónleikar kanadíska píanóleikarans Marc-Andrés Hamelin, en sagt hefur verið um töfra hans við hljómborðið að þeir storki náttúrulögmál- unum. „Nærvera Guðs“ var yfirskrift afar lof- samlegs dóms Jónasar Sen, sem sagði að tón- leikarnir hefðu verið hvorki meira né minna en „listræn opinberun.“ Tvennir tónleikar Brodsky-kvartettsins voru gríðarlega vel heppnaðir, og tónleikar I solisti Veneti og Ás- hildar Haraldsdóttur flautuleikara þóttu frá- bærir. Söngstjarna Listahátíðar, rússneska dívan Olga Borodina, sem söng með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, var mistæk, en stór- fenglegur söngur hennar í ítölskum óperu- aríum, var þó talsvert meira en sárabót fyrir það sem á vantaði í ljóðasöngshluta tón- leikanna. Músíkölsku æringjarnir í frönsku sveitinni Klezmer nova áttu eina bestu tón- leika ársins; frábærir músíkantar og sviðs- framkoma þeirra afburða skemmtileg. Á tónleikum þeim sem hér hafa verið upp taldir, voru útlendingar í nánast öllum aðal- hlutverkum. Það er kannski sárt, en stað- reyndin er sú, að enn eigum við nokkuð í land með að standast því snúning sem best gerist erlendis. Okkur vantar einfaldlega ennþá hnjúkana sem rísa upp úr annars þokkalega hálendu tónlistarlandslaginu. Að sama skapi má segja að það sé okkur hollt að fá lista- menn á borð við þessa snillinga hingað til lands, til að bera okkur saman við, en líka einfaldlega til að fá tækifæri til að njóta þess allra besta. Þessar heimsóknir ættu frekar að blása okkur kappi í kinn en að draga úr okk- ur; víkka sjóndeildarhring okkar og bera okk- ur ferska vinda. Orð mín má engan veginn skilja svo að hér séu ekki gerðir góðir hlutir. Öðru nær. Íslensk tónlistarmenning stendur með miklum blóma og tónlistarmenn vinna vel og spila vel, það er reglan, og eins og á síðustu árum, algjör undantekning ef tón- leikar eru með öllu illa heppnaðir. Unga kynslóðin Vonin blaktir þó enn á skarinu og sýnt að senn fari ef til vill að draga til meiriháttar tíðinda í íslensku tónlistarlífi. Yngsta kynslóð tónlistarmanna okkar vakti mikla eftirtekt á árinu, og ljóst að í þeim flokki gætu leynst stórir listamenn. Tríó Gorkí Park, skipað Birnu Helgadóttur píanóleikara, Unu Svein- bjarnardóttur fiðluleikara og Freyju Gunn- laugsdóttur klarinettuleikara hélt afbragðs- góða tónleika í ágúst, en metnaður þessa unga kammerhóps liggur í frábærri spila- mennsku og vel smíðuðum efnisskrám. Jónas Sen fullyrti að Gorkí Park væri þegar einn fremsti kammerhópur landsins. Einn af há- punktum Myrkra músíkdaga snemma á árinu var vafalítið flutningur Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara og Blásarasveitar Reykjavíkur á Konsert fyrir píanó og blásara eftir Stravinskíj. Víkingur er kornungur en hefur þegar vakið mikla eftirtekt fyrir frá- bæran leik. Jónas Sen sagði um leik hans á tónleikunum. „Víkingur er afburða píanisti með gríðarlega tækni; leikur hans var hvass eins og tónlistin krefst, hratt fingraspil var sérlega tært, háskaleg heljarstökk eftir hljómborðinu svo örugg og þróttmikil að það hrikti í flyglinum. Þetta var frábær flutn- ingur og veisla fyrir eyrun.“ Enn eitt ung- mennið heillaði gagnrýnendur á haustdögum. Ari Vilhjálmsson fiðluleikari hélt sína fyrstu einleikstónleika í Salnum og fór gagnrýnandi hástemmdum orðum um frammistöðu hans, og bauð hann þegar í velkominn í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleikara. Ari, Víkingur Heiðar og Gorkí Park eru öll tilnefnd til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna sem bjartasta vonin í sígildri tónlist. Umræða Umræður um tónlistarhús voru óvenju litlar á árinu miðað við fyrri ár. Svo virðist sem þeir sem hafa látið sig byggingu hússins varða treysti því að unnið sé af kappi við und- irbúning, en samkvæmt síðustu áætlun hefst bygging þess á næsta ári, og lýkur árið 2008. Umræður sköpuðust hins vegar um verk- efnaval Sinfóníuhljómsveitar Íslands eftir að gagnrýnendur blaðsins settu út á rýran hlut íslenskrar tónlistar á efnisskrá hljómsveit- arinnar og daður hennar við lágmenningu, sem skiptar skoðanir hafa verið um hvort hafi heppnast sem skyldi. Efnt var til málþings um þessi mál, og annars þar sem staða sam- tímatónlistar var í brennidepli. Það má telja til tíðinda og sérstakt fyrir árið að efnt hafi verið til málþinga af þessu tagi um það sem snýr almennt að tónlist og tónlistarlífi. Tónlistarútgáfa var metnaðarfull á árinu, og bar þar trúlega hæst útgáfu á silfurplötum Kvæðamannafélagsins Iðunnar, en sá mikli sjóður á vafalítið eftir að verða íslenskum tónskáldum og tónlistarmönnum brunnur sem hægt verður að sækja í til nýsköpunar í tónlistinni. Úthlutað var úr Nýsköpunarsjóði tónlistar- innar í annað sinn á árinu, og ljóst að það fjármagn sem í hann hefur verið lagt dugar engan veginn til þeirra fjölmörgu verkefna sem tónlistarmenn og aðrir sækja um fé til. Í árslok náðust samningar milli tónlistar- kennara og sveitarfélaganna, en málefni tón- listarskólanna voru talsvert til umræðu á árinu. Þar eru mörg vandamál enn óleyst og líklegt að umræða um tónlistarmenntun muni setja svip sinn á nýbyrjað tónlistarár. Ár orgelsins, ungdómsins og erlendra gesta Tríó Gorki Park „… metnaðurinn liggur í frábærri spilamennsku og vel smíðuðum efnisskrám.“ Morgunblaðið/Ásdís Marc-André Hamelin „„Nærvera Guðs“ var yfirskrift afar lofsamlegs dóms Jónasar Sen, sem sagði að tónleikarnir hefðu verið hvorki meira né minna en „listræn opinberun.““ Morgunblaðið/Jim Smart Víkingur Heiðar Ólafsson „Einn af hápunktum Myrkra músíkdaga var flutningur Víkings og Blásara- sveitar Reykjavíkur á Konsert fyrir píanó og blásara eftir Ígor Stravinskíj.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Tónlist Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Höfundur er tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Lesbók | Íslensk menning 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.