Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005 | 11 Nýjasta skáldsaga Ian McEwan,Saturday, eða Laugardagur, hlýtur góðar viðtökur gagnrýnenda. Í bókinni segir frá afdrifaríkum sólarhring í lífi taugaskurðlækn- isins Henry Per- owne. Dagurinn er 15. febrúar 2003 þegar tæpar tvær milljónir Lundúnabúa mótmæltu fyr- irhuguðum stríðsrekstri Breta í Írak. Á leið sinni í vinnuna lendir Perowne í úti- stöðum við smákrimma sem reynast hafa miklar afleið- ingar fyrir söguhetj- una. Að mati gagnrýnanda Inform- ation styrkir McEwan með þessari bók stöðu sína sem einn greindasti, áhugaverðasti og skemmtilegasti höfundur samtímans. Saturday er að sögn gagnrýnanda snilldarvel saman sett skáldsaga, uppfull af sið- ferðilegum deiluefnum, þar sem lyk- ilspurning bókarinnar snýr að því hvað siðmenntaður einstaklingur er reiðubúinn að gera í þeim tilgangi að vernda þá sem hann elskar þegar hann þarf skyndilega að takast á við bæði frumstæðan og ósiðmenntaðan ógnvald.    Fyrsta bók Kelly Braffet, Josieand Jack, lofar góðu að mati gagnrýnanda The New York Times. Segir hann staðsetningu sögunnar í smábæ í vesturhluta Pennsylvaníu henta hinum gotneska anda bók- arinnar afar vel. Í forgrunni eru flókin samskipti táningssystkina Jacks og Josie sem alast upp við fremur ömurlegar aðstæður. Þau eru móðurlaus og ganga því nánast sjálfala, en ofbeldisfullur faðir þeirra, sem er prófessor í lækn- isfræðum, lætur aðeins sjá sig á heimilinu um helgar þegar hann býður vinnufélögunum á fyllerí heima hjá sér. Sagan um Josie og Jack er að mati gagnrýnanda afar vel upp byggð. Höfundur býr yfir þeim hæfileika að fá lesendur til að langa óstjórnlega til að vita hvað gerist næst, sem helgast fyrst og fremst af góðum hraða frásagnarinnar. Á það sérstaklega við í síðari hluta sög- unnar þegar systkinin flýja bernskuheimili sitt og hverfa á vit ævintýranna í New York.    Allt frá því að Cynthia Ozicksendi frá sér sína fyrsta skáld- sögu, Trust, árið 1966, hefur hún ítrekað tekist á við afleiðingar gyð- ingahaturs nas- ista í skáldverk- um sínum. Það á einnig við um nýj- ustu sögu hennar er nefnist The Bear Boy eða Bjarnardreng- urinn og gerist í Bandaríkjum millistríðsáranna. Ung mun- aðarlaus stúlka, Rose Meadows, ræður sig til starfa hjá prófessor Mitwisser og fjölskyldu hans, sem nýflúin er frá Berlín til Bandaríkj- anna í leit að nýju lífi. Að mati gagn- rýnanda The Guardian er bókin í senn bitur, hugljúf og heillandi í margbreytileika sínum, en um leið nokkuð kvalafull lesning. Segir hann Ozick sem höfund greinilega heillast sérstaklega af þverstæðum og þeim siðferðilegum spurningum sem fel- ast t.d. í samspili gnægtar og fá- tæktar, hugar og líkama, sagnfræði og ímyndunar. Líkt og í fyrri bókum Ozicks snýr eitt lykilþema bókarinnar að því hversu saklaus og bláeygður hinn nýi heimur vestanhafs er gagnvart þeirri mannvonsku og því óréttlæti sem Mitwisser-fjölskyldan hefur flú- ið. Í umsögn sinni veltir gagnrýn- andi því fyrir sér hvernig standa skuli á því að skrif Ozicks hafi ekki vakið meiri athygli í Bretlandi en raun ber vitni. Telur hann það m.a. stafa af því að í verkum hennar er aldrei neitt einfalt og aldrei neitt sem sýnist. Erlendar bækur Ian McEwan Cynthia Ozick K azuo Ishiguro fæddist í Naga- saki í Japan 1954 og fluttist til Englands með foreldrum sínum er hann var á sjötta ári, en fað- ir hans var haffræðingur og vann að rannsóknum fyrir bresk stjórnvöld. Ishiguro segir að alltaf hafi staðið til að snúa aftur til Japan, á hverju ári hafi það verið rætt á heimilinu að nú væri tími til kominn. Fyrir vikið fannst honum aldrei eins og hann ætti heima á Englandi, hann var alltaf á leiðinni heim, og hann segir að fyrir sér sé England ævinlega goðsagnakenndur staður. Ákvörðun um að setjast að í Englandi fyrir fullt og fast var ekki tekin fyrr en hann var sextán ára og fyrir vikið segist Ishiguro sífellt hafa verið að búa sig undir það að flytjast til Japan, meðal annars með því að gera sér í hugarlund hvernig Japan væri byggt á minningarbrotum hans þaðan og ímyndum. „Fólki fannst eins og Japan væri eins og fram- andi pláneta og það gaf mér visst frelsi til að skálda upp Japan fyrir vini mína.“ Þegar hann svo kom til Japan í fyrsta sinn frá fimm ára aldri 1989 áttaði hann sig á að það Japan sem hann mundi eftir er ekki til heldur aðeins brot af Nagasaki. Innblásinn af Margaret Drabble Sem táningur hafði Ishiguro mikinn áhuga á tónlist og samdi lög af miklum móð. Það bráði af honum þegar hann tók að skrifa lengri texta. Hann tók sér frí frá námi 1973 og fór meðal annars í puttaferðalag um Bandaríkin. Hann tók svo upp þráðinn í Kent-háskóla þar sem hann lærði ensku og heimspeki. Hann útskrif- aðist 1979 og fór að vinna við að aðstoða heim- ilislausa þar sem hann hitti eiginkonu sína sem vann sama starf. Hann segist ekki hafa haft neinn sérstakan áhuga á bókmenntum á þeim tíma, en lestur á Jerusalem the Golden eftir Margaret Drabble varð honum hvatning til að spreyta sig á að skrifa skáldsögu. Ekki datt honum þó í hug að nokkur vildi gefa hana út hvað þá að einhver myndi vilja kaupa bækur eftir hann. A Pale View of the Hills, kom út 1982 og var vel tekið og verðlaunuð. Í kjölfarið var Ishig- uro boðið að skrifa handrit að sjónvarpsþáttum fyrir BBC og í framhaldi af því hætti hann að vinna úti og tók til við að skrifa í fullu starfi. An Artist of the Floating World (Í heimi hvik- uls ljóss, Bjartur 1991) kom út 1986 og enn fékk Ishiguro verðlaun, nú Whitbread- verðlaunin fyrir bók ársins. Í A Pale View of Hills og An Artist of the Floating World segist Ishiguro meðal annars hafa verið að skírskota beint til japansks upp- runa síns en honum hafi síðan þótt það óþægi- legt hve menn tóku að leita til hans með spurn- ingar og álit á japanskri menningu, nýjum bókum eða álíka, enda vissi hann næsta lítið um Japan. „Ég vissi meira en almennur Eng- lendingur, en ekki meira en hver sá sem hafði kynnt sér líf í Japan af einhverjum áhuga.“ Frægasta bók Ishiguros, Remains of the Day kom út 1989 (Dreggjar dagsins, Bjartur 1990). Fyrir hana fékk Ishiguro Booker-verðlaunin og síðan var gerð vinsæl kvikmynd eftir henni sem fékk fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna. Skrifaði sig út í horn Í þessum bókum þremur, A Pale View of Hills, An Artist of the Floating World og Remains of the Day notaði Ishiguro svipaða frásagn- artækni; eldri maður eða kona leit yfir farinn veg og velti fyrir sér mistökum ævinnar. Hann segist hafa ímyndað sér að eftir því sem maður yrði eldri væri fortíðin ljósari en annað hafi komið á daginn er hann sjálfur tók að eldast, nálgaðist fimmtugsaldurinn. „Þegar ég velti fyrir mér ævi minni sé ég mikinn fjölda ákvarðana – sumar tók ég yfirvegað, aðrar rat- aði ég á fyrir slysni og enn aðrar tók ég óafvit- andi.“ Hann segir í dag að eftir að Dreggjar dags- ins kom út hafi sér fundist sem hann væri bú- inn að skrifa sig út í horn, fannst sem hann hefði skrifað sömu bókina þrívegis og yrði að gera eitthvað annað, skrifa „öðruvísi“ bók, erf- iða og sérkennilega. Afrakstur þeirrar ákvörð- unar var The Unconsoled, sem kom út 1995 (Óhuggandi, Bjartur 1996). The Unconsoled var frábrugðin öllum þeim bókum sem Ishiguro hafði áður skrifað, þéttari vefur og uppbyggingin allt önnur. Bókin, sem er 600 síður, gerist í ónefndri evrópskri borg og segir frá endalausri bílferð píanóleikara á tónleika sem aldrei eru haldnir. Henni var ekki vel tekið, en með tímanum hafa menn kunnað betur að meta hana og margir af þeim sem dæmdu hana hart á sínum tíma hafa skipt um skoðun. When We Were Orphans, sem kom út 2001 (Veröld okkar vandalausra, Bjartur 2002), var öllu venjulegri bók, ef svo má segja, svipaði til fyrstu bóka Ishiguros þó greinilegt sé að hann sé að fjarlægjast hefðbundna frásagnartækni að nokkru. Hún var meðal annars tilnefnd til Booker-verðlaunanna. Undanfarin ár hefur Ishiguro skrifað nokkuð fyrir kvikmyndir, skrifaði til að mynda hand- ritið að Hvítu greifynjunni, kvikmynd James Ivory sem frumsýnd verður á árinu. Einnig skrifaði hann hluta af handriti myndarinnar Sorglegasta tónlist í heimi sem frumsýnd var á síðasta ári. Hann segist gera það aðallega til gamans og einnig til að læra af því. „Aðalvinna mín er að skrifa bækur, en ég er áhugasamur viðvaningur í handritsgerð,“ segir hann og bætir við að kvikmynd sé ólík skáldsögunni að því leyti að mynd og orð vinna saman í fyrr- nefnda verkinu en í því síðara sé ekki úr neinu að spila nema orðum. „Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast við handritsgerð er að hún byggist á samvinnu. Það er óheilbrigt að vera sífellt að skrifa skáldsögur. Rithöfundur vinnur ekki með öðrum eins og tónlistarmenn eða leikarar og það er hættulegt að kynnast ekki nýjum hugmyndum.“ Ekki vísindaskáldsaga Fimmta skáldsaga Ishiguros, Never Let Me Go, kom svo út fyrir stuttu og var gríðarlega vel tekið í Bretlandi. Kveikjan að bókinni var er Ishiguro sá fyrir sér hóp af ungu fólki sem sat og ræddi bókmenntir og hversdagslega hluti án þess að gera sér grein fyrir yfirvofandi ógn. Þetta var fyrir fimmtán árum og Ishiguro segist hafa skrifað sögu af þessum ungmennum aftur og aftur en aldrei verið ánægður því hann áttaði sig ekki á hver ógnin væri. Lausnin kom svo er hann hlustaði eitt sinn á útvarpsþátt um líftækni og sá fyrir sér hvað steðjaði að ung- mennunum. Fyrir vikið hafa ýmsir talið Never Let Me Go vísindaskáldsögu, framtíðarsögu, en Ishig- uro segist ekki hafa haft neitt slíkt í huga, hann hafi sjálfur lítinn áhuga á slíku og ekki nennu til að hugsa upp nýstárlega framtíð- artækni. Síst hafi hann þó verið að spá fyrir um framtíðina, heldur langaði hann að skrifa sögu sem allir lesendur hennar gætu samsamað sig. Í viðtali á vefsetri Random House- útgáfunnar segist hann hafa séð sögusviðið fyr- ir sér sem England áttunda og níunda áratug- arins, það England sem hann ólst upp í. „Ég sá fyrir mér England á skýjuðum degi, auðir akr- ar, dauft sólskin, móskulegar götur, yfirgefin býli og auðar götur.“ Framan af Never Let Me Go er eins og les- andinn sé að fylgjast með nemendum í hefð- bundnum heimavistarskóla, sérkennilegum um margt að vísu, en gæti eins verið heimavist. Is- higuro segist hafa valið skólann til að sýna heim barna sem einangruð eru frá umheim- inum og fá síðan að vita sannleikann smám saman, líkt og börn almennt: „Börn eru ein- angruð frá heimi hinna fullorðnu og fá upplýs- ingar um heiminn sem bíður þeirra í smá- skömmtum, gjarnan með drjúgri skvettu af blekkingu, góðlátlegri eða ekki.“ Einræktaðir líffæragjafar Þeim sem hyggjast lesa bókina er bent á að betra sé að lesa ekki kaflann sem hér fer á eft- ir, enda er bókin ekki síst vel heppnuð vegna þess hvernig söguþráðurinn birtist smám sam- an. Sögumaður bókarinnar er Kathy H, sem er 31 árs og starfar sem umsjónarkona sem sinnir sjúklingum að því er virðist framan af. Hún rifjar upp æskuárin í Hailsham, sem er eins konar heimavistarskóli, en þó sérkennilegur um margt. Smám saman áttar lesandinn sig svo á því hvað það er sem er svo sérkennilegt við lífið í Hailsham og líf Kathy H í dag – hún, og börnin og ungmennin öll sem eru með henni í Hailsham, eru einræktuð til að vera líf- færagjafar. Þegar þau eru orðin fullvaxin byrja þau að „gefa“ líffæri úr sér og líkamshluta þar til þau deyja, ung vitanlega. Kathy H hugsar um þá sem eru að jafna sig eftir slíkar líf- færagjafir, hjálpar þeim að sætta sig við hlut- skipti sitt þar til þeir eru búnir, eins og hún kallar það. Sjálf er hún í þann mund að fara að „gefa“ líffæri. Tilfinningin sem hellist yfir lesandann þegar þetta kemur í ljós, ógnin sem kraumar undir yfirlætislausum textanum, er óttaleg – minnir einna helst á það er raunverulegt eðli eyj- arinnar W rennur upp fyrir lesanda í san- nefndri skáldævisögu Georges Perec. Sorg, gleði og ást Þótt mikil sorg sé falin í sögunni er það líka gleði og ást. Ishiguro segir að þegar hann var að hefjast handa hafi honum fundist sem þetta yrði glaðværasta bók hans, enda megi ekki gleyma því að fólk tregi aðeins hve lítill tími sé til að lifa að það eigi dýrmætar minningar. „Fólkið í sögunni trúir því, líkt og við öll, að ástin geri alla hluti mögulega, eins órökrétt og það annars er, meðal annars losað mann undan örlögunum.“ Víst sé sögusviðið um margt dap- urlegt „en ekki dapurlegra en það sem við vit- um öll, að við erum dauðleg,“ segir hann.  Byggt á Guardian, vefsetri Random House o.fl. Öll erum við dauðleg Það þykja meiri háttar tíðindi þegar ný bók berst frá enska rithöfundinum Kazuo Ishiguro, sem er að vísu fæddur í Japan en hefur dvalið nánast allan sinn aldur í Englandi. Hann er þekktastur fyrir skáldsöguna Remains of the Day, eða Dreggjar dagsins eins og hún heitir í ís- lenskri þýðingu, og samnefnda kvikmynd sem naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Fyrir skemmstu kom út fimmta skáldsaga Ishiguros sem hefur vakið mikla umræðu um einræktun og siðferðisspurningar tengdar henni. Kazuo Ishiguro Nýjasta skáldsaga hans, Never Let Me Go eða Slepptu aldrei tökum á mér, sem væntanleg er í byrjun næsta mánaðar, fær afar góður viðtökur hjá gagnrýnanda The Guardian. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.