Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Blaðsíða 9
Morgunblaðið/Golli
Einfaldar og samfélagslegar Hin ástföngnu í rólunni: Rómeó og
Júlía – Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir.
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005 | 9
Það sem stendur upp úr hjá mér í mús-íkinni árið 2004 er í fyrsta lagi stór-tónleikar Rásar 2 við Reykjavík-urhöfn á Menningarnótt. Þessir
tónleikar eru framlag Rásar 2 til Menning-
arnætur og eru, hvað sem hver segir, lang-
stærstu og fjölmennustu tónleikar sem haldnir
hafa verið á Íslandi. Það
er talið að rúmlega
100.000 manns hafi verið
í miðborginni og allir
sem voru í bænum þetta
kvöld heyrðu það sem fram fór á sviðinu þó svo
allir hafi ekki séð það sem fram fór. Þarna
spiluðu Leaves, Írafár, Brimkló og Egó og ég
sem var kynnir á tónleikunum fékk næstum
tár í augun þegar ég stóð á sviðinu og kynnti
Egóið á svið. Mannhafið á bakkanum var svo
yfirþyrmandi.
Í öðru lagi vil ég nefna heimsóknir erlendra
stjarna sem hafa aldrei verið fleiri. Ég sá því
miður ekki Metallica vegna þess að ég var á
Roskilde-hátíðinni það sama kvöld, en þeir
tónleikar sem standa upp úr að mínu mati af
þessum erlendu stjörnum eru tónleikar Lou
Reed í Laugardalshöll. Hann var rafmagnaður
kallinn. Mestu vonbrigðin voru Pixies í Kapla-
krika.
Í þriðja sæti set ég svo Airwaves-hátíðina
þar sem mér fannst mest gaman að hlusta á og
sjá Hjálma. Reggí fær mig alltaf til að brosa
og sjá lífið í lit.
Stórtónleikar
Rásar 2
Popp
Eftir Ólaf Pál
Gunnarsson
opg@simnet.is
Höfundur er útvarpsmaður.
Jónas Ingimundarson á einkar gott meðað laða fram hughrif með tónlistarflutn-ingi sínum og ekki brást hann í þeimefnum á tónleikum í Þjóðleikhúsinu
hinn 26. maí þar sem hann fékk til liðs við sig
karlakórinn Fóstbræður, Bjarna Thor Krist-
insson, bassa og rússnesku sópransöngkonuna
Eteri Gvazava sem heill-
aði áheyrendur ekki síst
með flutningi sínum á
vögguvísu Emils Thor-
oddsens sem lengi verður í minnum haft.
Árið 1826 samdi Beethoven strengjakvartett
sinn op.130 en lokakafli hans, sem nefndur hef-
ur verið „Grosse Fuge“, þótti tyrfinn og erfiður
flytjendum jafnt sem áheyrendum enda fór svo
að tónskáldið samdi nýjan lokakafla fyrir ein-
dregin tilmæli útgefanda síns og þannig hefur
verkið yfirleitt verið flutt síðan. Í október lék
Cuvilliés-strengjakvartettinn frá München
þetta verk fyrir Kammermúsíkklúbbinn í upp-
runalegri mynd og gerði það með þeim glæsi-
brag að auðvelt var að sannfærast um að
Beethoven hafi haft rétt fyrir sér.
Jónas Ingi-
mundarson og
Beethoven
Tónlist
Eftir Helga Hafliðason
helgiha@simnet.is
Höfundur er arkitekt.
Ég tileinka leikhópnum Vesturporti ár-ið 2004. Enginn annar leikhópur hérá landi, ekkert annað leikhús hefurkomist þar sem Vesturport hefur
hælana, hvort sem það er hér heima eða utan
landsteinanna. Sýningar Vesturports eiga það
sameiginlegt að vera einfaldar í sniðum og
tengjast samfélagi okk-
ar með afgerandi og al-
þýðlegum hætti. Leik-
hópurinn hefur gefið af
sér skemmtilega
snerpu og eldmóð inn í íslenska leiklist sem hef-
ur að mörgu leyti einkennst af skorti á þessu
tvennu. Hún hefur haldið sig um of við af-
stöðuleysi, óþolandi hátíðleika, og steindauða og
ástæðulausa fágun sem hefur reyndar breitt yf-
ir erindisleysuna sem allt of margir íslenskir
leikstjórar hafa gert sig seka um. Íslensk leiklist
þarf hugrekki til að þora að fara sínar eigin leið-
ir í sterkri og skýrri framsetningu, til að þora að
senda værukærð og hugleysi út í hafsauga, til að
þora að sýna að íslenskri leiklist liggur eitthvað
á hjarta. Á þessu ári og þeim næstu verður að
lyfta íslenskri leikstjórnarlist að þessu leyti upp
á æðra plan svo við getum borið okkur saman
við það besta í heimi leiklistar, – með bros á vör.
Vesturport
Leiklist
Eftir Hafliða
Arngrímsson
vesturgata27b@simnet.is
Höfundur er leikhúsfræðingur.
greinilega á framfarabraut. Nútímadanshátíð í
Reykjavík fór fram í byrjun september með
fjölbreyttri, en nokkuð misgóðri dagskrá, og í
nóvember sýndi Svöluleikhús Auðar Bjarna-
dóttur m.a. áhrifaríkt dansleikhúsverk við ljóð
og tónlist Dorette og Árna Egilssonar.
Höfundur er danskennari. Stuttar gnæfa hæst, Familieportrett (1mín.), Alt i alt (4 mín.), Solitude (4mín.), Adrift (9 mín.) og HarveyKrumpet (23 mín.). Stuttar íslenskar
voru bestar Bragur, Síðasti bærinn, Síðustu
orð Hreggviðs og Dagur Önnu.
Efst heimildarmynda stendur De Fem
benspænd og pólitískt
efni eins og Fahrenheit
9/11, The Corporation,
The Yes Men, Outfoxed
og The Control Room en einnig lífsreynsla ein-
staklinga eins og S 21 La machine de mort
Khmer, Capturing the Friedmans og Tintin og
jeg. Íslenskt: Rockville, Hestasaga, Blindsker,
Mjóddin – slá í gegn og Pönkið og Fræbb-
blarnir.
Í stýrðu myndunum ljómar af The Saddest
Music in the World, Eternal Sunshine of the
Spotless Mind, 21 Gram, American Splendor,
Dogville, Good bye, Lenin! og Divine Int-
ervention. Af löngum íslenskum bar hæst Í
takt við tímann, Kaldaljós og Sterkt kaffi.
Stuttar
gnæfa hæst
Kvikmyndir
Eftir Ólaf H. Torfason
olafurht@centrum.is
Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi.
Það var ekki oft sem kvikmyndahúsintældu mig til sín á árinu 2004 og þvíauðvelt að kalla fram í hugann þærmyndir sem höfðu áhrif á mig á ný-
liðnu ári.
Lost in translation er sú mynd sem mér þótti
einna eftirminnilegust, handritið einstaklega
vel skrifað, leikstjórn og
leikur óaðfinnanlegur.
Eftirbragðið er ljúfsárt
og persónurnar lifa
ennþá góðu lífi í huga
manns – hverju hvíslaði
Bob að Charlotte og hvað gerði Charlotte svo?
Eternal sunshine of the spotless mind er gott
dæmi um söguþráð sem fer langt út fyrir mörk
raunveruleikans en rígheldur þó í ofurvenjuleg
vandamál hversdagsleikans og nær að snerta
mann með ást þeirra Carreys og Winslet sem
nær yfir gröf og dauða – eða að minnsta kosti
yfir sjálfskapað minnistap.
Þriðja myndin sem kemur upp í hugann er
Goodbye Lenin. Í henni er líka verið að leika á
veruleikann og sýna hversu auðvelt (og fyndið)
er að hagræða honum. Ekki eru tilfæringarnar
gerðar af grimmd – allt gert af góðsemi til að
varna áfalli. En vinnst nokkuð með því að fela
heiminn fyrir fólki?
Þrjár góðar
kvikmyndir
Kvikmyndir
Eftir Sif
Gunnarsdóttur
sif.gunnarsdottir-
@reykjavik.is
Höfundur starfar á höfuðborgarstofu.
Þar sem ég er starfandi á Safni er mérdagskráin þar á árinu 2004 ofarlega íhuga og af mörgu eftirminnileguminnist ég sérstaklega sýningar Kath-
arinu Grosse, Birgis Andréssonar og gjörnings
Ragnars Kjartanssonar. Þá fannst mér dagskrá
Listasafns Íslands góð, t.d. Flúxussýningin og
sýningin á íslenskri sam-
tímalist. Listasafn
Reykjavíkur bauð líka
upp á nokkrar frábærar
sýningar en ég vil minn-
ast á glæsilega fræðsludagskrá meðfram sýn-
ingu Ólafs Elíassonar. Opnun Nýlistasafnsins í
fallegu húsnæði og opnun nýs gallerís, 101, voru
merkisviðburðir og ekki má gleyma Banananas
og Galleríi Dverg. Málverk Gabríelu Friðriks-
dóttur í i8 eru mér ofarlega í huga og þátttaka
gallerísins í Basel-kaupstefnunni var gleðileg.
Síðast en ekki síst stóð Kling og bang / Klink og
bank fyrir athyglisverðri dagskrá allt árið um
kring og stendur upp úr í framsækni og fersk-
leika á árinu. Í neikvæðum tíðindum úr listalíf-
inu slá málalok í málverkafölsunarmálinu allt út.
Kling og bang /
Klink og bank
Myndlist
Eftir Markús Þór
Andrésson
markus@this.is
Höfundur er myndlistarmaður.
Hér fara á eftir ákaflega persónu-legar hugleiðingar um bækur árs-ins 2004, þar sem því fer fjarri aðég hafi lesið allt sem út kom og á
enn eftir verk eftir höfunda sem ég vænti að
hefðu sett sitt mark á þetta og vil ég þar nefna
helstar Auði Ólafsdóttur, Auði Jónsdóttur og
Kristínu Ómarsdóttur.
Mig langar sérstaklega
að vekja athygli á lítilli
bók sem gæti auðveld-
lega horfið í æsingnum,
en ég tel með betri sjálfsævisögulegum textum
á íslensku en það er Sólin sest að morgni eftir
Kristínu Steinsdóttur. Talandi um þessa grein
bókmennta vil ég líka nefna bækur sem komu
út fyrr á árinu og tóku því eiginlega ekki þátt í
jólaslagnum, Opnun kryppunnar eftir Odd-
nýju Ævarsdóttur og 39 þrep Eiríks Guð-
mundssonar. Af skáldsögunum eru Sam-
kvæmisleikir Braga Ólafssonar
óviðjafnanlegir og Kleifarvatn Arnaldar há-
gæðaafþreying. Og svo komu út tvö ritgerða-
söfn á árinu sem sýna mjög skemmtilega fram
á fjölbreytileika bókmenntafræðinnar hvort á
sinn hátt, Engill tímans, minningarrit um
Matthías Viðar Sæmundsson og ritgerðasafn
Kristjáns Árnasonar, Hið fagra er satt.
Sólin sest
að morgni
Bókmenntir
Eftir Gunnþórunni
Guðmundsdóttur
gunnth@hi.is
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Lengi verður í minnum haft Söngvararnir Eteri Gvazava og Bjarni
Thor Kristinsson og Jónas Ingimundarson píanóleikari í Salnum.
Morgunblaðið/Sverrir
Algjört hneyksli Niðurstaðan í málverkafölsunarmálinu var stórslys.
Stærstu tónleikar á Íslandi Tónleikar Rásar tvö á menningarnótt voru sóttir af um eitt
hundrað þúsund manns.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eftirminnilegust Bill Murray og Scarlett Johansson í kvikmyndinni Lost in Translation.