Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005 N ýlegt þing um mál, kyn og kirkju fjallaði um mál beggja kynja. Þeir sem að- hyllast mál beggja kynja vilja benda á, vinna gegn og leiðrétta útilokun kven- kyns í trúararfi, bókarfi og lifandi máli. Okkar fyrsta séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir og Kvennakirkjan ýttu þessu máli úr vör hér á landi. Sjá bókina: Vinkonur og vinir (ekki læri- sveinar og -sveinkur) Jesú frá 1999. Prófessor Helga Kress hefur á sambærilegan hátt lýst því yfir að hún telji mik- ilvægast í jafnréttismálum samtímans og næstu ára að huga að tungumálinu, þar sem tungumálið móti vitund okkar og hug- myndir. „Þöggun kvenna“ felist annars veg- ar í því að ekki sé á þær hlustað, hins vegar í því að þær séu ósýnilegar í beitingu tungumálsins þar sem mannkynið sé karl- kyns. (Vera 2000 5/6.) Tveir glæsilegustu forkólfar kvenfrelsis á síðari helmingi 20. aldar – Auður og Helga – hafa því þungar áhyggjur af því að „tungan okkar“ sé tunga karla. Málið getur enginn látið framhjá sér fara, vegna þess að það opnar svo fína sýn inn í kynjasöguna. Meira hefur heyrst op- inberlega nýverið af áhyggjum málfræðinga en tilkalli kvenna til tungu sinnar og arfs. Konu með stór brjóst fyrir biskup Rithöfundasambandið gerði mig að fulltrúa sínum á málþinginu og ég kaus að verja þá duglegu menn Kvennakirkjunnar sem hafa tekið upp þá stefnu hér á landi sem hefur skilað endurskoðaðri Biblíu máls beggja kynja í hinum stóra enskumælandi heimi. Þau virðast miklu fleiri hér á landi sem tor- tryggja þessa stefnu og vilja halda áfram að vera bara með karlmannstungu í arfinum og munninum og eru hin ánægðustu. En samt kraumar óánægja í konum í samfélag- inu. Það skyldi þó ekki vera að konurnar sem mest hafa hugsað um málið og leitt okkur út úr karlaofríki bókmenntanna og kirkjunnar – Auður og Helga – hafi nokkuð til síns máls? Ég var sjálfsagt kölluð til þar sem ég hef skrifað kristnisögu 19. aldar og í nokkur ár unnið að ævisögu Matthíasar Joch- umssonar. Guðrún Þórhallsdóttir var fulltrúi íslenska málfræðifélagsins á þinginu og á heiðurinn af því að hafa komið þessari umræðu af stað, Guðrún Kvaran var fulltrúi íslenskrar málnefndar, Kristján Valur Ing- ólfsson fulltrúi helgisiðanefndar og Einar Sigurbjörnsson fulltrúi Guðfræðistofnunar. Þegar ég sá lista yfir ræðumenn og hafði lesið erindi Guðrúnar Þórhallsdóttur í Les- bókinni frá því í desember sá ég að ég yrði að vera riddaraleg og tala sem blámaður (sorgmæddur maður sbr. blús) – sár út í hve stutt skilningur á stöðu kvenkyns er í raun kominn. Guðrún Þórhallsdóttir varaði við hættum samfara málstefnu máls beggja kynja á málþinginu og í viðtalsþættinum Silfur Egils. Hún bendir réttilega á að forn sérkenni beygingarkerfisins breytast þegar líffræðilegt kyn er tekið fram yfir mál- fræðilegt. Ekki er hægt að efast um mál- breytingarnar sem blasa við heldur hvort það sé endilega svo slæmt að þessar breyt- ingar fari fram. Karlkynið missir einokun sína á hlutleysishlutverkinu til dæmis ef konur snúa málsháttum upp á sitt kyn og „sú (mannvera) á kvölina sem á völina“ gæti farið að vísa almennt til allra en ekki bara til kvenna. Karlkynið þarf ekki að missa hlutleys- ishlutverk sitt þótt kvenkynið öðlast það stundum líka og eigi stundum við mann- verur almennt. Kvenkynið tekur sér bara hlutverkið eins oft og menn kjósa. Allar (mannverur) ánægðar? þýðir þá það sama og allir (menn) ánægðir? Mér finnst það bara gott á karlana og besta jafnréttismál. Þá mundu væntanlega konur frekar segja yfir sal með áberandi fleiri konur: Allar ánægðar? Besta mál, bara fyndið og dálítið skrítið fyrst en fljótt að venjast. Meinlaust. Kannski fyrst og fremst skemmtileg stríðni sem fær menn til hugsa. Þetta býður upp á nýjan lit í málinu sem er hlaðinn kynjapæl- ingu. Framsóknarforkólfur getur þá sagt yfir sal flokksmanna: „Allar mannverur hér ánægðar?“ Hann styttir það svo og end- urtekur og segir með áherslu: „Allar ánægðar?“ Salurinn hlær og allt er í goodý fíling og sátt komin og 40%. Ég er veik fyrir þessari afstöðu þar sem ég finn meira til með lifandi kynjum en málfræðilegum. „Enginn (maður) kemur til föðurins nema fyrir mig,“ segir í biblíunni. Hugtakið maður (sem hlutleysi karlkyns í málinu byggist á) hefur tvöfalda merkingu. Maður nær yfir gjörvallt mannkyn en á einnig bara við um karlkyn. Síðari eða sér- tæka merkingin karlmaður vill því miður þvælast fyrir eins og alltaf þegar um tvær merkingar er að ræða í sama orði. Bæði föðurgoðið og hið hlutlausa karlkyn „hans Engins“ eru því karllæg. Þetta er alvarlegt því þeir sem ekki ná að verða í hópi hinna útvöldu fá víst ekkert himnaríki. „Engin (systkin, börn) koma til Guðs nema fyrir mig,“ segir Kvennakirkjan og boðskapurinn mýkist við þessa breytingu svo mikið að kona getur farið að vona að hún komist til hennar Guðs. Mörgum finnst þetta með hana guð óviðkunnanleg tilraun til að kven- væða karlveldistrú. Mér finnst þetta skemmtilegt. Mál beggja kynja stendur nú til að setja inn víða í ritningunni án þess að senda guð í kynskiptaaðgerð og líklegt er að það verði til þess að konur kunni betur við trúararf sinn. Samkyn verður sett inn þar sem vitað er að bæði er verið að ávarpa konur og karla. Þetta er ekki róttækt og skaðar á engan hátt málfræðireglur, enda gert í sam- vinnu guðfræðinga og málfræðinga. Talið er að Kristur hafi einungis ávarpað sveina sína víða og þar verður speki ávarpsins áfram í karlkyni. Miklum árangri hefur Kvenna- kirkjan samt náð. Konur vita nú almennt að farið er að hafa guð líka í kvenkyni sem er ótrúleg bylting. Þjóðkirkjan styður Kvenna- kirkjuna. Riddaramennska ríkir innan ís- lensku kirkjunnar, konur fá að hafa hana guð – sem er eiginlega gyðja. Þetta er ekk- ert annað en siðbót eða sið-víkkun öllu heldur. Ekki skrítið að svo margir séu í þjóðkirkjunni – hún er svo frjáls. Þegar kallað er á fólk inn í hof ástargyðj- unnar mætti segja „Engin (mannvera) kemst til gyðjunnar nema fyrir ást“ og láta með því karlana bara hafa það að hafa texta sem nær yfir alla í kvenkyni. Þeir geta lært eins og við gerðum fyrir löngu að þetta á líka við þá og að þeir eru velkomnir í hof gyðjunnar. Engin hætta er á því að þetta gerist því öll hefð er svo íhaldssöm. Málið snýst um það að opna nýja sýn. Gera sátt- ari. Breyta örlítið þar sem það er tiltölulega meinlaust. Láta alla í samfélaginu skynja misréttið sem falið er í tungunni og hefðinni svo það verði aldrei endurtekið. Almennt vekur það aukinn vilja til réttlætis ef al- menningur skynjar þá níðslu sem átt hefur sér stað í mannkynssögunni. Orðið enginn þýðir eitt sér enginn maður áfram og stundum enginn karlmaður, það hefur aldrei valdið vanda að greina þar á milli. En eftir að rit Kvennakirkjunnar kom út hefur orðið engin í fleirtölu hvorugkyni fengið hlutleysishlutverk og getur þýtt hóp mannvera. Við þetta verður málið ríkara og ég viðurkenni að það kallar tímabundið á aðlögun fyrir íslenskukennara og próf- arkalesara, en þeir eru jú sífellt að laga sig að breyttu máli. Þá yrði jafnrétt að segja og skrifa „það er engin (kona, mannvera) í húsinu“ og „það er enginn í húsinu“. Mál- fræðingum finnist landið vera að leysast upp. Ég er að verja málfræðilega vondan en kynjafræðilega góðan málstað. Svo lengi sem til er kona sem lýsir því yfir að karl- kyns ofríki tungunnar hafi neikvæð tilfinn- ingaleg áhrif á sig á þessi málstaður rétt á sér. Þetta er „bara“ tíska eins og allt annað frá útlöndum, eins og það að leyfa konum að syngja líka í kirkju sem gerðist fyrir einni öld. Kannski fann ég ekkert fyrir því hvað mín eigin tunga útilokar mitt kyn fyrr en mér var bent á það? Jú, ég fann það, sektin og hræðslan sem fylgdi barnatrúnni var raunveruleg, ég var hrædd við presta, löggur, stranga karla og valdamenn, og slíka mótun er ekki auðvelt að uppræta. Hræðslan er enn til staðar. Því vil ég fá konu með stór brjóst fyrir biskup sem segir að eina syndin sé vanlíðan, og af ástæðunni fyrir þeirri vanlíðan megi læra … Ómennskan í konunum Ég hef alltaf verið ein kona í stórum karla- hópi eins og í öllum leikritum og kvikmynd- um og látið sem ég vissi ekki um angist hinna sem komast ekki að. Eftir að nýja kvenréttindabylgjan reis sé ég auma stöðu kvenkyns alls staðar þar sem keppnisandi testesterónsins verður ofan á í valdabaráttu sam- og sundurfélagsins. Í íslensku sjón- varpi fá aðallega fagrar og/eða ungar konur að sjást, á meðan konur þurfa að þola ljóta gamla íslenska karla á skjánum eins og ekkert sé en verða ekkert skotnari í þeim fyrir það. Verður bráðum miðaldra kona stjórnandi í Kastljósi, úr því að miðaldra maður hefur nýlega bæst þar í hópinn? Á ekki almennur sjarmi að gilda, frekar en fegurð og/eða æska bara annars kynsins? Borgum við ekki afnotagjöldin líka? Staða kvenna á íslenska skjánum er svo augljós, hana sjá allar konur og láta meiða sig, en þetta með málið er miklu dýpra, lúmskara og ósýnilegra. Það er nú lágmark ef maður er meiddur að maður viti af því … Mig hefur lengi grunað að ég væri svikari að hafa ekki skrifað kvennasögu og hef ný- lega verið réttilega skömmuð af Kristínu Marju Baldursdóttur rithöfundi fyrir að vera að skrifa ævisögu karlmanns. Hjalti Rögnvaldsson leikari bauðst fyrir ári til að lesa ævisögu mína um Matthías Joch- umsson á hljóðspólu og ég tók vel í það án þess að hugsa. Eftir að Kristín Marja skammaði mig kveikti ég á perunni – á ég að láta karlrödd „taka af mér“ textann minn? Verð víst að lesa hann sjálf þótt ég nenni því ekki og sé endalaust veik fyrir rödd Hjalta. Það hlýtur nú bara að vera sexúellt og kynmótun. Ég vil gera yfirbót eftir ævilangan karlsleikjuhátt minn. Eins og húsavernd hefur jafnréttisbarátta kvenna frá síðari hluta síðustu aldar ekki skilað sér eins vel og allir héldu. Það er svo seigt í þessu með sullina í hundunum, berklana í húsunum og ómennskuna í kon- unum. Úreldingarhræðsla Séð frá bæjardyrum kvenkyns er svokallað hlutleysishlutverk karlkyns í tungunni hreint ekki hlutlaust, heldur réttara að tala um stjórnunarhlutverk karlkyns í tungu og bókarfi. Það er menningarsögulegt, dýra- fræðilegt og líffræðilegt, sem þýðir þó alls ekki að ófært sé að bæta hlut kvenleikans í tungu og arfi ef menn ákveða að hafa sann- girni og jafnrétti að leiðarljósi. Umræðan sem farið hefur af stað og ég var beðin að fylgja eftir hefur verið í tvívídd – þessu leiðinlega annaðhvort eða reiptogi, þegar þræðirnir eru a.m.k. fimm auk þess sem einn snýr upp og annar niður og málið er í eðli sínu blóm. Það skeið sem hófst erlendis með kröfu um að mál trúarinnar talaði til kvenna er mjög róttækt. Ég er afskaplega þakklát því að ekkert sýnir betur en að skoða málið og bókarfinn hve rætur karl- væðingar menningarinnar eru djúpar og þykkar. Mér finnst sárt hve fólk er tregt til að búa til nýjar goðsögur, nýyrði, siðbót, málfar og skil ekki undir hvaða Danakon- ungi sum þjóðin telur sig vera. Af hverju mátti forðum móta, skapa og endurskapa trúarbrögð og málfar … hvað réttlætir það að núna loksins þegar frelsi er fengið megi engu breyta? Tungan er vatn sem streymir úr heila um munn og út um heima alla, öll höft og stífl- ur eru illvirkjanir. Ekki getur verið annað en gott að nota málfrelsið og trúfrelsið, auka fjölbreytnina og gera arfinn að betri tilfinningaveitu fyrir alla. Snautt er fyrir konu að vera ávörpuð í karlkyni og lesa heilræði í karlkyni. Slíkt hefur ómeðvituð áhrif á konur sem finna til veikleika og lágrar stöðu í goggunarröð samfélagsins. Karlasleikjur með góða stöðu eru aftur á móti sáttar. Þannig var ég þangað til núna og mundi sjálfsagt vera enn ef ég hefði haft nógan skörungsskap eða sjálfsöryggi til að ganga inn í skæða valdabaráttu há- skólasagnfræðinnar og væri örugg í því mikla karlavígi. Þar er engin framsókn – í sagnfræðiskor HÍ er bara ein kona með stöðu á móti tylft af körlum. Ég er fræði- maður og rithöfundur í óöruggri lausa- mennsku og farin að finna fyrir úrelding- arhræðslu og þess vegna ofsóknarkennd míns kyns? Þótt ég sé rétt að ná þroska í mínu fagi fór ég að finna fyrir úreldingarhræðslu þeg- ar ég las í hitteðfyrra í Fréttablaðinu orð Guðbergs um að jafnaldra mín Guðný Hall- dórsdóttir kvikmyndaleikstjóri væri á þröskuldi ellinnar. Þetta ágerðist nýverið þegar ég las orð hans í Lesbókinni um að Björk sé orðin gömul. Svona er að óttast og trúa orðum æðstu presta. Meiða orð af því þau eru sönn eða af því líklegt er að ein- hver trúi þeim? Til að vinna gegn afmáttk- un aldraðra listamanna fer ég með úr Háva- málum og sný auðvitað í eigin munni upp á mitt kyn: „Hölt ríður hrossi, hjörð rekur handavana, dauf vegur og dugir, blind er betri en brennd sé, nýtur manngi nás.“ Að lúðradísir lifi ókristilega áfram Sálin, tungan, hrynjandin, bókin, jörðin, listin, menningin, sagan, kirkjan, náttúran, moldin, sveitin, byggðin, grundin, fífil- brekkan, heysátan, brúin og fjallkonan eru kvenkyns. Felur þetta í sér dýrkun á hinu kvenlega eða speglar þetta það að nær gjörvöll tilvistin var eins og konan viðfang karlmanna í mennskunni og menningunni sem mótaðist á síðustu þúsundum ára? Kannski hvort tveggja? Evrópa var teiknuð sem kona, með naflann í Vínarborg, dyggð- irnar og lestirnir kvengerðar. Þekktir engl- ar eru víst allir karlar nema einn, enda eru þeir æðri verur, en síðan Guð varð kona eða Gyðja leikur grunur á að hún sé farin að skipa kvenengla. Þeirri hugsun skaut niður í huga mér eins og þjóðsögu, af því Lilja systir mín er fyrsta konan sem varð blásari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, að heimsendi hefði verið frestað vegna þess að stjórn heimsins hefði löngu ákveðið að á dómsdegi réttlætisins ættu kven- og karlenglar jafnt að blása í lúðra svo hinir dauðu gætu risið upp. Ég hef því beðið Lilju systur að láta það ganga meðal lúðradísa á heimsþingum að lifa það ókristilega áfram að þær verði ekki gott efni í himneskar lúðrablásandi hersveitir, svo enn megi fresta heimsendi. Málið snýst um áhrif karlsósa máls á skynjun konu Kona sér simpansann í dýragarðinum slá með trjágrein búrið sundur og saman og gólfið og lausahluti og simpönsuna og börn- in titra af hræðslu. Kona skelfur enn við að rifja það upp, ekki síst ef hún hefur séð mann í þessum ham nálægt sér. Ég er hrædd við vöndinn þótt hann hafi ekki verið notaður á mig, það er líffræðilegt. Ég er af eðlishvöt hrædd við valdamikla karla – genetískt minni er staðreynd. Kona horfir á fræðsluþátt og sér simpansamenn hópa sig saman, svona í gengi (ekki rótaríi eða odd- fellows, undirmáls karlapar úr eigin ætt mega vera með), leita hvor öðrum lúsa og finna til samkenndar, ganga svo í halarófu yfir á svæði næstu ættar af sömu tegund og finna sér stakan simpansamann til að hoppa á og berja í hel og slíta af kynfærin. Þetta er kvikmyndað og nýsannað víða í Afríku. Þeir ganga lengra en strákarnir í mið- bænum sem bara berja, sparka og höf- uðkúpubrjóta. Ætli það sé ekki jákvætt við kynbælinguna að kynfærin eru á torgum hér látin í friði. Þetta mun vera manna innsta eðli. Það er ekki bara maðurinn af guði skapaður í hans mynd sem drepur eig- in tegund sér til gamans heldur hinn 99% náskyldasti api líka. Þessar nýju sjokk- erandi upplýsingar hljóta að stuðla að því að hætt verði aftökum í dauðaálmum fang- elsanna. Ekki er hægt að aflífa menn fyrir náttúrulega hegðun sem nær svo margar milljónir ára aftur í tímann? Algert rugl er á sama hátt að hafa á móti karlmennskunni í tungunni, hún er líf- fræðileg, skapandi, sexí, en aftur á móti var sjálfsagt að ákalla gyðjuna sanngirni og reisa henni hof (hús hæstaréttar). Ráðandi karlmennska í tungunni speglar mannkyns- söguna og það þurfum við að læra og til- einka okkur. Mál er máttur og spegill. Orð- ið ambátt er af sama stofni og ambassador og embætti, en þýddi forðum í gotnesku bara senditík af báðum kynjum. Af þessari orðsifjafræðilegu örsögu má sjá söguleg ör- lög kynjanna. Á svipaðan hátt er „herrlich“ á þýsku dásamlegt en „fraulich“ heimsku- legt. Þegar illa er leikið á lúður er það kerl- Maður og kona – „hvað er málið og hvað er verið að ræða?“ Um hvað snýst umræðan um kynbundið mál? Snýst hún um málfræði eða kvenfrelsisbar- áttu? Er það endilega svo slæmt að taka líf- fræðilegt kyn fram yfir málfræðilegt? Aug- ljóst er að miklar breytingar verða á málinu en jafnframt hlytu konur aukin þegnrétt í því. Eða hvað? Hvað er málið? Eftir Þórunni Valdimars- dóttur thorvald@is- landia.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.