Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005
N
ú er það ekki nema tvent
sem mig vantar, sagði Ósk-
ar Halldórsson, er jeg kom
snöggvast inn til hans hjer
um kvöldið. Það er síld-
arverksmiðja og dagblað.
Það er er að segja, jeg hefði viljað eiga blað,
ef lögð hefði verið meiri stund á að kenna ís-
lensku þegar jeg var á Hvanneyrarskólanum,
bætti hann við.
Þá datt mjer í hug að það væru svo fáir,
sem vissu að hinn síglaði síldarspegúlant
Óskar hefði nokkurntíma haft nokkurt sam-
band við búfræði og jarð-
argróður og fór að spyrja
hann um fortíð hans. En
hann kvaðst ekki vera í því skapi nú, komið
fram yfir Jónsmessu og skipin ófarin á síld.
Það er kominn svo mikill hugur í mig, sagði
hann. En þetta verður nú í síðasta sinn sem
jeg geri út á síld – eða kannske í næstsíðasta
bætti hann við. Eða kannske í næstnæstsíð-
asta, bætti jeg við í huganum, því það var
ekki mitt að leggja orð í belg. En Óskar hef-
ir líklega sjeð einhvern vott af brosi í öðru
hverju munnviki mínu, því hann lagði
áherslu á, að nú væri sjer alvara. Hann
mundi víst ekki eftir því að hann sagði mjer
alveg það sama fyrir 8–10 árum síðan. Jeg
skal nefnilega segja þjer, sagði hann, að
maður kemst aldrei svo hátt að maður geti
ekki „dumpað niður“ á einni síldarvertíð í
lífsins ólgusjó.
Hvernig var það svo, þegar þú fórst til
Danmerkur að læra garðyrkju, sagði jeg,
rjett til þess að vita hvort ekki væri hægt að
fá hann til þess að segja eitthvað um þá
daga.
- Jeg var 16 ára þegar jeg sigldi og hafði
þá verið 2 vetur á Hvanneyri og útskrifaður
búfræðingur 15 ára gamall.
Jeg sigldi með Botníu, og beið niðri á Ís-
landsplads frá því eldsnemma um morguninn
þangað til klukkan 4 um daginn eftir því að
garðyrkjubóndinn Andersen í Taarnneby á
Amager kæmi í hestvagni að sækja mig eins
og vörusendingu með fragtbrjefi og álímdum
merkimiða. Mjer var vísað til svefns um
kvöldið úti í vinnumannaklefa í endanum á
hesthúsinu, þeim megin sem svínastían var,
og mjer er sagt að jeg eigi að vera kominn á
fætur kl. 6, en jeg kann ekki við mig og get
ekki sofnað fyrir hávaðanum í búpeningnum
og jeg vakna við það að húsbóndinn kemur
inn, sjer að jeg hefi sparkað ofan af mjer
sænginni og ligg þar í fyrirtaks prjónahaldi
sem jeg hafði fengið með mjer heimanað, en
Andersen þrífur í haldið, flettir því öfugu af
mjer, fleygir því út í horn, segir að jeg eigi
aldrei að sofa svona dúðaður, snýr mjer við í
rúminu og rasskellir mig.
Svona byrjaði vera mín í Danmörku. Jeg
held maður muni það. Síðan hefi jeg aldrei
legið í prjónahaldi. Og síðan hefi jeg aldrei
verið í vandræðum með að vakna á morgn-
ana. Sofnað seinastur á kvöldin. Vaknað
fyrstur á morgnana og ekki þolað fólk sem
kemur of seint til vinnu sinnar. Þó ekki sjeu
nema 5 mínútur. Sagt þeim annaðhvort að
koma á rjettum tíma eða fara til fjandans.
Þetta lærði jeg alt á einu augnabliki í
Taarnby á Amager, snemma morguns seint í
mars vorið 1911, er sólin skein inn um
gluggann í vinnumannaklefanum í hesthús-
inu. Hann getur vitnað um það borgarstjór-
inn okkar, Bjarni Benediktsson. Hann var
eitt sumar vaktmeistari og „mínútumaður“
hjá mjer á Bakka á Siglufirði. Betri mann til
að sjá um stundvísi hefi jeg ekki haft í minni
þjónustu. Þegar jeg heyrði í vetur að hann
væri heldur á móti því að menn kæmu of
seint til vinnu sinnar, þá datt mjer í hug, að
kannske hafi hann lært eitthvað af því hjá
mjer á Sigló. En líklega vissi hann ekki að
jeg lærði það af prjónahaldinu sem mamma
útbjó mig í og Andersen garðyrkjubóndi á
Amager reif af mjer þann eftirminnilega
morgun.
– Hver kom þjer fyrir í þessari námsvist?
– Það var Einar Helgason. Og hundrað
krónur fjekk jeg í ferðastyrk hjá Bún-
aðarfjelaginu. Það var alt og sumt, og átti
ekki túskilding að heitið gat, er þangað kom.
En dr. Valtýr Guðmundsson var beðinn að
vera mjer innan handar ef jeg þyrfti ein-
hvers með. Og það gerði hann vel. En jeg
átti að vinna fyrir kaupi. Fjekk 8 krónur á
viku, og varð að fæða mig sjálfur. Át saltfisk
og hakkað hrossakjöt á „krónni“ í Taarnby
um miðjan daginn, málamat hjá sjálfum mjer
í hesthúsinu. Og nú var að standa sig í fram-
andi landi.
Jeg var ungur og lífsglaður í þá daga og
hafði ekki verið lengi í vistinni er sam-
verkamenn mínir komu mjer í skilning um,
að til þess að vera menn með mönnum þar í
landi þyrftu menn að eignast þrent, harðan
hatt, hjólhest og kærustu. Það tók mig þrjár
vikur að fá þetta alt. Hatturinn kostaði ekki
nema kr. 3.75. Sko, til, segir Óskar og sýnir
mjer mynd í gömlu albúmi. Þarna er jeg
kominn með hattinn. Hjólhesturinn kostaði
kr. 23.00. Þeir voru ódýrir í þá daga. Kær-
astan var ódýrust. Hún kostaði sama og ekk-
ert. Brjóstsykur og ball um helgar. Þetta var
mjaltastúlka, með hring á hverjum fingri.
Biddu fyrir þjer. Ekki vantaði skartið.
– En hvernig stóð á því að þú fórst út í
búfræðina?
– Það var ómögulegt að hafa mig í bæn-
um, fyrir strákapörum. Svo jeg var sendur í
sveit. Til Hvanneyrar um sumarið. Og þegar
haustaði vildi mamma ekki fá mig til bæj-
arins. Þá var ekki annað að gera en fara í
skólann. Það var ekki nema gott. Jeg var
viljugur til vinnu. Hefi aldrei sjeð eftir því að
vinna. En það var stundum strangur vinnu-
dagur fyrir þá sem viljugir voru. Jeg man
eftir Árna í Múla. Hann var svo djeskoti
sterkur. Það þurfti venjulega tvo menn til að
draga heysáturnar upp í talíunni í agga götin
á hlöðunni. En Árni gerði það einn. Hann
kom með þessar mjúku og fínu hendur úr
Reykjavík um vorið. En þær voru orðnar
öðruvísi um haustið. Hann fjekk 40 krónur í
kaup yfir sumarið.
– Hvað varst þú lengi í garðyrkjuvistinni?
– Jeg var fyrsta árið í Taarneby með 8 kr.
vikukaup. En hvað var það hjá kjörum Pól-
verjanna, sem voru fullorðnir menn, sem
höfðu fyrir fjölskyldum að sjá, áttu heima
inni í Kristjánshöfn og þurftu að ganga í
klukkutíma til að vera komnir kl. 6 á vinnu-
staðinn. Það var af þeim sem jeg lærði að
kaupa gamalt brauð fyrir lítinn pening til að
spara. Þeir fengu tveggja króna dagkaup.
Húsbóndi minn, Andersen, bauð mjer með
sjer á veðhlaupabrautina. Hann fór þangað
altaf er hann gat og velti stórum summum.
Hann var vænsti karl, vel mentaður, hafði
verið í París. En vinnuharður var hann.
Hann gaf mjer stundum 2 eða 4 krónur, og
sagði mjer á hvaða hest jeg skyldi veðja.
Einu sinni fjekk jeg kr. 32 fyrir túkallinn.
Það voru auðæfi.
Næsta ár var jeg hjá garðyrkjumanni í
Vanlöse sem hjet Bartholdy. Þar fjekk jeg tí-
kall fyrir vikuna. Var í sjálfsmensku. Átti
sprittapparat og sauð á því graut. En til að
spara sprittið sauð jeg grautinn að miklu
leyti í rúminu mínu. Hafði einskonar
moðsuðu. Átti gamla treystu. Passaði þegar
suðan kom upp í skaftpottinum, vafði treyj-
unni í snatri utan um pottinn og dreif alt
saman ofan í rúmið. Þar sauð grauturinn.
Svo var jeg einn vetur á lýðskóla nálægt
Árósum með Friðriki Brekkan. Svo druknaði
faðir minn og þá slengdi jeg mjer heim. Vildi
ekki vera lengur ytra.
Jeg kom heim um vor með nokkrar
plöntur og dót í pottum og kössum og seldi
sumt, en fór með sumt upp að Reykjum í
Mosfellssveit. Þar bjó þá Stefán frá Dunk-
árbakka. Þá var jarðhiti þar lítt notaður. Jeg
hafði ekki vermihús eins og nú, en vermireiti
við hverahita. Jeg hlóð upp bakkann á hvera-
lækjunum og setti járnplötur yfir þá, setti
mold ofan á plöturnar og umgerðir og
gluggakarma ofan á það. Þetta urðu vermi-
reitir, þar ræktaði jeg margt: Kál, agúrkur
og m.a. tómata, og munu það vera fyrstu
tómatarnir sem ræktaðir hafa veirð á Íslandi
svo jeg viti til. Þetta var 1913. Þetta gekk alt
mjög vel í eitt til tvö ár. En veturnir voru
langir. Þá hafði jeg lítið fyrir stafni. Og þá
lenti jeg á ralli. En þegar jeg sá að þessi
fjandi dugði ekki fór jeg í fjelag við mann
fyrir austan til að setja upp lýsisbræðslu.
Fjelaginn sveikst um alt, og það var ekki
nema gott. Þá var jeg laus við hann.
Jeg ætlaði að byrja í Þorlákshöfn að
bræða meðalalýsi og lagði á stað með áhöldin
á einum hesti austur yfir Hellisheiði. Þá
komst jeg í hann krappann. Fjekk svo mikið
óveður. Fór fyrsta daginn upp á Hól. Á heið-
inni varð klárinn fastur í sköflunum, en pott-
arnir hrutu af klökkunum í allar áttir. Svo
jeg varð sjálfur að bera dótið og teyma hest-
inn gegnum skaflana. Er til Þorlákshafnar
kom þá var ekkert þar að hafa.
Svo jeg fór til Herdísarvíkur með
alt saman. Þar bræddi jeg lýsi, og
átti 16 föt af meðalalýsi, fyrir utan
iðnaðarlýsi eftir vertíðina. Þetta
var árið 1916 og komið fyrra stríð-
ið. Jeg græddi yfir 2000 krónur á
lýsinu. Þar var mitt fyrsta fje.
Eftir nokkurn tíma átti jeg 11 lýs-
isbræðslustöðvar. Þá fóru menn
að verða skotnir í mjer sem fjár-
aflamanni. Og þá varð jeg brátt gjaldþrota.
Síðan hefir þetta gengið upp og ofan, eins og
þú veist. Þegar maður verður gjaldþrota, þá
má maður ekki telja það eftir sjer að vinna
ef maður ætlar að komast upp aftur.
Sagan um stafinn
En hefi jeg nokkurntíma sagt þjer söguna
um stafinn. Hún yrði að vísu nokkuð löng, ef
jeg ætti að segja hana alla.
Það var veturinn 1919-20 að jeg var í Höfn
og gekk oft fram hjá búðarglugga á „Strik-
inu“, þar sem var stafur einn með silfurhún
er mjer leisdt sjerlega vel á. Stafurinn kost-
aði 105 krónur. Jeg var ekki sjerlega vel
peningaður þá, og kom mjer lengi vel ekki
að því að spandjera því fje fyrir stafinn. En
samt varð úr að jeg keypti hann.
Tók jeg svo miklu ástfóstri við þennan
staf, að mjer hefir aldrei þótt eins vænt um
neinn dauðan hlut. Jeg mátti helst aldei af
stafnum sjá, fanst það boða óhamingju ef jeg
misti af honum. En oft kom það fyrir að jeg
skildi hann eftir hjer og þar í ógáti, ellegar
ýmsir, sem með mjer voru, rændu honum frá
mjer til að skaprauna mjer, af því þeir vissu
hve ótrúlega mikils mjer þótti um vert að
hafa stafinn. En þó jeg þannig misti af stafn-
um, gat jeg venjulega gengið að honum þar
sem hann var. Fann það á mjer hvar hans
var að leita.
Einu sinni tók kunningi minn einn stafinn
af mjer og vildi ekki skila mjer honum aftur.
Jeg sagði þá beinlínis við hann, að hann
skyldi ekki hafa neitt gott af þessu. Það
myndi sannast, að meðan hann hefði stafinn í
óþökk minni, þá skyldi illa fara fyrir honum.
Fám dögum síðar kom hann, og bað mig að
taka stafinn og fyrirgefa sjer. Honum hafði
fundist orð mín hrapallega koma fram. Hann
lenti í svo óþægilegri klípu, að hann ljet staf-
inn í friði eftir það.
Eitt sinn sem oftar var jeg gestur í „Hotel
Kong Fredrik“ í Höfn. Var jeg orðinn kunn-
ugur þar og þjónustufólkið mjer kunnugt.
Fólkið í fatageymslunni vissi vel, hve ant
mjer var um stafinn. Eitt kvöld er jeg kom
þangað og fór inn í gildaskálann þóttist jeg
verða var fyrirboða um, að þetta kvöld
myndi eitthvað koma fyrir stafinn. Sagði jeg
þetta piltinum sem afgreiddi mig, og gaf
honum krónu um leið, til þess að hann varð-
veitti stafinn vel fyrir mig. Þegar jeg kom
seinna og ætlaði að taka yfirhöfn mína, hatt
og staf var alt horfið. Jeg brást reiður við,
og heimtaði mitt, en þó einkum stafinn. Var
sama um hitt. Leitað var, en hvergi fanst
neitt af þessu. Fatageymslumaðurinn rifjaði
upp hvaða gestir hefðu verið þarna um
kvöldið, og spurðist fyrir hjá þeim. En alt
kom fyrir ekki. Jeg sagði, að þó jeg hefði að
vísu verið þarna alllengi í gistihúsinu þá
borgaði jeg ekki reikning minn, nema jeg
fengi stafinn. Fatageymslumaðurinn hjelt
áfram að rifja upp nöfn gestanna og leita.
Eftir marga daga hafði hann upp á því, að
leikari einn í Konunglega leikhúsinu, jeg
man ekki nafn hans, hefði verið þarna um
kvöldið og fór heim til hans. Leikarinn var
veikur. En stafurinn var í anddyri íbúðar
hans inni í Stóru Kóngsinsgötu.
Eitt sinn var jeg að fara til Gautaborgar
með síldarfarm. Skipið var í Keflavík. Jeg
þurfti upp í þinghús að hitta þar mann rjett
áður en jeg fór. Þar týndi jeg stafnum. Leit-
aði í klukkutíma. Alt kom fyrir ekki. Jeg gat
ekki látið skipið bíða eftir mjer og fór staf-
laus, en bað kunningja minn, áður en jeg fór,
að gera alt sem hann gæti, til að finna staf-
inn. Er til Gautaborgar kom gekk mjer ým-
islegt erfiðlega. Þá var komið talsamband til
landsins. Jeg talaði heim fyrir 100 krónur og
fjekk að vita að stafurinn væri fundinn. Þá
fór mjer að ganga betur.
Svona liðu árin. Stafurinn fór að ganga úr
sjer. Hann fjekk oft ómjúka meðferð. Hann
misti varið og trosnaði að neðan. Jeg ljet
gera við það. Reyrinn sprakk. Jeg ljet vefja
hann silfurspöngum. Hnúðurinn datt af. Jeg
ljet smíða nýjan. Lítið var orðið eftir af þeim
upprunalega staf. Hann var mjer jafnmikils
virði fyrir það.
Eitt sinn var jeg að senda síld frá Siglu-
firði. Komið var langt fram á haust. Skipið
var norskt og lá úti á höfn. Jeg fór þangað í
pramma með stýrimanni. Hann var drukk-
inn, jeg vel hreyfur. Þurfti að koma farm-
skírteinum til skipstjóra. Gekk á fund hans.
Skildi eftir stafinn í gangi fyrir framan her-
bergi hans. Þegar jeg ætlaði að fara, var
stafurinn horfinn. Jeg brást reiður við og
heimtaði minn staf. Skipstjóri sagðist ekkert
vita um að jeg hefði haft neinn staf. Jeg bað
hann kalla á stýrimann. Það fór á sömu leið.
Stýrimaður vildi ekki kannast við að hann
hefði sjeð mig með neinn staf. Jeg sagði að
stafnum hefði verið stolið, og heimtaði að
gengið væri eftir því, að hver sem tekið hefði
stafinn, skilaði honum aftur. Nú fór að þykna
í skipverjum. Það mátti litlu muna að til
handalögmáls kæmi. Þeir báðu mig fara af
skipsfjöl og aldrei þrífast. Jeg sagði þeim, að
stafurinn væri hjer um borð, og jeg skyldi
láta þá vita, að ef þeir skiluðu mjer ekki
stafnum, þá kæmust þeir aldrei lifandi út
fyrir Pollinn, þeir myndu tortímast á leiðinni.
Og með það varð jeg að hverfa í land.
Meðan jeg var í skipinu versnaði veðrið,
og hálftíma seinna lagði skipið af stað og
þegar það var komið út á móts við Siglunes
skall á ofsaveður. Er jeg kom í land, var
veðrið orðið svo slæmt, að jeg komst ekki út
í Bakka í Hvanneyrarbót. Jeg hugsaði til
skipverja og orða minna.
Skömmu síðar fór jeg suður. Og svo leið
veturinn.
Vorið eftir, er jeg kom norður, fór jeg að
tala um þessa sögu með stafinn við Guðmund
á Bakka.
Þá rann upp ljós fyrir honum. Hefir þú
ekki heyrt um stafinn, sagði Guðmundur.
Hann rak í vetur hjer við Siglufjörð.
Að jeg fjekk stafinn aftur í þetta skifti álít
jeg að hafi sprottið af þeim sterka hug, sem
jeg hafði til hans, og álögur þær, sem jeg
lagði á skipstjórann, sem urðu til þess að
hann hefir orðið smeikur og hent stafnum
fyrir borð. - Veðrinu slotaði fljótlega og skip-
ið komst heilt í höfn.
Eftir þetta átti jeg hann í mörg ár.
Lesbók Morgunblaðsins | 6. júlí 1941
Í lífsins ólgusjó
Óskar Halldórsson útgerðarmaður
segir frá ýmsu sem fyrir hann hefir borið
Eftir Valtý
Stefánsson
Óskar Halldórsson „Jeg skal nefnilega segja þjer,
sagði hann, að maður kemst aldrei svo hátt að
maður geti ekki „dumpað niður“ á einni síld-
arvertíð í lífsins ólgusjó.“
80
ára
1925
2005