Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005
G
runnhugsunin um að byggja
upp gæði menntunar hefur í
Finnlandi byggst á grundvall-
arreglunni um jöfnun tæki-
færa. Enn fremur hefur verið
lögð áhersla á að koma í veg
fyrir lélegan árangur. Sú niðurstaða Pisa-
könnunarinnar (OECD Program for Inter-
national Student Assessment) að munurinn
milli þeirra nemenda, sem skila góðum og
slæmum árangri reyndist tiltölulega lítill, rím-
ar því vel við markmið skólastefnunnar. Þessi
munur á góðum og slæmum árangri í lestrar-
kunnáttu og -skilningi reyndist vera næst-
minnstur í Finnlandi af öllum OECD-löndum.
Fjöldi þeirra sem skiluðu slæmum árangri
var, svo miklu munar, minni í Finnlandi (7%)
en t.d. í Þýskalandi (23%) eða að meðaltali í
OECD-löndum (18%). Það
er einkennandi um
frammistöðu Finna, að
þeir sem skiluðu minnstum árangri sýndu
samt mun betri frammistöðu en sambærilegur
hópur í öðrum OECD-löndum. Munurinn á
þeim Finnum sem sköruðu fram úr og OECD-
meðaltalinu var mun minni, þótt hann væri
engu að síður ótvíræður.
Jöfn tækifæri til náms í Finnlandi eru stað-
fest í niðurstöðum Pisa-könnunarinnar með
því að efnahagsleg og félagsleg staða foreldra
hefur þar tiltölulega lítil áhrif á frammistöðu
nemenda í samanburði við önnur OECD-lönd.
Niðurstöðurnar fyrir Þýskaland voru allt aðr-
ar í þessu tilviki. Áhrif félagslegrar og efna-
hagslegrar stöðu foreldra reyndust þar miklu
áhrifameiri á frammistöðu nemenda. Þessar
niðurstöður sýna að hinn almenni finnski
framhaldsskóli hefur byggt upp hæfni sem er
ekki aðeins góð í sjálfu sér heldur endurspegl-
ar mikið jafnræði nemenda án tillits til stéttar
eða stöðu foreldra.
Annað dæmi um jöfn tækifæri til náms í
Finnlandi birtist í þeirri niðurstöðu, að munur
milli skóla reyndist hvað minnstur af öllum
OECD-löndum. Þar sem munur milli skóla
skýrði 36% frávika í frammistöðu námsmanna
í OECD-löndum að meðaltali, byggðust ein-
ungis 5% af frávikum í frammistöðu í Finn-
landi á muni milli skóla. Jafnvel lélegustu
skólar í Finnlandi náðu meðaltali frammistöðu
í OECD.
Lítill munur milli skóla er reyndar einkenn-
andi fyrir Norðurlöndin öll. Þetta skýrist af
þeirri staðreynd að á Norðurlöndum eru
námsmenn ekki dregnir í dilka (eftir efnahag
foreldra o.s.frv.) heldur njóta allir sömu
grunnmenntunar upp að 15–16 ára aldri.
Munur milli skóla virðist vera mun meira
áberandi í löndum þar sem námsmenn eru
dregnir í dilka í ólíkum skólum eða ólíkum
námsbrautum innan skóla frá ungum aldri.
Niðurstöður Pisa-könnunarinnar sýna að lítill
munur milli skóla er öflugur áhrifavaldur um
frammistöðu nemenda. Þau lönd sem sköruðu
fram úr sýndu líka minnstan mun milli skóla.
Finnar hafa einnig reynt að tryggja öllum
nemendum, án tillits til búsetu, jöfn tækifæri
til framhaldsmenntunar. Þjálfun og ráðning
vel menntaðra kennara við alla skóla, í öllum
héruðum Finnlands, tryggir jöfnun náms-
tækifæra fyrir alla. Í Finnlandi eru 4.000 al-
mennir skólar, 750 framhaldsskólar (bæði
akademiskir og starfsþjálfunarskólar), 20 há-
skólar og fjöldi annarra menntastofnana með
þjóð, sem telur aðeins fimm milljónir íbúa.
Niðurstöður Pisa-könnunarinnar eru sér-
staklega ánægjulegar að því leyti að þær sýna
að við höfum náð árangri í því að draga úr
mun milli skóla, þar með talið milli skóla í
borgum og á landsbyggðinni. Það skiptir því
litlu máli fyrir aðgang að menntun og vænt-
ingar um árangur hvar námsmenn eru búsett-
ir. Tækifærin eru hin sömu hvar sem er á
landinu.
Hvað skýrir góðan árangur
í lestrarkunnáttu og skilningi?
Niðurstöður Pisa-könnunarinnar sýna, að góð
lestrarkunnátta og skilningur finnskra náms-
manna skýrist ekki af neinum einum þætti.
Það er margt sem rennir stoðum undir þenn-
an góða árangur. Áhugi og ástundun nemenda
er eitt; lestrarvenjur í skóla og í tómstundum
er annað; gildismat námsmanna sjálfra, for-
eldra þeirra og kennara og væntingar um
tækifæri í lífinu, vegna góðs námsárangurs, er
það þriðja.
Það sem reyndist ráða mestu um árangur
finnskra nemenda var lestraráhugi þeirra
sjálfra og ástundun (22%); skyldurækni (18%),
menningaráhugi (6%), aðgengi að menningu
(6%); félagsleg og efnahagsleg staða foreldra
(6%) og ást á móðurmálinu (6%).
Samanburður á frammistöðu finnskra og
þýskra nemenda leiðir í ljós, hvað er líkt og
ólíkt varðandi þessa ákvarðandi þætti.
Skyldurækni og áhugi og ástundun áttu líka
ríkan þátt í árangri Þjóðverja, þótt þessir
þættir vægju minna meðal Þjóðverja. Menn-
ingaráhugi og aðgengi að menningu í um-
hverfinu vógu nokkuð jafnt í báðum löndum.
Félagsleg og efnahagsleg staða foreldra vó
hins vegar þyngra á metunum í löndum eins
og Austurríki (16%) og í OECD-löndunum
(11%) en í Finnlandi (6%).
Þessar niðurstöður benda til þess að lestr-
ar- og menningaráhugi finnskra námsmanna
eigi mikinn þátt í að draga úr muninum á
frammistöðu námsmanna, sem koma frá ólíkri
stéttarstöðu. Finnskir stúdentar sýndu mest-
an lestraráhuga og voru í þriðja sæti um
skyldurækni samkvæmt könnuninni. Í Finn-
landi sagði 41% námsmanna, að lestur væri
helsta tómstundaiðjan. Hjá finnskum stúlkum
var þessi tala 60%. Finnskir námsmenn verja
mun meiri tíma í tómstundum til lestrar en
þýskir námsmenn gera. Lestrarefni þeirra er
einnig mun fjölbreytilegra en í Þýskalandi.
Fleiri finnskir námsmenn eru virkir blaða- og
tímaritalesendur og þeir nýta sér þjónustu
bókasafna í meiri mæli en í nokkru öðru
OECD-landi. Aðgengi að bókasöfnum á veg-
um sveitarfélaga styður vel við þennan
lestraráhuga námsmanna í Finnlandi.
Almenni skólinn: Uppeldisheimspeki
í kenningu og praxís
Vilji Finna til að tryggja jafnrétti til náms
birtist í uppbyggingu almenns skóla, sem öll
börn sækja án skólagjalda í níu ár, á aldrinum
7 til 15/16 ára. Þessi almenni skóli er hins veg-
ar ekki bara kerfi. Hann er afrakstur meðvit-
aðrar uppeldisfræði í kenningu og praxís.
Þessi skóli er hannaður fyrir hvert barn, og
skólinn þarf að laga sig að þörfum hvers
barns. Þessi uppeldisfræði tekur tillit til þess,
að börn eru ólík. Kennarar geta ekki útilokað
neitt barn eða heldur sent hann eða hana í
annan skóla. Hagsmunir barnsins og óskir,
þegar kemur að vali námsefnis, bóka, náms-
aðferðar og námsmats er allt tekið með í
dæmið. Af þessu leiðir að bekkjarstæðir eru
litlar. Pisa-könnunin leiddi í ljós að fjöldi í
bekkjardeildum er hvað minnstur í Finnlandi.
Námsskráin er sveigjanleg og sérhver skóli
og sérhver kennari tekur þátt í mótun náms-
skrár og í ráðgjöf og sérkennslu, sem gegnir
veigamiklu hlutverki.
Kennarar eru virtir sérfræðingar
Til þess að ná árangri í bekkjardeild, sem er
samsett af einstaklingum með ólíka námsgetu,
verður kennarinn að vera vel menntaður og
uppeldisfræðilegur sérfræðingur, sem finnsk-
ir kennarar eru. Allir kennarar verða að hafa
meistaragráðu í kennslugrein sinni og uppeld-
isfræði. Þeir eru tiltölulega vel launaðir í sam-
anburði við önnur OECD-ríki. Staða kennar-
ans – sérstaklega bekkjarkennarans fyrstu
sex árin – er virt og nýtur vinsælda í Finn-
landi. Gott dæmi um þetta er aðsókn að
kennslustofuþjálfun í háskólanámi: Aðeins tí-
undi hver umsækjandi kemst að. Þessir náms-
menn eru áhugasamt hæfileikafólk, sem hefur
einnig skilað góðum árangri í kennslugreinum
sínum. Þess má geta að oft er aðstoðarkennari
aðalkennara til fulltingis í bekkjardeild.
Í finnskri menningu nýtur staða kennarans
virðingar í þjóðfélaginu, og mikið hefur verið
fjárfest í þjálfun kennara. Kennurum er
treyst til að starfa sem sérfræðingar. Í sam-
ræmi við það er finnskum kennurum treyst til
að sýna uppeldisfræðilegt sjálfstæði í bekkj-
arstofunni og skólarnir njóta einnig umtals-
verðs sjálfstæðis í að skipuleggja starf sitt
innan sveigjanlegs ramma heildarnámsskrár.
Kennarar eru ekki einasta taldir vera sér-
fræðingar um kennslu og nám. Þeim er einnig
falin ábyrgð á námsmati sem byggist á mörg-
um þáttum: Vinnu nemandans í bekkjardeild-
inni, sérstökum verkefnum, prófum sem
kennarinn leggur fyrir og lokaprófum við lok
skólaárs. Enda þótt til séu heildarmælikvarð-
ar (national standards) til að meta náms-
árangur eru þeir ekki einhlítir. Heildarfram-
lag nemandans og starfsemi innan og utan
skólastofu er einnig tekið með í reikninginn.
Námsárangur eftir nýju ár í hinum almenna
skóla er metinn með úrtökum (sample-based
surveys) í kjarnagreinum (stærðfræði, vísind-
um, móðurmáli og erlendum tungumálum).
Finnskir kennarar gera miklar kröfur um
tjáningarhæfni. Norræn könnun framkvæmd
á vegum danskrar rannsóknarstofnunar eftir
IEA-könnunina 1993 leiddi í ljós að finnskir
og sænskir kennarar gera mun meiri kröfur
til málskilnings og tjáningarhæfni en gert er í
örðum löndum, og þær þjóðir sem gera mest-
ar kröfur á þessum sviðum, skila líka bestum
árangri í alþjóðlegum könnunum.
Réttur til sérmenntunar fyrir alla
Sérkennsla fær veigamikinn sess í finnsku
skólastarfi í þeim tilgangi að aðstoða nem-
endur sem eiga í vandræðum með að fylgjast
með almennri kennslu. En sérkennsla í
finnskum skólum er ekki aðeins handa þeim
sem eiga í vandræðum í námi. Sérhver náms-
maður á rétt á að óska eftir sérstakri aðstoð.
Sérkennslan er því partur af hinni almennu
kennslu og útilokar ekki; miklu fremur eykur
hún samheldnina. Einungis 2% allra náms-
manna eru á sérstökum stofnunum.
Námsmaður sem á í erfiðleikum í tiltekinni
kennslugrein fær tækifæri til að ná tökum á
henni einu sinni eða tvisvar í viku í smáhópum
Ástæður fyrir árangri
Frammistaða Finna
í PISA-könnuninni
Hvers vegna koma Finnar svona vel út úr al-
þjóðlegum könnunum á skólastarfi? Í þessari
grein er reynt að svara þessari spurningu og
meðal annars bent á þætti eins og jafnrétti til
náms og menntun kennara.
Morgunblaðið/Sverrir
Jafnrétti til náms „Jöfn tækifæri til náms í Finnlandi eru staðfest í niðurstöðum PISA-könnunarinnar með því að efnahagsleg og félagsleg staða foreldra
hefur þar tiltölulega lítil áhrif á frammistöðu nemenda í samanburði við önnur OECD-lönd.“
Eftir Pirjo Linnakyla
og Jouni Valiarvi
!
"#
$%#
$&#
$'#
"(#
&%%
&$&
&$%
&)*
%*&
+
,&))
!
!
$#
-#
$(#
")#
"$#
&%(
&$%
&))
%*"
%*"
"#
!
$#
$.#
""#
"*#
("#
&%-
&).
%*&
%-%
%'&