Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005
Næsta verkefni leikstjóransStevens Soderberghs verður
The Good German, verkefni sem
Section Eight ætlar að framleiða
fyrir Warner
Bros. Pictures.
Verið er að at-
huga með að taka
myndina upp í
svarthvítu en
tökur hefjast í
september.
Myndin segir
frá bandarískum
blaðamanni, sem
dregst inn í
morðgátu eftir að
hann snýr aftur til Berlínar eftir síð-
ari heimsstyrjöldina til að leita að
ástkonu sinni úr stríðinu.
Paul Attanasio gerði handritið
eftir bók Josephs Kanon en Section
Eight keypti kvikmyndaréttinn í
febrúar 2001, áður en bókin var gef-
in út. Á þeim tímapunkti stóð til að
félagi Soderbergh í Section Eight,
George Clooney, tæki að sér aðal-
hlutverkið.
Þess í stað er
Clooney byrj-
aður í að leik-
stýra annarri mynd sinni, Good
Night and Good Luck, mynd um líf
Edward R. Murrow. Soderberg leik-
stjýrði Clooney vini sínum síðast í
myndinni Ocean’s Twelve.
Búist er við því að myndin verði
frumsýnd eftir um ár, eða næsta
vor.
Spænski leikstjórinn Pedro Almo-dóvar hefur tilkynnt að hann
hafi á ný fengið leikkonuna Penél-
ope Cruz til liðs við sig. Myndin
verður á spænsku og heitir Volver.
Cruz vann síðast með leikstjóranum
í myndinni Allt
um móður mína.
Væntanleg mynd
verður með létt-
ari tóni en síð-
ustu myndir
Almodóvars. Hún
gerist í Madríd
og La Mancha og
verður nóg af
tangó og draug-
um í henni.
Myndin segir frá þremur kynslóðum
kvenna og hefjast tökur í sumar.
Næsta mynd Cruz ber nafnið Sah-
ara en við tökur á henni kynntist
hún kærastanum Matthew McCon-
aughey, sem leikur aðalsöguhetjuna
Dirk Pitt.
Nýjasta mynd Almodóvars heitir
Slæm menntun og hefur hlotið góða
dóma. Hún verður frumsýnd hér-
lendis á alþjóðlegri kvikmyndahátíð
í apríl.
Fleiri spennandi myndir verða
sýndar á þessari hátíð og má nefna
Veru Drake eftir Mike Leigh, Holu í
hjartanu eftir Lukas Moodysson og
Gardan State eftir Zach Braff. Nán-
ari upplýsingar má finna á www.ice-
landfilmfestival.is.
New Line Cinema á í viðræðumvið Gus Van Sant um að leik-
stýra myndinni The Time Traveler’s
Wife. Myndin er gerð eftir bók
Audrey Niffen-
eger og er laus-
leg endursögn
The Odyssey.
Sagan segir frá
manni, sem er
með sérstakt gen
er gerir honum
kleift að birtast
einu sönnu ást-
inni sinni á mis-
munandi tímum í
lífi hennar.
Jeremy Leven lagaði handritið að
hvíta tjaldinu en hann hefur m.a.
skrifað handritin Alex & Emma,
Don Juan DeMarco og The Note-
book.
Van Sant hefur gert margar
áhugaverðar myndir en þeirra á
meðal eru Drugstore Cowboy, To
Die For, Good WIll Hunting og
Elephant, sem fékk gullpálmann í
Cannes 2003 auk þess sem Van Sant
var valinn besti leikstjórinn.
Næsta mynd leikstjórans heitir
Last Days og gerist í Seattle enda er
umfjöllunarefnið rokk og ról að
hætti Kurts Cobain.
Erlendar
kvikmyndir
Penélope Cruz
Úr verðlaunamynd-
inni Elephant.
Leikstjórinn Steven
Soderbergh.
Hvar eru konurnar sem geta skapað nýj-ar sögur, farið handan við innra rýmið– eins og konur gera á hverjum degi íraunveruleikanum – yfir í ytri heim
uppgötvana, atburða, hugmyndaflugs?“ spurði
gamalreyndur bandarískur kvikmyndagagnrýn-
andi af kvenkyni, Molly Haskell, fyrir mörgum
áratugum. Herhvöt gagnrýnandans um fjölgun
kvenna í stétt kvikmyndaleikstjóra hefur ein-
hvern árangur borið, en tæpast mikinn.
Tæplega þrjú ár eru liðin
síðan ég spurði í fyrirsögn
hér í Sjónarhorni: „Hvar
eru stelpurnar?“ Þá var
tæpt ár liðið frá því frum-
sýnd hafði verið íslensk kvikmynd eftir konu; það
var Regína sem María Sigurðardóttir leikstýrði.
Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur aðeins ein
slík bæst við: Stella í framboði eftir Guðnýju Hall-
dórsdóttur. Gróflega giskað hafa um það bil
fimmtán leiknar íslenskar bíómyndir verið frum-
sýndar síðustu fimm árin. Hverju sætir það að að-
eins tvær þeirra eru eftir konur?
Þannig spurði ég líka fyrir þremur árum og
fékk ekkert svar. Getur verið að konur séu hlut-
fallslega svona miklu færri í umsækjendahópnum
um styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands? Getur
verið að þeim sem úthluta styrkjunum þyki um-
sóknir frá konum svona miklu síðri en umsóknir
frá körlum? Hafa konur átt erfiðara með að finna
erlenda meðframleiðendur og aðra fjármögnun?
Engin svör. En ég hjó eftir því um daginn að í
viðtali Ásgríms Sverrissonar í sjónvarpsþætt-
inum Taka tvö við einn athyglisverðasta leik-
stjóra okkar, Kristínu Jóhannesdóttur, sagðist
hún telja að ein meginástæða þess að henni hefði
ekkert gengið að fá styrki til verkefna sinna í
meira en áratug væri sú staðreynd að hún væri
kona.
Ég hrökk við. Gat þetta staðist? Eru einhver
karlpungaviðhorf ríkjandi í styrkúthlutunum hér-
lendis? Því er erfitt að trúa.
Nýlokið er í London fyrstu stóru kvikmyndahá-
tíðinni þar um slóðir sem helguð er kvikmyndum
eftir konur. Dagblaðið The Guardian spurði af því
tilefni ýmsa málsmetandi aðila í breskri kvik-
myndagerð, bæði konur og karla, um ástæður
fyrir fæð kvenleikstjóra. Tæpur helmingur að-
spurðra, allt konur, nefnir þá skýringu að vegna
þess hversu tímafrekt, krefjandi og erfitt starf
kvikmyndaleikstjórn er, vinnutíminn langur og
óreglulegur, veigri konur, sem gjarnan beri meg-
inþunga af barnauppeldi og heimilisrekstri, sér
við að leggja út á þessa braut. Margir viðmæl-
endur blaðsins nefna einnig að í kvikmyndagerð
sé löng hefð fyrir því að karlar standi þar við
stjórnvölinn; þeir verji sitt vígi nánast af eðl-
isávísun. Af þessari hefð stafi svo vantrú kvenna á
því að þær eigi möguleika í faginu. Þær snúi sér
frekar að framleiðslu og ýmsum aðstoðarstörfum.
Vaxandi hópur íslenskra kvenna hefur á und-
anförnum árum menntað sig í kvikmyndagerð,
þar á meðal leikstjórn. Hvers vegna skilar hann
sér ekki inn í fagið? Einn viðmælenda The
Guardian, leikstjórinn Mike Figgis, vekur athygli
á því að núna sé engin gild ástæða fyrir hendi að
það fólk sem vilji gera kvikmyndir geri þær ekki.
„Tæknin er aðgengileg, tækin eru mun ódýrari en
áður var, eftirvinnsluna má vinna á ferðatölvu, all-
ar þær græjur sem þarf til að gera bíómynd kom-
ast fyrir í nokkrum kössum sem ferðast má með
sem handfarangur í flugvél. Ekkert kemur nú í
veg fyrir að fólk geri kvikmyndir,“ segir Figgis.
Ef íslenskir kvenleikstjórar eiga af einhverjum
óskilgreindum ástæðum í erfiðleikum með að fá
fjárstyrki til framleiðslunnar eiga þeir samkvæmt
þessu ekki að láta það stöðva sig. Og við, áhorf-
endur, þurfum á þeim að halda. Allt of lengi hefur
sýn karla á íslenskt mannlíf, með fullri virðingu
fyrir henni og þeim, sem næst einokað hvítu tjöld-
in. Við þurfum meiri fjölbreytni, víðari sjóndeild-
arhring, í íslenskar kvikmyndir. Og konur í ís-
lenskri kvikmyndagerð þurfa greinilega að
setjast á rökstóla með öðrum aðilum hennar svo
greina megi vandann og ráða bót á honum.
„Heimurinn var karlmannsins. En svo kom
Eva,“ sagði karlremban. Sú speki bíður enn stað-
festingar í íslenskri kvikmyndaleikstjórn.
Beðið eftir Evu
’Allt of lengi hefur sýn karla á íslenskt mannlíf sem næsteinokað hvítu tjöldin. ‘
Sjónarhorn
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
T
ölvuteiknimyndir, Computer Gen-
erated Animation (CG), nýjasta
greinin á kvikmyndastofninum, festi
sig í sessi fyrir u.þ.b. áratug með
Leikfangasögu – Toy Story, sem
varð nokkuð óvænt alheimssmellur.
Nú er nýjabrumið löngu horfið af tæknivinnslunni
en kvikmyndaiðnaðurinn hefur gætt þess að halda
gæðunum hátt á lofti og gert myndirnar að sann-
kallaðri gullnámu sem hann vill ekki fyrir nokkurn
mun missa. Tölvutæknin ein
hefur ekki skapað bylting-
arkennda velgengni mynd-
anna, heldur má einnig
þakka hana frábærum sögum og samtölum sem
höfða til allra í fjölskyldunni. Handritinu, sem
löngum hefur verið Akillesarhæll Hollywood.
Takmörkuð tækni
Ævintýrið byrjaði fyrir alvöru árið 1995 þegar Pix-
ar sendi frá sér Leikfangasöguna en fæðingin gekk
ekki vandræðalaust. Iðnaðurinn hafði þekkt
tæknina á annan áratug og notað hana lítillega,
einkum í sjónvarpi. Gagnrýnendur og framleiðend-
urnir höfðu fundið henni flest til foráttu, sagt
tölvuvinnsluna lífvana og hreyfingarnar vélrænar.
Þessa galla, sem plöguðu m.a. Final Fantasy – The
Spirits Within (’01), hefur tekist að laga þó þeir
heyri ekki sögunni til. Vissir annmarkar eru ennþá
fyrir hendi. Það kom skýrt í ljós í áðurnefndri Fin-
al Fantasy og núna fyrir jólin í The Polar Express,
að tæknin á enn langt í land að skapa trúverðugar
mannverur, handritshöfundarnir verða því enn um
sinn að einbeita sér að ævintýraheimi teikni-
myndasagnanna.
Hvað aðsókn varðar bjargaðist fokdýr stórmynd
Roberts Zemeckis, Polar Express, fyrir horn, en
ekkert umfram það og gagnrýnendur voru al-
mennt óhressir með útkomuna. Hún var tekin líkt
og hver önnur leikin mynd, síðan kom CG-deild
DreamWorks til sögunnar og breytti henni í tölvu-
teiknimynd. Tjáningin í svip leikaranna varð an-
kannaleg fyrir bragðið og allir virðast þeir vera
með „Hitlersskegg“ undir nefinu. Það er í rauninni
e.k. skuggi, óvelkomnar leifar sem sátu eftir þegar
myndin var skönnuð á filmuna. Þegar áhorfendur
uppgötvuðu „skeggið“, var þeim yfirleitt skemmt,
sem passaði ekki alveg við atburðarásina. Athygl-
isgáfan er aðalástæðan fyrir því hversu vandasamt
er að líkja eftir andlitstjáningu manna. Það er eng-
um vandkvæðum bundið að skapa risaeðlur og
annað sem mannsaugað hefur aldrei upplifað, jafn-
vel þekktar dýrategundir líkt og ljón og birni. En
þegar kemur að mannsandlitinu kviknar á var-
úðarkerfum heilans, þannig að í náinni framtíð
sjáum við mennskar persónur einungis í afbakaðri
teiknisöguhetjumynd, líkt og lukkaðist svo af-
bragðs vel í Hinum ótrúlegu – The Incredibles.
Hönnuðir tölvuteikninganna eru þó aðeins byrj-
aðir að fást við andlitið og mannslíkamann og nota
þá í staðinn fyrir áhættuleikara í atriðum mynda á
borð við Kóngulóarmanninn 2 – Spider-Man 2,
þrennuna um Hringadróttin og nýjustu Stjörnu-
stríðsmyndina sem frumsýnd verður í sumar.
Tölvuteikningunum er brugðið inn í atburðarásina,
einkum í áhættuatriðum, en þessir bútar eru vafa-
laust upphafið á fullkomnun byltingarinnar.
CG-hönnuðirnir hjá Blue Sky Studios, tölvu-
teiknimyndaveri 20th Century Fox, lögðu sig alla
fram að gæða róbótana í Vélmennum mannlegum
eiginleikum, en þeir höfðu unnið eftirtektarverðan
áfangasigur í Ísöld – Ice Age, annarri mynd kvik-
myndaversins, en þeirra fyrsta hafði verið hin
miðlungsvel lukkaða Titan A.E. Ísöld var miklum
mun fremri í alla staði en þar höfðu hönnuðir fund-
ið leið til að láta birtu falla á þrívíddarteikning-
arnar úr fleiri áttum en einni, líkt og gerist í raun-
veruleikanum. Tæknin hefur verið aukin og
endurbætt í Vélmennunum og á að skila sér í trú-
verðugri fígúrum.
Handunnar teiknimyndir
í útrýmingarhættu
Velgengni CG-mynda er farin að hafa alvarleg
áhrif á gömlu, góðu teiknimyndahefðina eins og við
þekkjum hana úr fjölda listaverka frá Walt Disney
og fleiri framleiðendum. Nú er svo komið að Disn-
ey hefur lokað stærstu teiknimyndaverum sínum
þar sem unnið var samkvæmt gamla laginu.
Handavinnan kemur til með að skrimta eitthvað
áfram í höndum smærri framleiðenda og í gerð
sjónvarpsefnis en tími teiknimynda í anda Fant-
asíu, Bamba og annarra slíkra, er liðinn. Það blæs
því ekki byrlega í svipinn fyrir þetta heillandi og
sögufræga listform og vafalaust eigum við eftir að
sakna þess.
Auk Vélmenna verður myndin Kjúlli litli –
Chicken Little frumsýnd á árinu, hún er fyrsta
myndin frá nýrri tölvuteiknimyndadeild hjá Disn-
ey, en farsælt samstarf þeirra við Pixar er í upp-
námi sem stendur. Þá mun hliðstæð deild hjá
DreamWorks senda frá sér í sumar fjölskyldu-
myndina Madagaskar, en þar á bæ var Shrek 2,
tekjuhæsta myndin í fyrra. Hún trónaði einnig efst
á lista yfir mest sóttu myndirnar í Bandaríkjunum
árið 2004 og tvær aðrar tölvuteiknimyndir komust
til viðbótar á topp 10 Hin ótrúlegu náðu 5. sæti, og
Polar Express því 10. Þar með er ekki öll sagan
sögð, því Shrek 2 náði 3. sæti listans yfir mest sóttu
myndir á heimsvísu og segir það allt sem segja
þarf um vænlega stöðu byltingartækninnar í dag.
Á hinn bóginn eru ár og dagur síðan hefðbundin
teiknimynd hefur nálgast toppinn og tilraunir
kvikmyndaveranna í þá átt hafa mislukkast að
undanförnu. Áhorfendur hafa valið og niðurstaðan
er ljós: Þeir kjósa um tölvutæknina.
Og framtíðin í gerð íslenskra tölvuteiknimynda
virðist einnig björt; sú fyrsta, Litla lirfan ljóta var
vel heppnuð og fékk góðar viðtökur. Fleiri eru
væntanlegar, Anna og skapsveiflurnar, sem gerð
er af Lirfu-genginu og Grettis-saga gerð af Jóni
Hámundi Marinóssyni og Eyþóri Guðjónssyni.
Byltingin sem nostrar við börnin sín
Um helgina hefjast sýningar á Vélmennum –
Robots, nýjustu tölvuteiknimyndinni frá Holly-
wood, en þær hafa áunnið sér ótrúlegar vinsæld-
ir á skömmum tíma. Þar er ekki síst að þakka
stefnumótun frumkvöðlanna hjá Pixar Animat-
ion Studios sem settu markið hátt í upphafi og
aðrir framleiðendur hafa fylgt fordæminu.
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
Vélvæðingin er hafin á hvíta tjaldinu. Tölvuteiknaðar persónur með eðlilegan skugga og beittan húmor laða
næstum orðið fleiri að en gömlu góðu Cruise, Pitt og Roberts.
Helstu tölvuteiknimyndirnar
Leikfangasaga | Toy Story (Pixar) 1995
Maurar | Antz (DreamWorks) 1998
Skordýralíf | A Bugs Life (Pixar) 1998
Leikfangasaga 2 | Toy Story 2 (Pixar) 1999
Risaeðlur | Dinosaur (Disney) 2000
Skrímsli hf. | Monsters Inc. (Pixar) 2001
Skrekkur | Shrek (DreamWorks) 2001
Ísöld | Ice Age (Fox) 2002
Leitin að Nemó | Finding Nemo (Pixar) 2003
Hákarlasaga | Shark Tale (DreamWorks)
2004
Skrekkur 2 | Shrek 2 (DreamWorks) 2004
Hinir ótrúlegu | The Incredibles (Pixar) 2004
Vélmenni | Robots (Fox) 2005