Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005
Þ
ótt ritgerð sé svo ævaforn, að skáldsögu megi í
aldurs samanburði nefna nokkurskonar ung-
lamb, er hún nú á tímum oftast talin til fræða,
öllu síður til ritlistar. En margþætt, já, marg-
ræð getur hún verið, og aðal hennar á sinn
máta er mælskan. Ekki orðaflaumur líkt og í
umræðu stjórnmála, nei og aftur nei. Öllu
heldur er flæði orðanna meitlað, svo að vel
megi skila fróðleik, eða líkt og hljómræn bygging samsteypu, þar
sem ýmist fáorða eða margorða mælsku er að finna. Er hún ekki
gjarna hástemmd? Jú, að sjálfsögðu, hvort sem talan er 25 eða
25.000 setningar.
Sjáum nú til, þarna liggur gömul og snjáð bók í pappakassa.
Lítill pési úr röð fræðiritanna Que sais-je?, keyptur forðum daga
í París. Engin ljóðhugsun er víst geymd á þeim
spjöldum, heldur rétt og slétt fróðleiksmiðlun. Í
sjálfu sér þó ekki öndvegisrit um tækni málara-
listar. Samt vakti strax á Grand Hotel du Midi,
Rue du Sommerard, áhuga minn á kverinu því, umfjöllunin um
hellaristur. Áherzla er þar lögð á, að ítarlegar rannsóknir hafi
ekki leitt til endanlegrar niðurstöðu, hverju þynningar- og bindi-
efni blandað hafi verið í litaduftið, sem varðveitzt hefur í tugi ár-
þúsunda. Verður það óleyst ráðgáta, þó mönnum takist að stíga
fæti á plánetuna Mars? Já, ég býst við því. Ekki hefur maðurinn
rákað svo stein, að ekki kæmi þar í litur. Var svo frá upphafi,
elztu merkin u.þ.b. 40.000 ára gömul, semsagt engin rás skyldi
litlaus vera. Líklega var á þeim slóðum dansað við tóna, en sköp-
unin elzt og mest var málverk. Skaparinn hélt á braut, í leit að
málmgrýti í náttúrunnar ríki. Hann fann, og tók með sér í sinn
helli, efnivið í sköpunarverkið. Efnisleitin og úrvinnslan ein hlýt-
ur að hafa tekið svo langan tíma, að spurning vaknar: Hvers-
vegna var hann ekki krossfestur? Engir naglar voru til, en spurn-
ingin er ekki bundin þeim eða neinni líðandi stund einni, hún er
sígild. Mannsöfnuðurinn var auðvitað sí og æ úti á veiðum, í leit
að æti, og þegar í hellinn kom var sungið og dansað, en var mál-
að? Nei, það gerði sá Eini, eins og auðséð er á verkunum. En
hversvegna gat hann náð slíkri sérstöðu, þar sem allir voru í sam-
félagi jafnir? Að hann hafi einhvern þátt tekið í daglegri fæðuöfl-
un er útilokað, sé hin tímafreka tæknivinnsla ein í huga höfð. Var
það tengt einhverjum frumhugmyndum trúarlegs eðlis? Hann
sem skapari væri guð eða æðri máttur algilds eðlis, sem hefur að
öllum líkindum fremur verið hugmyndin þá. Engir voru þar
trúarbragða leiðtogar, svo vitað sé, í þeim skilningi sem nú er
lagður í það orð. En þar var skaparinn, sem litaduft lét falla við
hitun á grjótinu.
Vel þess virði er að huga í þessu sambandi að samfélagslegum
og trúarlegum þáttum í sögu mannkyns, og segja ekki, að þarna
séu meistaraverkin, en allt annað skipti litlu máli. Ekki heldur að
segja eins og páfinn, þegar Rafael dó eftir eina ofdrykkjurispuna
hjá ástmey sinni, að náttúran öll hafi dáið með honum. Svo slæmt
var það, sem betur fór, ekki. Ég er staddur á 21. öld, og skrifa hér
ekki um endurreisnartímann. Þá var mottóið, að séní væri séní,
en nú ríkir lýðræðið. Réð lýðurinn á þeim tíma, sem ég fjalla um?
Nei, það gerði hann greinilega ekki. Ef svo hefði verið, hefðu
stóra kýrin í Lascaux og vísundarnir í Altamira aldrei litið hellis-
ins ljós. Mannlífið gekk eins og alltaf, fyrst og fremst út á öflun
ætis og leiki. Var meira rúm til annars þá en nú, þegar ætisöflun
er margfalt meiri vegna allra þeirra tækja, sem tæknivísindi hafa
bætt við efnisheiminn, svo hið vélræna megi ganga sem harðast
að merg hins lífræna, og naga þar drjúgt. Þar af leiðandi er svo-
kölluð nútíma mannvera löngu orðin dæmigerður andlegur ein-
feldningur. Ástandið er samsvörun við tækjabúnaðinn, sem vann
sitt verk rösklega.
Fráleitt væri að halda því fram, að hellaristur séu án und-
antekninga merk listaverk, sem fjölmörg eru á víð og dreif um
lönd og álfur. Þau, sem ég hef nefnt, skera sig úr hvað listræn
gæði snertir, enda ríkjandi sömu lögmál þá sem nú. Sum verkin
minna fljótt á litið á myndir barna, en þar býr þó í eigin heimi,
dulmagnaður kraftur hins frumstæða manns. Þau ber því að
nálgast út frá hugmynda sjónarmiði. Margar eru manna- og
dýramyndirnar augljósar, en sumar slíkar kynjamyndir, að jafn-
vel súrrealismi og science-fiction 20. aldar, er fremur auðveldur
tilbúningur í samanburði. Ýmsar tilgátur hafa komið fram um
hverskonar verur sé að ræða, en þær gefa engin einhlít svör.
Ekki er samt fráleit sú hugmynd, að þessi verk geymi rætur
þeirrar goðsagna veraldar, sem tugum árþúsunda síðar kom
fram. „Sleipnir tungla treður krapa/ teygir hann sig af meg-
inþrótt/ fætur ber hann átta ótt/“.
Skapari í trúarbrögðum seinni tíma, nefndur guð, er tilbeðinn
af þeim sem flytja bæn, og vilja þannig öðlast nánari tengsl í
gangi alheims. En skapari-sköpun er samsvörun, hvort sem not-
uð eru orðin hann, hún, eða það. Cro Magnon-maðurinn hefur lík-
lega trúað á „það“, og æðst allra athafna væri málverk. Samt fór
svo, að málun varð bundin því, sem nefnt er skúlptúr, arkitektúr,
umhverfisverk, allar götur árþúsunda til endurreisnartímans.
Þaðan í frá varð hennar veldi slíkt, að jafnvel Goethe sagði, sem
frægt er orðið: „Málarar eru guðir jarðarinnar, en skáldin ekk-
ert.“ Málverk geta vissulega á sinn hátt verið innsetningar eða
umhverfisverk. Þeirra veröld er samt annars eðlis en sorp á gólfi
eða neonljós á vegg. Hellaristur má skoða sem umhverfislist, og
ráðgátublæ gefa verk, hvar ekki fæst úr skorið hvort abstrakt
séu, táknræn eða eitthvað annað, og hvað þá? Eru sem þau eru:
Ferhyrningar, sundurskornir skálínum í kross, punktaraðir
reglulegar, punktaþyrpingar og klessur óreglulegar, hlið við hlið
og ekki spöruð litasnertingin. Fundizt hefur steinplata, talin
u.þ.b. 30.000 ára gömul. Á annarri hlið hennar gefur að líta
slöngulaga bylgjur, á hinni spíralform. Neðri og efri heimar
manns, sem engan stjörnusjónauka átti?
Hellaristur eru allt í senn teikning, málverk, og sérstök um-
hverfisverk. Vissulega er því ekki auðsvarað, hvort filósófískur
blær verka Cro Magnon-mannsins sé tilviljun, meðvituð gerð,
eða hvorttveggja í bland. Ég minntist á hér að framan, að ger-
ólíkar myndir hafa lent saman á vegg, dýr og strendingar, sem
vekja slíkar hugsanir. Stundum hefur mynd einhverntíma verið
teiknuð ofan í mynd, og útkoman orðið dulmagnaðri en slíkt
venjulega hefur í för með sér. En gera verður ráð fyrir, að þar sé
um tilviljun að ræða. Cro Magnon-maðurinn hefði kannski engin
svör gefið, heldur gengið sína leið í leit að málmdufti til samvinn-
unnar: Það.
Í verkum svonefnds Homo sapiens eru bylgjur, raðir, þyrp-
ingar, endurtekninga tilbrigði, krossar, strendingar, hringform,
spíralar, svo að eitthvað sé nefnt. Sumt kom fram löngu seinna,
sem tákn í trúarbrögðum, og óralöngu seinna í súrrealisma og
science fiction, sem meðvituð ummyndun. Var sá hinn forni mað-
ur myndhugsuður? Já, auðvitað, hvílík spurning. Enginn vafi
leikur heldur á hans vísindadáðum. Í snjáða bæklingnum frá Par-
ís, er því haldið fram, að vitað hafi hann, að væri vatni einu bland-
að í litaduftið, félli það fljótt af veggjum, þótt límkenndur væri á
þeim rakinn. Sumir telja hann bindiefnið, sem verkið góða vann í
árþúsundanna rás. Litina er unnt að greina, en spurt er enn í
dag, hvert bindiefnið hafi verið. Nærtækust er tilgátan um dýra-
fitu og blóð, og rómantísk er hún. Höfundur bæklingsins er var-
kár, telur samt Cro Magnon-manninn svo tækniþenkjandi, að
bindiefnið hafi líklega verið olía og fernis. Þau efni hafi hann vitað
hvar væri að finna, eins og málmgrýtið og bein til brennslu. En
bylting nefnd olíumálverk er frá Niðurlöndum og Ítalíu komin,
og viðmiðun endurreisnartímans var Grikkland. Jæja, Goethe,
hvað skal þá segja um fyrningu guðdóms jarðarinnar?
Í Font-de-Gaume hellinum er að finna látlausa mynd, sem
virðist hafa valdið miklum heilabrotum manna á meðal. Um er að
ræða tvo samsíða hringi, sem tvær línur hvelfast yfir. Fyrst í stað
var hún talin vera mynd af veiðiskýli úr sveigðum trjágreinum,
síðar efri hluti höfuðs með þöndum augum, og loks merking staða
á bergbrún. Þangað bæri að tæla mammúta, svo þeir steyptust
niður, sem eini möguleiki væri til að drepa þá. Myndskýrendur
standa að lokum ráðþrota. Ekki minni ráðgáta er bindiefnið.
Segja má, að ekki sízt því viðvíkjandi hafi ég ávarpað skáldið,
sem snjallt var í litaefnafræði. Þegar hellamálverk fundust, var
fyrst talið vera um gabb að ræða. Slíkur var ferskleiki litanna, að
enginn vildi trúa að verkin væru tuga árþúsunda gömul. Vægast
sagt er ósennilegt, að langvarandi raki gæti haldið litunum föst-
um, þótt límkenndur væri. Skiljanlega hátíðleg afstaða er að
segja náttúruna hafa unnið verk sitt dyggilega. Það hefur hún
gert, hvert sem bindiefnið var, sem engin efnagreining hefur get-
að leitt í ljós. Enginn getur mótmælt því, að um dýrafitu og blóð
hafi verið að ræða. En hafi Cro Magnon-maðurinn notað olíu og
fernis, hefur hann uppgötvað olíumálverkið 15–20.000 árum á
undan Van Eyck. Nei, slíkt er aðeins tilgáta, kannski hefur hann
ekki verið svo tæknisnjall, þótt vissulega væri hans sköpun jafnt
efnis- sem huglæg, og varð sem slík jafnvel viðmiðun í módern
list gærdagsins. Á seinni hluta 20. aldar varð módem að postmód-
ern sprelli, líkt og mannerisminn á sínum tíma fylgdi í kjölfar
endurreisnar.
En hvað kom í kjölfar Cro Magnon-mannsins, fylgdu ein-
hverjir í fótspor hans? Ekki eru öll hellamálverk meistaraverk,
því að stundum virðist þátttakan hafa verið almenn í dansi, tón-
um, og leik með liti, sem sprautað var í kringum hendur, og víða
má sjá á hellaveggjum. Hvernig slíkt gat gerzt, að einn málaði og
fjöldinn ríslaði sér, hefur verið ráðgáta. En hvort sem var í leik,
eða rannsókn og sköpun, varð tjáning í ríki litanna dræm orðin
hjá Egyptum og Grikkjum, og öðrum þeim, sem gengu sína slóð
á móður jörð, að Cro Magnon-manninum gengnum. Grafhýsi,
helgistaðir, hof, skúlptúr, mynduðu heildina, og staðsetning
skipti máli, því um var að ræða umhverfisverk. Sé mið nútímans
tekið, væru fornar athafnir í Stonehenge kannski ekki síður í ætt
við gjörninga eða uppákomur en helgiathöfn. Ég leiði nú hugann
að annarri viðmiðun. Áherzla er gjarnan lögð á hugmyndalist
Egypta. Ef horft er að píramída frá völdu sjónarhorni að kvöldi,
má sjá sól hníga að hlið hans og hverfa, rétt neðan við toppinn.
Kandinsky taldi hring og þríhyrning geta mætzt líkt og fingur
Guðs og Adams, á myndinni eftir Michelangelo, í Sixtínsku kap-
ellunni.
Ég vil fjalla um Cro Magnon-manninn og Egypta, vegna þess
hve mikil þýðing þeirra var og er fyrir mína samtíð. Forðum
daga teiknaði ég stöðugt í tvö ár grískar styttur, en aldrei hvarfl-
aði að mér, að vera skyldu þær egypzkar. Fremur bæri að líta á
þær sem hugmyndalist, og heild samstæðna skipti þá meira máli
en einstök verk. Þótt list Egypta væri hugsuð í stærðum og gráð-
um, var talna mælistika ekki alls ráðandi. Sólin ferðast þarna,
Sphinx snýr hingað, píramídi vísar til allra átta. Symmetrísk
stytta er mögnuð í kyrrstæðri ró, í röð margfaldast hún, og sama
lögmál gildir um súlur. Já, hinir fornu Egyptar hafa kunnað vel
sína margföldunartöflu, því að voldug varð útkoman, enda ferlið
huglægt ekki síður en efnisbundið.
Yfir málaralist valtaði innsetningaherdeild nútímans, en sé
miðað við Sphinxa og Stonehenge-ferlið, varð hennar framsókn
öll heldur þunnur þrettándi, sem við tók af öðrum slíkum. Áður
en að burtruðningi málverks kom, höfðu þeir, sem helga vildu sig
því, krosslagt arma. Málaralistin, sem enginn hefði vogað sér
annað en segja, að væri óhult efra, lá flöt. Fyrirheitin, sem kúb-
ismi, abstrakt, súrrealismi höfðu gefið, virtust gufuð upp. Hverju
mátti bæta við þau verk, auðvitað málverk, sem séní módernism-
ans höfðu skilið eftir í mannheimi? Liðin tíð var að horfa þaðan í
skálínu niður á aðrar listgreinar. Var þá ekki betra, að halla höfði
að pop en glatast?
Tímarnir breytast og mennirnir með. Nú er engin ástæða til að
muldra „strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna/ hniginnar
aldar tárin láttu þorna“. Innsetninga-herdeildin ein dró ekki mál-
aralistina niður í hálfa stöng. Póstmódernismi var útþynning
módernismans, og mestallt, sem fram kom er líða tók á seinni
hluta 20. aldar, ber þess augljós merki. Litlu breytir hver list-
greinin er, ljóð og ritgerð hurfu, en málaralist er nú aftur stund-
uð, og draslið minnkar smám saman í umhverfisverkum. Fjar-
stæða (absúrd) og kunnáttuleysi eru ekki lengur talin frelsun frá
hefð. Betri tíð er kannski í vændum, þó dótið hafi neglt sig allfast.
Framvindu má einna helzt finna í margskonar hönnun, einkum ef
gerð er í tölvum, sem víða má sjá. Þar er „painterly“ nú lykilorð,
og tölvuskjár af nýjustu gerð minnir á, að setið sé frammi fyrir
málverki. Öll myndgerð í tölvum hlýtur þó að verða með skyndi-
myndablæ, því annað býður sú tækni ekki upp á. Mestir eru þó
möguleikarnir við notkun teiknispjalda og penna, sem þeim
fylgja. Við hraðteiknun skal horft að skjánum, ekki á hendur, því
línurnar halda sínu striki um ljósfyrirbærin (lighteffects) og
myrku svæðin, við hægan, hraðan, þéttan, léttan þrýsting hand-
anna, segi ég, sem alltaf hef teiknað og skrifað nokkuð jafnt með
hægri og vinstri. Já, þar er komin hin sviflétta teikning hins loft-
kennda maleríska blæs, og mér líkar hún vel. Myndunum má
varpa út í sal, og gera á þann máta að sviðsverki með dansi.
Tæknivandamál breytir samt eðli myndanna, þær linka við mikla
stækkun og verða móðukenndar. Skerpan dofnar og jafnframt
inntak myndanna, svo þær verða að baksviði. Oft getur slíkt verið
smekklegt, þótt tilfærsla í átt að snauðum kulda og móðu sé ekki
æskileg. Slík er tæknivöntunin, enn sem komið er.
Með ýmsum vel undirbúnum aðferðum má jafnvel gera leik
með mynd og orð að ferli á tölvuskjá, sem nær út yfir hið skamm-
vinna, en málverk verður slíkt aldrei, nei, og heldur ekki ritgerð.
Mér hefur löngum verið hugleikin samfléttun myndar og orðs,
því að fornt myndletur, ekki hvað sízt egypzkt hieroglyph, hreif
mig. Gömlu kúbistarnir, einnig dadaistar, gerðu á því sviði lag-
lega hluti. Á mínum unglingsárum æfði ég mig við smíði stuttra
setninga í röðum, sem ég klippti út á pappírsmiðum, og eignaðist
af þeim dágott safn. Síðar hrifu þær pappírsræmur mig ekki, og
ég fleygði þeim öllum. Vissulega er nú í tölvu unnt að ná meiri ár-
angri, en segja verð ég samt, að frekar vil ég skrifa ritgerð. Slík
samtvinnun í tölvu getur náð þokka, samt eru henni takmörk
sett. Hversvegna ekki að láta hana sér nægja, sem þátt í tölvu-
verki? Stór verður hann ekki, en hversvegna ekki að leggja sig
fram, og smíða eitt orð? Síðan verða þau tvö, þrjú, brátt fjögur,
jafnvel fimm, nú, já, verða þá ein setning. Þau vilja vera sjónræn,
og sviðið skal gert svo úr garði, að þau fái notið sín. Loks kemur
víst að skiptingu, því orðin vilja fá rás fyrir sig, líkt og lögmálin
sem gilda fyrir myndirnar. Ekki skal samt gerður alger aðskiln-
aður, nei, tenging verði hér og þar í sinfóníunni. Rásinni geta
merkingu gefið: hreyfing, kyrrstæði, klipping, samsteypur. Þá
þarf að mæla sekúndurnar í raðferlinu af nákvæmni, alla slóð
þeirra umbreytinga, sem verkið þræðir. Semsagt mestur hluti
þess er ekki gerður í tölvu, heldur í heilabúinu, sem hana notar.
Eigi árangur að skila sér við gerð tölvuverks, hlýtur umhugsunin
að taka mun lengri tíma en gerð verksins í tækinu.
Þá er ég kominn að mikilvægum þætti í gerð tölvuverka. Án
tónlistar mega myndir og orð ekki vera. Tónskáldið, sem hana
semur, hefur í raun alveg frjálsar hendur, hvað gerð tónlistar
snertir, að öðru leyti en því, að hún hlýtur helzt að vera raftónlist.
Segja má, að hún geti haft lífrænan blæ framtíðarsýnar líkt og
myndirnar, en auðvitað er í framkvæmdinni einnig vélrænn þráð-
ur. Ekki verður hjá því komizt vegna þess tækis, sem verkin eru
unnin í. Spurningin, sem skiptir höfuðmáli, er í raun sú, að hve
miklu leyti þeir sem skapa geti ráðið ferðinni, og hve margt komi
frá tækinu. Hér getur því ekki verið um „eintal sálarinnar“ að
ræða, því vélin tekur yfirleitt, að nokkru leyti, þátt í sköp-
unarferlinu. Þá er betra, þannig lít ég að minnsta kosti á, að lista-
menn vinni saman í því ferli, sem hér um ræðir. Allir séu þeir
frjálsir í sínu framlagi, því aðeins þannig má beztum árangri ná,
og tölvan steypir ekki allt í sama mótið. Tónlistin er afgerandi
þáttur í þeirri fjölvirku samstillingu, sem ég hef nefnt slíka sin-
fóníu. Hana má skoða jafnt í gamni og alvöru, sem spurningu um
hvernig hið lífræna megi nýta sér hið vélræna til sköpunar, sem
þá verður lífræn-vélræn. Slík hugmynd er ekki ný af nálinni hjá
mér, því að strax þegar ég heyrði raftónlist fyrir u.þ.b. 29 árum
vakti hún áhuga minn. Mér datt samt ekki í hug samstarf í gerð
tölvuverks, því að myndirnar, sem á þeim tíma var byrjað að
gera, á því sviði, einkenndi slík vélræn stöðlun að útilokað var, að
um möguleika á marktækri myndsköpun væri að ræða, í tækinu
því. Enda var það löngu áður en orðið „painterly“ kom þar við
sögu, ójá, „so let it now painterly be“.
Vil ég þá færa tölvuna í átt að málverki? Já, á vissan hátt, þótt
alla leiðina komist hún ekki, því að hugsunin ein nægir ei til sköp-
unar þeirrar efnishleðslu, sem fæðir æðra ljós málaralistar. Að
gera því ferli öllu skil í ritgerð, nei, þá geri ég hlé og læt mér
nægja að fjalla um sólarljósið. Það hefur góðu komið til leiðar,
eins og bindiefnið, já, heill þér, efnisheimur. Að Cro Magnon-
maðurinn hafi blandað blóði, sem bindiefni í litina, nei, því trúi ég
varla. Hann hefur kannski einhverntíma rekið fingur í steinnibbu
á hellisvegg, þegar eigið blóðstreymi varð voldugt.
Málaralist Cro Magnon-mannsins, á frumstigi hvað allri tækni
viðvíkur, er samt athyglisverð, því staðfesting er hún þess hve
furðu fljótt maðurinn hefur uppgötvað hver væru efnin, sem
mesta möguleika gæfu til myndsköpunar. Já, óneitanlega vekur
það líka undrun mína. Allt fram til dagsins í dag hefur ekkert
sambærilegt efni verið uppgötvað, og verður kannski aldrei, sem
væri þá jafn sjálfsagt og manneskjan með tvö augu og eyru. Þá
duga víst engar framúrstefnuhryðjur, því málaralistin heldur
velli, jafnvel með vísun til þess hve hefðbundin og ævaforn hún
sé. Augun eru það líka, og hver vill reyna að slíta þau burt með
fullyrðingu, að ekkert nýtt geti þau þessvegna séð? Vissulega
voru tækniframfarir á endurreisnartímanum afrek, og huglæg
Bindiefni/það
Cro Magnon-maðurinn var fyrsti efniskönnuðurinn í sögu
mannkyns. Slík könnun hefur nú hlaðið upp miklu bákni
gerviefna. Í myndlist, einkum málaralist, hafa vísindin lengi
verið að verki og nú eru tölvur notaðar til að skapa myndlist.
Hér ræðir listmálari samhengið í þróun listarinnar.
Eftir Vilhjálm
Þorberg
Bergsson