Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. júní 2005 | 7
verra að sá sem bar það fram þyrfti að hækka
róminn í trektina svo að fleiri nytu góðs af á
götunni en Oddur einn.
Guðmundur Ólafsson úr Grindavík var
starfsmaður Landsbankans í Austurstræti og
gætti bankahólfanna í kjallaranum. Í Íslands-
klukkunni segir Halldór Kiljan frá manni sem
hét að réttu lagi Jón Ólafsson frá Grunnavík,
og vann fyrir Árna Magnússon í Kaupmanna-
höfn. Halldór kallar hann Jón Grindvíking. Í
skáldsögunni er Jóni Grindvíkingi svo lýst að
hann „brýndi á sér nefið með vísifíngrinum“
og „þegar minnst varði fór hann að klóra sér á
öðrum kálfanum með ristinni á hinum fæt-
inum.“8 Þetta voru kækir Guðmundar. Þegar
leikritið Íslandsklukkan (Snæfríður Íslands-
sól) var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsinu nývígðu
vorið 1950 gerði Lárus Pálsson leikari Jón
Grindvíking að lifandi eftirmynd Guðmundar
Grindvíkings sem allir Reykvíkingar þekktu.
Guðmundur mun hafa haft gaman af.
Draugar í bænum
á miðvikudagsmorgni
Í síðustu viku var gaman að ganga í bæinn
í glampandi sólskini, roki og óljósri kæti.
Þetta var síðla morguns á miðvikudaginn.
Lækjartorg mannlaust, og eins var um Austurstræti.
Svo hrökk ég í kút hjá Bernhöft. Mér blasti við augum
að bærinn var fullur af draugum.
Einn kom með hatt út frá Haraldi Árnasyni
og heilsaði brosandi með því að taka hann ofan.
Oddur á Skaganum gekk þar með góðum vini
sem greinilega sýndi þá háttvísi að lofa hann.
Við Pósthúsið spjallaði Kjarval við Halldór Kiljan.
Hann kvartaði ögn yfir fólki sem reyndi að skilja hann.
Jón Leifs, með nýtt handrit, lék svo við hvern sinn
fingur
við Landsbankann. Tónverkið skyldi í hólf hans þar inni.
Um hólfin stóð vörðinn Guðmundur Grindvíkingur
sem geymdi það bezt. Þar mundi það hljóma að sinni.
Á Torginu vitnaði um kristindóm maður af kassa.
Úr strætisvögnunum sópuðust syndarar til hans
og sérhverjum þeirra hann boðaði reikningsskil hans.
Hann leyndi því ekki um syndina að sér þætti passa
sú refsing vors Herra, sem er ekki alltaf jafnvæginn,
að Esjan hryndi yfir bæinn.
Þá hurfu þeir snöggt. Það var eitthvað sem yfir dundi.
Var það Esjan sem hrundi?
Nei hérna um göturnar gekk ég kornungur drengur.
Svo þetta var æskan að umturna veröld minni.
Og sú er víst hvarvetna alkunn að óþreyju sinni.
Hví ætti hún að doka við lengur?
Hrun
Vinkona mín Kristín Guðmundardóttir –
kennd við hárgreiðslustofuna Hollywood á
Laugavegi 3, íbúi um árabil í sama húsi og
Oddur á Skaganum á Spítalastíg 7 og bróð-
urdóttir Þórðar Diðrikssonar mormónab-
iskups sem fyrr er nefndur – sagði mér í elli
sinni frá hinstu fundum þeirra Sigurðar Sig-
valdasonar. Þeir urðu 9da apríl 1947 í stræt-
isvagni þar sem Kristín sat í sæti sínu og Sig-
urður var að paufast út úr vagninum með
erfiðismunum. Þegar hann gekk fram hjá
henni laut hann niður að eyra hennar og sagði:
„Nú hrynur hún!“
Næsta dag las Kristín í Morgunblaðinu að
Sigurður Sigvaldason, lærisveinn Jesú Krists,
hefði andazt kvöldið áður á elliheimilinu
Grund í Reykjavík. Hann var 86 ára.
1Þetta spjall var samið til flutnings í Skaftfelli, Austurvegi
42, á Seyðisfirði sunnudaginn 20sta júní 2004 á slaginu sex
vegna sýningar Aðalheiðar Eysteinsdóttur á standmyndum
af ýmsum Siglfirðingum, þar á meðal Ágústi Gíslasyni. Sýn-
ingin hét Aftur, og listahátíðin sem stóð fyrir henni Á seyði.
Laugardaginn 4ða júní 2005 opnar Aðalheiður sýningu á
mörgum sömu myndum og öðrum nýjum í Síldarminjasafn-
inu á Siglufirði.
2Einkum þeir Pétur Pétursson prófessor og Bjarni Randver
Sigurvinsson guðfræðingur. Ég er þeim afar þakklátur.
3Ýmsir hafa verið mér innan handar við að greiða úr flækj-
um minninga minna og fylla þar í eyður: Sigríður Hrönn
Sigurðardóttir, Einar Sigurbjörnsson prófessor, séra Sig-
urður Pálsson í Hallgrímskirkju, Anna Guðrún Hafsteins-
dóttir hjá Erfðafræðinefnd, Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur og Kristján Karlsson skáld. Ég þakka þeim.
4Sigríður Hrönn Sigurðardóttir: „Þeir hrópuðu til þjóðar
sinnar. Um prédikarana sem störfuðu á Lækjartorgi á lið-
inni öld.“ Námsritgerð hjá Pétri Péturssyni prófessor í Guð-
fræðideild Háskóla Íslands. Sjá bls. 21.
5Sjá ritgerð Sigríðar Hrannar um Sigurð Sveinbjörnsson,
11-17.
6Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson: Reykjavík um aldamót-
in 1900 í Ritsafni II, Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1951,
533.
7Kvæðið var ort handa vini mínum Halldóri Blöndal sextug-
um.
8Halldór Kiljan Laxness: Íslandsklukkan (þriðja útgáfa),
Helgafell, Reykjavík 1969, 119.
fólk
Höfundur er prófessor í heimspeki.
N
ýja yfirlitsritið, nú í einu
stóru bindi, inniheldur ýms-
ar nýjungar og breytingar
frá fyrri bindunum þremur.
Annars vegar er farið ít-
arlegar en áður í tímabilið
frá landnámi til ársins 1800 og hins vegar er
gert grein fyrir því helsta sem gerst hefur í
sögu landsins síðan 1992. Þá voru nánast all-
ar erlendu opnurnar teknar út þó enn sé
skírskotað til annarra þjóða í umfjöllun þar
sem við á.
Árni segir að frá 1300–1800 hafi lengi vel
verið mikið af eyðum í sögu landsins til
dæmis hvað varðar stöðu
Íslands innan veldis Dana
og Norðmanna. Þetta hafi
verið tími ósjálfstæðis og
niðurlægingar og þess vegna ekki mikið
skoðaður. Á síðustu árum hafa svo sagn-
fræðingar verið að rýna betur í heimildir og
í bókinni sé reynt að skýra betur samfélags-
mynd þessa tíma.
„Eitt af því sem tekið er fyrir nú eru höf-
uðstaðirnir Skálholt og Hólar í Hjaltadal en
rannsóknir ungra sagnfræðinga innan fræða-
samfélagsins hér á landi sýna að þessir stað-
ir hafi í raun verið borgir í ákveðnum skiln-
ingi. Þetta voru ekki stór samfélög en
verkaskipt að einhverju leyti og hugarfar og
starfsemi þar eins og sú sem einkenndi
borgir á þessum tíma. Á Hólum störfuðu um
200 manns þannig að eflaust hafa eitthvað á
milli 300 og 400 manns búið á staðnum.“ Jón
skýtur því inn að almennt haldi fólk að ein-
ungis biskup, fjölskylda hans og vinnufólk
hafi búið á höfuðstaðnum en það sé fjarri
lagi.
Árni og Jón segja að Norðmenn hafi mikið
verið að endurskoða samband sitt og Dan-
merkur fyrr á öldum og Íslendingar hafi
gert slíkt hið sama. Komið hefur í ljós að Ís-
lendingar hreinlega neituðu á Alþingi árið
1306 að borga skatt til norska konungsvalds-
ins vegna fátæktar. „Látið hefur verið líta út
fyrir að þetta fyrirkomulag hafi aðeins við-
gengist í samskiptum Íslendinga og Dana.
Hins vegar var þetta form notað um allan
heim. Á sextándu öld setti Elísabet fyrsta
Englandsdrottning á sérleyfi í skipa-
viðskiptum og þegar samningur á milli Eng-
lendinga og Hollendinga var gerður máttu
Englendingar ekki eiga í viðskiptum við
Frakka,“ segir Jón. „Það er eins og fólk hafi
ekki hugsað um Ísland í samhengi við aðrar
þjóðir sögulega séð og ekki látið sér detta
þessa hluti í hug.“
Sagan ekki heilög
Bæði Árni og Jón segja mikilvægt að nýjar
kynslóðir sagnfræðinga skoði sögu Íslands
allt aftur til landnáms reglulega. Sjálfir
spyrji þeir annarra spurninga nú en fyrir
sextán árum og allt annarra spurninga en
fólk spurði fyrir 50 árum. Tímarnir breytast
og sagnfræðingar framtíðarinnar munu
skoða söguna með öðrum augum en forverar
þeirra.
En hafa Íslendingar þá litið á söguna sem
heilaga? Að það megi ekki hrófla við henni
og rannsaka gamla tíma betur?
„Jú, og þá hættir sagan að skipta okkur
máli. Ef hún er eins og þula sem við þurfum
að læra líkt og faðirvorið erum við að fara í
öfuga átt,“ segir Árni. Jón fær stundum þá
spurningu hvort ekki sé búið að skrifa mið-
aldasöguna og tími sé kominn til að snúa sér
að nútímanum. Það segir hann ekki rétt því
alltaf er hægt að kanna nýja fleti og fá nýja
sýn á gömlu tímana.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum
hafa rannsóknir síðustu tíu til fimmtán ára
sýnt fram á að of mikið hefur verið gert úr
neikvæðum áhrifum landbúnaðar og búsetu
á gróðurfar. Árni segir að þegar farið var að
kanna sögu sveitanna á ný hafi komið í ljós
menn hættu að fella skóga fljótlega eftir
landnám. Einnig kom í ljós að álag af völd-
um beitar á gróðurlendi hefur verið ofmetið.
Frá miðöldum fram til 1400 voru nautgripir
stærsti hluti bústofnsins. Það var ekki fyrr
en á 19. öld að sauðfé fjölgaði gríðarlega og
varð óbeit á landið.
Fram kemur í þessum nýju rannsóknum
að útbreiðsla skóga við landnám hafi ekki
verið eins mikil og áður var talið, hún var
aðeins 8000 ferkílómetrar í stað 25 þúsund
ferkílómetra. „Kjarni málsins er sá að rann-
sóknir sýna að mun minna svæði landsins
var vaxið trjám yfir tveir metrar að hæð.
Fyrir bókina lásum við rit fræðimanna sem
hafa verið að endurmeta heimildir, það er
annað en að lesa á ný heimildir frá árinu
800,“ segir Árni.
Draumur rætist á ný
Hvað stendur helst upp úr í þessari nýju út-
gáfu fyrir ritstjórana?
„Mér finnst hún bara svo flott,“ segir Jón.
„Þegar við vorum að byrja að vinna að
fyrsta bindinu þurfti að skera kortin út á
filmur því engin grafík var til þá líkt og í
dag. Vinnan var því gífurlega mikil. Einnig
var rannsóknarvinnan fyrir 16 árum miklu
viðameiri en núna. Við þurftum að liggja yfir
heimildum dag og nótt. Nú er til dæmis
hægt að nálgast ýmsar tölulegar upplýsingar
á Netinu.“
Er erfitt að gæta hlutlægni í skrifum sem
þessum?
Jón segir það ekki vera. „Það er hægt að
skrifa grein þar sem eigin skoðun kemur
fram en í svona yfirlitsriti á það alls ekki
við. Það þarf þó ekki að þýða að við séum
sammála öllu sem stendur í bókinni og að
sama skapi göngum við að sjálfsögðu ekki
erinda neinna í skrifunum. En auðvitað höf-
um við okkar skoðanir á efninu og þær
hljóta aðeins að koma fram í gegnum skrif-
in.“
„Við byggjum fyrst og fremst á fræðirit-
um og skrifum út frá heimildum og
ákveðnum tilgátum,“ segir Árni.
Helsta endurskoðunin fór fram á fyrsta
bindinu, sem var mjög hefðbundið. Verkið
nú er að sögn ritstjóranna mun sjálfstæðara
en síðast.
Það er aldrei hægt að koma öllu fyrir í
svona riti og eflaust verður alltaf eitthvað
útundan. Í nýju útgáfunni var sumum opn-
um alveg breytt en öðrum leyft að standa
nánast óbreyttum. Nýir kaflar um byggða-
mál, athafnalíf og fjármálamarkaðinn, Ísland
og Evrópu og fjölmiðla og fjöldamenningu
tróna hæst á meðal nýs efnis.
Árni segist sjá sérstaklega eftir að hafa
ekki endurnýjað rokkannálinn. Mikil gróska
hefur verið í tónlistarlífi landans síðasta ára-
tuginn og miklu hefði verið hægt að bæta
þar við. Í bókaútgáfu er höfundum hins veg-
ar sett ákveðin mörk og þurfa þeir að halda
sig innan þeirra.
„Við teljum okkur hafa gert það sem
marga hefur dreymt um og held að við get-
um verið sáttir við útkomuna,“ segir Jón.
Hvað ef …?
Það tók ritstjórana eitt ár að vinna að nýja
yfirlitsritinu og þeir telja hæfilegt að það líði
tíu til fimmtán ár á milli útgáfna svona rita.
Nú eru þeir Árni og Jón að vinna saman
að öðru verkefni, sem heitir Hvað ef …? Þar
koma að fjölmargir sagnfræðingar sem
skrifa pistla undir heitum eins og hvað ef
Þjóðverjar hefðu unnið seinni heimsstyrjöld-
ina og hvað ef Bubbi hefði verið kona. Þessi
bókmenntagrein er vinsæl erlendis en í pistl-
unum velta höfundar því fyrir sér hvernig
heimurinn væri ef ýmislegt hefði farið á ann-
an veg en það gerði.
Þangað til Hvað ef …? lítur dagsins ljós
geta landsmenn gluggað í Íslandssöguna í
máli og myndum þar sem af nógu er að
taka. Því þó búið sé að rita söguna fjölmörg-
um sinnum er alltaf hægt að finna nýjan og
spennandi vinkil á henni.
Íslandssagan endur-
skrifuð enn á ný
Fyrir átján árum hófust sagnfræðingarnir
Árni Daníel Júlíusson og Jón Ólafur Ísberg
handa við gerð fyrsta bindis Íslensks söguatl-
ass sem síðan kom út fyrir jól 1989. Annað og
þriðja bindið komu síðan út á árunum 1992–
1993. Nú, sextán árum síðar, kemur út ný og
uppfærð útgáfa af atlasinum sem hlotið hefur
nafnið Íslandssagan í máli og myndum.
Morgunblaðið/Kristinn
Yfirlitsritið Nýja ritið er mjög aðgengilega uppsett með einföldum texta og skemmtilega myndskreytt.
Vala Ósk
Bergsveinsdóttir
valaosk@mbl.is Ritstjórarnir Jón Ólafur Ísberg og Árni Daníel Júlíusson, ásamt Íslandssögunni í máli og myndum.