Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005 | 5
ingablástur. Það verður svo að vera og er
bara djók því konur eru farnar að blása
snilldarlega og segja brandara um að
„blow-job“ sé ekki sama og „below-job“.
Fjölbreytni er best. Ensk tunga er stór-
kostlega rík og Írar skrifa enn besta litt-
eratúr þótt týnt hafi tungu. Skyndjúpið er
uppsprettan mikla, ekki sjálft verkfærið
tungan. Tungan virkar aftur á móti á skyn-
djúpið. Málið snýst um áhrif karlsósa máls
á skynjun konu … fyrr og síðar.
Málið okkar er mettað
kynjasögulegri fegurð
Kona getur snúið málvenjum sér í hag. Hún
hefur sinn einstaklingsrétt og málfrelsi og
kýs að nota sína tungu sína að vild, getur
þess vegna skrifað pólitískar greinar í
fyrstu persónu karlkyni. Kona getur jafnt
strítt og sýnt blíðu með tungu sinni og
kennt börnum og unglingum að rýna í
hvernig karlarnir áttu fyrir stuttu einir
bóktunguna eins og allt sem hafði með ytri
völd að gera. Kona getur velt því fyrir sér
hvers vegna sólin sé kvenkyns á tungu
sinni. Af því hún er móðir alls? Svona
vangaveltur eru af heimi ljóðsins. Nóttin er
kvenkyns líka, með allt sitt passívitet, og
stjörnurnar, en dagur framkvæmdanna
karlkyns. Máninn er karlkyns, hann speglar
uppsprettu lífsins sem kemur úr henni sól-
inni. Þetta hljómar eins og sprottið úr
heimsmynd kvenveldis eða samfélagi sem
virðir djúpt og elskar hlutverk kvenkyns.
Hann himinninn lætur rigna eins og karlinn
sæði sitt ofan í hana moldina, grundina,
jörðina og gerir hana frjósama. Málið okkar
er mettað kynjasögulegri fegurð.
Kyn himinhnatta er goðsögulegt, á meðan
kyn jarðneskra hluta er frekar úr heimi við-
fangsins. Verkfæri karlmanna eru frekar
karlkyns, penninn, hnífurinn, steðjinn, ham-
arinn, meitilinn, ljárinn, ruddinn – þó ekki
öxin, en fínleg verkfæri kvenmanna kven-
kyns: nálin, snældan, hrífan, blíðan. Við
getum leikið okkur með það svigrúm sem
málreglurnar leyfa og hnikað til leikreglum.
Tungur hafa alltaf verið á þessu fína floti
og bjargað sér sjálfar án málstjórnar. Kon-
ur geta gert sig máttugar með því að kven-
væða tungu sína, tungan er lifandi skepna,
hún er ekki dauð. Hún er slanga, hún er
mjúk, hún er freistarinn, hún er viskan.
Leikur við tanngarðinn. Hún ullar, hún
Íslendingar 18 konum og 2½ karli til lands-
ins sem fulltrúum heimsbókmenntanna.
Engin sagði neitt en körlum sveið ægilega í
laumi, enda hafa þeir svo lengi mátt búa við
rýrari hlut úr Launasjóði rithöfunda. / Í
síðari heimsstyrjöldinni stigu 30 þúsund
ungar konur hér á land. Menn urðu harla
glaðir við. – Þegar tungan hommast svona
er Lísa komin gegnum spegilinn.
Enginn getur haft á móti hærri hlut-
hafarétti karlkyns í lifandi máli þegar
mannfélagið er orðið réttlátt. Þá verður
hlutleysishlutverk karlkyns í málinu bara
menningarsögulegar leifar sem engan
meiða. En hvað trúararfinn og bókmennta-
arfinn varðar er verið að tala um tilfinn-
ingar sem konur þurfa beinan aðgang að.
Verið er að skrúfa niður karlmálið í biblíu
og helgisiðabók sem koma bráðlega út.
Konur munu upp úr því snúa orðskviðum og
galdraþulum upp á sjálfar sig og fjölmiðlar
halda áfram að fjalla um einelti og rudda-
skap á heimsmælikvarða í ýmsum greinum.
Á kaffihúsi sagði ég Kristínu Ómars-
dóttur rithöfundi frá þeirri niðurstöðu rit-
gerðar doktor Sigríðar Matthíasardóttur að
Hinn sanni Íslendingur millistríðsáranna –
sem lengi síðan og enn er á vappi – sé ekki
og geti ekki verið kona. Kristín hugsar sig
um og sagði svo: „Sem betur fer.“ Við glott-
um. Þriðja árþúsundið er runnið upp. Game
over. Málið leyst.
bullar, er föst við rótina og æðrast ei. Þeir
sem láta eins og kyn tungunnar skipti ekki
máli gleyma trúnni á tunguna, kynngi máls-
ins, mátt og magíu orðanna, áhrínisorðum,
fjölmælum, áhrifum blessunarorða, heitrofi,
meinsæri … ef þú lætur konu tala og
syngja í karlkyni og ávarpar hana í karl-
kyni og reynir að vekja henni trú í karlkyni
fer úr henni allur æðri máttur. Það er
kjarni málsins.
Þegar tungan hommast svona
er Lísa komin gegnum spegilinn
Hér eru þrjú dæmi um kynja-viðsnúning
máls sem hugljómar og heillar í senn – líkt
og þegar karlar fara í kvenmannsföt: Karl-
félag framsóknarmanna í Kópavogi – Eros
– hefur verið mikið í fréttunum að und-
anförnu. / Á síðustu bókmenntahátíð buðu Höfundur er rithöfundur.
’Þeir sem láta eins og kyn tungunnar skipti ekki máligleyma trúnni á tunguna, kynngi málsins, mátt og
magíu orðanna, áhrínisorðum, fjölmælum, áhrifum
blessunarorða, heitrofi, meinsæri … ef þú lætur konu
tala og syngja í karlkyni og ávarpar hana í karlkyni og
reynir að vekja henni trú í karlkyni fer úr henni allur
æðri máttur. Það er kjarni málsins.‘