Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.2005, Side 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 2. apríl 2005 | 9 hann um haustið sauði fyrir vörur sem pantaðar höfðu verið. Þetta var upphaf þess að Suður- Þingeyingar fóru að panta vörur og láta sauði í staðinn og til að koma þessari starfsemi á fastari grundvöll var sérstakur félagsskapur, sem kall- aður var Kaupfélag Þingeyinga, stofnaður árið eftir, 1882, til að annast þetta. Samtvinnun sauðasölu og vörupantana af hálfu hinna íslensku félaga var nýjung og með reynslu annarra félaga í huga reyndu forsvars- menn KÞ að halda skuldum í lágmarki og fyr- irbyggja skuldasöfnun. Tókst félaginu fljótlega með tilstyrk aðhalds og bankalána frá Lands- banka Íslands að forðast skuldasöfnun og van- skil við erlenda umboðsmenn. Eftir sem áður var þessi pöntunarstarfsemi þunglamaleg að sumu leyti og því var ráðist árið 1889 í stofnun söludeildar, þ.e. í rekstur á verslun sem hafði til reiðu áþekkar vörur og hinar gamalgrónu fasta- verslanir. Fordæmi KÞ varð síðan til að ýta undir stofnun annarra kaupfélaga um landið og fram að 1900 voru stofnuð a.m.k. 12 kaupfélög sem flest studdust mjög við sauðasölu líka. Endalok fákeppni: Bretar og Norðmenn koma til sögunnar Saga kaupfélaganna á níunda og tíunda áratug 19. aldar er merkilegur kafli í verslunarsögunni því starf þeirra sýndi hvernig hægt var að vinna bug á þeim dragbítum sem höfðu viðhaldið tök- um fastakaupmanna í Íslandsversluninni. Það breytir því ekki að fátt sem máli skiptir haggaði ægivaldi kaupmanna í verslunarmálefnum landsmanna fram yfir 1880. Og ekki má gleyma því að þrátt fyrir starfsemi kaupfélaga upp úr 1882 stóðu hinar dönsku verslanir víða um land- ið föstum fótum, til dæmis í Vestmannaeyjum. Þá verður að gæta þess að flestir þéttbýlisbúar, nær fimmtungur landsmanna árið 1900, nutu fremur lítils góðs af kaupfélögum því þau þjón- uðu aðallega sveitahéruðum landsins. Fyrir þéttbýlisbúa austan lands urðu Norð- menn til að bæta úr verslunarástandinu því ýmsir norskir athafnamenn settust að á fjörð- unum á níunda og tíunda áratug 19. aldar og ráku verslun meðfram annarri atvinnustarf- semi. Voru kjör þeirra betri en menn höfðu átt að venjast af hálfu dönsku og dönsk-íslensku kaupmannanna. Vestanlands og sunnan varð bið á breytingum þar til að breskir farandkaup- menn komu eftir 1890 og skoskir kaupsýslu- menn opnuðu verslunina Edinborg í Reykjavík árið 1895 með Íslending sem verslunarstjóra. Edinborgarverslun varð fyrst til að hætta hinum aldagömlu vöruskiptum þar sem jafnað var með innskriftum í reikning viðskiptamanns. Í staðinn var inneign greidd í beinhörðum pen- ingum og jafnframt krafist greiðslu í peningum. Verslunin dró skjótt til sín viðskiptamenn með þessari nýbreytni og stofnuð voru útibú í Kefla- vík, Akranesi og Ísafirði. Þeir sem voru skuld- lausir við hina dönsku og dönsk-íslensku fasta- kaupmenn áttu auðvelt með að taka upp við- skipti við Edinborgarverslun og brátt neyddi hún aðrar verslanir til þess að taka upp pen- ingaviðskipti við skuldlausa viðskiptamenn. Þeir sem enn voru á klafa skulda urðu að sæta lakari kjörum. Upp úr 1900 sköpuðust fleiri leiðir til að afla peninga, meðal annars með vinnu sem greidd var í beinhörðum peningum og áttu norskir síld- og hvalveiðimenn drjúgan þátt í því. Með þess- um og fleiri breytingum upp úr 1900 var íslenskt þjóðfélag komið á fleygiferð og hin gömlu versl- unarbönd við Danmörku byrjuðu að trosna. Í heimsstyrjöldinni fyrri tóku Bretar að sér ís- lenska utanríkisverslun með kurteislegri vald- beitingu og útflutningur beindist fljótlega mest að Bretlandi. Þótt þetta breyttist aftur eftir stríðið var breytingin áfall fyrir hin aldagömlu verslunartengsl við Danmörku sem komust ekki í sama horf aftur. Verslunarfrelsið og máttur peninganna Með vissum rétti má segja að með versl- unarfrelsinu 1855 hafi Íslendingum verið réttur lykill að skrá sem var ryðguð af aldagamalli van- notkun. Við þær aðstæður var ekki við því að búast að sá lykill losaði þá undan fákeppni og einokunartilburðum þáverandi kaupmanna. Kaupmenn gerðu líka sitt besta til þess að hindra samkeppni og tókst það lengi vel meðal annars með verðsamráði sín á milli og framhaldi skuldaverslunar. Sauðasalan og kaupfélögin voru ákveðin leið til að sigrast á lamandi hendi fákeppninnar. Með kaupfélögunum var stjórn verslunarinnar kom- in í hendur Íslendinga sjálfra og þeir gátu nú ráðið verslunarkjörum sínum miklu meir. En aðferðin fólst að verulegu leyti í því að halda áfram vöruskiptum og innskriftum, búa til lokað viðskiptasamfélag þeirra sem áttu hlut í því. Og það má kalla gráglettni sögunnar að kaup- félögin, sem voru stofnuð til höfuðs hinu rót- gróna dansk-íslenska kaupmannaveldi, skyldu halda tryggð við innskrifta- og vöruskiptahætti þessa veldis fram eftir allri 20. öld. Notkun peninga hins vegar þýddi endalok vöruskipta og innskrifta. Framleiðandi gat selt einum kaupmanni vöru sína og keypt aðföng sín og annað hjá öðrum kaupmanni. Til að ná við- skiptum þurftu kaupmenn að keppa í verði, vörugæðum og þjónustu. Til þess að hægt væri að koma utanlandsversluninni á þennan grund- völl þurfti utanaðkomandi aðila – einhverja sem stóðu utan samtryggingarkerfis dansk-íslenska kaupmannaveldisins og voru ekki aldir upp í hinum gamla nýlenduverslunarkúltúr. Það gerðist ekki fyrr en með norskum athafnamönn- um á síðustu tveimur áratugum aldarinnar, breskum farandkaupmönnum eftir 1890 og svo loks hinni skosku Edinborgarverslun frá 1895. Með þeirri peningavæðingu hagkerfisins, sem byrjaði á þessum tíma og var einkum bundin við þéttbýlið, héldu innreið sína verslunarhættir sem fólu í sér meira frelsi en áður. Á ýmsu hefur gengið síðan þá en frumkvöðlastarf þessara manna er upphafið að því frelsi sem við þekkjum í dag í verslun.  Aðalheimild: Verslunarsaga Íslands 1820–1914 (vinnu- heiti) eftir Halldór Bjarnason (hdr.) nds framfarar“ Akureyri um aldamótin 1900 Kaupfélagshúsið fremst til hægri, Edinborgarverslun til vinstri, í baksýn sést Oddeyri. Höfundur er kennari í sagnfræði við hugvísindadeild Há- skóla Íslands. Hann vinnur að verkefninu Saga íslenskr- ar utanlandsverslunar frá landnámi til loka 20. aldar sem er á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.