Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005
!
Þrátt fyrir allt, þykir okkur
ennþá vænt um Ríkisútvarpið.
Á svipaðan máta og okkur
þykir vænt um ömmu og afa. Í
gegnum þykkt og þunnt. Þó að
þau séu kannski dýr í rekstri,
búin að fara í of margar lýta-
aðgerðir – löngu fráskilin og
að pæla í að yngja upp.
Maður ólst upp við biðstöðustefið í út-
varpinu, svarthvítu klukk-
una og „Afsakið hlé“
skiltið í sjónvarpinu.
Magnús Bjarnfreðsson las
fréttir, Sigríður Ragna kynnti dag-
skrána og Rannveig og Krummi sáu um
Stundina okkar.
En þetta tímabil er að renna sitt
skeið. Eftir nokkur ár deyjum við út,
við sem munum eftir þessu svona.
Gagnvirkir fjölmiðlar eru að ryðja sér
til rúms. Sjónvarpsstöðvar verða ein-
hvers konar heimasíður, þar sem maður
getur smellt á link til að ná í efni, hve-
nær sem er.
En hvers vegna leyfum við Rík-
isútvarpinu ekki að halda virðingu
sinni? Þannig að minningu þess verði
haldið á lofti með reisn? Það væri dap-
urlegt ef afi og amma þyrftu að eyða
síðustu árunum í að hlusta á endalausar
rekistefnur um hvað þau eru fjárfrek og
leiðinleg. Búum öldruðum áhyggjulaust
ævikvöld.
Gleymum þessum afnotagjöldum og
gleymum þessum nefskatti, RÚV á að
vera á fjárlögum. Vandræðin byrja þeg-
ar fólk er neytt til að taka „ákvörðun“
um hvort það vilji hafa viðtæki með
dagskrá Ríkisútvarpsins – eða ekkert
viðtæki yfirhöfuð. Þetta fyrirkomulag,
að rukka afnotagjald þegar maður eign-
ast útvarp eða sjónvarp, er spreng-
hlægilegt – og barn síns tíma. Þeirra
tíma er einungis RÚV sveif á öldum
ljósvakans.
Nú á dögum á Ríkisútvarpið að vera
ókeypis, eins og loftið sem við öndum að
okkur. Ef þú hefur ekki efni á léttmet-
inu á hinum stöðvunum, þá hefurðu al-
tént hollustuna úr RÚV. Ef það er hægt
að reka hér sjónvarpsstöð á auglýsinga-
tekjum eingöngu, þá á RÚV ekki að
hirða afnotagjöld – og auglýsingatekjur.
Auglýsingar eiga ekki heima í Rík-
isútvarpinu. RÚV á annars vegar að
hlífa okkur við þeim – og hins vegar að
eftirláta öðrum stöðvum þessa tekjulind.
Sömuleiðis á RÚV að eftirláta öðrum
stöðvum vinsælar bandarískar þáttarað-
ir, sápuóperur og kvikmyndir. RÚV á
ekki að eyða peningum í Leiðarljós, ER
eða Lögreglustjórann III. RÚV á ekki
að eltast við að sýna enska boltann eða
Formúluna. Þannig efni gæti gert öðr-
um stöðvum kleift að koma fótunum
undir sína starfsemi.
RÚV á að einbeita sér að efni sem
markaðsmiðaðri stöðvar sjá sér ekki
hag í að sýna. RÚV getur hæglega ver-
ið skemmtilegt og haft afþreyingargildi,
þó það sýni fyrst og fremst heimild-
armyndir, viðtalsþætti, kvikmyndir frá
fjarlægum heimshornum – og íslenska
dagskrárgerð.
Það er hneykslanlegt að aðrar sjón-
varpsstöðvar séu að skjóta Ríkissjón-
varpinu ref fyrir rass í innlendri dag-
skrárgerð. Ef þessi stofnun, sem veltir
nokkrum milljörðum á ári, hefur ekki
efni á að framleiða meira leikið efni en
raun ber vitni – þá er eitthvað mikið að.
Og ég veit alveg hvað er að.
Ríkisútvarpið er illa rekið.
En það er hálf-dapurlegt að hafa orð
á því. Afi og amma eru að spila rassinn
úr buxunum.
Ríkissjónvarpið á að framleiða heilan
haug af leiknu efni. Það á að endursýna
gamalt efni – og það á að sýna íslenskar
kvikmyndir, aftur og aftur.
En ég er hæstánægður með Rás 1;
þætti eins og Víðsjá, Spegilinn, Orð
skulu standa, Útvarpsleikhúsið o.s.frv.
Þetta er útvarp með óumdeilanlega sér-
stöðu, metnað og virðingu. Sjónvarpið
gæti tekið Rás 1 sér til fyrirmyndar.
Því bráðum fara börnin að tala um hvað
afi sé asnalegur með þessar strípur.
Eða að amma ætti ekki að vera með
bert á milli.
Ríkis-
útvarpið
Eftir Óskar
Jónasson
oj@internet.is
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ég er einn af þeim sem les Moggannafturábak. Flögra lauslega yfir bak-síðuna áður en ég dembi mér í dæg-urmálin og lágmenninguna. Kynni
mér helsta slúðrið áður en alvara lífsins tekur
við: Íþróttir. Það er ekki fyrr en ég hef staðfest
fótboltaúrslit heimsins og drukkið kaffið mitt,
að mér finnst ég ná einhverri
jarðtengingu. Að ég sé hluti af
einhverju stærra samhengi. Til
að viðhalda þessu hugarástandi
skanna ég yfir minningargrein-
arnar og bregður svo í brún þegar kemur allt í
einu mynd af Þorgrími Þráinssyni. Er hann dá-
inn? Þetta er helsti ókosturinn við að lesa
Moggann afturábak.
Minningargreinarnar og aðsendar greinar
renna saman og geta gert manni óþarflega bylt
við … Á þessu stigi málsins er athyglisbrest-
urinn farinn að gera vart við sig og því hef ég
mjög takmarkaða þolinmæði gagnvart menn-
ingarumfjölluninni. Í mesta lagi að ég taki
stikkprufur á síðustu málsgreininni í stöku krít-
ík, til að vera örlítið „up to date“ með hvað
menn eru að fíla. En þar með er líka þol-
inmæðin á þrotum og því fara innlendar fréttir
fyrir ofan garð og neðan. Á lokasprettinum
skrapa ég saman allri þeirri einbeitingu sem ég
á í mér til að innbyrða forsíðuna; það sem helst
telst fréttnæmt í heiminum þann daginn. Þetta
segir örugglega ýmislegt um mína kynslóð, eitt-
hvað um það hvernig við lifum og hrærumst í
dægurmálasápukúlu og erum í engum
tengslum við þjóðfélagið. Foreldrar okkar sátu
með sítt kleprað hár og skeggræddu pólitík
fram á rauða nótt. En hvaða skoðun höfum við?
Ekki neina. Og það fer bara versnandi. Sem
unglingur fyrirleit ég í það minnsta sjálfstæð-
ismenn, en nú er ég ekki alveg viss lengur. Ýms-
ir sem standa mér nærri hneigjast í þá áttina og
ég er einhvern veginn ekki tilbúinn til að af-
skrifa það fólk algerlega, auk þess sem landa-
mærin milli hægri og vinstri eru jú farin að
skolast til, svo eftir stendur einhentur eða jafn-
vel handalaus bastarður. En sjálfum mér til
málsbóta verð ég þó að segja að þegar foreldrar
mínir voru ungir var í það minnsta eitthvað að
tala um. Menn gátu aðhyllst einhverja áþreif-
anlega hugmyndafræði og skipt heiminum uppí
t.d. kapítalisma og kommúnisma. Er einhver
hugmyndafræði í gangi í dag? Er hægt að
benda á svo mikið sem eina skruddu sem setur
núverandi ástand í eitthvert vitrænt samhengi?
Ekki hefur mér tekist að koma auga á hana. En
það fer ekki á milli mála að allt snýst um pen-
inga. Heilsíðuauglýsing sýnir fermingarstúlku
með gelgjulegt svekkelsisglott opna pakka sem
reynist innihalda postulínsstyttu.
Boðskapurinn er: Ekki vera glataður. Gefðu
peninga. Fólk er ekki fyrr orðið fjárráða áður
en það fjárfestir í íbúð á 100% lánum. Og í gegn-
um Glitni glittir í jeppling. Fáránlega hátt vöru-
verð skiptir engu máli, því við erum svo rík og
við skuldum svo mikið að það skiptir ekki leng-
ur neinu máli hvað hlutirnir kosta. Eiginlega
betra að þeir séu dýrir, því í öllu neyslu-þenslu-
æðinu höfum við bara einfaldlega ekki tíma til
að kynna okkur hvaða vöru við erum að kaupa,
en til að taka enga sénsa er vissara að hafa hana
rándýra. Merkjavara hlýtur að vera merkilegri.
Sushi í staðinn fyrir soðningu … En bíddu við.
Hvað var ég að segja? Jú, „… við erum svo rík
og við skuldum svo mikið“ … Þetta er jú þver-
sögn og í þversögnum er yfirleitt kjarni málsins
fólginn. Ég þekki nefnilega engan sem á pening.
Ég þekki fullt af fólki sem eignast ótrúlegustu
hluti, en ég þekki engan sem á pening. Ég man
ekki einu sinni hvenær ég sá síðast pening með
berum augum.
Þetta er algerlega ósýnilegt fyrirbæri sem
jafnframt er allsráðandi. Við höfum aldrei
skuldað meira og samt hittir maður aldrei neinn
sem er blankur.
Og samt á enginn pening. Meira að segja ég
sem er algerlega forheimskaður þegar kemur
að þjóðfélagsmálum veit að þetta getur ekki
verið sniðugt. Við lifum í einhverri viðbjóðslegri
úrkynjunarvelmegun og kippum okkur ekki
upp við það þótt siðferðiskenndin sé komin
mörg þúsund ár aftur í tímann. Bandaríkja-
menn með Bush í broddi fylkingar eru löngu
sokknir dýpra en „auga fyrir auga, tönn fyrir
tönn“. Þeirra mottó er „rífðu augun úr nágrann-
anum og mölvaðu í honum tennurnar, áður en
hann gerir það við þig“. Við erum komin með
fjöðrina oní kok og köstum upp til að geta inn-
byrt meira. Einu sinni varð ég vitni að fyr-
irlestri Tor Nörretranders, þar sem hann sann-
aði með einni stærðfræðiformúlu að það væri líf
á öðrum hnöttum. Ekki spurning um hvort,
heldur hvenær geimverurnar banka uppá. Við
eigum semsagt von á gestum og við þurfum að
hafa hraðar hendur. Við þurfum að taka til í
okkar málum. Taka allt í gegn. Hvernig ætlum
við annars að útskýra fyrir gestunum að 1/10 af
íbúum jarðarinnar ráði yfir 9/10 af auðævunum?
Hvernig getur maður viðurkennt annað eins,
kinnroðalaust? Stundum þegar ég sit með kaffi-
bollann minn, ekta fínan tvöfaldan café latte,
verður mér hugsað til þeirra sem rækta kaffi-
baunirnar hinum megin á hnettinum og hversu
margar krónur, hversu marga aura, af andvirði
kaffibollans þeir fá í sinn hlut. Og ég fletti
Mogganum afturábak og ég skammast mín og
ég vona að gestirnir séu ekki alveg á næsta leiti.
Mogginn afturábak
’Og ég fletti Mogganum afturábak og ég skammast mínog ég vona að gestirnir séu ekki alveg á næsta leiti.‘
Eftir Dag Kára
Pétursson
dagurkari2@
hotmail.com
– Að mínum dómi er póstmódernísk sagnfræði gagnlítið verkfæri því það er svo
takmarkað. Póstmódernisminn er hins vegar nýtilegur til margra annarra hluta.
Hann ögrar hefðbundinni sögutúlkun, brýtur hana upp í frumeindir og neyðir
sögurýnendur til að sjá söguna undir öðru og nýju sjónarhorni, kallar á umræðu
og skoðanaskipti um sögu og sögutúlkun og færir nýjar áherslur í sviðsljósið eins
og kynjafræði, valdaþætti og mikilvægi einstakra þátta sögunnar.
– Ha, ertu þá …
– Leyfðu mér að klára! Póstmódernisminn er þó fyrst og fremst heimspeki en
ekki sagnfræði. Stefnan hampar ekki sagnfræðinni sem vísindagrein, né heldur
svarar eilífðarspurningunni hvort sagnfræði séu vísindi eða ekki.
– Vísindin efa alla dáð!!!
– Ég hef reynt að skýra aðdráttarafl póstmódernismans með þrá fólks eftir
kraftaverkum, leyndardómum og valdi í stað hversdagssanninda og frelsis. Við
verðum að sameinast í andófi gegn rökleysis- og afstæðiskenningunni er kristall-
ast í póstmódernismanum.
– Það sem stangast á við lífsskoðun mína er sú höfnun á skynsemisstefnu sem
ég tel að póstmódernismi beri með sér svo þarna erum við allavega sammála þó
við séum það sjaldnast.
– Hatur póstmódernista á húmanisma og sameiginlegu manneðli, blástur
þeirra á vonarglætuna um betri og skilningsríkari heim, fær mann hins vegar til
að efast um að þeir séu upp til hópa góðir menn. Og er það ekki á endanum eina
ófyrirgefanlega syndin?
– Afstæðishyggja póstmódernistanna er að mínu mati röng í grundvall-
aratriðum – vitsmunalega röng, pólitískt röng og siðferðilega röng.
– Sammála mínum gamla vini. Þegar við vorum að byrja hélt ég að pósitívism-
inn væri versti þekkingarfræðilegi glæpur sem hugsast gæti en póstmódernism-
inn toppar það auðveldlega.
– Og ég hélt alltaf að þið væruð í þeirra hópi?
– Afhverju halda það allir? Ég er búinn að reyna að segja ...
Talandi um hópa. Djöfull er þetta orðið dapurlegt með Lesbókina eftir að Gísli
hætti, þetta er næstum eins slæmt og á útvarpinu. Hvaðan kemur þetta lið eig-
inlega?
Davíð Ólafsson
Kistan www.kistan.is
Dapurlegt með Lesbókina
Morgunblaðið/RAXÚr neðra!
I Talað er um borgar- og samfélagsvitund ígrein um borgarskipulagið í Lesbók í dag.
Hvað er borgarvitund? Er það að kunna að
búa í borg? Og hvað er samfélagsvitund? Er
það að kunna að búa í sam-
félagi? Ef svo er þá er það
líklega rétt sem fram kemur í viðtali við Sal-
vöru Jónsdóttur í áðurnefndri grein að Íslend-
ingar hafi ekki sterka borgar- og samfélagsvit-
und.
II Íslendingar kunna illa að búa í borg.Ástæðan virðist vera sú að þeir eiga ekki
langa borgarmenningu eins og flest önnur
Evrópulönd. Íslendingar eru tiltölulega ný-
fluttir á mölina. Og það eru líklega ekki nema
um það bil fimmtíu ár síðan Reykjavík fór að
taka á sig einhvers konar borgarmynd. Og þar
sem hún var byggð af sveitamönnum að
stórum hluta fengu áttahagasjónarmið að ráða
miklu um skipulag hennar. Menn þurftu mikið
land undir húsin sín, þeir þurftu tún og þeir
þurftu fjallasýn. Og vegna þess að Reykvík-
ingar hafa ekki vanist miklu nábýli í dreif-
byggðri borginni sinni hafa þeir heldur ekki
þróað með sér sterka borgar- og samfélagsvit-
und.
III Hægt væri að nefna óteljandi dæmi umþetta. Eitt óhuggulegasta dæmið um lé-
lega borgar- og samfélagsfærni Reykvíkinga
er umgengnin í miðbænum um helgar. Þeir
sem ganga þar um á sunnudagsmorgnum
verða iðulega vitni að ástandi sem varla getur
talist siðuðu samfélagi til sóma. Glerbrot og
annað drasl úti um allt, mannlegur úrgangur á
stéttum og grasbölum, ruslatunnur sem hefur
verið tortímt, ljósastaurar og annað skraut
sem hefur verið eyðilagt af svo miklu hug-
myndaflugi að undrun sætir. Þetta eru afleið-
ingar hinnar íslensku fylleríssam9komu sem
fer fram um hverja helgi árið um kring í
miðbæ höfuðborgarinnar. Halldór Laxness
sagði að íslenski fyllirafturinn væri skrímsli
sem tilheyrði sérstökum kapítula nátt-
úrufræðinnar enn óskrifuðum: „Sú fullnaðar-
uppgjöf og fótumtroðsla mannlegs virðuleiks
sem einkennir venjulegan Íslending undir
áhrifum áfeingis er óhugsanleg meðal siðaðra
manna.“ Þetta skrifaði Halldór árið 1945 og
enn erum við að horfa upp á aðfarir hinnar ís-
lensku borgarbullu í Reykjavík.
IV Auðvitað mætti gagnrýna borgaryf-irvöld fyrir að láta ekki þrífa borgina
nægilega hratt og vel eftir þessi gleðilæti. Það
er satt að segja dapurlegt að sunnudaga-
skólabörn skuli þurfa að verða vitni að þessum
dæmalausa sóðaskap. En við gætum líka horft
í eigin barm, hvert og eitt okkar.
Neðanmáls