Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 | 5 H.C. Andersen að sjá hann og taka þátt í einhverju sem skiptir verulegu máli.“ Og gamli afinn kinkaði kolli, og þeim mun lengur sem hann horfði á Holgeir sinn danska því ljósara varð honum að myndin sem hann hafði gert væri góð; honum þótti jafn- vel sem hún tæki á sig lit og að brynjan ljómaði einsog járn og stál; hjörtun í danska skjaldar- merkinu urðu æ rauðari og ljónin voru komin með gullkórónur. „Þetta er fegursta skjaldarmerki sem til er í heiminum!“ sagði öldungurinn. „Ljónin eru styrkurinn og hjörtun eru mildin og kærleik- urinn.“ Og hann leit á efsta ljónið og hugsaði um Knút konung sem tjóðraði hið mikla England við konungdæmi Danmerkur, og hann leit á annað ljónið og hugsaði um Valdemar sem sam- einaði Dani og sigraðist á Vindum; og hann leit á þriðja ljónið og hugsaði um Margréti sem sameinaði Danmörku, Svíþjóð og Noreg; en um leið og hann leit á rauðu hjörtun ljómuðu þau skærar en nokkrusinni fyrr, þau urðu að bloss- um sem hreyfðust og hugur hans fylgdist með hverjum og einum þeirra. Fyrsti blossinn leiddi hann inní þrönga og myrka dýflissu; þar sat fangi, falleg kona, dóttir Kristjáns fjórða: Eleonora Ulfeld; og blossinn settist einsog rós á brjóst hennar og blómgaðist ásamt hjarta hennar – hennar sem var göfugust og best allra danskra kvenna. „Já, það er hjarta í skjaldarmerki Danmerk- ur!“ sagði afi gamli. Og hugur hans fylgdi blossanum sem flutti hann útá hafið þarsem fallbyssurnar drundu, þarsem skipin lágu sveipuð reykjarmekki; og blossinn festi sig einsog orðuband við brjóstið á Hvidtfeldt um leið og hann bjargaði flotanum með því að sprengja sjálfan sig og skip sitt í loft upp. Og þriðji blossinn flutti hann til vesalla hreysa Grænlands þarsem presturinn Hans Egede stóð með kærleikann í orði og verki; blossinn var stjarna á brjóstinu á honum, hjarta í danska skjaldarmerkinu. Hugsanir gamla mannsins flugu á undan svíf- andi blossanum afþví hugur hans vissi hvert blossinn vildi fara. Í fátæklegri stofu bóndakon- unnar stóð Friðrik sjötti og reit nafn sitt með krít á bjálkann; blossinn titraði á brjósti hans, titraði í hjarta hans; í stofu bóndans varð hjarta hans að hjarta í skjaldarmerki Danmerkur. Og afi gamli þurrkaði sér um augun, því hann hafði þekkt og lifað fyrir Friðrik konung með sínar silfurhvítu hærur og sín hreinskilnu bláu augu, og hann spennti greipar og horfði kyrrlátum augum framfyrir sig. Þá kom tengdadóttir afa gamla og sagði að orðið væri frammorðið, nú ætti hann að hvíla sig, búið væri að leggja á borð fyrir kvöldmatinn. „En fallegt er það sem þú hefur þarna gert, afi!“ sagði hún. „Holgeir danski og gamla skjaldarmerkið okkar í heilu lagi! – Það er engu líkara en ég hafi séð þetta andlit áður!“ „Nei, það hefurðu áreiðanlega ekki gert,“ sagði afi gamli, „en ég hef séð það og leitast við að skera það í tré einsog ég man það. Þetta var þegar Englendingar lágu við Rheden þann þjóðfræga annan apríl þegar við sýndum að við vorum gamlir Danir. Á ‘Danmark’ var ég í flota- deild Steens Billes og við hliðina á mér stóð maður; var engu líkara en kúlunum stæði ógn af honum! Kampakátur söng hann gamlar vísur og skaut og barðist einsog hann væri eitthvað annað og meira en mennskur maður. Ég man enn eftir andlitinu á honum; en hvaðan hann kom eða hvert hann fór, veit ég ekki, veit eng- inn. Ég hef oft hugsað með sjálfum mér að þetta hafi verið sjálfur Holgeir danski, sem hefði synt ofanfrá Krónborg og komið okkur til hjálpar á hættustund; það var hugmynd mín og þarna er myndin af honum!“ Og hún varpaði stórum skugga upp allan vegginn og jafnvel á hluta loftsins; svo var að sjá sem það væri hinn raunverulegi Holgeir danski sem stóð þarna bakatil, því skugginn bærði á sér, en það gat líka stafað af því að log- inn á kertinu var óstöðugur. Og tengdadóttirin kyssti afa gamla og leiddi hann í stóra hæg- indastólinn við endann á borðinu; og hún og maðurinn hennar, sem var sonur afa gamla og faðir litla snáðans í rúminu, sátu og snæddu kvöldskattinn, og gamli maðurinn talaði um dönsku ljónin og dönsku hjörtun, um styrkinn og mildina, og hann útskýrði einkar ljóslega að til væri annar styrkur en sá sem lægi í sverðinu, og hann benti á hilluna sem hafði að geyma margar gamlar bækur; þar lágu allir gaman- leikir Holbergs, sem oft voru lesnir, því þeir voru svo skemmtilegir og mönnum fannst þeir raunverulega þekkja allar þessar persónur frá löngu liðnum dögum. „Sjáiði til, hann kunni líka að höggva!“ sagði afi gamli; „hann hefur eftir bestu getu höggvið það óþjála og kantaða af fólki!“ Og afi gamli kinkaði kolli í áttina til spegilsins þarsem almanakið með Sívalaturni stóð, og síðan sagði hann: „Tyge Brahe, hann var líka maður sem beitti sverðinu; ekki til að höggva í hold og bein, heldur til að höggva sér greiðari leið gegnum stjörnuskara himinsins. – Og svo hann sem var af stétt föður míns, gamla myndskerans, sá sem við höfum séð með sínar hvítu hærur og öflugu herðar, sá sem nefndur er í öllum löndum heimskringlunnar, já, hann kunni að höggva, en ég get bara skorið út! Jú, Holgeir danski getur birst með mörgu móti, þannig að menn frétta af styrk Danmerkur í öllum heimsins hornum! Þessvegna skulum við drekka skál Bertels!“ En litli snáðinn í rúminu sá greinilega fyrir sér gömlu Krónborg ásamt Eyrarsundi, hinn raunverulega Holgeir danska sem sat þar djúpt niðri með skeggið samvaxið marmaraborðinu og lét sig dreyma um allt sem gerist hér uppi; Holgeir danska dreymdi líka litlu fátæklegu stofuna, þarsem myndskerinn sat, hann heyrði allt sem talað var og kinkaði kolli í draumi og sagði: „Já, mundu bara eftir mér, danska þjóð! Hafðu mig hugfastan! Ég birtist þegar neyðin kallar!“ Og fyrir utan Krónborg ljómaði bjartur dag- ur og vindurinn bar tóna veiðihornsins yfirtil grannlandsins. Skipin sigldu hjá og heilsuðu: „búm! búm!“ og frá Krónborg var svarað: „búm! búm!“ en Holgeir danski vaknaði ekki hversu hátt sem lét í byssunum, því fyrir honum merkti það bara „góðan daginn!“ – „kærar þakkir!“ Það verður að skjóta öðruvísi áðuren hann vaknar; en áreiðanlega vaknar hann, því það er töggur í Holgeiri danska. Sigurður A. Magnússon íslenskaði. ier. Eftir það notar hann sitt á hvað heitin Eventyr og Historier. Árið 1835 gefur Andersen einnig út sína fyrstu skáldsögu, Improvisatoren. Sagan kom skömmu síðar út á þýsku og var vel tekið. Hún var þýdd á mörg tungumál eins og aðrar skáldsögur And- ersens. Í Evrópu varð hann fyrst þekktur sem skáldsagnahöfundur en hann var þó alltaf viss um að verða fyrst og fremst frægur fyrir ævintýrin. Andersen skrifaði í allt sex skáldsögur, þekktust þeirra eða vinsælust varð Kun en Spillemand (1837) sem fór sigurför um Þýskaland, Svíþjóð og Holland. 1838: Hlýtur nú og héðan í frá árlegan höfundarstyrk af dönskum fjárlögum. 1839: Ævintýri Andersens slá í gegn í Þýskalandi. 1845: Ævintýri og skáldsögur Andersens hljóta góðar viðtökur í Englandi og Am- eríku. 1853: Fyrstu bindi í ritsafni Andersens (Samlede Skrifter) koma út. 1855: Gefur út sjálfsævisögu sína Mit Livs Eventyr. 1860: Les fyrstur danskra rithöfunda upp hjá danska Verkamannasambandinu. Upplestrar hans þar urðu alls um tuttugu talsins og voru iðulega sóttir af 500–1.000 áheyrendum. Hann las einnig upp fyrir stúdentaráðið, saumakonur, í konungshöllinni og á herragörðunum. 1867: Hlýtur tignarheitið etasráð og er gerður að heiðursborgara í Óðinsvéum. 1875: Andersen deyr 4. ágúst og er grafinn í Assistenskirkjugarðinum í Kaupmannahöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.